Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 37
Ein af góðum minningum var
þegar við vorum á sama tíma og
Inga og Ingólfur á Spáni. Inga var
þá orðin veik en lét það ekkert á sig
fá, var hin hressasta og tók á móti
skaranum af sinni alkunnu snilld.
Börnunum okkar fannst ævintýra-
legt að koma í heimsókn til frænku
og frænda og fá að busla og leika
sér í garðinum og minnast þau
þessa dags enn í dag. Inga var
heimsborgari í hjarta sér og sýndi
mikinn styrk og æðruleysi í veik-
indum sínum. Í okkar huga er hún
sannkölluð hvunndagshetja og
þannig munum við minnast hennar.
Elsku besti Ingólfur, Dísa, Hulda,
Hrefna og fjölskyldur, Um leið og
við vottum ykkur innilega samúð
biðjum við þess að englar guðs veiti
ykkur styrk í sorginni.
Kveðja,
Arnar, Sveindís, Ingvar
og Brynhildur.
Ég kynntist Ingibjörgu Finn-
bogadóttur, þegar hún flutti til
Hvolsvallar 1987 frá Höfn í Horna-
firði með fjölskyldu sinni og fór að
vinna í útibúi Landsbankans á
staðnum. Þar var Landsbankinn
heppinn, því Inga, eins og við
vinnufélagarnir kölluðum hana var
afbragðs starfsmaður, fljót að koma
sér inn í málin, vann þau hratt og
vel, stundum ótrúlega hratt og vildi
alltaf hafa mikið að gera.
Hún gat verið svolítið fljótfær
eins og þegar hún mislas einu sinni
bæjarnafn í nágrenninu svo
skemmtilega að úr varð hin mesta
kátína og mest hló hún sjálf. Þetta
atvik hefur oft verið rifjað upp og
vakið kátínu. Hún varð svo seinna
þjónustufulltrúi, átti sinn viðskipta-
mannahóp og vildi veg hans sem
bestan og mestan.
Hún var mikill fagurkeri svo sem
sjá mátti í garðinum þeirra og
glæsilegu heimilinu, hún hlustaði
mikið á tónlist og elskaði falleg
blóm. Í hennar augum voru veislu-
höld ekki bara matartilbúningur,
þó snillingur væri í slíku, heldur
þurftu borðskreytingar, borðbún-
aður, litir, ljós og umhverfi allt að
vera í stíl, svo dæmið gengi upp.
Hún gerði kröfur um vel unnin
verk, mestar þó til sjálfrar sín. Við
tvær áttum oft spjallstundir á
morgnana fyrir opnun í bankanum
og fyrir utan það sem aldrei verður
sagt frá, voru líklega Eurovision,
Idolið, spurningakeppnir og jóla-
undirbúningur þau atriði sem mest
voru rædd. Ágæti meyjarmerkisins
bar líka oft á góma enda báðar
meyjur.
Í maí 2006 lauk svo samstarfs-
tíma okkar, því þá greindist hún
með krabbamein og í kjölfarið
fylgdu erfiðar meðferðir og þessi
grimmi ójafni leikur, sem fólk hefur
ekkert val um þátttöku í, en það er
með ólíkindum hversu lengi hún gat
barist og haldið reisn sinni og stíl,
dyggilega studd af Ingólfi og fólk-
inu sínu.
Í Spámanninum eftir Kahil Gi-
bran segir:
„Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glað-
ur og þú munt sjá að aðeins það, sem
valdið hefur hryggð þinni gerir þig glað-
an. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.“
Þegar ég skoða nú huga minn er
þar að finna mikið þakklæti til
hennar nöfnu minnar fyrir sam-
starf, tryggð og vináttu. Í huganum
er líka mynd af henni sólbrúnni og
hraustri á Spáni, með flott lakkaðar
neglur, bæði á fingrum og tásum,
með nýtt ilmvatn, hlustandi á góða
músik e.t.v. Töfraflautuna, allavega
ekki „eitthvað leiðindavæl“. Þau
Ingó fara svo í kvöldverð, nauta-
steik með frönskum og rauðvíni.
Svona vil ég muna hana og hugsa til
hennar, því þetta voru hennar
uppáhalds aðstæður.
Guð gefi fjölskyldunni hennar
styrk og blessi allar minningarnar.
Ingibjörg Marmundsdóttir.
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
✝ Sjöfn Halldórs-dóttir fæddist í
Reykjavík 7. sept-
ember 1932. Hún lést
24. febrúar sl.
Foreldrar hennar
voru Lilja Guðrún
Kristjánsdóttir frá
Reykjavík og Halldór
Magnússon frá Hafn-
arfirði. Albróðir
hennar er Magnús.
Hálfsystkini hennar
sammæðra eru María,
Guðbrandur og Krist-
ín Ingólfsbörn. Sjöfn
fluttist ung með móður sinni að
Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Þar
kynntist móðir hennar Ingólfi Guð-
brandssyni, sem síðar varð stjúpfað-
ir hennar. Sumarið 1950 kynntist
hún eiginmanni sínum Sigurði
Ámundasyni frá Hvammstanga. Þau
fluttust á Hvammstanga í febrúar
1951 og giftu sig 7.2. 1953. Vorið
1959 fluttu þau að Hrafnkelsstöðum
og bjuggu þar í tvö ár en fluttu það-
an að Þverholtum þar sem þau
byggðu bú sitt upp frá grunni. Þau
fluttu vorið 1981 í Borgarnes.
Börn: 1) Ásta Margrét (dóttir Sig-
urðar, fósturdóttir Sjafnar) gift
Tómasi Þórðarsyni, börn þeirra eru:
Petrea, gift Jóni Halldóri Davíðs-
syni, Þórður, sambýliskona Salika
Pitplern, Sigurður Grétar, Ámundi
Ragnheiði Guðmundsdóttur, börn
þeirra eru: Sigurður Ingvar, sam-
býliskona Steinunn Gerður Krist-
jánsdóttir, Guðrún Ósk, Sigrún
Sjöfn og Arna Hrönn. 7) Hilmar,
kvæntur Þóru Þorgeirsdóttur, börn
þeirra eru: Helgi, Þorgeir Elvar,
Ólafur Björgvin, sambýliskona
Björk Jóelsdóttir, Sjöfn, sambýlis-
maður Ívar Erlendsson, Máni og
Húni. 8) Ásdís, sambýlismaður
Bjarki Jónasson, barn þeirra er:
Bjarki Freyr. Fyrir átti Ásdís
Ámunda Sigurð, sambýliskona
Tinna Margrét Valgarðsdóttir,
Söndru. 9) Jóhanna gift Ríkharði
Erni Jónssyni, börn þeirra eru:
Heiðrún Harpa, Björgvin Hafþór,
Bergþór Ægir. 10) Ingibjörg,, sam-
býlismaður Valgeir Þór Magn-
ússon, barn þeirra er: Sigurður
Heiðar. Fyrir átti Ingibjörg Helgu
Sjöfn Ólafsdóttur.
Eftir að Sjöfn fluttist í Borgarnes
gerðist hún dagmóðir og nutu
mörg börnin þess að fá að vera í
pössun hjá ömmu Sjöfn. Eftir frá-
fall Sigurðar fór Sjöfn út á vinnu-
markaðinn og starfaði hjá Mjólk-
ursamlaginu í Borgarnesi, og síðar
hjá Eðalfiski. Sjöfn hafði mikið dá-
læti á hestum frá unga aldri og
stundaði hestamennsku alla tíð og
fór í ófáar hestaferðirnar. Stundaði
spilamennsku af krafti milli þess
sem hún prjónaði lopapeysur með
hestamunstri sem þekktar eru bæði
hér heima og erlendis.
Sjöfn verður jarðsungin frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
Sjafnar, giftur Dóru
Vigdísi Vigfúsdóttur,
Sesselja Salóme, Tóm-
as Kristinn, sambýlis-
kona Samat Keaws-
anlow og Margrét
Ósk. 2) Halldór
kvæntur Guðrúnu
Samúelsdóttur, börn
þeirra eru: Guð-
mundur Skúli, Samúel
og Guðbjörg. Fyrir
átti Halldór Sjöfn
Önnu d. 26.5. 1974,
Sjöfn Önnu og Haf-
rúnu Bylgju. 3) Arilíus
Dagbjartur kvæntur Ingibjörgu
Þorsteinsdóttur, börn þeirra eru:
Þorsteinn, sambýliskona Heiður
Hörn Hjartardóttir, Sigurður, gift-
ur Svanhildi Björk Svansdóttir,
Friðrik, sambýliskona Íris Ösp
Sveinbjörnsdóttir, Dagbjartur Ingv-
ar, sambýliskona Svanhildur Valdi-
marsdóttir. 4) Inga Lilja Sigurð-
ardóttir, börn hennar eru: Sigríður
Sjöfn Helgadóttir, sambýlismaður
Sigvaldi Jónasson, Telma Dögg. 5)
Hrafnhildur, gift Andrési Björgvini
Jóhannssyni, börn þeirra eru: Unn-
steinn Óskar, sambýliskona Þórdís
Helga Benediktsdóttir, Agnes Hlíf,
gift Bárði Erni Gunnarssyni, Birgir
Heiðar, giftur Guðbjörgu Ásmunds-
dóttur, og Helga Sif, gift Stefáni
Inga Ólafssyni. 6) Ámundi, kvæntur
Elsku mamma, amma og tengda-
mamma. Ótrúlegt að þú skulir vera
farin frá okkur, við náum þessu
bara ekki. Alltaf ætlum við að
grípa símann og hringja í þig til að
fá góð ráð hjá þér, segja þér frá
deginum okkar og spyrja þig
hvernig þinn dagur var. Tíminn
sem við áttum með þér í sumar var
ómetanlegur, að fara í ferðalagið
og klára að loka hringnum í kring-
um landið með þér.
Alltaf þegar við komum til þín
fengum við svo mikla hlýju og ást,
við vorum alltaf svo velkomin. Það
var orðið árvisst hjá þér að koma
til okkar um páskana og fara á
hestbak, og svo dugleg varstu að
fara í langan reiðtúr og glöð þegar
þú komst úr honum.
Þú skilur eftir stórt skarð hjá
okkur, skarð sem verður ekki hægt
að fylla í aftur, gleðin og ástin sem
þú gafst frá þér var ómetanleg,
veittir okkur stuðning í því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Svo
komstu til okkar um daginn og þá
vildir þú alltaf vakna á morgnana
með Sigga og spila við hann eitt
spil áður en hann fór í skólann, svo
sat hann hjá þér og lærði meðan að
þú prjónaðir, og sem fyrr gafstu
honum svo mikla ást og tíma.
Erfitt verður að vera án þín, en
við eigum svo margar og góðar
minningar með þér, nú ertu komin
til afa og vonandi ertu bara glöð og
vakir yfir okkur. Með söknuði
kveðjum við þig og um leið biðjum
við að Guð gefi okkur og öllum
börnunum þínum styrk til að tak-
ast á við þennan mikla missi. Bless,
elsku amma, við elskum þig.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Ingibjörg, Valgeir, Helga
Sjöfn og Sigurður Heiðar.
Elsku amma mín er farin, það er
svo erfitt að trúa því. Hún sem allt-
af hefur verið til staðar fyrir okkur
öll. Ein minning er mér ofar í huga
en aðrar. Ég lítið skott með ömmu
í útreiðartúr og afi á eftir á bílnum.
Í dag veit ég hvað þetta er mér
dýrmætt, sem betur fer á ég þær
margar minningarnar um þau
bæði, þær fara ekki frá mér.
Elsku amma mín, það eru marg-
ir sem misstu mikið þegar þú
kvaddir þennan heim, þú varst svo
góð við svo marga, alltaf áttirðu
bros og hlýju til handa flestum
þeim sem á þínum vegi urðu. Og
stóra, stóra hópinn þinn umvafðir
þú með ást og hlýju. Ég vona að þú
finnir ekki lengur til, amma mín,
og sért komin til afa sem þú sakn-
aðir alltaf svo mikið.
Ég ætla að reyna að gera það
sem þú sagðir mér að gera í hvert
skipti er við kvöddumst. Passa
stóra hópinn minn, gullin þín.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Sigríður Sjöfn Helgadóttir.
Elsku amma Sjöfn. Það er heið-
ur að hafa fengið að vera hluti af
þínu lífi, að hafa átt þig fyrir
ömmu. Þú ert og munt alltaf verða
stór hluti af okkar lífi, við munum
aldrei gleyma þér.
Við munum alltaf eftir þeim
góðu stundum sem við áttum sam-
an með þér. Eins og þegar við
komum til þín næstum hvern ein-
asta dag til að spila, læra og
prjóna. Sum okkar hefðu aldrei
lært að lesa ef þú hefðir ekki verið
til staðar og aðstoðað okkur við
það með þolinmæði og hjálpsemi
þinni. Þegar við vorum yngri
klæddum við okkur oft í gömul föt
af þér og þóttumst vera þú, það var
gaman. Þú áttir fullt af dýnum sem
við byggðum okkur hús úr og gát-
um leikið okkur við það heilu
klukkustundirnar. Við munum
sakna árlegu jólaboðanna sem þú
hélst alltaf, útileganna sem við fór-
um saman í en mest af öllu munum
við þó sakna þín, elsku amma
Sjöfn.
Þú gafst þér alltaf nægan tíma
fyrir okkur, við gátum alltaf leitað
til þín og komum alltaf að opnum
örmum þínum. Allt sem þú hefur
kennt okkur mun nýtast okkur í
ókominni framtíð.
Undir bláhimni blíðsumars nætur
barstu’ í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin í grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.
Ég var snortinn af yndisleik þínum,
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
(Magnús K. Gíslason.),
Megir þú hvíla í friði og hafa það
sem best hjá elsku afa okkar sem
þú hefur saknað svo mikið eins og
við öll.
Þín barnabörn og barnabarna-
börn,
Heiðrún Harpa, Björgvin
Hafþór, Telma Dögg, Lilja
Dóra, Bergþór Ægir,
Bjartmar Áki og Guðmar.
Elskuleg amma okkar, við kveðj-
um þig í dag með miklum söknuði.
Við kveðjustund renna í gegnum
huga okkar allar þær ómetanlegu
minningar sem við áttum um þig.
Þú varst alveg einstök kona sem
hafðir svo gaman af mörgu í lífinu.
Þú tókst þátt í lífi okkar með því að
fylgjast með af áhuga öllu því sem
við gerðum, hvort sem það var í
námi, starfi eða leik. Þú fylgdist
vel með og af miklum áhuga körfu-
boltaiðkun okkar systranna og eru
ófá SMS skilaboðin sem við feng-
um frá þér fyrir leiki. Eftir leiki
fengum við síðan oft aftur skilaboð
með fallegum hamingjuóskum eftir
sigurleiki eða hlýlegum hvatning-
arorðum eftir tapleiki. Þessi skila-
boð gáfu okkur mikinn kraft og
veittu okkur mikla gleði. Við eigum
eftir að sakna þess sárt að fá ekki
fleiri skilaboð en við vitum að þú
verður með okkur í hugum okkar
og heldur áfram að hvetja okkur.
Okkur langar að birta brag sem
við létum yrkja um ömmu okkar á
75 ára afmæli hennar 7. september
2006, og Guðrún Ósk söng fyrir
hana. Þessi bragur lýsir áhugamál-
um hennar og því sem á daga
hennar hafði drifið í gegnum tíð-
ina.
Í Lyngbrekku haldin er hátíð með stæl
þar hoppar og dansar hún mamma
okkar sæl.
Sjötíu og fimm ára syngjandi hress
sýnist hún blómstra og mest vegna þess.
Laus við allt stress litrík og hress
fyrir leti og leiðindi síst hefur sess.
Í búskap í Þverholtum tók hún oft törn
það tafði hana ekki þó mörg væru börn.
Því kraftur og orka í konunni býr
kindum hún smalaði og mjólkaði kýr.
Verkefnin skýr fráleitt hún flýr
og á dansgólfi snýst hún svo dillandi hýr.
United styður hún alveg út í eitt
og afkvæmi Beckhams hún getur
sko veitt.
Því gullfiskar bera allir barna hans nöfn.
hún bjargar þeim sjálfsagt í örugga höfn.
Svona er hún Sjöfn, svona er hún Sjöfn
Brooklyn og Romeó eru nýtileg nöfn.
Bílprófið fullorðin frúin svo tók
í farteskið spánýrri reynslu þar jók.
Í húsbílnum flotta hún flakkar og fer
og fréttir með SMS sendir frá sér.
Hvar sem hún er, hvert sem hún fer
með prjóna og krossgátur alsæl hún er.
Kringum sig hefur hún alls konar dót
og engu má flegja þá heyrist nú blót.
Úr dagblöðum myndirnar klippir hún klók
og kemur þeim fyrir í minningarbók.
Ekki er það djók, í minningarbók
safnar hún afrekum krakkanna klók.
Við óskum að hamingjan dilli henni dátt
er hún drífur sig eldspræk í framtíðarátt.
Í hestaferð sjálfsagt að sumri hún fer
og sjálf ekki léttustu byrðarnar ber.
Fúslega hér, fullyrðum vér
að amma er ágæt bara eins og hún er.
(Unnur Halldórsdóttir.)
Hvíl þú í friði, elsku amma.
Guðrún Ósk og Sigrún
Sjöfn Ámundadætur.
Nú kveðjum við elsku ömmu
okkar í dag.
Þegar við hugsum til baka skín í
gegn styrkur, dugnaður og hjarta-
hlýja.
Amma var mikil hestakona og
sannkölluð amma Dreki, hún átti
skemmtilegan húsbíl sem hún
keyrði um vegi landsins á 30 km
hraða, skreyttan myndum af David
Beckham. Amma okkar var litrík
og gerði lífið skemmtilegra.
Elsku amma, megirðu hvíla í
friði, við vitum að nú ertu loksins
komin til afa í Paradís.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.).
Unnsteinn, Agnes,
Birgir og Helga.
Sjöfn Halldórsdóttir
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR PÁLSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Seljahlíð,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir
einstaka umönnun og kærleika.
Páll Þór Jónsson, Hallfríður Helgadóttir,
Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir,
Guðrún Pálsdóttir,
Vilhelm Gauti Bergsveinsson,
Hákon Pálsson,
Auður Guðbjörg Pálsdóttir,
Hildur Briem,
Árni Briem,
Sigrún Inga Briem,
Gunnar Ingi Briem
og barnabarnabörn.
Fleiri minningargreinar um Ingi-
björgu Finnbogadóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.