Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 1
Á SUÐVESTURHORNINU hefur verið einmuna blíða sl. daga og um leið
og sólin lætur sjá sig flykkist landinn í laugarnar. Þessi gestur Árbæj-
arlaugar nýtti sér vatnsfoss til að lemja á, kannski aumum, hálsvöðvunum.
Vöðvarnir lamdir
Morgunblaðið/Heiddi
L A U G A R D A G U R 7. M A R S 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
64. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«DAGLEGTLÍF
MÖMMUR ÞURFA LÍKA AÐ
GERA EITTHVAÐ SKAPANDI
«HELGI HRAFN
Hefur vart fengist
við annað en tónlist
LESBÓK
Kristján B. Jónasson segir skrif
Michael Lewis um Ísland í Vanity
Fair eina verstu landkynningu sög-
unnar. Þjóðin sé höfð að háði og
spotti og landinu réttilega lýst sem
„uppblásnu montbjánabatteríi“.
Tortímingarmáttur
íslenskrar dellu
„Hversu mörg meistaraverk hafa
ekki orðið til fyrir tilstilli kraminna
hjartna“? spyr Arnar Eggert Thor-
oddsen í Halló Hálönd! þar sem
fjallað er um Scott Hutchison og
sveit hans Frightened Rabbit.
Surgandi melódískt
nýbylgjurokk
Sumir segja að Bill Holm hafi verið
einhver íslenskasti höfundur síð-
ustu áratuga. Í grein Einars Fals
Ingólfssonar kemur fram að skáld-
inu þótti of mikið rafmagn í Banda-
ríkjunum en ekki nógu mikil birta.
Íslenskt gras –
sælasta hvílan
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
KAUPÞING lánaði stærstu eig-
endum sínum og tengdum aðilum
samtals 478 milljarða króna, sam-
kvæmt lánabók Kaupþings, en
Morgunblaðið hefur hluta hennar
undir höndum. Um er að ræða lán til
Ágústs og Lýðs Guðmundssona,
Ólafs Ólafssonar, Roberts Tchengu-
iz og félaga í þeirra eigu.
Lánin voru ýmist veitt þeim sjálf-
um, íslenskum fyrirtækjum sem þeir
áttu eða eignarhaldsfélögum í Hol-
landi og á Tortola-eyju. Um er að
ræða stöðu útlána 30. júní 2008,
þremur mánuðum fyrir hrun bank-
ans. Lánin eru gengisbundin og flest
veitt í gegnum Lúxemborg og Lond-
on. Séu lánin umreiknuð miðað við
stöðu krónunnar í dag eru þetta lán-
veitingar upp á rúmlega 573 millj-
arða króna. Upphæð lánanna fékkst
staðfest hjá Kaupþingi í gær.
Lánveitingar til Ágústs og Lýðs í
gegnum Exista-samstæðuna nema
169,1 milljarði króna. Þar af er 108,4
milljarða lán til Exista hf. og 30,8
milljarða lán til eignarhaldsfélags
þeirra bræðra, Bakkabraedur Hold-
ing BV. Exista var stærsti hluthafi
Kaupþings þegar bankinn féll.
Útistandandi lán til Roberts
Tchenguiz, sem situr í stjórn Exista,
nemur samtals 230,2 milljörðum
króna, samkvæmt lánabókinni, en
278 milljörðum króna sé það um-
reiknað miðað við gengi. Af lánveit-
ingum til þrettán félaga í eigu
Tchenguiz eru sjö þeirra skráð á
Tortola-eyju. Lánveitingar til Ólafs
Ólafssonar og tengdra félaga nema
78,9 milljörðum króna.
500 milljarðar til eigenda
Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum 478 milljarða samkvæmt lánabók
Lánin voru ýmist veitt til íslenskra félaga í þeirra eigu eða félaga í Hollandi og á Tortola-eyju
Skuldir Roberts Tchenguiz námu 230 milljörðum í júní, 278 milljörðum á gengi dagsins í dag
Kröfur vegna lánanna eru ýmist hjá skilanefnd
Kaupþings eða hjá Nýja Kaupþingi.
Algjörlega óvíst er hversu mikið útlánatap
verður vegna lánveitinganna.
Skilanefnd Kaupþings hefur þegar höfðað mál
gegn félagi í eigu Tchenguiz vegna vanskila.
Ágúst
Guðmundsson
Lýður
Guðmundsson
Ólafur
Ólafsson
Robert
Tchenguiz
230
milljarða króna lán til
Roberts Tchenguiz
169
milljarða króna lán til Bakka-
bræðra og tengdra félaga
79
milljarða króna lán til
Ólafs Ólafssonar og
tengdra félaga
Hundraða milljarða lán | 21
Mín Borg
ferðablað Icelandair
fylgir með Fréttablaðinu
í dag.
GEYMIÐ BLAÐIÐ
HANN fæddist í Karíbahafinu,
sonur dansks landstjóra og konu
frá Ghana. Var fluttur eins og
hver önnur „nýlenduvara“ til Dan-
merkur, tólf ára að aldri, síðan
hundeltur og lögsóttur af danskri
ekkju föður síns, tók þátt í sjóorr-
ustu Dana við Englendinga, en
hvarf að lokum sjónum manna í
Kaupmannahöfn eftir sögufræg
réttarhöld um eignarhald á fólki.
Réttarhöld þar sem einungis
þeir þrælar sem höfðu verið skírð-
ir gátu borið vitni, því að öðrum
kosti voru þeir ekki taldir persón-
ur samkvæmt dönskum lögum.
Þannig er í stuttu máli forsaga
þess að Hans Jónatan, eins og
hann nefndi sig, settist að á
Djúpavogi og gerðist versl-
unarmaður. Á Austfjörðum hitti
hann íslenska stúlku, kvæntist og
gerðist bóndi.
Gísli Pálsson mannfræðingur
rekur sögu Hans Jónatans í Les-
bókinni í dag og segir lífshlaup
hans enduróma umræður nú-
tímans um fjölmenningu, kyn-
þáttahyggju, nýlendustefnu og
þrælahald. | Lesbók
Flúði til Íslands
undan þrældómi
Var fluttur eins og „nýlenduvara“
Fjölmenning fyrri tíma fyrir austan