Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is HÓTUN stjórnvalda í Norður- Kóreu um að skjóta niður farþega- flugvélar hefur kallað fram hörð við- brögð í Suður-Kóreu. Ríkin á Kór- euskaganum hafa iðulega deilt, en hótunin var tekin það alvarlega að stóru flugfélögin tvö í Suður-Kóreu tóku enga áhættu og breyttu flug- leiðum véla sinna og síðan tilkynnti Singapore Airlines að það myndi gera slíkt hið sama. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa þrá- faldlega lýst yfir því að þau séu ósátt við fyrirhugaða heræfingu Banda- ríkjahers og hers Suður-Kóreu. Æf- ingin á að hefjast á mánudag og standa til 20. mars. Á fimmtudag barst síðan svohljóðandi yfirlýsing frá norður-kóreskum yfirvöldum: „Ekki er hægt að tryggja öryggi suður-kóreskra véla á borgaralegu flugi í okkar lofthelgi og grennd við hana ... meðan á heræfingunum stendur.“ Mótmæla heræfingum Bandaríkjamenn og Suður-Kórea hafa árum saman haldið heræfingar og Norður-Kórea lýst yfir því að þær væru „aðdragandi innrásar og kjarnorkustyrjaldar“. Undanfarnar vikur hefur Norður- Kórea hins vegar þráfaldlega hótað að ráðast á Suður-Kóreu. Einnig er því haldið fram að norður-kóresk yf- irvöld undirbúi nú að skjóta lang- drægustu sprengjuflaug sinni í til- raunaskyni í trássi við bann Sameinuðu þjóðanna við slíkum til- raunum. Þau segja að til standi að skjóta á loft gervihnetti og það sé hluti af geimáætlun Norður-Kóreu. Ekki er langt síðan samskiptin milli Norður- og Suður-Kóreu virt- ust vera á batavegi. Efnt var til sam- starfs af ýmsum toga og Suður- Kórea sendi aðstoð til Norður- Kóreu. Nú hefur tortryggnin aftur náð yfirhöndinni og það eina, sem eftir er af samstarfinu er sérstakt iðnaðarsvæði í Norður-Kóreu. Ástæðan fyrir því að það er enn starfrækt er að þar verða til útflutn- ingstekjur, sem Norður-Kórea getur ekki verið án. Bandaríkjamenn eru með 28 þús- und hermenn í Suður-Kóreu undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Á mánudag ræddust við yfirmenn úr norður-kóreska hernum og banda- rískir herforingjar úr sveitum Sam- einuðu þjóðanna í Suður-Kóreu í fyrsta skipti í sjö ár. Þeir ræddust aftur við í gær. Sérlegur sendifulltrúi banda- rískra stjórnvalda í Norður-Kóreu, Stephen Bosworth, hefur þegar heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, og nú er hann vænt- anlegur til Seoul, höfuðborgar Norð- ur-Kóreu. Tilgangurinn með heim- sókn hans er að koma aftur af stað viðræðum um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Hann ætlar einnig að ræða við stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Japan. N-Kórea hótar að granda farþegavélum Reuters Gráir fyrir járnum Tveir norður-kóreskir hermenn horfa á liðsmann hers Suður-Kóreu í þorpi á vopnlausa svæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu. Hvernig hafa samskiptin verið milli Norður-Kóreu og Suður- Kóreu? Tæknilega stendur enn yfir stríð á milli ríkjanna. Þegar Kóreustríðinu lauk 1953 var gert vopnahlé, en ekki samið um frið. Sín hvorum megin við landamæri ríkjanna standa milljón hermenn gráir fyrir járnum. Fyrir rúmu ári gekk forseti Suður-Kóreu yfir landamærin og þíða blasti við. Í febrúar í fyrra urðu valdaskipti í Suður-Kóreu og ný stjórn sagði að engin aðstoð yrði veitt Norður-Kóreu án skil- yrða. Nú hótar Norður-Kórea að hætta öllu samstarfi við Suður- Kóreu. Er hætta á átökum milli ríkjanna? Ólíklegt er að stríð brjótist út, en skærur gætu orðið á milli landa- mæravarða eins og gerst hefur af og til, síðast árið 2002. Tími sátta- funda er hins vegar liðinn í bili. S&S Salattangirnar frá Rösle eru fallegar og handhægar en þetta gróna þýska fyrirtæki hefur framleitt hágæða eldhúsáhöld úr ryðfríu stáli í nær hundrað ár. Rösle leggur mikla áherslu á gæði og stílhreina hönnun. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Lyftir salatinu upp „... afbragðsvel byggð saga.“ gauti kristmannsson, v íðsjá „Frásögnin grípur lesandann allt frá fyrstu síðu.“ soffía auður birgisdót tir, morgunblaðið „Guðrún er svo ofboðslega klár og skemmtilegur höfundur að maður roðnar eiginlega bara við að hugsa um hæfileika hennar.“ þór arinn þór arinsson, ný t t líf „... SKYLDULESNI NG.“ páll baldvin ba ldvinsson, frét tablaðið KOMIN í kilju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.