Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Réttlætismál sem velkst hefur í kerfinu FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is N áist þverpólitísk sátt um breytingar á skaðabótalögunum frá 1993, með síðari tíma breytingum, væri hægt að samþykkja þær sem lög frá Alþingi innan tveggja vikna. Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður allsherjarnefndar, en nefndin fjallaði á fundi sínum í gær um framkomnar breytingatillögur og mun fara nánar í saumana á málinu nk. mánudag. „Þetta er mikið réttlætismál sem hefur velkst undarlega lengi í kerfinu sl. misseri,“ segir Árni Páll og bætir við: „Ég skynja það eftir umræður um þetta mál í nefndinni að menn hafi áhuga á að fara í þessar breytingar.“ Breytingarnar sem Árni Páll vísar til eru komnar frá hæstaréttarlög- mönnunum Birni L. Bergssyni, Karli Axelssyni og Vilhjálmi H. Vilhjálms- syni, en þeir hafa síðan 2004 barist fyrir því að umdeildu ákvæði, sem rataði inn í skaðabótalögin 1999, verði breytt. Þá var sett inn í lögin ákvæði þess efnis að frá skaðabótum skuli dragast greiðslur sem tjónþolar fá frá almannatryggingum og úr lífeyris- sjóði í framtíðinni. Hefur verið á það bent að af þessum sökum þurfi nær allir sem verða fyrir meira en 50% varanlegri örorku að sæta lækkun skaðabóta, miðað við það sem var áð- ur en lagabreytingin tók gildi. Málið strandaði árið 2005 Hæstaréttarlögmennirnir hafa lagt til að skerpt verði á lagatextanum þannig að kveðið verði á um að frá skaðabótakröfu vegna líkamstjóns skuli „dragast eingreiddar örorku- bætur almannatrygginga“ þannig að hætt verði að reikna saman allar framtíðargreiðslur frá almanna- tryggingakerfinu og úr lífeyrissjóði og draga frá skaðabótum. Samhliða þessu yrði réttur hlutur eftirlifandi maka sem misst hafa fyrirvinnu sína. Raunar hefur áður verið gerð til- raun til þess að breyta þessu ákvæði skaðabótalaganna, því vorið 2005 flutti Bjarni Benediktsson, þáverandi formaður allsherjarnefndar, frum- varp til laga um breytingu á skaða- bótalögum sem byggðist á fyrr- greindum ábendingum hæstaréttar- lögmannanna þriggja. Eftir fyrstu umræðu var málinu vísað aftur til allsherjarnefndar og í framhaldinu var kallað eftir umsögnum frá m.a. Guðmundi Sigurðssyni, dósent við HR, Lögmannafélagi Íslands, Sam- bandi íslenskra tryggingafélaga, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Tryggingamiðstöðinni hf. og Vá- tryggingafélagi Íslands hf. Í samtali við Morgunblaðið bendir Árni Páll á að ein ástæða þess að hægt væri að afgreiða málið hratt nú sé einmitt af því að búið sé að kalla eftir umsögn- um þar til bærra aðila. Spurður hvers vegna lagafrum- varpið hafi ekki fengist afgreitt úr allsherjarnefnd á sínum tíma segir Bjarni að nefndin hafi tekið ákvörðun um að leita samstarfs við lögfræðinga um að vinna úr fram komnum at- hugasemdum. „Ég, sem formaður nefndarinnar, óskaði ítrekað eftir því við nefndarsvið þingsins að gengið yrði til samninga við lögfræðingana, en einhverra hluta vegna náðist ekki samkomulag sem varð á endanum til þess að sú vinna fór aldrei fram.“ Hjá skrifstofu Alþingis fengust þau svör að óheppileg röð tilviljana hafi gert það að verkum að málið hafi strandað á sínum tíma. Þannig hafi tekið lengri tíma að reyna að ganga frá samningum við sérfræðinga en ráð hafði verið fyrir gert m.a. þar sem inn í umræðuna hafi blandast frekari endurskoðun á skaðabótalögunum í heild sinni og síðan hefðu pólitískar annir tekið við vegna þingkosninga. Morgunblaðið/Golli Skaðabætur Breytingin á skaðabótalögum 1999 leiddi til lægri útgreiddra skaðabóta hjá þeim sem metnir voru með meira en 50% varanlega örorku. „ALMENNT höfðu þær breytingar sem gerðar voru með tilgreindum [skaðabóta]lögum mikla réttarbót í för með sér en hins vegar voru þar um leið lögleiddar ýmsar frádrátt- arreglur vegna greiðslna frá þriðja aðila sem hafa komið nokkuð hart niður á tveimur hópum. Við þessu er frumvarpinu ætlað að bregðast. Annars vegar eru það þeir ein- staklingar sem eru alvarlega slas- aðir, sem hér er verið að fjalla um, og síðan hins vegar ekkjur og ekkl- ar,“ sagði Bjarni Benediktsson, þá- verandi form. allsherjarnefndar, á Alþingi 7. apríl 2005 þegar hann mælti fyrir lagafrumvarpi til breyt- inga á skaðabótalögunum. Sagði Bjarni það sýn allsherj- arnefndar að framkvæmdin á skaðabótalögunum hefði verið á skjön við það sem til stóð þegar lög- unum var breytt 1999 og að við því yrði að bregðast. Með því að breyta lögunum væri komið til móts við sanngirniskröfur og -sjónarmið. SANNGIRNIS- SJÓNARMIЛ›  Meira í sunnudagsblaðinu F ólk á valdastólum má ekki verða allt of öruggt með sig, það er ávís- un á vandræði. Líklega er best að stóllinn sé með harða setu og mis- langa fætur, svolítið valtur, þann- ig gæti hann stöðugt minnt á fallvaltleika lífs- ins. Og ótryggð kjósenda. En ég skil alveg fólk sem aldrei skiptir um flokk í kosningum, sama hvað gengur á. Kannski finnst mörgum tryggum flokks- mönnum siðlaust að líta á kjörna stjórn- málamenn eins og hvert annað einnota drasl. Nógu margt sé það sem við verðum að fleygja nánast um sama leyti og við erum búin að venj- ast því og læra að nota það. Eitthvað verði að fá að standa eða réttara sagt sitja. Og þingmenn eru fólk eins og við og ef við svíkjum þá við fyrsta tækifæri hvers vegna ættu þeir þá að sýna okkur tryggð og virða okkur? En vandinn er að slímseta á valdastóli breytir þeim sem situr og oftast til hins verra. Oft er valdhafinn líka dags daglega umkringdur allt of mörgum jámönnum sem líta á það sem hlutverk sitt að bæta upp skammirnar í fjölmiðlum og vanþakklæti almennings með því að hrósa honum/henni í tíma og ótíma. Stundum er þetta bara fölskvalaus hrifning en gagnrýnislaus aðdáun er ekki holl fyrir þann sem nýtur. Þess vegna verðum við að skipta öðru hverju um leið- toga. Fulltrúalýðræðið veldur því að flokkarnir verða að hafa á að skipa nokkrum einstaklingum sem eru færir í að toga okkur sleðana, hafa leiðtogahæfileika. Þeir verða að geta skipað hæft fólk í embættin. En þó að nýtt blóð sé nauðsynlegt væri ekki gott að heil ríkisstjórn þyrfti bókstaflega að fá leiðsögn einkaþjálfara við hvert fótmál vegna reynslu- leysis til þess að koma í veg fyrir slys. Þetta skildi Obama sem raðaði upp reynslu- boltum í mikilvægustu embættin og þetta skildu núverandi stjórnarflokkar. Auðvitað er bráðnauðsynlegt að vinstri- græningjarnir Steingrímur, Katrín, Ögmund- ur og Kolbrún fái reynslu af öðru en þing- störfum. Þau eru nú einu sinni kosin á þing af þúsundum Íslendinga. Nú fá þau nasasjón af því, í nokkrar vikur allavega, hvað það er erfitt að skora mörk og verja markið þegar því er að skipta. Við sjáum það öll hvað þetta hefur haft góð áhrif, jafnvel þótt kosningabaráttan sé hafin tala þau nú af svo mikilli ábyrgð að okkur fallast stundum hendur. Nið- urskurður sem áður var ófyrirgefanlegur verður óhjá- kvæmilegur, málamiðlun þar sem hvergi átti að hvika verður nú eðlilegur þáttur í stjórnmálalífinu. Það vissum við nú mörg en gott að fá fleiri liðsmenn. Freistingin er næstum því ómótstæðileg, að leyfa þeim að þjálfa sig meira, kynnast veruleikanum enn betur. Að kjósa þau í apríl. Ekki vegna þess að þau geri hlutina endi- lega betur en „mitt“ fólk, nei, til þess að tryggja að á næstu árum verði pólitískar umræður bærilegri fyrir okk- ur öll. Minna af innistæðulausum gylliboðum og meira af auðmýkt þeirra sem hafa lært af reynslunni. kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Þjálfaðir varamenn á bekknum Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gríðarlegstemningvar fyrir skattahækkunum á fundi, sem Stein- unn Valdís Ósk- arsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, efndi til á Hótel Borg í fyrrakvöld. Fundarboðandinn, Steinunn Valdís, dustaði rykið af gömlum hugmyndum um fjölþrepa skatt- kerfi, þar sem skattar fara stig- hækkandi eftir tekjum. Indriði H. Þorláksson, ráðu- neytisstjóri Steingríms J. Sig- fússonar í fjármálaráðuneytinu, sagði að skattahækkanir væru óhjákvæmilegar og einhver hluti þeirra yrði varanlegur. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kallaði það „óráðshjal“ að ekki þyrfti að hækka skatta. Í rök- stuðningi Stefáns kom m.a. fram að árið 2007 hefði ríkasta pró- sent þjóðarinnar, 615 fjöl- skyldur, haft að jafnaði 18,2 milljónir króna í tekjur á mán- uði. Skattahækkanir eru ekki óhjákvæmilegar og geta verið skaðlegar við núverandi að- stæður. Þær eru líklegar til að drepa endurreisn öflugs at- vinnulífs á Íslandi í dróma. Umsvif hins opinbera þöndust út í góðærinu. Aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna var af- ar lítið. Fremst í forgangsröð stjórnmálamanna hlýtur nú að vera að lækka útgjöld ríkisins; að leggja af ýmsan kostnað, sem við höfum bætt á sameiginlegan sjóð skattgreiðenda undanfarin ár en höfum ekki lengur efni á. Talið um breiðu bökin og réttláta, þrepaskipta skatt- kerfið hljómar fal- lega, en hvernig virkar slíkt í reynd? Það virkar þannig að duglegu fólki er refs- að fyrir að leggja meira á sig til að hækka tekjur sínar og fjöl- skyldu sinnar. Þrepaskipt skatt- kerfi leiða af sér jaðarskatta, sem geta orðið svo háir að fólk lætur það frekar vera að leggja meira á sig en að borga meiri- partinn af hverri krónu í skatt. Ofurlaunafólkið frá 2007 er varla til lengur. Það hvarf með banka- og hlutabréfaveizlunni. Ef menn ætla með skattahækk- unum á „breiðu bökin“ að ná einhverjum upphæðum sem máli skipta, verður að fara miklu neðar í tekjustigann. Stutt er síðan lagður var af „há- tekjuskattur“ sem var í raun ill- ræmdur millitekjuskattur. Valið um að hækka skatta eða lækka ríkisútgjöld snýst í raun um það hvort fólk á sjálft að ráða því hvaða atvinnustarfsemi fær að blómstra og rétta úr kútnum eða hvort ríkið á að ráða því fyrir það. Sennilega vilja flestir ráða sjálfir í hvað þeir verja sjálfsaflafé sínu. Það er samt kostur að liðs- menn núverandi stjórnarflokka eru ekkert að fara í felur með pólitík sína nú þegar líður að kosningum. Þeir lofa ekki bara skattpíningu þjóðarinnar. Þeir telja hana sögulega óhjákvæmi- lega. Skattahækkanir eru ekki óhjákvæmi- legar og geta verið skaðlegar} Loforð um skattpíningu Fulltrúar frákosningaeft- irliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hafa verið hér á landi til að athuga hvort ástæða sé til þess að vera með eftirlit á Íslandi í kosningunum 25. apríl. Fréttir af kosningaeft- irliti ÖSE berast yfirleitt frá löndum þar sem ástæða er til þess að efast um að kosningar fari fram með réttmætum hætti, en eftirlitið hefur einnig náð til landa, sem lýsa má sem „rót- grónum lýðræðisríkjum“. Væntanlegar kosningar hér á landi ber að höndum með óvenjulegum hætti. Á Íslandi hefur orðið hrun í fjármála- heiminum og það hefur haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið. Boðað er til kosninganna með litlum fyrirvara, á þingi koma fram frumvörp um breytingar á kosningalögum, sem tekið hefur lengri tíma að afgreiða en gott má teljast. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort ÖSE verður með kosningaeftirlit í kosningunum eftir tæpa tvo mánuði. Hins vegar mælir ým- islegt með því að það verði gert. Á Íslandi hafa kom- ið upp dæmi um týnda kjörkassa og deilur um talningu og skilgreiningu á gildum atkvæðum og ógildum. Þess finnast hins vegar ekki dæmi að reynt hafi verið að hag- ræða úrslitum eða hafa vísvit- andi rangt við. Markmiðið með kosningaeft- irliti ÖSE er að verja lýðræðið. Breytingar á kosningalögum skömmu fyrir kosningar eru meðal þess, sem stofnunin varar við og gæti eitt og sér verið ástæða til þess að fulltrúar hennar fylgist með kosning- unum á Íslandi. Ýmsir kynnu að líta svo á að ákveði ÖSE að vera með kosn- ingaeftirlit á Íslandi yrði það enn eitt áfallið. Ekki væri nóg með að Ísland væri komið í efnahagslega gjörgæslu hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, heldur bætti ÖSE nú um betur og setti íslenskt lýðræði inn í súrefn- istjaldið. En það er einnig hægt að líta svo á að eftir allt sem á undan er gengið yrði kosninga- eftirlit tækifæri til að ná í heil- brigðisvottorð fyrir fram- kvæmd lýðræðisins á Íslandi. Kosningaeftirlit ÖSE gæti komið sér vel}Framkvæmd lýðræðisins Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.