Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞETTA er sú leið sem við fulltrúar fjögurra þingflokka teljum [...] þá einu réttu til að ná því mikilvæga markmiði að endurskoðun stjórnar- skrárinnar nái fram að ganga og samfélagssátt náist með þessu móti,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er hún mælti fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi í gær. Vísaði forsætisráð- herra þar til ákvæða um stofnun stjórnlagaþings. Það verði skipað 41 þjóðkjörnum fulltrúa og verður nið- urstaða stjórnlagaþingsins lögð und- ir þjóðaratkvæðagreiðslu og niður- staða hennar verður bindandi. Búast má við miklum umræðum á Alþingi um frumvarpið. Að ósk þing- manna Sjálfstæðisflokks var sam- þykkt í gær að lengja ræðutíma þingmanna um málið. Nokkrir sjálf- stæðismenn komu strax upp til and- svara eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu, vildu fá ýmsum spurningum svarað og gerðu athuga- semdir. Að því loknu var umræðu frestað til næsta þingfundar. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, spurði forsætisráð- herra hvort hún gæti svarað því af- dráttarlaust að 1. ákvæði frum- varpsins um þjóðareign á náttúru- auðlindum, raski ekki grundvellinum undan fiskveiðistjórnkerfinu. Jóhanna sagði að ákvæðið um náttúruauðlindir í þjóðareign muni ekki skerða réttindi þeirra sem hafa veiðiheimildir í kvótakerfinu eða svipta þá kvótanum. „Samfélagssátt náist með þessu“  Forsætisráðherra segir ákvæði frumvarpsins um náttúruauðlindir í þjóðareign ekki skerða réttindi þeirra sem nú ráða yfir veiðiheimildum í kvótakerfinu Í HNOTSKURN »Fulltrúar annarra flokkaen Sjálfstæðisflokks bera frumvarpið fram. »Framhald fyrstu umræðufer fram á mánudaginn. »Tillagan um stjórnlaga-þing á sér ekki fyrirmynd í sögu þjóðfunda lýðræðisríkja. ÞINGMENN allra flokka sem við- staddir voru atkvæðagreiðslu á Al- þingi í gær voru á einu máli um að samþykkja sem lög frumvarpið um hækkun á endurgreiðslu virð- isaukaskatts vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Það var samþykkt með 36 samhljóða at- kvæðum sem lög frá Alþingi. Þingmenn voru líka sammála um að með þessari breytingu væri stig- ið mikilvægt skref til að örva at- vinnu í byggingariðnaðinum. Þrátt fyrir að menn væru sammála um frumvarpið í lokabúningi þess, stóð lokaumræða um málið yfir frá því fyrir hádegi og langt fram eftir degi. Heimildin víkkuð út Umtalsverðar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í meðförum Alþingis. Þannig var t.d. samþykkt að tímabil endurgreiðslunnar í 100%, yrði lengt til 1. janúar 2011. Þá varð samkomulag um að endur- greiðslan verður ekki einskorðuð við byggingu íbúðarhúsnæðis og endurbætur og viðhald á þess hátt- ar húsnæði heldur nær hún jafn- framt til sumarbústaða og leigu lóða undir frístundahús. Heimildin var einnig víkkuð út og nær til end- urgreiðslu virðisaukaskatts af þjón- ustu arkitekta, verkfræðinga og tæknifræðinga. Hafnfirsku þingmennirnir Gunn- ar Svavarsson Samfylkingu og Árni M. Mathiesen Sjálfstæðisflokki tóku höndum saman um breyting- artillögu til að taka af allan vafa um að endurgreiðslan nái einnig til þjónustu hönnuða og eftirlitsaðila á byggingarstað. Tillaga þeirra var einnig einróma samþykkt. omfr@mbl.is Hækkun að lögum Löng umræða þótt allir væru sammála Morgunblaðið/Ómar Örva Vonast er til að umsvif aukist. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EFLA á atvinnu og búa til ríflega fjögur þúsund ársverk með ýmsum og ólíkum aðgerðum sem rík- isstjórnin hefur samþykkt. Þær eru byggðar á tillögum stýrihóps og var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær að vinna að framgangi ellefu til- lagna. Forystumenn ríkisstjórn- arinnar kynntu aðgerðirnar á fréttamannafundi í gær og bentu á að þegar einnig væri litið til stöðu fimm verkefna sem tengjast virkjun við Búðarháls og orkutengdum iðn- aði, öðrum en fyrirhuguðu álveri í Helguvík, gæti verið um að ræða sex þúsund ársverk á heildina litið. Um er m.a. að ræða störf í bygging- ariðnaði, við byggingu snjóflóða- varnargarða, skógrækt, gróð- ursetningu, grisjun og stígagerð, hækkun á endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, stofnun frum- kvöðlasetra, ferðaþjónustuverkefni, fjölgun í hópi þeirra sem njóta lista- mannalauna og aðgerðir til að draga úr útflutningi á óunnum fiski. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra, skýrðu frá aðgerðunum. Fjármunir til einstakra verkefna verða m.a. fengnir úr ýmsum sjóð- um, þar á meðal Atvinnuleys- istryggingasjóði og hugsanlega Íbúðalánasjóði. Steingrímur sagði að aðkoma Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs að þessu yrði með þátt- töku í átaksverkefnum. „Hann kem- ur að með ígildi atvinnuleysisbóta í formi launagreiðslna, í skilgreind átaksverkefni og forsendan er yf- irleitt sú að í starfið ráðist aðili af atvinnuleysisskrá. Þá verður sjóð- urinn ekki í raun fyrir neinum við- bótarútgjöldum,“ sagði Stein- grímur. Nýta peninga sem eru í sjóðum Össur sagði að nota ætti þau tæki sem fyrir hendi væru, fremur en að stofnað yrði til beinna útgjalda til að hrinda verkefnum af stað. „Við erum þá að tala um tæki eins og til dæmis peninga sem er að finna í ýmsum ráðuneytum, ýmsum sjóð- um og verkefnum. Í sumum til- vikum þarf að breyta heimildum til að nýta þessa peninga,“ sagði Öss- ur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagðist telja þetta mjög mikilvægt skref til að sporna gegn atvinnuleysi. Sennilega væru um 8% á atvinnuleysisskrá í dag. Gera mætti ráð fyrir að af þeim 4000 árs- verkum sem ættu að verða til með þessum aðgerum yrðu til störf fyrir 1.400 til 1.600 konur. Í tillögu um opnun frumkvöðlasetra segir að þriðja frumkvöðlasetrið utan Keldnaholts verði bráðlega opnað í Reykjavík. „Það verður heilsu- tæknigarður fullbúinn tækjum og aðstöðu fyrir allt að 20 sprotafyr- irtæki og 60 manns. Áður var opnað frumkvöðlasetrið Torgið í Austur- stræti með aðstöðu fyrir 13 fyr- irtæki og Kvosin við Lækjargötu með pláss fyrir allt að 30 fyrirtæki. Tíu fyrirtæki eru búin að koma sér fyrir í Kvosinni og það fjölmennasta hefur 7 sérfræðinga í vinnu. Gert er ráð fyrir að með þessu móti skapist 100 ársverk hið minnsta á þessu ári, og 200 á næsta ári. Í varúðarskyni eru aðeins 100 ársverk reiknuð inn,“ segir þar. „Ég held að þetta séu í hverju tilviki mjög þjóðnýt verkefni sem þarna á að ráðast í. Það á ekki að fara að láta menn moka sandi á milli hauga,“ sagði Steingrímur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynning Þau Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson útskýrðu aðgerðirnar. „Í hverju tilviki þjóðnýt verkefni“ Aðgerðir kynntar sem eiga að skapa allt að 4 þúsund ársverk Skapa á 1.700 ársverk í byggingariðnaði Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun innan árs Peningar fengnir úr sjóðum og verkefnum Rúmur milljarður fari í snjóflóðavarnir Mörg störf nýtist skólafólki í sumar GEIR H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokks, segist telja að kostnaður við stjórnlagaþing muni verða meira en einn milljarður kr. Lagt er til að 41 þjóðkjörinn fulltrúi sitji þingið. „Það hlýtur að vera augljóst mál að ef 41 maður er í fullri vinnu í tvö ár á þingsmanns- launum mun það kosta stórfé,“ sagði hann. Forsætisráðherra segir að kostnaðaráætlun verði lögð fyrir þingnefnd. Kostar meira en milljarð Geir H. Haarde Gera á átak til orkusparnaðar. Árs- verkin verði 50-100. Styrkir veittir til endurbóta á einangrun íbúðar- húsa o.fl. Skapa á störf fyrir iðn- aðarmenn og framleiðendur. Orkusparnaður Stefnt er að því að fjórðungur fisk- afla sem fluttur er óunninn á er- lendan markað verði unninn innan- lands. Þetta er talið geta skapað 300 ársverk í fiskvinnslu. Afli unninn heima Endurgreiðsluhlutfall vegna kvik- myndagerðar hækkað úr 14% í 20%. Vitað er um 2 verkefni í burð- arliðnum og þau myndu skapa 120 ársverk yrðu þau unnin á Íslandi. Efla kvikmyndagerð Ýmis verkefni sem varða styrki til ferðaþjónustu verða gangsett fyrir sumarbyrjun, m.a. menningartengd ferðaþjónusta o.fl. Reiknað er með 50 ársverkum vegna þessa. Styrkja ferðaþjónustu Búa á til 1.700 ársverk með aðgerð- um í byggingariðnaði. Þar er m.a. vísað til tónlistarhússins, útboðs á leiguhúsnæði fyrir ríkið og hærri endurgreiðslu virðisaukaskatts. Störf við byggingar Ráðast á í snjóflóðavarnir í Bolung- arvík, Fjallabyggð/Ólafsfirði, Fjarðabyggð/Neskaupstað og á Ísafirði. Til verða 110 ársverk. Kostar rúman milljarð. Snjóflóðavarnir Efla á samstarfsverkefni Skóg- ræktarfélags Íslands, ríkisins og sveitarfélaga með gróðursetningu, grisjun og stígagerð o.fl. Talið er að við þetta verði til 230 ársverk. Gróður og stígagerð Frumkvöðlasetur hafa verið opnuð eða verða það bráðlega. Þar er m.a. um að ræða heilsutæknigarð og í Kvosinni við Lækjargötu verður pláss fyrir 30 fyrirtæki. 100 ársverk. Efla frumkvöðlasetur Samstarfsverkefni um ráðningu sérfræðinga af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja. Gert er ráð fyrir 300 slíkum störfum í ár. Sprotasamtök Efla á listsköpun með því að fjölga í hópi listamanna sem fá lista- mannalaun. Gert er ráð fyrir að árslaunum listamanna fjölgi úr 100 í 133 árið 1012. Alls 33 ársverk. Listamannalaun Bætt skattaumhverfi nýsköp- unarfyrirtækja, m.a. með íviln- unum ef stundaðar eru rannsóknir og nýsköpun. Talið er að þessar að- gerðir geti skapað 1.000 ársverk. Nýsköpunarfyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.