Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
„VEISTU hvernig það er að hafa
kynmök við eiginmann þinn þegar þú
vilt það ekki?“
Þessa spurningu fékk Inger
Skjelsbæk, sérfræðingur hjá Al-
þjóðlegu friðarrannsóknarstöðinni í
Ósló, frá viðmælanda sínum í Bosníu
þegar hún var við rannsóknir á
skipulegum nauðgunum í stríðinu á
Balkanskaga á tíunda áratugnum.
Þegar vöflur komu á Skjelsbæk hélt
viðmælandi hennar áfram: „Að vera
nauðgað í stríði er eins og að hafa
kynmök við manninn sinn án þess að
vilja það – nema þú þekkir ekki
manninn, sem þú hefur mök við.“
Þessi orð konunnar vöktu Skjels-
bæk til umhugsunar um skilin á milli
stríðs og friðar, ofbeldis og kynlífs,
geranda og eiginmanns. „Kynferðis-
legt ofbeldi í stríði tengist alltaf sam-
skiptum kynjanna á friðartímum,“
sagði Skjelsbæk í fyrirlestri, sem
hún flutti í Háskóla Íslands í gær á
vegum Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum. „Merking nauðgunar í
stríði veltur á hinni félagslegu og
menningarlegu umgjörð.“
Skjelsbæk sagði að kynferðislegt
ofbeldi í stríði væri jafngamalt styrj-
öldum. Í raun yrði „kvenlíkaminn
framlenging á vígvellinum“.
Lítið er skjalfest um kynbundið of-
beldi í styrjöldum þar til í heimsstyrj-
öldinni síðari. Talið er að bandarískir
hermenn hafi nauðgað 17 þúsund
konum í Þýskalandi og Frakklandi.
Nauðganir voru þáttur í ógnarverk-
um Þjóðverja á austurvígstöðvunum
og vitað er að 50 þúsund konur voru í
haldi í vændishúsum á hernáms-
svæðum þeirra. Rússar nauðguðu
tveimur milljónum kvenna í Þýska-
landi, helmingurinn hópnauðganir.
Í stríðinu í Bosníu frá 1992 til 1995
hafi hins vegar orðið rof. Þegar árið
1993 bárust fréttir af því að konum
væri nauðgað kerfisbundið. Nauðg-
anir væru liður í þjóðernishreins-
unum í Bosníu og greint var frá svo-
kölluðum „nauðgunarbúðum“. Því
var haldið fram að í ágúst 1991 hefðu
verið lögð á ráðin um að nota nauðg-
anir sem vopn og að koma á fót sér-
stökum búðum. Skjelsbæk benti á að
ekki hefðu fundist skriflegar sann-
anir, en ekki færi á milli mála að
nauðgunum var beitt með skipuleg-
um hætti.
Þegar Tadeusz Mazowiecki, fyrr-
verandi forsætisráðherra Póllands
og síðar erindreki Sameinuðu þjóð-
anna í Bosníu, skilaði af sér skýrslu
um átökin sagði hann að allir aðilar
hefðu gerst sekir um mannréttinda-
brot. Nauðgunum hefði „vísvitandi
og kerfisbundið“ verið beitt til að
„niðurlægja, fylla skömm, lítilsvirða
og skelfa þjóðarbrot“.
Skjelsbæk gat sér þess til að
nauðganirnar á Balkanskaga hefðu
vakið slík viðbrögð vegna þess að
hvítir Evrópubúar hefðu átt í hlut og
margir hefðu komið til Júgóslavíu
sem ferðamenn.
Skjelsbæk rifjaði einnig upp þjóð-
armorðið í Rúanda 1994 þegar 800
þúsund manns voru myrt á 100 dög-
um. Talið er að hálfri milljón kvenna
og stúlkna hafi verið nauðgað.
Nauðgunin var tæki í tilraun til þjóð-
armorðs.
Sérstakir dómstólar voru stofn-
aðir vegna stríðsglæpa í gömlu Júgó-
slavíu og Rúanda. Nauðganir hafa
verið meðal kæruatriða. Þótt sakfell-
ingar hafi verið fáar, 24 hjá fyrri
dómstólnum og átta hjá þeim seinni,
skiptir það samt máli. „Það sem kom
fyrir mig telst alþjóðlegur glæpur,“
hrópaði einn viðmælandi Skjelsbæk
upp yfir sig. Það skipti máli að glæp-
urinn skyldi tekinn alvarlega.
Skilgreiningin á glæpnum hefur
áhrif, en Skjelsbæk telur að til að
knýja fram breytingu í stríði verði að
eiga sér stað breyting í þjóðfélaginu.
Forsenda þess að nauðganir hafi
áhrif sé að konur séu lægra settar í
samfélaginu og komast verði að því
hvaða menningarþættir opni fyrir
þessa hegðun í stríði – og friði.
Nauðganir og stríð
Kvenlíkaminn framlenging á vígvellinum Tímamót
þegar nauðganir í stríði voru skilgreindar sem glæpur
Nauðganir hafa fylgt styrjöldum
frá upphafi og eiga sér rætur í
undirokun kvenna. Í Bosníu og
Rúanda var nauðgunum beitt
skipulega og þær notaðar sem
tæki til að fremja þjóðarmorð.
Konur og stríð eru grunnstef í
Eyjan er alltaf hér, eftir Hrund
Gunnsteinsdóttur, leikrits innan
leikverks, sem sýnt verður í Þjóð-
menningarhúsinu á Listahátíð á
morgun kl. 20 og nefnist Orbis
Terræ – Ora. „Leikritið skrifaði sig
sjálft,“ segir Hrund um verkið,
sem fjallar um fimm vinkonur, sem
hittast eftir 13 ára viðskilnað
vegna stríðanna á Balkanskaga.
Hrund rak á sínum tíma verkefni
Unifem í Kosovo og starfaði hjá
svæðisnefnd Sameinuðu þjóðanna
í Genf og þekkir því til málsins.
„Persónur leikritsins eiga sér
mjög sterkar fyrirmyndir í konum
sem ég þekki, en þær eru líka
skáldskapur til að ögra hug-
myndum, sem ég hef.“
Þar eigi hún við alls konar hug-
myndir. Milli vinkvennanna hefjist
valdabarátta vegna þess að sumar
upplifðu átökin heima fyrir, en aðr-
ar fóru og eru ekki jafn réttháar í
valdastiganum. „Við bætist þjónn-
inn Ívan, sem getur verið góður
eða vondur, það byggist á okkar
hugmyndum um karla, sem búa á
stríðssvæðum,“ segir hún. „Börð-
ust þeir eða ekki? Þetta snýst ekki
um að konur séu fórnarlömb og
karlar vondir í stríði, miklu frekar
um manneskjuna í okkur, sem oft
verður út undan þegar verið er að
leysa úr stórum vandamálum eins
og að koma á friði.“
Hún kveðst nota frelsið í skáld-
skapnum sem linsu til að skoða
samtímann og nú virðist kvenlík-
aminn vera orðinn að vígvelli: „Er-
um við sem mannkyn að éta okkur
að innan með því að ráðast á
mannslíkamann og náttúruna?“
Erum við að éta okkur að innan?
Vettvangur átaka Flóttamanna-
búðir í Þjóðmenningarhúsi.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn Bæjarlind 6 sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Ný sending
Kjóll kr. 10.900
Kjólar frá 6.900.-
Fallegir gallar og bolir
fyrir konur á öllum aldri
Stærðir frá nr. 8-22
Ný sending
Verið velkomin
Sumargallar
Sími 568 5170 Mb
l
1
1
1
1
7
3
7
Guðrækni
austurkirkjunnar
Fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar:
Orthodox spirituality
Í dag, föstudaginn 15. maí, kl. 12.10 flytur
Metropolitan Kallistos Ware próf. emerítus frá
Oxford almennan fyrirlestur í kapellu
Háskólans í boði Guðfræðistofnunar Háskóla
Íslands.
Yfirskrift fyrirlestrarins er:
Orthodox spirituality.
Kallistos Ware er þekktur fyrir ritverk,
fræðastörf og fyrirlestra sína víða um heim.
Þekktastur er hann fyrir verk sitt: Orthodox Church, sem kom út
1963 og hefur verið endurskoðað nokkrum sinnum síðan.
Allt áhugafólk er velkomið.