Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Heitt vatn sem fannst ílandi Hoffells og Mið-fells í Hornafirði ergrundvöllur stórhuga
áforma fjölskyldunnar á Hoffelli II
um uppbyggingu baðstaðar og jarð-
fræðisýningar við rætur Hoffellsjök-
uls. Hjónin, börn þeirra og tengda-
börn, vinna að Jöklaveröld, hvert á
sínu sérsviði.
Leitað hefur verið að heitu vatni í
Hornafirði og nágrenni í hálfan ann-
að áratug. Rannsóknir sýndu að
Arnarbæli í landi Hoffells og Mið-
fells væri vænlegt og þar hafa verið
boraðar 26 holur. Rannsóknin bar
þann árangur fyrir tveimur árum að
upp komu 3,5 sekúndulítrar af 57
gráða heitu vatni. Fyrirhugað er að
rannsaka svæðið áfram og hefur Ra-
rik hug á því að reyna að ná þaðan
heitu vatni fyrir Höfn og nágrenni.
„Ég gat ómögulega horft á vatnið
renna út á aur og setti upp fiskeld-
isker og notaði sem heitan pott,“
segir Þrúðmar Þrúðmarsson á Hof-
felli. Hann bætti síðar aðstöðuna
með því að setja upp fimm heita
potta og fallegar hleðslur í kring.
Þrúðmar og Ingibjörg Steins-
dóttir, kona hans, reka lítið gistihús
og skipuleggja hvataferðir og bjóða
gestum sínum að nota pottana. Þeir
eru einnig nokkuð notaðir af ferða-
fólki enda standa þeir við fjölfarinn
ferðamannaveg inn að Hoffellsjökli.
Þá kemur fólk víðar úr héraðinu til
baða, sérstaklega eftir að það frétt-
ist að vatnið gæti haft góð áhrif á
fólk með húðsjúkdóma. „Það koma
sex til átta einstaklingar með psori-
asis hingað reglulega til að halda sér
góðum af sínu sjúkdómi,“ segir
Þrúðmar. Þau hjónin á Hoffelli II
eru að hefja samstarf við Heilsu-
gæsluna og Háskólasetrið á Höfn
um vísindalega rannsókn á
lækningamætti vatnsins.
Lesa jarðsöguna í landinu
Ýmsar hugmyndir hafa kviknað
um nýtingu þeirrar aðstöðu sem
vatnið skapar. Ingibjörg fór í
þriggja ára ferðamálanám í Háskól-
anum á Hólum og þróaði hugmynd
sem gekk út á það að leiða heitt vatn
að rótum Hoffellsjökuls og gera bað-
stað við jökullónið og gerði við-
skiptaáætlun fyrir hana. Ekki var
ráðist í framkvæmdir vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu en í staðinn er
verið að teikna upp baðstað með til-
heyrandi í Arnabæli, þar sem vatnið
kemur upp, og gera viðskiptaáætlun
fyrir verkefnið. Ingibjörg og Þrúð-
mar vinna að þessu ásamt börnum
sínum og tengdabörnum. Dóttir
þeirra er arkitekt og sér um hönn-
ina, önnur dóttir þeirra er í ferða-
málafræði og vinnur að við-
skiptaáætlun, svo dæmi séu nefnd.
Auk aðstöðu fyrir baðstaðinn
hugsa þau sér að koma upp veit-
ingastað í húsinu. Þá hefur verið að
þróast hugmynd um jarðfræðislóð í
Hornafirði í samvinnu ferðaþjón-
ustuaðila og Háskólasetursins á
Höfn. Þrúðmar og Ingibjörg hafa
áhuga á að koma upp sýning-
araðstöðu í húsinu og segja frá jarð-
fræðinni í máli og myndum. Síðan
geti fólk farið út og séð jarðlögin
með eigin augum.
Hugmyndin um jarðfræðisýn-
inguna helgast af aðstæðum á jörð-
inni. „Hér er jarðsagan opin í land-
inu. Hægt er að sjá hvernig landið
mótaðist, hvernig jöklarnir hafa
þróast og vatnaganginn,“ segir
Þrúðmar og getur þess að jarðvís-
indamenn komi oft með hópa til að
sýna þeim jarðsöguna í klettinum
við heitu pottana.
Fleiri hugmyndir eru uppi um
nýtingu hússins og allir styðja þeir
við rekstur þess.
Þarf aukna afþreyingu
Þrúðmar hefur mikinn áhuga á að
framkvæma hugmyndina og er
bjartsýnn á að það takist, jafnvel að
hægt verði að hefjast handa með
haustinu. „Hér í Hornafirði er mikið
gistirými en það þarf afþreyingu
sem hægt er að ganga að vísri allt
árið til að halda fólkinu lengur.
Jöklaveröldin er liður í því,“ segir
Ingibjörg.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Pottar Heita vatnið sem kom upp í Arnabæli varð til þess að settir voru upp fimm heitir pottar og nú eru Ingibjörg
Steinsdóttir og Þrúðmar Þrúðmarsson með hugmyndir um mikla uppbyggingu heilsu- og menningarferðaþjónustu.
Skoða jarðsöguna
úr heitu pottunum
Hjónin á Hoffelli II í
Hornafirði undirbúa
frekari uppbyggingu bað-
aðstöðu og jarðfræðisýn-
ingar.
Ingólfur Ómar Ármansson hefurnokkrar áhyggjur af þjóðfélags-
ástandinu:
Óbærilegt þykir það
þegar verðlag hækkar;
launin ávallt standa í stað
störfum óspart fækkar.
En eitt ornar hann sér við í
kreppunni, sem bregst aldrei:
Auðgast megi íslenskt mál
andann gleðja og næra,
veitir fróun, vermir sál,
vísan yndiskæra.
Heimir L. Fjeldsted sendi kveðju
í Vísnahornið: „Gamall kunningi
kom að máli við mig með mikinn
harm í huga eftir farir sínar með
hinu mjúka og milda. Í hans orða-
stað setti ég saman limru:
Giftist ég Guðrúnum tveim,
gaman var oftast með þeim,
en það tók að kárna
og mér fór að sárna
er yxna þær hurfu á sveim.
Stefán Sveinsson frá Hóli í Svart-
árdal, síðar fornbókasali í Reykja-
vík, orti í sinni tíð:
Lífs þó fenni ljórann á
ligg ég enn og stari.
Í mér brennur óljós þrá
eftir kvennafari.
Af limru og kvennafari
VÍSNAHORN pebl@mbl.is