Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FRAMKVÆMDIR eru hafnar við smíði aldamótaþorps á Eyrarbakka. Stefnt er að því að opna fyrsta áfanga þorpsins 11. maí næsta vor og annan áfanga ári síðar. Anna S. Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Gónhóls á Eyr- arbakka, sagði að fjölskylda sín hefði unnið að þessu verkefni. Faðir hennar, Árni Valdimarsson, keypti gamalt frystihús á Eyrarbakka 2006 og síðan hafa þau byggt þar upp rekstur. Þar eru nú kaffihúsið Gónhóll, íbúðir fyrir ferðamenn, nytja- og handverksmarkaður Gón- hóls þar sem m.a. er selt kjöt og grænmeti beint frá býli, forn- bílasafn, listasmiðja barnanna, Lista- og tungumálamiðstöðin HUX. Aldamótaþorpið verður byggt í um 1.100 m2 rými í gamla frystihúsinu. Dansk-íslenskt þorp Leikmyndahönnuðirnir Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal hafa gert líkan af aldamótaþorpinu. Samráð verður haft við safnið Den Gamle By í Árósum í Danmörku og munu fulltrúar þess koma hingað. „Danir eiga heilmikla sögu á Ís- landi, bæði á Eyrarbakka og víðar,“ sagði Anna. „Við erum að byggja dansk-íslenskt þorp. Við verðum með verslanir og sýnum iðngreinar sem stundaðar voru á Eyrarbakka í byrjun 20. aldar þegar blómatími Eyrarbakka stóð sem hæst.“ Eyrarbakki var helsti versl- unarstaður Sunnlendinga á sinni tíð og aðalhöfn Suðurlands. Meðan verslun var þar með mestum blóma var gefin út sérstök mynt og er hug- myndin að endurvekja hana og nota í Aldamótaþorpinu. Verslanir verða í safninu og eins fengnir iðn- aðarmenn til að reka verkstæði. Hugmyndin er að fá járnsmið, gull- smið, úrsmið, söðlasmið o.fl. til að reka verkstæði og sýna gömul handtök við iðn sína. Eins hefur verið rætt við banka og sparisjóði um að reka útibú í gamla stílnum í safninu. Þar verður m.a. hægt að kaupa Eyrarbakkamyntina. Í þorpinu munu börn geta kynnst leikjum frá fyrri tíð, gengið á stult- um og farið í boltaleiki. Flestir starfsmenn verða af eldri kynslóð- inni og munu klæðast búningum frá þeim tíma sem þorpið end- urspeglar. Gestir munu líka geta leigt sér búninga við hæfi þegar þeir heimsækja Aldamótaþorpið. Atvinnulausir fá vinnu „Við erum byrjuð og erum að taka klæðninguna innan úr þakinu. Allt efnið verður endurnýtt í gömlu húsin sem á að byggja. Eins hirðum við gamalt járn og reynum að safna að okkur gömlu byggingarefni,“ sagði Anna. Verkefnið hefur fengið styrki frá Átaki til atvinnusköpunar kvenna, Menningarráði Suðurlands og nú nýverið frá Atvinnuþróun- arfélagi Suðurlands. Anna sagði að rætt hefði verið við Vinnumálastofnun um að fá fólk af atvinnuleysisskrá til starfa við verkefnið. Nú eru tveir komnir í vinnu af skránni og sagði Anna nóg að gera fyrir fleiri. Þegar alda- mótaþorpið verður tilbúið verður það vinnustaður fyrir 30-50 manns, að sögn Önnu. Vinna hafin við smíði dansk-íslensks aldamótaþorps á Eyrarbakka  Endurspeglar upphaf 20. aldar  Verslanir, handverksmenn, banki og eigin mynt Líkan/Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal Fortíðin endurbyggð Aldamótaþorpið á að sýna tíðarandann frá því í byrj- un 20. aldar. Eyrarbakki var lengi helsti kaupstaður Sunnlendinga. Í HNOTSKURN »Aldamótaþorpið á Eyr-arbakka á að endurspegla dansk-íslenskt þorp frá tíma- bilinu 1880-1940. »Þorpið verður byggt inni ífyrrverandi frystihúsi sem er 2.700 m2 stórt og stendur á 6.000 m2 lóð við ströndina. »Starfsfólkið verður flest afeldri kynslóðinni og mun klæðast búningum frá því tíma- bili sem þorpið endurspeglar. Lifandi eftirmynd Margvísleg starfsemi verður í þorpinu, verslanir upp á gamla mátann og verkstæði þar sem iðnaðarmenn beita gömlu handverki. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ALÞINGISKOSNINGARNAR í vor töfðu töluvert vinnu við endur- uppbyggingu íslenska hagkerfisins og viðræður við erlenda kröfuhafa, en voru engu að síður nauðsyn- legar að mati Kaarlo Jännäri, fyrr- verandi forstjóra finnska fjármála- eftirlitsins. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að erlendir kröfuhafar og aðrir hagsmunaðilar í útlöndum hafi verið órólegir með að minni- hlutastjórn færi með völd hér á landi. „Líta þeir svo á að þegar komin er ríkisstjórn sem hefur stuðning meirihluta þingmanna hafi líkur á stöðugleika hér aukist.“ Jännäri segir jafnframt að vissu- lega hafi það dregist eitthvað að innleiða þær tillögur, sem hann gaf íslenskum stjórnvöldum um end- urskipulagningu eftirlitskerfis með fjármálamarkaðnum. „Í ljósi að- stæðna er slíkur dráttur hins vegar eðlilegur og miðað við það sem á undan er gengið þykir mér það hafa gengið vel.“ Segir hann að áætlanir ríkisstjórnarinnar um stofnun efnahagsráðuneytis, sem hefði á sinni könnu regluverk á fjármálamarkaði, sem og eftirlit í formi Fjármálaeftirlits og Seðla- banka, rími vel við sínar hug- myndir. Hefur hann lagt það til við rík- isstjórn Íslands að nánari sam- vinna verði með Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, jafnvel að stofnanirnar verði sameinaðar. Jännäri hélt erindi á SFF-degi Samtaka fjármálafyrirtækja, sem að þessu sinni var undir yfirskrift- inni „Horft til framtíðar á fjár- málamarkaði“. ESB hart í horn að taka Sagði hann á fundinum að við endurreisn íslenska hagkerfisins væri forgangsatriði að endur- skipuleggja og endurfjármagna bankakerfið. Einnig væri afar mik- ilvægt að endurreisa orðspor Ís- lands á erlendum vettvangi, meðal annars með viðræðum við þá er- lendu aðila sem hagsmuni hafi af stöðu íslensku bankanna. Þá segist hann telja að Ísland muni hagnast á því að ganga í Evr- ópusambandið og taka upp evru. Aðildarviðræður muni hins vegar ekki verða auðveldar. „Þegar við- ræður verða hafnar af alvöru mun framkvæmdastjórnin líklega koma fram af meiri festu en margir Ís- lendingar geri sér grein fyrir nú. Það eitt að fara af stað í aðild- arviðræður myndi hins vegar styrkja orðspor Íslendinga á er- lendri grund,“ sagði hann. Sagðist hann að lokum hafa fulla trú á því að Íslendingar myndu ná að vinna sig úr þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir nú og koma út úr honum sterkari fyrir vikið. Þingkosningar töfðu endur- reisn, en voru nauðsynlegar Eitt mikilvægasta verkefnið er að endurreisa bankakerfið sem og orðspor Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaarlo Jännäri Hefur lagt það til við ríkisstjórn Íslands að nánari samvinna verði með Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, jafnvel sameining. Í HNOTSKURN »Í lok mars var kynntskýrsla, sem Kaarlo Jänn- äri gerði fyrir ríkisstjórnina um framkvæmd fjármálaeftir- lits hér á landi í aðdraganda bankahruns. »Kemur þar fram að inn-byggð áhætta í bankakerf- inu hafi verið mjög mikil. »Lagði hann áherslu á sam-starf Seðlabanka og FME. Fyrrverandi forstjóri finnska fjár- málaeftirlitsins er ánægður með hugmyndir um efnahagsráðu- neyti, en segir ESB munu verða hart í horn að taka í hugsan- legum aðildarviðræðum. HÁIR stýrivextir og gjaldeyrishöft eru hlutir sem Íslendingar þurfa að vinna sig frá, enda eru þau mjög íþyngjandi fyrir heimili og fyrir- tæki. Kom þetta fram í máli Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja í gær. Sagði hann mikilvægt að stýri- vextir lækkuðu hratt og að fjár- málastofnanir nýttu þær aðstæður sem þannig sköpuðust til að örva at- vinnulífið. Þá þyrfti að brúa það bil sem væri í rekstri ríkissjóðs. „Stjórnvöld þurfa einnig að leggja sitt af mörkum við sköpun þess kon- ar umhverfis sem styður við upp- byggingu. Grundvallaratriði er að ná jafnvægi í ríkisrekstri, enda eru fyrir því ekki aðeins hagfræðileg rök heldur einnig pólitísk og sið- ferðileg. Sú kynslóð, sem bar ábyrgð á ósköpunum á að taka á sig byrð- arnar en ekki leggja þær á komandi kynslóðir.“ Endurskipulagning til góðs Vildi Steingrímur ekki nefna neinar tímasetningar um hvenær endurfjármögnun viðskiptabank- anna lyki, en sagðist vonast til að það gerðist innan tíðar. Sagði hann að viðskiptaráðherra mundi leggja fram frumvarp sem innihéldi reglur um þessa endurfjármögnun, en það frumvarp hefði verið unnið af við- skipta- og fjármálaráðuneyti saman. Þá sagði hann að á næstu mán- uðum og misserum þyrfti að fara fram hagræðing og endurskipulagn- ing á íslensku fjármálakerfi. End- urskipulagningin yrði til góðs og til bóta horfði þegar allt opinbert eft- irlit og regluverk færi undir eitt ráðuneyti, efnahagsráðuneyti. Siðferðileg skylda að brúa bilið Háir vextir og höft mjög íþyngjandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.