Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 25

Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 HJÖRLEIFUR Guttormsson ritaði föstudaginn 1. maí sl. grein um Evrópu- sambandið í Mbl. Hjörleifur er frábær náttúrufræðingur og hefur lýst náttúru Íslands á fram- úrskarandi hátt. Fyrir þetta mun ég ávallt virða hann. Skoðanir hans á þessari ríkja- samstæðu bera vott um einhvern óskiljanlegan þjóðrembing, sem reyndar kemur mér hjá mörgum vinstri grænum afar spánskt fyr- ir sjónir svo ekki sé meira sagt. En þar sem Hjörleifur telur að einhver „elíta“ sé að blekkja þjóðina um Evrópusambandið verð ég víst að skipa mér í þann ágæta hóp og gera athugasemdir við fullyrðingar hans þó að ég tali nú bara sem venjulegur maður með sína reynslu. Þegar rætt er um Evrópusam- bandið má aldrei gleyma hvers vegna það varð til. Eftir seinni heimsstyrjöldina var Evrópa í rústum, áratugum saman hafði verið hamrað í fólkið að handan landamæra væru bara óvinir. Upp úr 1945 stigu fram nokkrir stjórn- málaleiðtogar í Evr- ópu sem sögðu „aldr- ei aftur stríð“. Þetta hafði svo sem heyrst áður, en hvernig má tryggja frið og eyða hatri? Með við- skiptum. Þetta var m.a. inntak í myndun Efnahagsbandalags sex Evrópuþjóða á sjötta ára- tugnum, þar á meðal fyrrverandi erkióvina Frakklands og Þýska- lands. Vöruskiptum milli landa fylgdu fólksstraumar, milljónir ungmenna í þessum löndum hafa heimsótt hvert annað í skipulögð- um ferðum og kynnst því að handan sjóndeildarhrings var fólk eins og þú og ég. Efnahags- bandalagið virkaði, almenningur í aðildarlöndum naut góðs af aukn- um samskiptum, og ekki að furða að fleiri Evrópulönd vildu komast í sambandið. Friður hefur alla- vega haldist í Mið-Evrópu, og það eru einna mestu meðmæli með Evrópusambandinu sem hægt er að hugsa sér. Hjörleifur talar um ólýðræð- islegar valdastofnanir, ekki veit ég hvaða mælikvarða hann notar á lýðræði, en ég hef aðra reynslu. Hann hefur áður haldið því fram t.d. að okkur myndi vegna miklu betur í umhverfismálum ef við réðum okkur sjálf án afskipta annarra ríkja eða ríkjasambanda. Ef viljinn væri fyrir hendi gætum við haft frábæra umhverf- islöggjöf. Ég held því hinsvegar fram að ef umhverfislöggjöf ESB hefði ekki verið í gildi hér und- anfarin fimmtán ár værum við komin miklu skemur en raun ber vitni. Evrópuþingið í Brussel (ekki Strassborg) tekur virkan þátt í setningu regluverks ESB. Meira að segja sveitarfélög í Evrópu geta haft áhrif á reglu- verkið. Þannig að það er mikill fjöldi fólks sem kemur með ein- um eða öðrum hætti að því að búa til lög. Útkoman er oftar en ekki málamiðlun og ekki alltaf öllum að skapi. Einstök aðild- arríki hafa þá möguleika að móta sína eigin stefnu innan tiltekins ramma. Evrópusambandið er samkoma 27 lýðræðisríkja, ég fullyrði sú besta í þessum heimi, eða þekkir Hjörleifur og aðrir andstæðingar ESB farsælli sam- félög með meira lýðræði? Fullyrt er að einhverjar valdastofnanir í Evrópu munu framvegis ráðskast með landið ef við göngum í ESB og að ESB muni gleypa auðlindir okkar. Á meðan við vitum ekki hvað kemur út í formlegum aðild- arviðræðum eru slíkar fullyrð- ingar lýðskrum og blekking. En svona, okkar á milli, kæri Hjör- leifur, þá myndi mér líða betur, eftir kynni mín af þessum „hræðilegu“ valdastofnunum í ESB, að láta þær frekar hafa ein- hver áhrif en að láta stjórnast t.d. af seðlabankastjóra í póli- tísku hlutverki, með þekktum af- leiðingum. Mér finnst að það hljóti að hljóma einkennilega í eyrum fólks sem búið er að tapa eignum og atvinnu og þar með sjálfstæð- inu, vegna stjórnarmistaka og græðgi fámenns hóps ævintýra- manna, að innganga í ESB þýði að Ísland tapi sjálfstæðinu. Hvaða sjálfstæði er átt við? Hef- ur stýrivaxtastjórnun hér á landi verið með þeim hætti að það sé að óttast ákvarðanir sameiginlegs seðlabanka Evrópu? Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stofnun í Evrópu geti klúðrað málum eins og hefur verið gert hér á landi. Er ekki einmitt málið að koma í veg fyrir það að fámenn klíka geti haft jafnmikil áhrif á kjör al- mennings og raun ber vitni? Ég er hræddur við einangrunarhugs- un Hjörleifs og hugsanabræðra hans og pínulítill gjaldmiðill í opnu hagkerfi er ekki framtíðin. Það er hinsvegar virk þátttaka í stærsta bandalagi lýðræðisríkja í heimi. Hér á landi hefur mönn- um, ekki síst innan sjávarútvegs, orðið tíðrætt um sjálfbærar veið- ar, meira að segja hvalveiðimenn tala stöðugt um sjálfbærar veið- ar. ESB er að móta stefnu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ef menn meina eitthvað með því að tala um sjálfbærni er hér tæki- færi fyrir Íslendinga til að láta kveða að sér. Innganga Íslands í ESB snýst ekki bara um að þiggja, heldur einnig um að gefa. Nú, ef allt reynist svo ómögulegt má alltaf yfirgefa Evrópusam- bandið aftur, engum er haldið þar inni sem vill ekki vera með. Ég segi að við höfum ekki efni lengur á því að standa ein, ekki eftir það sem á undan er gengið. Eftir Lúðvík E. Gústafsson Lúðvík E. Gústafsson »Ég er hræddur við einangrunarhugsun Hjörleifs og hugs- anabræðra hans og pínulítill gjaldmiðill í opnu hagkerfi er ekki framtíðin. Höfundur er jarðfræðingur. Blekkingar og lýðskrum Samfylk- ingarinnar um Evrópusambandið? ÞAÐ var ánægju- legt að heyra for- sætisráðherra biðja Breiðuvíkurdrengina fyrirgefningar fyrir hönd þjóðarinnar, reyndar víkkaði Jó- hanna út rammann og bað alla aðra sem orðið hafa fyrir slæmri reynslu af barnaverndarmálum afsökunar en ein- hvern veginn fékk ég á tilfinn- inguna að forsætisráðherra teldi að nú væru þessi mál að baki og að svona nokkuð tilheyrði fortíð- inni. Það viðurkenna allir að það er viðkvæmt verk og vandasamt að hafa afskipti af fjölskyldumálum annarra og að starfsfólk op- inberra stofnana sem þeim störf- um sinnir reynir sitt besta. Það er augljóst að oft þarf að taka óvin- sælar ákvarðanir þar sem ein- hverjir telja á rétti sínum brotið. Í þeim tilfellum ræður sá sem valdið hefur og eftir stendur særður aðili sem finnst órétt- látlega á málum tekið. Stórlyndir einstaklingar geta farið illa út úr svona viðskiptum og loka þá með tilfinningalegum viðbrögðum á það vinnuferli sem stofnunin býð- ur upp á og er eingöngu á hennar forsendum. Þá standa ekki aðrir kostir til boða til að leita meints réttar síns en eftir seinvirku og dýru ferli dómstóla. Ef umgengnisréttur foreldris við barn er ekki skýr og virtur eftir sambúðarslit eða ef barna- verndarnefndir eru aðilar að mál- um og börnum er ráðstafað í fóst- ur er sú hætta fyrir hendi að forsjárlausa foreldrið lendi í þeim áhættuhópi að tilfinningar þess til barnanna verði fótum troðnar af forsjáraðila vegna skertrar um- gengni við barnið. Dæmi: Forsjárlaust foreldri sem er reglusamt, stundar vinnu og hefur ekkert brotið gegn barni sínu og jafnvel verið forsjáraðili þess fyrstu uppvaxtarárin lendir í þeirri stöðu við forsjáraðila að vera slitið úr öllum tengslum við barn sitt. Einu tengslin eru kannski rukkun um meðlag. Engar fréttir af því hvernig barninu gengur í skóla og ef barnið slasast eða veikist fær viðkomandi ekki fréttir af því. Forsjárforeldri, barnav., fósturfor- eldri, skóli, öll heila blokkin „tekur hönd- um saman“ undir því formerki að hér sé um meðferð- arúrræði að ræða, jafnvel vanda- manni barnsins, tengdum forsjár- lausa aðilanum, væri í versta falli meinað að tala í síma við barnið eða heimsækja það. Ef marka má þjóðfélagsumræð- una virðist eitthvað þessu líkt skjóta upp kollinum annað veifið og þá væntanlega vegna þess að forsjárlausa foreldrið hafnar sam- starfi við „forræðisblokkina“ og virðist við það glata öllum laga- legum rétti. Við slíkar aðstæður segði sig sjálft að barnið hefði hvorki burði né bakland til að sækja lagalegan rétt sinn til um- gengni við bannfærða foreldrið. Villt dýr merkurinnar hætta lífi sínu fyrir afkvæmi sín og varla hafa foreldri eða börn minni til- finningar en dýrin. Tilfinn- ingakúgun af þessu tagi stang- aðist því á við heilbrigða skynsemi. Harðvítugar deilur frá- skilinna foreldra vegna barna sinna eru alþekkt vandamál en getur verið að búið sé að pakka barnaverndarmálaflokkum inn í svo lögverndað umhverfi að starfsfólk við þau mál sé ofvernd- að og geti siðblindast og fallið í gryfju fordóma sem leitt geti til eineltis og mannréttindabrota án þess í raun og veru að ætla sér það og taki blinda afstöðu með forsjárforeldrinu. Fólk er mann- legt og það gæti reynst freisting að njóta sætleika valdsins og refsa ef ekki þarf að óttast afleið- ingar gerða sinna. Ef foreldri er sett í þá stöðu vegna þess að það er ósamvinnuþýtt að mega ekki eiga frjálsa stund með barninu sínu, fái ekki að tala við það í síma og frétti ekkert af því vikum eða mánuðum saman eru það að mínu viti pyntingar og mannrétt- indabrot. Lög sem tryggja eiga rétt forsjárlauss foreldris eru sæmilega góð. Það þýðir þó lítið að setja lög til að tryggja per- sónurétt nema það sé jafnframt trygging fyrir því að þeim sé framfylgt. Ekki að eina leiðin sé aðkoma lögfræðinga og svifa- seinna dómstóla heldur á ein- staklingsréttur forsjárlausa for- eldrisins að vera svo sterkur í sértækum tilfellum að foreldri sem telur á sér brotið geti leitað til lögreglu. Stofna mætti sérþjálfaða deild lögreglu í foreldra- og barnarétti sem tiltæk væri fyrir forsjárlaust foreldri í ágreiningsmálum varð- andi umgengni. Lögreglan hefði þar vald sem óháður aðili til að skera úr ágreiningi á staðnum og framfylgja sínum úrskurði strax líkt og dómari í kappleik. Slíkt inngrip þriðja aðila gæti reynst nauðsynlegt til að afstýra því að barn eða foreldri grípi til ör- þrifaráða. Sumar stéttir sem vinna með fólk, t.d. læknar og lög- reglumenn eru látnir sæta ábyrgð gerða sinna í starfi og er það oft í fréttum enda mannlegt að gera mistök og gera þau upp. Eitthvað ofurmannlegt virðist gilda um þá sem starfa að barnaverndarmálum hvað þetta varðar, þar tilheyra ljótu málin jafnan fortíðinni. Banna ætti með lögum að svipta foreldri forræði, við hvaða að- stæður sem upp koma, nema ef brotið er gegn barninu með óreglu og/eða ofbeldi. Breiðuvíkurmálin ættu að kenna þjóðinni að halda vöku sinni í barnaverndarmálum og veita þeim sem við þau mál starfa vernd með virku, kerfisbundnu eftirliti. Ég bið Íslendingum Guðs frið- ar. Eftir Ársæl Þórðarson »… þá er sú hætta fyrir hendi að forsjárlausa foreldrið lendi í þeim áhættuhópi að tilfinn- ingar þess til barnanna verði fótum troðnar … Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður með kristin lífsviðhorf. Réttur forsjárlausra ÞAÐ ER leitt til þess að vita að bæj- arstjóri Reykjanes- bæjar þurfi blaða- grein frá mér í Morgublaðinu til þess að heyra hvað ég segi. Ég sendi reyndar ekki frá mér fréttatilkynningar um hvaðeina sem að mér snýr, en hélt samt að hann hefði kannski hlust- að þegar ég hef verið að lesa upp bókanir vegna ársreikninga Reykjanesbæjar eða skrifa grein- ar í heimablöð en það er greini- lega misskilningur. En risinn rumskaði og bylti sér við Mogga- greinina svo að ég hef greinilega truflað svefn hans. En eitthvað vefst það fyrir hon- um í svefnrofunum að skilja efnis- atriði greinar minnar. Ég gagn- rýni það ekki að hlutdeildartekjur Hitaveitu Suðurnesja séu nei- kvæðar þetta árið, heldur hitt að reiknaðir liðir hafi verið notaðir til þess að fela slælegan rekstur þeirra sjálfstæðismanna undir forystu Árna Sigfússonar í gegn- um tíðina. Þegar eignir sveitarfé- lagsins voru seldar inn í Fasteign hf. á árinu 2003 þá var söluverðið yfir skráðu verði í bókum bæj- arins. Mismunurinn (söluhagn- aður) var nýttur til þess að breiða yfir skelfilegan rekstur ársins 2003. Og í stað þess að nýta þá fjármuni sem fengust við söluna til þess að greiða niður skuldir var fjármunum varið að stórum hluta í rekstur. Dæmin um eigna- sölur eru fleiri, það má t.d. nefna Vatnsveituna og sölu á milljarða hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Og fólk hlýtur því að spyrja hvers vegna sveitarfélag sem hefur selt svona mikið af eignum þurfi að greiða svona háar upphæðir í vexti af lánum. Því er til að svara að fjármunir voru ekki nýttir til greiðslu skulda heldur í rekstur. Myndi það teljast til góðrar fjár- málaspeki að selja of- an af sér húsið til þess að tyrfa blett- inn? Vera áfram með lánið og þurfa að greiða af því, en þurfa líka að greiða húsa- leigu og eiga bara blettinn. Efast um að margir tækju undir það nema þá helst sjálfstæð- ismenn í Reykjanesbæ. Þessir fjármunir voru ekki lagðir í fjár- festingar til framtíðar eins og bæjarstjóri heldur fram, heldur eru allar nýframkvæmdir teknar að láni. Allt sem gert er í Helgu- vík er fyrir annarra manna fé en á ábyrgð Reykjanesbæjar og því er eins gott að hlutirnir gangi upp. Annars hefur þessi framtíð- arfjárfestingarsöngur þeirra sjálf- stæðismanna hljómað hér í ára- tugi og við erum mörg hver orðin þreytt á að heyra sama lagið aft- ur og aftur. En auðvitað munum við í A- listanum styðja bæjarstjórann vegna álversins í Helguvík, því ef það kemur ekki, munu vænt- anlega fleiri en ég finna hjá sér þörf til þess að skrifast á við bæj- arstjórann og spyrjast fyrir um skuldir Reykjanesbæjar. Að selja húsið sitt til þess að tyrfa blettinn Eftir Guðbrand Einarsson Guðbrandur Einarsson » Fólk hlýtur því að spyrja hvers vegna sveitarfélag sem hefur selt svona mikið af eign- um þurfi að greiða svona háar upphæðir í vexti af lánum. Höfundur er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og oddviti A-listans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.