Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 15

Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 15
Í HNOTSKURN »Matís er með sjö starfsstöðvar hér álandi, auk höfuðstöðvanna í Reykjavík eru það Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akur- eyri, Neskaupstaður, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar. »Nýsköpunarmiðstöð Íslands er að bæt-ast í hóp þeirra sem hafa aðstöðu í Verinu á Sauðárkróki en fyrir eru Matís, Ice-prótein og Háskólinn á Hólum. »Styrktaraðilar verkefnis Hólmfríðarvoru Háskólasjóður Eimskipafélags Ís- lands, Rannís, AVS rannsóknasjóðurinn, Rannsóknanámssjóður og Rannsókn- arsjóður HÍ. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HÓLMFRÍÐUR Sveinsdóttir varði á dögunum doktorsritgerð sína við matvæla- og næring- arfræðideild Háskóla Íslands. Hún fjallaði um rannsókn hennar á breytileika í próteintjáningu þorsklirfa með aldri, og sem viðbrögð við með- höndlun með bætibakteríum og próteinmeltu. Báð- ir þessir þættir hafa sýnt fram á að hafa jákvæð áhrif á heilbrigði lifra í eldi sjávarfiska. Rannsóknin miðaði að því að finna prótein sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði þorsklirfa en mikill óskýranlegur lirfudauði hefur verið einn helsti vandi þorskeldis í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fyrsta skrefið í uppbyggingu á gagnabanka fyrir próteinmengi þorsklirfa. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Raun- vísindastofnun HÍ en aðrir samstarfsaðilar voru Háskólinn á Hólum, Hafrannsóknastofnunin og Háskólinn í Aberdeen í Skotlandi. Leiðbeinandi verkefnisins var dr. Ágústa Guðmundsdóttir, pró- fessor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Mikil afföll í þorskeldinu Hólmfríði gefst tækifæri á að halda þessum og öðrum rannsóknum áfram þar sem hún hóf störf strax í þessari viku sem sérfræðingur við líftækni- rannsóknir á starfsstöð Matís á Sauðárkróki, heimabæ Hólmfríðar. Hún er fjórði starfsmaðurinn síðan Matís opnaði þar líftæknismiðju á síðasta ári. Starfsstöðin er til húsa í vísindasetrinu Verinu en þar fékk Hólmfríður aðstöðu til að vinna að stórum hluta rannsóknar sinnar á þorsklirfum. Hólmfríður segist í samtali við Morgunblaðið hafa haft áhuga á að rannsaka hvað veldur þorsk- lirfudauða. Þau afföll hafi verið helsti flöskuhálsinn í eldinu en hér á landi hafa aðeins 10-30% af lirf- unum lifa af fyrstu þroskastigin. „Enginn veit í rauninni hvað þessar lirfur eru ná- kvæmlega að éta í sjónum og þar af leiðandi hver nákvæm næringarefnaþörf þeirra er. Með rann- sókninni vildum við prófa hvort hægt væri að hafa áhrif á heilbrigði lirfanna og hvað gerist líf- efnafræðilega þegar við meðhöndlum lirfurnar með bætibakteríum og próteinmeltu. Með rannsókninni kynntum við tækni sem nýtist við að skoða hvaða áhrif umhverfisþættir hafa á lífefnaferla í lirfunni.“ Sýnin greind í Skotlandi Hún er sem fyrr segir fædd og uppalin á Sauð- árkróki. Lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauð- árkóki árið 1993 og hóf tveimur árum síðar nám í næringarfræði við Justus-Liebig-háskólann í Gies- sen í Þýskalandi. Hólmfríður lauk þaðan meist- aranámi í næringarfræði árið 2001 og ári síðar hóf hún doktorsnám við HÍ. Eftir að Hólmfríður flutti norður á Sauðárkrók, ásamt eiginmanninum Stef- áni Friðrikssyni dýralækni og börnum þeirra, gafst henni tækifæri á að gera fiskeldistilraunir í Verinu, þar sem Háskólinn á Hólum var kominn með að- stöðu. Þar safnaði hún sýnum, sem og á til- raunaeldisstöð Hafró á Stað við Grindavík, til að geta haldið áfram með doktorsverkefnið. Hólm- fríður dvaldi einn vetur í Aberdeen í Skotlandi ásamt fjölskyldunni, þar sem hún framkvæmdi pró- teinmengjagreiningar á þorsklirfunum við Háskól- ann í Aberdeen. Eftir Skotlandsdvölina fékk hún aftur aðstöðu í Verinu til að vinna úr niðurstöðum greininganna. „Verið hefur gert það að verkum að ég hef getað unnið að mínu doktorsverkefni á Sauð- árkróki og fyrir það er ég afskaplega þakklát,“ seg- ir Hólmfríður en Verið býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknir á fiskum, sem og matvælum, og hefur góð tenging skapast milli Matís og þeirra matvælafyrirtækja er starfa á Sauðárkróki. „Ég er alveg í óskastöðu með mína menntun. Eftir því sem maður lærir meira þá þrengist starfs- vettvangurinn. Þekkingin sem ég hef aflað mér er að skila sér aftur í heimabyggðina.“ Doktor með óskastarfið í sinni heimabyggð  Áfangi í baráttu við lirfudauða í þorskeldi í doktorsverkefni Hólmfríðar Sveinsdóttur  Hóf strax störf í líftæknismiðju Matís í Verinu á Sauðárkróki Morgunblaðið/Björn Björnsson Líftækni Hólmfríður Sveinsdóttir að störfum hjá Matís á Sauðárkróki. Þar byrjaði hún nánast daginn eftir að hafa varið doktorsritgerð sína við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Til nánari glöggvunar fyrir lesendur var Hólm- fríður beðin um að skýra nánar út þroskastig þorsksins, en hann gengur í gegnum fjögur þroskastig þar til að hann verður kynþroska: „Fyrst er það fósturstig þar sem hann nærist eingöngu á forðanæringu sem hann fær úr gul- pokanum. Á fósturstiginu er þorskurinn bæði inni í hrogninu og svo eftir klak flýtur hann um. Um leið og forðinn er búinn þarf fóstrið að byrja að næra sig á næringu úr umhverfinu og þá kall- ast hann lirfa en þetta er eins og hjá skordýrum, lirfan étur og étur og líkist ekki fullþroska dýri á neinn hátt. Lirfan breytist smátt og smátt í seiði en á seiðastiginu lítur þorskurinn út eins og full- þroska þorskur en er ekki kynþroska. Á lokastig- inu er þorskurinn orðinn kynþroska en heldur áfram að vaxa þar sem fiskar eru eins og plöntur, halda áfram að vaxa allt sitt líf.“ Hvenær verður þorsklirfa að seiði?  NÝVERIÐ luku bræðurnir Torfi og Gústav Sigurðssynir doktors- prófi. Torfi varði doktorsritgerð sína í taugavísindum við New York- háskóla. Ritgerðin heitir „Stimulus processing in fear circuits: Trans- mission, plasticity and modulation by SSRIs“. Í ritgerðinni rannsakaði Torfi þær taugabrautir heilans sem liggja að möndlukjarnanum (e. amygdala), heilastöð sem stjórnar óttaviðbrögðum líkamans. Mörg óttaviðbrögð eru lærð og er talið að breytingar á styrk þessara tauga- brauta liggi slíku námi til grund- vallar. Leiðbeinandi Torfa var Jo- seph E. LeDoux, einn af fremstu vísindamaönnum á þessu sviði. Frá árinu 2007 hefur Torfi lagt stund á rannsóknir við Columbia- háskóla í New York. Hann lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut MH 1993 og útskrifaðist með BA- próf í sálarfræði frá HÍ 1997. Sambýliskona hans er Sevil Duv- arci doktorsnemi í taugavísindum. Doktor í hagfræði  GÚSTAV Sigurðsson varði á síð- asta ári doktorsritgerð sína í hag- fræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist „Auctions as Mechanisms“ og sýnir hvernig nota má nýjan flokk upp- boðsreglna til að úthluta eign- arhaldi og taka sameiginlegar ákvarðanir við aðstæður þar sem ákveðin skipting milli verðmæta á milli þátttakenda í uppboðinu er meðal markmiða uppboðsins. Að- alleiðbeinandi Gústavs var Eric S. Maskin, sem einn þriggja hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2007. Gústav lauk stúdentsprófi frá MH 1995, einleikaraprófi í klarín- ettuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1996, stundaði fram- haldsnám við Tónlistarháskólann í Hannover í Þýskalandi árin 1996- 1998 og útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Foreldrar Torfa og Gústavs eru Auður Torfadóttir og Sigurður Gústavsson. Bræður luku doktorsprófi Gústav SigurðssonTorfi Sigurðsson  DANÍEL Óm- ar Frímannsson varði doktors- ritgerð sína: „The biological inve- stigations of no- vel 1,8-napht- halimide com- pounds and the design and synt- hesis of pyridine based polyamides“ við efnafræðideild Trinity College Dublin í Dublin, Írlandi. Leiðbein- endur voru prof. Þorfinnur Gunn- laugsson við efnafræðideild Trinity College Dublin og prof. Mark Law- ler við blóðmeinafræðideild St. James-sjúkrahússins í Dublin. And- mælendur voru dr. Stephen Bull við efnafræðideild háskólans í Bath í Bretlandi og dr. Eoin M. Scanlon við efnafræðideild Trinity College Du- blin. Daníel Ómar fæddist í Reykjavík 7. júlí 1981 og eru foreldrar hans Frímann Þór Þórhallsson og Guð- björg S. Pálmarsdóttir. Daníel Óm- ar lauk stúdentsprófi frá MR árið 2001 og BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Maki hans er Una Bjarnadóttir. Doktor í efnafræði Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Sandgerði | Það er ekki algeng sjón að sjá málarann að störfum á eigin sýningu. Slíkt gerði Bragi Einars- son grafískur hönnuður sem sýnir nú 29 olíumálverk í sal Listatorgs í Sandgerði. Bragi kom trönum fyrir í miðjum sýningarsal og listaverkið sem spratt fram á strigann að morgni laugardags var nærri full- klárað síðdegis á sunnudag þegar blaðamaður Morgunblaðsins renndi þar við. Sýningin stendur til 17. maí. Bragi málar í beinni HALLI á rekstri A-hluta Mosfells- bæjar var rúmar 25 milljónir í fyrra að meðtöldum fjármagnsgjöldum. Ef þau eru undanskilin varð 414 milljóna kr. rekstrarafgangur hjá sveitarfélaginu. Forsvarsmenn þess segja þetta vera góða niðurstöðu ef miðað er við aðstæður í þjóðfélag- inu á síðasta ársfjórðungi og fjár- hagsstaðan sé sterk. Þakka þeir starfsfólki í fréttatilkynningu í gær fyrir að hafa brugðist við af mikilli ábyrgð og hagsýni strax í október þegar ljóst var í hvað stefndi í kjöl- far bankahrunsins. „Mosfellsbær er ekki skuldsett bæjarfélag og notaði góðærið til að greiða niður lán. Ekki höfðu verið tekin langtímalán síðan árið 2004. Þetta var gert meðal annars til þess að búa svo um hnútana að hægt yrði að mæta hremmingum kæmu þær upp,“ segir í frétt frá Mos- fellsbæ. Sterk fjár- hagsstaða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.