Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 13

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 ÞINGFLOKKUR framsóknar- manna hefur val- ið Gunnar Braga Sveinsson sem formann þing- flokksins. Sig- urður Ingi Jó- hannsson var kjörinn varafor- maður og Vigdís Hauksdóttir rit- ari. Þau þrjú eru öll nýkjörnir þing- menn flokksins. Gunnar Bragi tekur við þing- flokksformennsku af Siv Friðleifs- dóttur. Formaður þing- flokks Framsóknar Gunnar Bragi Sveinsson HINN almenni bænadagur er á sunnudaginn kemur. Á þeim degi sameinast kirkja landsins í bæn fyrir ákveðnu fyrirbænaefni. Að þessu sinni hvetur biskup Íslands til þess að beðið verði fyrir þjóð- inni í þeim vanda sem hún glímir nú við. Í Bænabók kirkjunnar og á trú.is er að finna bænir í áhyggjum og fjárhagserfiðleik- um. Morgunblaðið/Eyþór Biðja fyrir þjóðinni HINN 23. apríl sl. um kl. 3.10-4 tók leigubílstjóri upp farþega, karl- mann og konu á aldrinum 40-45 ára, í Pósthústræti við Kaffi París og ók hann þeim að Brúnastöðum í Grafarvogi. Lögreglan óskar eftir því að viðkomandi bílstjóri gefi sig fram við lögregluna, svæðisstöð fjögur s. 444-1199 á skrifstofutíma. Vitni óskast STJÓRN Ungra vinstri grænna lýs- ir megnri óánægju með að ekki skuli vera jafnt hlutfall kynja í ráð- herraliði nýrrar ríkisstjórnar. „Stjórnin gerir þá kröfu að þegar næst verði gerðar breytingar á skipan ráðherra í ríkisstjórninni verði hlutfall kynjanna innan henn- ar leiðrétt,“ segir í ályktun frá UVG. Krefjast jafnræðis kynja í stjórninni NÝR og endurbættur vefur fyrir Tótalráðgjöf hefur verið opnaður í Hinu húsinu. Tótalráðgjöf er al- hliða vefur fyrir ungt fólk á aldr- inum 16-25 ára. þar geta öll ung- menni fengið svör við spurningum með því að senda spurningu í gegn- um vefinn eða með því að skoða eldri svör. Hægt er að senda við- kvæmar spurningar undir fullri nafnleynd. Slóðin á vefinn er www.totalradgjof.is. Miklar upplýsingar eru á síðunni. Ungt fólk getur fengið svör á vefnum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Við framleiðum sófasett, hornsófa og tungusófa eftir óskum hvers og eins. Mikið úrval af áklæðum ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a 50%afsláttur af völdum sýningareintökum Chersterfield 3+1+1 DL-634 3+1+1 roma Aspen m-87 sws nice man-8356 3+1+1 fusite 3+1+1 Man-8205 tilboðverð: 299.900 kr Fullt verð: 469.000 kr tilboðverð: 269.900 kr Fullt verð: 319.900 kr tilboðverð: 199.950 kr Fullt verð: 399.900 kr tilboðverð: 199.950 kr Fullt verð: 399.900 kr www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri STYRKUR svifryks mældist yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í mestallan gærdag, annan daginn í röð, en undir kvöld var ástandið orð- ið gott á ný. Að meðaltali voru loft- gæði í borginni miðlungsgóð sam- kvæmt mælum í borginni. Heilsuverndarmörk eru 50 míkró- grömm á rúmmetra en klukkan tvö í gær mældist hálftímagildið 131 míkrógramm við Grensásveg. Þrjár sjálfvirkar mælistöðvar eru reknar á vegum umhverfis- og samgöngu- sviðs Reykjavíkurborgar í samvinnu við Umhverfisstofnun. Þeir sem eru með viðkvæm önd- unarfæri hafa mjög líklega fundið fyrir einkennum í gær. Rekja mátti svifryksmengunina til sterkra vinda sem bárust frá meginlandi Evrópu og til sandfoks af Suðurlandi, en það hefur verið mikið undanfarna daga. Svifryk hefur farið níu sinnum yfir heilsuverndarmörkin það sem af er ári en reiknað er með því að ástandið verði gott í dag því vind á að lægja. Styrkur ósons var ekki mikill við yfirborð í gær en óvenjumikið óson var í borginni í fyrradag. Það ertir einnig öndunarfæri. Svifryk yfir mörkum annan daginn í röð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.