Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 FURÐULEGT vandamál blasir við fyrirtækinu mínu. Samgönguyfirvöld hafa ákveðið að veita keppinaut okkar hundraða milljóna ríkisstyrk til að koma á fót þjónustu í beinni samkeppni við okkur, sem höfum á und- anförnum árum lagt mikið á okkur til að byggja upp starfsemina. Slíku inn- gripi getum við ekki unað og mun- um leita réttar okkar í málinu. Forsagan er sú að árið 2007 hófst stórt og metnaðarfullt verk- efni á vegum hins op- inbera, þar sem til- gangurinn var að greiða fyrir uppsetn- ingu á góðri netþjón- ustu á fámennum stöð- um á landsbyggðinni. Ætlunin var að tryggja íbúum til sveita, þar sem ekki voru mark- aðslegar forsendur fyr- ir slíkri þjónustu, góða nettengingu á kostnað ríkisins. Eft- ir langan undirbúningstíma var verkið boðið út og fjöldi tilboða barst haustið 2008. Fyrir fáeinum vikum var tilkynnt að náðst hefði samkomulag við Símann á grund- velli lægsta tilboðsins sem barst og ætlunin væri að koma 1.800 sveita- bæjum í gott netsamband. Allt leit vel út á yfirborðinu en við nánari skoðun hefur ýmislegt sérkennilegt komið í ljós. Ekki að- eins er samningsupphæðin nær tvöfalt hærri en tilboðið sem var grundvöllur samningsins, heldur ætlar ríkið að greiða hundruð millj- óna fyrir netþjónustu á svæðum þar sem önnur fyrirtæki bjóða nú þegar slíka þjónustu! Sú ákvörðun stjórnvalda er óskiljanleg, hún er til merkis um ótrúlega sóun á op- inberu fé og er á skjön við almenna skynsemi. Fyrirtækið eMax er eitt þeirra sem veita netþjónustu á svæðunum sem um ræðir. Af ríflega 2.000 nú- verandi viðskiptavinum eMax búa um 200 á umræddum bæjum og íbúum 200 annarra bæja stendur netþjónustan til boða. Fyrirtækið hefur lagt mikla fjármuni í að byggja hana upp og því er ótrúlegt að ríkið hafi ákveðið að styrkja Símann um hundruð milljóna króna til að kippa fótunum undan rekstri eMax. Upphaflegt markmið með verk- efninu var göfugt. Vinnubrögðin hafa hins vegar vakið ótal spurn- ingar, ekki síst eftir að samgöngu- ráðherra upplýsti í útvarpsviðtali að Síminn hefði ítrekað reynt að falla frá innsendu tilboði sínu og segja sig frá verkefninu.* Stoltur fullyrti ráðherrann að forstjóri Símans hefði verið tíður gestur á ráðherraskrifstofunni og þeim hefði „alltaf tekist að blása lífi í verk- efnið“. Slík stjórnsýsla er afar sér- kennileg – að verktaki geti samið beint við samgönguráðherra um til- slakanir á fyrirfram skilgreindum kröfum og hærri greiðslur og vegi að rekstrargrundvelli annarra fyr- irtækja í leiðinni. * Heimild: Viðtal við Kristján Möller sam- gönguráðherra í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 27. febrúar sl. Hví greiðir ríkið hundruð millj- óna til að drepa fyrirtækið mitt? Edwin Karl Benediktsson » Óskiljanlegt er að stjórnvöld greiði stórfé til að byggja upp þjónustu sem þegar er í boði. Slíkt er sóun á skattfé og á skjön við al- menna skynsemi Höfundur er framkvæmdastjóri eMax. Eftir Edwin Karl Benediktsson ÍSLENSKA þjóðin hefur hafið göngu sína í gegnum miklar efna- hagsþrengingar með fjárhagslegum, fé- lagslegum og heilsu- farslegum breytingum fyrir marga. Ferlið mun hafa áhrif á sjálfsmynd, sjálfsvirð- ingu og sjálfstraust okkar sem þjóðar. Ákveðin heimsmynd er að hrynja og stórt tóm er skilið eftir. Enginn veit fyrir víst hvernig sú heims- mynd sem tekur við af hinum ný- frjálsa heimi verður. Nú eru tímar umskipta. Sveifla pendúlsins er haf- in frá laissez-faire, að miðjunni í gegnum jafnaðarstefnu og mun jafnvel sveiflast töluvert inn í sósí- alisma. Hnattvæðingin sem ein- kenndist af eins konar „meiósu“ verslunar með vöru og framleiðslu annars vegar og vinnuafls hins veg- ar hefur hægt á sér. Samkennd mun aukast, gildi samvinnunnar og samstöðu munu eflast. Sjálf- boðaliðavinna mun aukast. Við munum falla frá efnislegum „maxí- malisma“ að aukinni nytjahyggju. Efnið mun falla og andinn mun rísa. Allt með forskeytinu sam- mun á ný öðlast nýjar vinsældir. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) hélt nú í lok apríl hringborðsfund um hvernig best væri að bregðast við þeim geð- félagslegu áhrifum sem kreppan myndi óneitanlega hafa á borgara sambandsins. Það var kannski tákn- rænt fyrir ólíkar áherslur að heil- brigðisframkvæmdastjórinn Andro- ulla Vassiliou gat ekki setið fundinn eins og til stóð því hún var kölluð á neyð- arfund vegna svína- flensunnar. Því þó að lakari geðheilsa kalli almennt ekki á neyð- arviðbrögð getur nei- kvæð þróun í þá átt valdið mun fleiri dauðsföllum en svína- flensan ef litið er til lengri tíma. Að mati Evrópusam- bandsins mun kreppan hafa gríðarleg áhrif á geðheilsu og líðan. Kreppan grefur almennt und- an þeim þáttum er styrkja geð- heilsu, á sama tíma og hún ýtir undir áhættuþætti. Óvissa um at- vinnu og afkomu, hærri tíðni at- vinnuleysis, vanvirkni, auknar skuldir, aukin fátækt, félagsleg ein- angrun og aukin félagslegur ójöfn- uður eru allt áhættuþættir sem stuðla að verri geðheilsu. Almennt segja rannsóknir og reynsla af fyrri kreppum að þessi kreppa muni auka tíðni geðraskana og sjálfskað- andi hegðunar. Bretar áætla að tíðni geðheilsuvandamála muni aukast um 26% frá því sem nú er til ársins 2010 vegna kreppunnar. Það er hætta á að kreppan leiði til samdráttar í útgjöldum til geð- heilbrigðismála en mat ESB er að það gagnstæða þyrfti að gerast. Áherslan nú á að vera á fyrirbyggj- andi geðrækt í samfélaginu, orsaka- miðaða geðheilbrigðisþjónustu inn- an heilsugæslunnar, niðurgreidda sálfræðiþjónustu og vel skipulagða og útfærða þjónustu sem síðasta úrræði innan geðsviða spítalanna. En umfram allt fyrirbyggjandi og geðræktandi lausnir alls staðar í samfélaginu. Auk þess er nú tæki- færi til að endurmeta stefnu/ stefnuleysi í geðheilbrigðismálum. Evrópusambandið lagði til nokkur frumatriði sem þjóðum væri mik- ilvægt að horfa til nú með það að leiðarljósi að bæta geðauð sinn til lengri tíma:a) gerið allt til að halda fólki í vinnu, b) fjárfestið í end- urþjálfun og endurmenntun starfs- fólks, c) styðjið eins vel við bakið á jaðarhópum og þeim sem minnst mega sín og hægt er, d) leitið allra leiða til að styrkja félagsleg vernd og fjárfestið í innviðum félags- og heilbrigðiskerfisins, e) dragið úr beinum fjárhagslegum áhrifum hrunsins á einstaklinga, f) tryggið áfram frjálst flæði starfsfólks milli landa, g) gerið allt til að koma í veg fyrir atvinnuleysi ungmenna. Velferðarvakt félagsmálaráðu- neytisins sem er samansett af fulltrúum 6 ráðuneyta og fjölda samtaka úr borgaralegu samfélagi, skilaði af sér aðgerðaáætlun rík- isstjórnarinnar í velferðarmálum í mars þar sem tekið er á ofna- greindum atriðum. Velferðarvaktin hefur virkað ákaflega vel sem greiningar- og kortlagning- arverkfæri í velferðarmálum. Til þess að tryggja framkvæmd þeirra, aukna samvinnu og utanumhald setur undirritaður fram hugmynd að miðstýrðri aðgerðastöð undir forsætisráðuneytinu. Hugmyndin er sú að gera „lóðrétta“ stjórnsýslu „láréttari“ að hluta og auka virkni og samvinnu hennar. Mikilvægt er að gera stjórnsýsl- unni kleift að vinna þvert á stofn- anir og ráðuneyti ásamt því að vinna með aðilum í borgaralegu samfélagi á einum stað er kemur að velferð. Ekki ósvipað fyrirkomulagi almannavarnaráðs. Við þurfum að- gerðamiðaðan stað er kemur að vel- ferð þar sem unnið er þvert á þær „lóðréttu línur“er skilja ráðuneytin. Almannaheillaráð, þar sem sérfræð- ingar úr ólíkum ráðuneytum vinna á sama gólfi undir einni verkstjórn sem ein heild í ákveðinn tíma í sam- vinnu við borgaralegt samfélag. Byggja aðgerðir sínar á upplýs- ingum og greiningu sem Velferð- arvaktin hefur lagt grunn að, fá ólíka aðila samfélagsins til að koma að skapandi vinnu við að fram- kvæma og miðlun. Undirritaður leggur til að slíkt teymi sem tengir saman greiningu og upplýs- ingaöflun við aðgerðir í gegnum sköpun, tengslavinnu, áróður og að- gerðir í almannaheillamálum verði sett á fót undir forsætisráðuneyt- inu. Eftir Héðin Unnsteinsson »Efnið mun falla og andinn mun rísa. Allt með forskeytinu sam- mun á ný öðlast nýjar vinsældir. Héðinn Unnsteinsson Höfundur er sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Almannaheillaráð V i n n i n g a s k r á 2. útdráttur 14. maí 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 0 8 7 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 2 7 2 2 2 1 1 0 5 4 1 8 3 8 4 5 3 0 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 7539 19280 33336 40679 52047 76768 15442 22390 40120 49001 56664 78572 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 8 1 2 1 3 6 3 2 2 4 7 0 2 3 5 3 6 1 4 7 1 9 9 5 8 7 8 7 6 7 7 7 9 7 4 9 6 9 2 8 4 4 1 5 2 2 2 2 4 9 1 0 3 5 9 6 3 4 9 3 0 5 5 9 1 5 8 6 8 0 0 4 7 7 6 2 4 3 9 5 7 1 5 9 0 4 2 5 8 0 8 3 6 7 6 7 5 1 0 4 8 5 9 1 6 1 6 8 2 9 8 7 7 6 6 0 6 7 4 7 1 6 4 4 7 2 6 4 4 8 3 7 3 0 7 5 1 7 8 8 5 9 1 9 3 6 9 1 0 2 7 7 7 1 1 7 5 5 1 1 7 5 5 7 2 7 3 3 7 3 7 3 5 7 5 2 1 0 5 6 0 1 7 4 6 9 7 7 9 7 7 9 4 4 8 7 4 5 1 7 9 8 1 2 7 4 9 0 4 0 5 7 6 5 3 6 9 1 6 1 5 1 1 7 1 1 3 6 7 8 0 0 8 8 9 1 9 1 8 3 2 5 2 8 3 7 9 4 0 8 3 1 5 3 9 7 7 6 2 6 5 5 7 1 3 7 7 7 8 8 2 4 9 2 8 5 1 9 6 8 4 2 8 4 0 1 4 1 9 6 1 5 4 8 9 2 6 2 9 1 9 7 1 9 2 2 7 9 0 5 8 9 6 7 6 2 0 8 0 7 2 9 1 4 4 4 2 3 6 0 5 5 5 4 3 6 4 4 3 3 7 1 9 2 3 7 9 2 0 6 1 0 8 2 8 2 1 3 5 7 3 0 4 9 3 4 4 5 7 1 5 5 8 3 0 6 4 4 6 9 7 2 9 8 9 1 0 9 8 6 2 1 5 9 2 3 0 5 5 6 4 4 9 7 6 5 5 9 3 4 6 5 4 9 9 7 3 0 6 7 1 1 3 9 4 2 2 3 0 0 3 4 2 6 0 4 5 9 1 7 5 5 9 5 8 6 6 6 8 9 7 3 4 0 5 1 3 4 6 8 2 3 2 7 4 3 5 2 5 2 4 6 6 6 4 5 8 2 9 7 6 7 6 6 7 7 4 2 3 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 236 11524 19262 27063 33698 41364 49419 57795 67014 73949 422 11682 20491 27404 33716 41574 49613 57855 67310 73984 898 11907 20846 27434 33963 41580 49654 58585 67532 74087 941 11953 20928 27437 34107 42408 49727 58901 67567 74203 1094 12158 20939 27472 34138 42670 50142 58934 67633 74219 1591 12324 21076 27641 34405 42736 50608 58941 67757 74272 2008 12375 21594 28047 34506 42765 51022 59378 67902 74346 2015 12453 21728 28285 34629 42946 51092 59618 68050 74425 2065 12491 21765 28333 34868 43025 51323 59930 68070 74505 2478 12674 21912 28604 35117 43131 51327 60063 68155 74718 2505 12678 22276 28731 35150 43204 51745 60517 68374 74728 2634 12918 22395 28759 35229 43289 51780 60860 68552 74804 3482 13340 22814 29149 35259 43704 52042 61032 68877 74830 3559 13788 23118 29206 35407 43715 52186 61137 68951 74929 3735 13943 23201 29622 35740 43926 52313 61228 68994 75001 4167 14511 23231 29635 36268 44038 52564 61333 69350 75284 4310 14544 23558 29724 36311 44099 53032 61645 69399 75382 5174 14626 23657 29737 36317 44465 53045 61718 69612 75562 5233 15065 23764 29762 36405 44541 53098 62180 69821 75566 5754 15142 23949 29776 36693 45047 53373 62294 69885 75852 5977 15387 24079 29862 37130 45075 53430 62341 70031 76022 6261 15422 24432 29930 37173 45614 53574 62708 70037 76084 6321 15587 24697 29937 37304 45649 54288 62788 70667 76106 6464 15783 24755 29957 37342 45827 54382 63140 70823 76150 6556 15822 25113 29962 37386 46267 54910 63363 70872 76301 6648 15914 25135 30015 37567 46311 54927 63698 70922 77222 6962 16009 25162 30124 37699 46509 54973 64013 70979 78361 7060 16796 25238 30840 38172 46592 55163 64141 71675 78374 7529 17201 25261 31216 38244 46678 55218 64165 71751 78648 7980 17261 25268 31462 38536 46860 55315 64787 71879 78721 8218 17472 25442 31505 38832 47260 55439 64880 72229 78822 9925 17596 25662 32404 38926 47960 55470 65099 72419 78845 9947 17655 25907 32413 39158 48062 55665 65476 72593 79047 10004 17768 26259 32624 39237 48298 56230 66585 72703 79169 10398 17822 26273 32906 40067 48390 56523 66645 73000 79178 10811 17878 26435 32979 40107 48479 56799 66707 73011 79308 10927 18353 26481 33245 40542 48898 57039 66775 73136 79626 11016 18431 26814 33437 40617 49003 57042 66807 73393 79752 11207 18877 26929 33586 40902 49286 57415 66892 73457 79786 11409 19015 26999 33594 41260 49303 57788 66901 73893 79936 Næstu útdrættir fara fram 20. maí og 28. maí 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.is Ævar Dungal Löggiltur fasteignasali Sölustjóri Sími 440 6016 GSM 897 6060 dungal@domus.is Sumarbústaður Nýtt á skrá - Sumarhús að Litlu-Grund í Fljótsdal. Gott sumarhús sem hefur verið í ágætu viðhaldi - búið er að klæða húsið að utan. Eignarland 4,6 hekt- arar. Stærð íbúðarhús 92,6 fm. Geymslur 69,5 fm. Hlunnindi beiti afrétt. Auðveld aðkoma allt árið. Góð eign. Kaupvangi 3A, Egilsstöðum, sími 440 6016 og 897 6060

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.