Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 ✝ Ingibjörg Þor-steinsdóttir fædd- ist á Hrauni í Tálkna- firði í Barðastrandar- sýslu hinn 24. október 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 26. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorsteinn Guðmunds- son frá Fífustöðum í Vestur-Barðastrand- arsýslu, f. 30.6. 1881, d. 11.12. 1943, og Ólafía Kristín Indr- iðadóttir frá Naustabrekku á Rauðasandi, f. 24.9. 1880, d. 19.12. 1976. Ingibjörg var þriðja elst 7 systkina sem öll eru nú látin. Þau eru Sigríður, f. 1909, d. 2000, Guð- mundur, f. 1910, d. 1976, Einar, f. 1914, d. 1916, Guðrún, f. 1915, d. 1998, Ingibjartur, f. 1921, d. 1988 og Einar Magnús, f. 1924, d. 1990. Einnig átti hún fóstursystur, Þór- unni Eggertsdóttur, f. 1913, d. 2002. Ingibjörg giftist 29. apríl 1938 Aðalsteini Einari Einarssyni, f. á Sveinseyri í Tálknafirði 5. desember 1907, d. 1. febrúar 1984. Foreldrar hans voru Einar Jóhannsson frá Skálanesi í Gufudalshreppi, f. 11.9. 1868, d. 25.10. 1934 og Jónína Jóns- uldsdóttur, f. 10.2. 1948 eru a) Aðalsteinn Eyþór, f. 1966, maki Helga Finnbogadóttir, börn þeirra eru Böðvar og Dagbjört. b) Hösk- uldur, f. 1980. 3) Guðrún, starfs- maður Festu lífeyrissjóðs, f. 30.6. 1949, maki Ástráður Örn Gunn- arsson, f. 30.3. 1948. Börn þeirra eru: a) Þórey, f. 1975, maki Ragnar Halldór Ragnarsson, dætur þeirra eru Ásta Guðrún og Íris Arna. b) Brynja, f. 1978, í sambúð með Ög- mundi R. Guðmundssyni, börn hans eru Dagmar og Aron Elvar. c) Gunnar Örn, f. 1981. 4) Ingibergur, starfsmaður Laugardalslaugar, f. 22.10. 1950. 5) Stella, launafulltrúi Umhverfisstofnunar, f. 22.10. 1958, maki Örn Þórisson, f. 3.1. 1958. Börn þeirra eru Svava, f. 1987, og Snorri, f. 1990. Ingibjörg gekk í farskóla og hlaut almenna barnaskóla- menntun. Síðar fór hún í Hús- mæðraskóla á Ísafirði og eftir það í vist á Patreksfirði, í Reykjavík og víðar. Hún var einn af stofn- félögum Kvenfélagsins Hörpu á Tálknafirði (stofnað 30. janúar 1962) og starfaði með kvenfélaginu eins lengi og hún hafði heilsu til. Hún varð síðar heiðursfélagi. Hún vann mestalla sína starfsævi sem húsmóðir en auk þess sinnti hún fiskvinnslustörfum á vetrum og bú- skap á Hrauni öll sumur sem skepnur voru þar. Útför Ingibjargar verður gerð frá Tálknafjarðarkirkju í dag og hefst kl. 14. dóttir frá Álftamýri í Arnarfirði, V- Ísafjarðarsýslu, f. 2.8.1880, d. 16.12. 1944. Ingibjörg og Að- alsteinn bjuggu allan sinn búskap að Hrauni í Tálknafirði, í sambýli við Ólafíu móður hennar og Guðmund bróður Ingibjargar, en hann var bóndi á Hrauni. Börn Ingibjargar og Aðalsteins eru: 1) Birgir, rafeindavirkjameistari, f. 11.8. 1939, maki María Jónsdóttir, f. 26.8. 1941. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg Helga, f. 1962, börn hennar og Jónasar Róbertssonar eru Róbert Þór og Arnar Dofri. b) Einar Þór, f. 1964, börn hans og Sigríðar Evu Rafnsdóttur eru María Katrín og Einar Rafn. c) Birgir Karl, f. 1970, í sambúð með Elínborgu Sigríði Freysdóttur. Börn þeirra eru Arnheiður, Auður og Brimir. Sonur Elínborgar er Ýmir Ingimarsson. 2) Þorsteinn málarameistari, f. 26.12. 1943, í fjarbúð með Svandísi Jeremíasdótt- ur, f. 7.4. 1942. Synir hans af hjóna- bandi með Dagbjörtu Sigríði Hösk- Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Elskulega móðir okkar er búin að fá hvíldina. Mamma og pabbi giftu sig 29. apríl 1938 og bjuggu í sambýli með Guð- mundi bróður hennar, bónda á Hrauni, og Ólafíu, móðurömmu okk- ar. Eftir að pabbi lést 1984 bjó mamma með næstelsta bróður okkar í 11 ár á Hrauni og síðan ein. Mamma var svo lánsöm að hafa góða heilsu allt fram á síðustu ár. Hún fór oft í sund og gönguferðir daglega. Hún gat búið fyrir vestan lengur en ella, því að góð- ar konur þjónustuðu aldraða og þökk- um við það innilega. Mamma hafði oft á orði: „Það eru allir svo góðir við mig.“ Hún var gestrisin og frænd- rækin og undi hag sínum vel. Hún ferðaðist með félagi eldri borgara um landið og hafði ánægju af. Hin síðari ár var hún hjá börnum sínum til skiptis á vetrum en hún vildi helst komast vestur um sumarmál. Henni fannst fátt jafnast á við Tálknafjörð, þar var blíðan, meiri stillur, fallegra sólarlag o.s.frv. Hún gekk niður á sand og niður í fjöru daglega á fyrri tíð. Henni fannst gam- an að sjá hvernig sjórinn breytti sandinum og rifinu úti fyrir. Þarna átti hún sitt heimili, þar var fjörður- inn, æskuslóðirnar og allt sem henni var kærast. Börn okkar systra hafa góðar minningar um sundnámskeið fyrir vestan, en þá var búið hjá ömmu Ingu. Síðasta árið var mamma á hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Garðvangi og þar var einstaklega vel um hana hugsað og henni sýnd mikil hlýja. Við þökkum öllu starfsfólki þar góða og manneskjulega umönnun og fyrir góð kynni. Hjartans kveðjur, Birgir, Þorsteinn, Guðrún, Ingibergur og Stella. Meira: mbl.is/minningar Það var sumar þegar ég hitti Ingu og Alla á Hrauni í fyrsta sinn. Vindurinn blés í hári Ingu og í ljós- um kjólnum þar sem hún stóð á skansinum og tók á móti mér. Ég var dauðfeimin og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Enda að koma með Þor- steini næstelsta syninum, nýtrúlofuð. Ég man fyrstu máltíðina í eldhúsinu á Hrauni. Það var steiktur fiskur og hrísmjölsgrautur með rúsínum. Ég borða aldrei soðnar rúsínur en Inga vildi gera vel við mig og veiddi fullt af rúsínum á diskinn minn. Ég gleypti þær eins og eld. Hún var listakokkur og allt bragðaðist vel í eldhúsinu á Hrauni. Enda var hún útlærð frá hús- mæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Það kom fjarrænt blik í augu hennar þeg- ar hún sagði mér frá vetrinum sem hún eyddi á Ísafirði. Það hafði greini- lega verið sérstakt ævintýri fyrir sveitastúlkuna frá Hrauni í Tálkna- firði, sem eyddi þar nánast allri sinni ævi. Hún elskaði fjörðinn sinn og fólkið í heimsveitinni sinni. Auðvitað elskaði hún fjölskylduna sína mest. Þegar ég var svo lánsöm að kynnast henni var Hraun ekki bara hennar heimili, Alla og krakkanna þeirra. Þar var þá bóndi bróðir hennar, hann Mundi, og svo var móðir hennar, Ólafía, líka þar. Í raun voru þau húsráðendur Ólafía og Guðmundur en þarna bjuggu þau saman þessi fjölskylda alla tíð, í sátt. Þessu var ég ekki vön, frekar en ýmsum siðum og venjum sem sumar komu mér undarlega fyrir sjónir. En ég lærði að meta þær og þakka. Inga kenndi mér svo mikið að ég get aldrei fullþakkað það. Ég var löt að eðlisfari, en hún sú iðnasta kona sem ég hef kynnst. Enda sagði hún stundum „Hún er ekki löt hún Inga“ um leið og hún renndi yfir húsið eða bakaði köku eða eldaði dýrindis mat. Glaðsinna og verklagin. Alli sá svo um að hún eignaðist öll heimilistæki sem hann komst í kynni við. Þegar hann kom heim með einhverja græjuna, fussaði hún og sagði – hvað hef ég svo sem að gera með þetta? En óðar var hún farin að strauja í strauvélinni eða hvað það nú var sem hann keypti. Sjálfvirka þvottavél eignaðist Inga snemma. En hún náði samt að láta mig þvo einn vetrarpart í þvottahús- inu í hjallinum sem Alli smíðaði á Hrauni. Hún handleggsbrotnaði og við fórum vestur. Steini vann í frysti- húsinu en ég var í heimilisstörfunum og ég og Alli minn gættum að roll- unum fyrir Munda á daginn. Ég held að þessar vikur hafi verið minn hús- mæðraskóli, mín Ósk, sem hefur dug- að mér vel. Þegar samleið okkar Steina lauk, sagði ég við hana að ég væri að skilja við son hennar, en ekki hana. Við höfðum alltaf samband, mismikið eft- ir ástæðum. Ómæld var sú ástúð sem hún sýndi drengjunum mínum, þeim Aðalsteini og Höskuldi, alla tíð. Ég veit að nú er hún komin heim og það hefur verið fagnaðarfundur á skans- inum á Hrauni, allir ástvinirnir mætt- ir. Og í öðru lífi er sól og golan leikur við hárið sem er aftur svart og hún er í sparifötunum. Því eins og hún sagði líka stundum „Það vantar ekki til- haldið í hana Ingu“. Farðu vel, Ingi- björg Þorsteinsdóttir, og ég sendi systkinunum frá Hrauni og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðjur. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, Stykkishólmi. Það er alltaf erfitt að fá fréttir af andláti ástvinar þó svo að maður eigi von á þeim. Það voru tilfinningar saknaðar í bland við ánægju fyrir hönd þess ástvinar sem þráð hefur að fá hvíldina. Árið1973 kom ég fyrst á heimili Ingibjargar Þorsteinsdóttur og manns hennar Aðalsteins. Það var eins og að koma á heimaslóð, tekið var hlýlega og vel á móti verðandi tengdasyni. Það sem einkenndi far Ingu á Hrauni eins og hún var svo gjarnan kölluð var það að aldrei heyrðist hún hallmæla nokkrum manni eða að hún hafi skipt skapi man ég aldrei eftir að hafa orðið vitni að, manngæskan var ofar öllu og þeir sem minna máttu sín nutu góðvildar hennar. Fyrir nokkr- um árum voru hugleiðingar hjá heimamönnum að fara út í að byggja gistiheimili á Tálknafirði og auðvitað þurfti Inga á Hrauni að leggja hug- myndinni lið ef það gæti orðið til þess að gera Tálknafjörð að betra sam- félagi. Tálknafjörður var hennar paradís og enginn staður á jörðinni fallegri eða betri. Börn okkar hjóna hafa ekki orðið útundan þegar kom að góðmennsku hennar. Þegar við treystum þeim til þess að fara einum vestur tók amma á móti þeim og gerði allt fyrir þau sem hugsast gat, amma sendi þau á sund- námskeið því það var ekki hægt ann- að með svona fína sundlaug á staðn- um. Það voru góðir dagar þegar verið var í sveitinni hjá ömmu. Það gladdi hana mjög nú seinni ár ef barnabörn komu í heimsókn og ekki síður ef barnabarnabörn komu til hennar, Ingibjörg Þorsteinsdóttir         ✝ Okkar ástkæra INGIBJÖRG DANÍELSDÓTTIR NIELSEN, Lóa, hjúkrunarfræðingur, áður Hátúni 8, Reykjavík, lést á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík að kveldi þriðjudagsins 24. febrúar. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins s. 543 3724. Aðstandendur. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN STEINSSON fyrrv. yfirvélstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, frá Hvammi, Dýrafirði, lést á Landspítalanum Hringbraut sunnudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13.00. Hafdís B. Steinsson, Guðjón Valgeirsson, Örn Steinsson, Ásdís L. Ingimarsdóttir, Kristný L. Rósinkarsdóttir, barnabarnabörn og aðrir ættingjar. ✝ Hjartans þakkir og Guðs blessun til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR. Starfsfólki á 2. hæð norður, hjúkrunarheimilinu Eir, sendum við sérstakar þakkir fyrir hlýlega og persónulega umönnun. Guðrún Ingólfsdóttir, Haraldur Jónsson, Gissur Ingólfsson, Lovísa Þorleifsdóttir, Sæmundur Ingólfsson, Sigþrúður Hilmarsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Ólafur Sigurgeirsson, Helga Ingólfsdóttir, Pétur Valtýsson, Arna Ingólfsdóttir, Páll Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, HJARNAR BECH, Esjugrund 53, Kjalarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 5. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Hulda Bech. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BJARGEY FJÓLA STEFÁNSDÓTTIR, Norðurbrú 5, Garðabæ, áður til heimilis í Ásgarði 149, Reykjavík, andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 5. mars. Útförin verður auglýst síðar. Ágúst Guðmundsson, Robert J. Severson, Margrét Ágústsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson, Kristján Ágústsson, Stefanía Sara Gunnarsdóttir, Ágúst Björn Ágústsson, Þórdís Björg Kristinsdóttir, Bjarni Ágústsson, Þórdís Lára Ingadóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.