Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 www.veggfodur.is BARACK Obama er 47 ára og nú er fullyrt að gráu hárunum hafi fjölgað talsvert á þeim 45 dögum sem hann hefur setið í embætti. Rakari í Chicago, Zariff að nafni, staðfestir orð- róminn en hann hefur klippt Obama undanfarin 17 ár. „Ég held ekki að við ættum að hafa allt of miklar áhyggjur. Þetta hefur ekki haft áhrif á frammistöðu hans í körfunni,“ segir Zariff. Sumir velta fyrir sér hvort liðsmenn Obama ýta undir þessa hárumræðu til að fólk átti sig á því hve hart forsetinn leggur að sér í embættinu. kjon@mbl.is Barack Obama Gránandi Obama? Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is UM 651.000 manns misstu atvinn- una í Bandaríkjunum í febrúar og 8,1% vinnufærra landsmanna eru án atvinnu. Þetta er mesta atvinnuleysi í landinu í 25 ár. Vinnumálaráðuneyti Bandaríkj- anna birti einnig tölur sem benda til þess að atvinnuleysið hafi aukist meira í janúar og febrúar en gert hafði verið ráð fyrir. Áætlað er nú að 655.000 manns hafi misst atvinnuna í janúar. Enn fleiri, eða 681.000 manns, misstu atvinnuna í desember og er það mesta fækkun starfa á ein- um mánuði í Bandaríkjunum frá október 1949. Febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem meira en hálf milljón starfa tapaðist. Embættismenn í Washington segja að alls hafi 4,4 milljónir starfa tapast frá því að efnahagssamdrátturinn hófst í des- ember 2007, þar af um 2,6 milljónir á síðustu fjórum mánuðum. Vonarglæta í myrkrinu Hagfræðingar spá því að atvinnu- leysið haldi áfram að aukast út þetta ár og í byrjun næsta árs. Gert er ráð fyrir því að 9-10% vinnufærra Bandaríkjamanna verði án atvinnu þegar atvinnuleysið tekur að minnka aftur, að sögn dagblaðsins The New York Times. Samkvæmt nýjustu gögnum vinnumálaráðuneytisins fjölgaði þeim, sem vilja fullt starf en þurfa að sætta sig við hlutastarf, um 787.000 í febrúar í alls 8,6 milljónir. Nýju tölurnar endurspegla þá miklu erfiðleika sem stjórn Baracks Obama forseta þarf að takast á við næstu misserin. „Þetta er ljótt og virðist alltaf verða ljótara með hverjum mánuðinum sem líður,“ hafði fréttastofan AFP eftir Robert MacIntosh, aðalhagfræðingi fjár- festingarfyrirtækisins Eaton Vance. „Þetta er djúp og dimm kreppa.“ Hagfræðingar eygðu þó vonar- glætu í myrkrinu og bentu á að færri misstu vinnuna í febrúar en í janúar og desember. Bandaríski hagfræð- ingurinn Cary Leahey sagði að nokkrir hagfræðingar hefðu óttast að allt að milljón manna hefði misst atvinnuna í febrúar. Hann bætti við að ástæða væri til að ætla að efna- hagurinn færi að rétta úr kútnum eftir þrjá til sex mánuði þegar áhrifa skattalækkana og fleiri efnahags- aðgerða stjórnarinnar færi að gæta. Mesta atvinnuleysi í 25 ár Rúm 8% vinnufærra Bandaríkjamanna atvinnulaus og búist er við að atvinnuleysið aukist í allt að 10% á næsta ári Reuters Sorg Atvinnulaus kona grætur á skrifstofu vinnumálaráðuneytisins. Reuters Hjónadans Tsvangirai dansar við konu sína á samkomu í september. Slys eða tilræði? MORGAN Tsvangirai, nýr forsætis- ráðherra Simbabve, var fluttur á sjúkrahús í gær eftir árekstur sem varð eiginkonu hans að bana. Hjónin voru í jeppa á leiðinni til heimabæjar síns í Buhera-héraði þegar þau lentu í árekstri við flutn- ingabíl. „Ökumaður flutningabíls- ins virtist hafa verið sofandi,“ var haft eftir ráðherra í flokki Tsvang- irais. Hermt var að ástand forsætis- ráðherrans væri stöðugt. Robert Mugabe, forseti Sim- babve, og eiginkona hans fóru á sjúkrahúsið en ræddu ekki við fjöl- miðlamenn. Tsvangirai hefur oft verið handtekinn fyrir andóf gegn Mugabe og sætt pyntingum í fang- elsi. Tsvangirai hefur haldið því fram að yfirvöld hafi fjórum sinn- um reynt að ráða hann af dögum. Fái stuðningsmenn hans grunsemd- ir um að áreksturinn hafi verið banatilræði en ekki slys gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðstjórn landsins. bogi@mbl.is TALÍBANAR og ýmsir stuðnings- hópar þeirra í nokkrum landa- mærahéruðum í vestanverðu Pak- istan, Swat-dalnum, hafa samið við stjórnvöld um að binda enda á bar- daga við pakistanska stjórn- arhermenn. Í staðinn fá þeir að inn- leiða stranga túlkun á hinum fornu lögum íslams, sharia, á svæðinu. Margir íbúanna eru að sögn skelfingu lostnir yfir þessari mála- miðlun. Mannréttindi eru fótum troðin og konur verða nú að sætta sig við enn meiri kúgun en endra- nær eins og reyndin var í Afganist- an þegar talíbanar réðu þar ríkjum. Eitt af því sem hefur verið bannað er popptónlist, pakistönsk sem er- lend og vestrænar kvikmyndir. Eina tónlistin sem nú er leyfð er trúarlegs eðlis. kjon@mbl.is Banna alla popptónlist LEILA Deen, liðsmaður umhverfisvernd- arsamtakanna Plane Stupid, virðir fyrir sér fórnarlambið, Peter Mandelson, viðskiptaráð- herra Bretlands, í gær. Hún skvetti þykkri, grænlitaðri sósu á ráðherrann í London þegar hann var á leið á ráðstefnu um vistvæna orkuöfl- un og samdrátt í losun koldoxíðs. Deen, sem er 29 ára, gekk óáreitt á brott að loknu verkinu. Hún segir samtök sín berjast gegn stækkun Heathrow-flugvallar en ríkisstjórnin samþykkti nýlega að bætt yrði við flugbraut. Mandelson væri að reyna að veiða atkvæði út á uppgerð- arbaráttu gegn loftslagsbreytingum, sagði Deen, ekkert væri grænt við hann nema „slímið sem rennur um æðar hans“. Mandelson viðskiptaráðherra sakaður um óheilindi í umhverfismálum Reuters Ataður eiturgrænni sósu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UPPLÝSINGAR eru mikil verð- mæti og nú getur svo farið að yfir 40 fyrirtæki í Bretlandi verði ákærð fyrir að kaupa leynilegar upplýsing- ar um mörg þúsund manns. Fyrir- tækin vildu grennslast fyrir um al- menna hegðun fólksins og þátttöku þess í stéttarfélagsstörfum áður en þau réðu það í vinnu, að sögn The Guardian. Eftirlitsmaður upplýsingamála, Richard Thomas, hefur gefið í skyn að þekkt fyrirtæki á borð við Balfour Beatty, Laing O’Rourke og fleiri hafi í mörg ár keypt upplýsingar af þessu tagi. Thomas hefur þegar ákveðið að láta loka skrifstofu einkaspæjara, Ians Kerrs, sem hefur sérhæft sig í að safna með leynd upplýsingum um 3.000 manns og ná sum gögnin aftur til níunda áratugarins. Thomas telur að umsækjendum hafi stundum með ósanngjörnum hætti verið neitað um vinnu vegna þess að þeir höfðu engan möguleika á að andmæla villum í gögnunum vegna leyndarhjúpsins. Vilja banna fyrirtækj- um að nota svarta lista Þúsundum Breta neitað um vinnu vegna verkalýðsbaráttu Í HNOTSKURN »Thomas segir að við sumahafi verið merkt „komm- únistaflokkurinn“ og aðra „latur vandræðaseggur“. »Um er að ræða brot á lög-um um persónuvernd, að sögn embættismanna. Fyr- irtækin hafa statt og stöðugt neitað að þau notuðu gagna- bankana sem nú hafa fundist. HARÐUR jarðskjálfti, 6,5 stig á Richterkvarða, varð á hafsbotni á milli Svalbarða og Grænlands í gærmorgun. Er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu, að sögn Aftenposten. Jarðskjálftinn olli engum skemmdum enda upptökin langt frá landi. Kuvvet Atakan, prófessor í jarðeðlisfræði við háskólann í Berg- en, sagði að ekki ætti að vera hætta á að skjálftinn kæmi af stað flóð- bylgju. Um sé að ræða láréttar hreyfingar jarðflekanna sem valdi að jafnaði engum flóðbylgjum. Mikill skjálfti, sex stig, varð á svæðinu fyrir rúmu ári. Atakan segir að hræringarnar séu afleiðing þróunar sem hafi byrjað fyrir 25 milljónum ára. Athyglisvert sé að svo stutt skuli vera á milli skjálft- anna sem sýni að mikið sé að gerast í jarðlögunum. kjon@mbl.is Skjálftar í Íshafinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.