Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 19

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BRESKI þingmaðurinn Andrew MacKay, einn ráðgjafa Davids Cameron, leiðtoga Íhaldsmanna, sagði af sér þingmennsku í gær eftir að upp komst um rausnarlegar fríðinda- greiðslur til handa honum og eiginkonu hans. MacKay varð þar með fyrsti þingmaðurinn til að segja af sér í kjölfar uppljóstrana dag- blaðsins The Daily Telegraph um það hve þingmenn hafa verið iðnir við að mjólka kerfi sem til einföldunar má segja að sé ætlað að hlaupa undir bagga með þingmönnum vegna kostnaðar við reksturs annars heimilis þeirra. MacKay og kona hans, þingkonan Julie Kirkbride, færðu sér kerfið í nyt svo um mun- ar. Þannig sendu þau ríkinu reikning upp á 2,3 milljónir króna vegna afborgana af íbúð í Lundúnum sem skráð var á hana og litlu hærri upphæð vegna afborgana af fasteign í bænum Redditch sem skráð var á MacKay. Þá létu hjónin skattgreiðendur greiða háar upphæðir fyrir ýmsa þjónustu og má nefna að á árinu 2007 lét Kirkbride ríkið endurgreiða sér um 416.000 krónur vegna ræstingarþjón- ustu. Staða hennar er þó talin betri þar sem fasteignin í Redditch er í kjördæmi hennar. Á sama tíma var Elliot Morley, þingmanni Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráð- herra, vikið úr þingflokknum eftir að í ljós kom að hann lét ríkið endurgreiða sér um 3,2 milljónir króna vegna fasteignaláns sem hann var þegar búinn að greiða niður. Morley, sem var m.a. sjávarútvegsráðherra á árunum 1997 til 2003, tók við slíkum greiðslum í 18 mánuði eftir að lánið var greitt, háttsemi sem gæti varðað við almenn hegningarlög. Hann gæti því átt dóm yfir höfði sér, ekki síst í ljósi þeirra ummæla ónafngreinds innanbúðarmanns í Verka- mannaflokknum að lögreglu bæri að rannsaka öll tilvik þar sem grunur léki á vísvitandi mis- notkun kerfisins. Ráðgjafi Davids Cameron látinn taka pokann sinn Andrew MacKay Elliot Morley Látnir fjúka fyrir fríðindahneyksli Santiago. AFP. | Bráðnun íss á vestur- hluta suðurskautsins gæti ef fram heldur sem horfir leitt til hækkunar á sjávarmáli um sem nemur allt að 3,2 metrum en ekki 5 til 7 metrum- líkt og talið var, að því er fram kem- ur í nýrri rannsókn breskra og hol- lenskra vísindamanna. Greint er frá rannsókninni í vís- indaritinu Science og er stuðst við nýjar aðferðir í mælingum á rúm- máli íshellunnar sem inniheldur um nífalt meiri ís en Grænlandsjökull. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu telja höfundarnir hækkun um sem svarar einum metra nægjanlega til að hafa áhrif á segulsvið jarðar á suðurhveli. Þau áhrif eru talin kunna að hafa þær afleiðingar að snúningur jarðar um möndul sinn raskist sem aftur leiði til þess að sjávarmál hækki meira á norður- en suðurhvelinu, einna mest við austur- og vestur- strönd Bandaríkjanna. Gæti flotið á brott Höfundarnir telja vesturhluta suðurskautsins sérstakt áhyggjuefni þar sem sá hluti íshellunnar sem ekki er jarðfastur gæti mögulega brotnað af meginísnum og flotið á brott. Óvissa er um hversu hratt þetta gæti gerst en ef bráðnunin verður stöðug í 500 ár er það talið mundu leiða til hækkunar sjávar- máls um sem nemur 6,5 millimetrum á ári, eða um hálfum metra á manns- aldri, sé miðað við um 77 ára meðal- aldur. Á einni öld jafngildir hækk- unin samtals 65 sentimetrum. Áhrifin ofmetin Bráðnun á suðurskautinu veldur minni hækkun sjávarmáls en talið var ÞETTA kóralrif við Indónesíu er meðal þeirra, sem ótt- ast er að deyi vegna mengunar, loftslagsbreytinga og hærra sjávarborðs. Vistkerfi sjávar er hvergi auðugara en á kóralrifjunum og hverfi þau munu að minnsta kosti 100 milljónir manna missa allt sitt lífsviðurværi. Kom það fram á ráðstefnu um heimshöfin í Indónesíu. AP Óttast um afdrif kóralrifjanna Í MUMBAI á Indlandi hefur heimili einnar barnastjörnunnar í ósk- arsverðlaunamyndinni „Slumdog Millionaire“ verið lagt í rúst. Voru það borgaryfirvöld, sem fyrir því stóðu, og segir í indverskum fjöl- miðlum, að lögreglan hafi barið drenginn, Azharuddin Mohammed Ismail, með bambusstaf er hann var rekinn út. Á myndinni er Azharuddin, sem lék „Salim“ í myndinni, í rústum heimilis síns en yfirvöld segja, að fjölskylda hans og aðrar fjölskyldur hafi í óleyfi hrófað upp kofum á landi í eigu borgarinnar. „Nú eigum við hvergi heima,“ sagði Azharuddin en hann var í fastasvefni er borgarstarfsmenn komu og skipuðu fólkinu að koma sér burt. Sögðu þeir, að á þessum stað ætti að koma upp almennings- garði. Shamim Ismail, móðir Azharudd- ins, sagðist ekki vita hvað tæki við hjá sér og börnunum. Borgaryf- irvöld hefðu svikið loforð um að- stoð og framleiðendur mynd- arinnar, „Slumdog Millionaire“, hefðu líka svikið öll sín heit. Tekjur af myndinni eru til þessa meira en 200 millj. dollara. svs@mbl.is Reuters Heimili barnastjörnunnar í „Slumdog“ rifið niður NORSKIR ásatrúarmenn fögnuðu því í gær, að þá var þeim úthlutað landi undir grafreit í Ósló. Verður það hluti af einum grafreita borgarinnar. Stine Helen Robertson, talsmaður Bifrastar, félags ásatrúarmanna, sagði, að félagið hefði í nokkurn tíma gefið fólk saman að fornum sið og mikilvægt hefði verið að fá líka sérstakan grafreit. Í honum á að gera úr grjóti skipslíki og koma fyrir í því ösku látinna ásatrúarmanna. Við útfarirnar verður lesið upp úr Hávamálum „og síðan munum við drekka minni hins látna í góðum miði“, sagði Robertson. svs@mbl.is Fá sérstakan grafreit Þór er enn blótaður í Noregi. Dagskrá: 09:45 Setning: Dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík 10:00 Luis Moreno-Ocampo, saksóknari Alþjóðasakadómstólsins The International Criminal Court and National Proceedings: The Impact of Positive Complementarity. 10:30 Málstofa 1: Impact of international Criminal Courts on Prosecutions at the National Level. Fundarstjóri: Ruth Mackenzie, framkvæmdastjóri Centre for International Courts and Tribunals, University College London. Framsöguerindi: Shireen Avis Fisher, dómari við áfrýjunardeild alþjóðadómstólsins í Sierra Leone: Internationalized National Courts: Addressing the Challenge of Complementarity Yuval Shany, prófessor og framkvæmdastjóri Minerva Center for Human Rights, Hebrew University: Attaining the Goals of International Criminal Justice Through National Courts. 12:00 Málstofa 2: Prosecuting Serious International Crimes Committed Abroad. Fundarstjóri: Andre Nollkaemper, prófessor og framkvæmdastjóri Amsterdam Center for International Law, University of Amsterdam. Framsöguerindi: Þórdís Ingadóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og framkvæmdastjóri DOMAC: States’ Obligations to Prosecute Serious International Crimes: The Relevance for Iceland. Harmen van der Wilt, prófessor við University of Amsterdam: Equal Standards? On the Dialectics Between National Jurisdictions and the International Criminal Court. Fundurinn er haldinn í Verzlunarskóla Íslands (Rauða salnum). Aðgangur ókeypis og öllum opinn. Málþingið fer fram á ensku. Frekari upplýsingar má finna á vef DOMAC; www.domac.is Lagadeild Háskólans í Reykjavík, DOMAC og Landsnefnd um mannúðarrétt standa fyrir málþingi laugardaginn 16. maí kl. 09:45-13:00. FRAMFYLGD ALÞJÓÐALAGA ER VARÐA GRÓF MANNRÉTTINDABROT OG MANNÚÐARLÖG: SAMSPIL ALÞJÓÐADÓMSTÓLA OG LANDSRÉTTAR Heiðursgestur málþingsins er Luis Moreno-Ocampo, saksóknari Alþjóðasakadómstólsins LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.