Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 29

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 grein fyrir að til þess væri ekki ætlast. Gunnsteinn var af þeirri kynslóð sem ólst upp við það viðhorf að vinnan göfgaði manninn og trygglyndi við starfið og því sem honum var trúað fyrir setti hann í forgang. Hann leysti öll sín verk óaðfinnanlega og ávallt var hagur viðskiptavinarins í fyrirrúmi þótt það þýddi lengri vinnudag. Tím- inn til annarra hugðarefna kæmi síð- ar. Sá tími kemur ekki og það skarð sem verður eftir er í samræmi við þá jákvæðni og velvilja sem einkenndi alla hans framkomu. Ósérhlífni, dugn- aður og glaðlyndi eru þau orð sem eiga best við Gunnstein. Við sjáum á eftir kærum vinnufélaga og góðum vini, hans verður sárt saknað. Ég vil fyrir hönd starfsmanna Öss- urar hf. þakka Gunnsteini fyrir sam- ferðina og sendi eiginkonu hans, Guð- björgu, og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Gunnstein Lárusson var afar við- kunnanlegur maður. Hann var léttur í lund og viðmótið hlýtt og glaðlegt. Ég kynntist Gunnsteini fyrst sem smá polli þegar hann vann fyrir föður minn Gísla Ferdinandsson í Álfheim- unum, en faðir minn rak þar skóverk- stæði um tíma. Gunnsteinn átti flottan Studebaker, ef ég man rétt, og var með brilljantín í hárinu og í támjóum skóm. Ég man hvað mér fannst hann mikill töffari. Ég var hafður hjá föður mínum í pössun svo ég gerði færri prakkara- strik á meðan og Gunnsteinn þurfti að þola þennan óþekka krakka og man ég eitt sinn er ég hafði gengið algjör- lega fram af honum að hann tók mig og rasskellti. Ég var ekki nógu fljótur að hlaupa. Við hlógum mikið að þessu síðar. Gunnsteinn vann mikið starf fyrir Landssamband skósmiða um áratuga skeið. Hann var meðal annars lengi for- maður prófnefndar og kom skikki á sveinsprófin og stjórnaði þeim með miklum myndarskap og veit ég að önnur fagfélög fengu Gunnstein til að skipuleggja og stýra sveinsprófum hjá sér. Hann var sæmdur gullmerki Landssambands skósmiða fyrir fram- lag sitt fyrir sambandið. Gunnsteinn var mikill fagmaður, einn af þessum þúsund þjala smiðum. Allt lék í höndunum á honum og vann hann sem bæklunarskósmiður síðustu áratugina með góðum árangri. Ég veit að Gunnsteinn hefur ekki verið sáttur við að fara svona fljótt, en enginn ræður náttstað sínum og minningin um góðan dreng og frábær- an félaga og vina mun lengi lifa. Megir þú fara í guðs friði, vinur. Ég sendi fjölskyldu Gunnsteins mínar dýpstu samúðarkveður. Kolbeinn Gíslason. Lögmáli heimsins lánast engum að breyta, lífið og dauðinn stöðuga glímu þreyta. Óðar en varir kemur þá kallið stríða, kallið sem háum og lágum er gert að hlýða. Ævinnar stundir skiptast í ljós og skugga, skarpköldum rómi kveður hríðin á glugga. Hraðfleygra stunda góðra megum við minnast, mannlífsins gangur reynist að hittast og kynnast. Muna skal þann er máttu ei forlögin buga, manndómur stendur greyptur í okkar huga. Félagi góður er horfinn til annarra heima, hann sem að ljósinu ræður megi hann geyma. (Jóhannes Benjamínsson.) Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Farðu á guðs vegum. Urður og börn. Nú kveðjum við vin okkar Gunn- stein Lárusson, skósmíðameistara og þúsundþjalasmið. Söknuðurinn er sár okkur sem þekktum hann lengst af ævinnar. Hann var hjálpsamur og vakandi nágranni, alla tíð tilbúinn að veita ráð og hjálp ef með þurfti. Hann var einstaklega vel vinnandi skósmið- ur og mjög eftirsóttur sem slíkur. Til viðbótar hafði hann aðlaðandi nær- veru, sem varð til þess að Skóstofan var eins og félagsheimili og ráðgjaf- arstofa. Allir velkomnir og rætt jafnt við alla sem þörfnuðust þess. Eitt sinn kom ég á Skóstofuna. Þar sat þá hátt settur aðili úr þjóðfélaginu á háa koll- inum í hrókasamræðum við Gunn- stein sem að venju vann á fullu. Þá kemur inn lítil brosandi stúlka og seg- ir við Gunnstein: Er ekki allt í lagi hérna? Jú, segir hann og grípur litla leðurpjötlu, klippir úr henni hjarta og réttir þeirri litlu. Í þetta setur þú nú spotta og þá er þetta orðið nisti. Sú litla þakkaði brosandi fyrir sig og fór. Hvert okkar fjögurra brosti mest veit ég ekki, en upp í huga mér skaut hendingu úr sálminum hans sr. Frið- riks sem segir: „Þar hverfur munur hver, þar hver er öðrum jafn.“ Eitt náði Gunnsteinn aldrei að læra, það var að gefast upp. Þolinmæðin var þrotlaus og þá þróuðust hugmyndirn- ar. Oftar en ekki eru það svona náungar sem bera uppi nýjungarnar. Í þeim hópi var Gunnsteinn ásamt röð af forfeðrum og við taka nú synirnir. Síðastliðin tíu ár hafði hann hreiðr- að um sig á sumrin í góðum vinahópi í Vopnafirði. Þar nutu þau samvista með fjölskyldum sínum og vinum og þar safnaðist fjölskyldan saman um síðastliðna páska. Handtökin hans komu þar í góðar þarfir eins og alls staðar. Gunnsteinn stóð ekki einn í önnum daganna því konan hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, hefur alla tíð verið sú sterka á þeirra bæ og þurfti ekki að nota stóru orðin. Saman hefur hún ásamt sonum, tengdadætrum og barnabörnum, hlúð svo vel að Gunn- steini í veikindum hans að engum mun gleymast. Allt hjúkrunarfólkið á stórar þakkir skildar. Við þökkum fyrir að hafa fengið að búa við vinskap í nágrenni þessa fólks í fjörutíu ár. Lára, Páll, Lára og fjölskylda. Hvernig sem á það er litið á ég erf- itt með að sætta mig við fráfall vinar míns, Gunnsteins Lárussonar. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera, margar ferðir sem við áttum eft- ir að fara og margt sem átti eftir að laga og gera við. En svona er lífið og með algeru miskunnarleysi blasir raunveruleikinn við. Gunnsteinn var einstakur félagi og vinur. Hann var glaðvær, kíminn og sérstaklega jákvæður. Hann tók öllu með hógværð og af yfirvegun, jafnt erfiðleikum sem gleði. Ég minnist þess ekki að honum hafi fallist hendur yfir neinu verki og hann var ávallt reiðubúinn að hjálpa og aðstoða, í hverju sem var. Hann lét ekki tal um erfiðleika, samdrátt eða mótlæti trufla sig heldur hvatti alla til að taka til hendi enda taldi hann hamingjuna vera fólgna í því að hafa eitthvað fyrir stafni. Auðnuleysi og barlómur voru honum ekki að skapi. Einhvers staðar stendur: „Menn njóta þeirrar vinnu lengst sem þeir inna af hendi með ánægju.“ Þessi orð gætu hafa verið einkunnarorð Gunnsteins. Hann var ákaflega skemmtilegur ferðafélagi, þar sem glaðværð og góð lund fylgdu í hvert fótmál. Ófáar ferð- ir fórum við saman þar sem ég fékk að njóta samveru þeirra feðga Lalla og Gunnsteins. Við það að láta hugann reika til baka koma upp minningar úr þessum ferðum um góðan félaga sem lét ekki segja sér fyrir verkum heldur hafði hlutina eins og honum sýndist og framkvæmdi eftir eigin höfði og uppskar oft hlátur í góðra vina hópi. Engu að síður hlustaði hann með at- hygli á tillögur okkar hinna, tók tillit til þeirra og miðlaði af þekkingu sinni. Hann átti auðvelt með að umgang- ast fólk, tók öllum jafnt og einmitt það umfram allt annað held ég að hafi gert hann jafn vinsælan meðal vina og við- skiptavina, sem voru margir í gegn- um tíðina. Skóstofan var miðstöð, einskonar félagsmiðstöð þar sem vandamál voru leyst hvort sem um var að ræða hæla á dömuskó, lekan gúmmíbát, nagla undir vöðluskó eða bara ráðlegginar um viðgerðir á bens- índælu í gömlum Benz. Allt gat Gunn- steinn og oftar en ekki átti hann við- eigandi varahlut til að senda viðkom- andi með eftir ráðleggingarnar. Við sendum fjölskyldu Gunnsteins okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð um að styrkja þau. Gísli og Karen. Í dag kveðjum við Gunnsteinn Lár- usson félaga og vin sem lést eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Gunnsteinn hafði allt sem góður maður þarf að hafa til að bera, hógvær þó ákveðinn, vildi hvers manns vanda leysa og auk þess dverghagur. Aldrei hallaði hann orði á nokkurn mann heldur umgekkst hann aðra með sömu virðingu og staf- aði frá honum sjálfum. Allt lék í höndunum á honum hvort sem það var skósmíði sem var hans ævistarf eða viðgerðir á vélum, virki og eða fólki. Allt var leyst af hendi fumlaust og ákveðið. Fjölskyldan og barnabörnin voru honum allt. Við hér í Álfabyggðinni áttum því láni að fagna að vera samferðamenn Gunn- steins og fjölskyldu (Lárusar og Dag- marar) síðustu árin við veiði og ým- islegt bras. Þar nutu hæfileikar Gunnsteins sín til fullnustu þar sem hann gat veitt á daginn og unnið að viðgerðum þess á milli, en alltaf þurfti hann að hafa eitthvað fyrir stafni. Þegar við Rúna kvöddum þig fyrir nokkrum dögum fundum við að þú varst á förum en yfir þér var friður. Gunnsteinn mætti örlögum sínum af mikilli yfirvegun og reisn umvafinn fjölskyldu og ástvinum. Guðbjörgu, Kjartani og Lárusi og fjölskyldu sendum við samúðarkveðjur og kveðjum vin okkar með harm í huga. Við þökkum honum samfylgd, vináttu og velgjörðir og óskum honum bless- unar á ókunnum leiðum. Þorvaldur Ingvarsson og fjölskylda. Á fyrstu dögum sumars kvaddi kær vinur minn og veiðifélagi þennan heim. Við fráfall hans rifjast upp ótal minningar. Gunnsteinn var einstakur vinur, heilsteyptur, hjálpsamur, sér- lega handlaginn og með afbrigðum skapgóður. Hann bar mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni og vin- um, og eru þeir ófáir sem notið hafa aðstoðar hans í gegnum árin. Ég kynntist Gunnsteini og um leið syni hans Lárusi, árið 1985, er ég kom fyrst til þeirra á skóstofuna á Dun- haganum. Þeir feðgar voru nánast óaðskiljanlegir vinir og félagar, bæði í leik og starfi. Það var því mikið gæfu- spor fyrir mig að kynnast þeim og fá að njóta félagsskapar þeirra. Gunn- steinn var einnig sérlega barngóður og hændust börnin okkar og síðar barnabörnin strax að honum. Það voru ótal veiðiferðirnar sem við fórum í saman, því Gunnsteinn var veiðimaður af guðs náð og mikið nátt- úrubarn. Í ferðunum veiddum við allt- af saman á stöng og gengum undir viðurnefninu Jägerbræður. Jägerinn var brjóstbirta okkar í þessum ferð- um og eru stundirnar sem við áttum saman við árbakkann mér ógleyman- legar. Vinnuferðirnar voru einnig margar sem farnar voru vestur á firði í húsið mitt, en Gunnsteinn var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ef með þurfti. Fjölskylda hans á laxveiðijörð í Vopnafirði og þar dvöldum við oft saman við veiðar og var eiginkona Gunnsteins, hún Guðbjörg mín, óþrjótandi í að stjana við okkur. Mik- ill vinskapur myndaðist einnig milli eiginkvenna okkar og ferðuðumst við saman bæði innanlands og utan. Allt- af var líka notalegt að koma til þeirra hjóna á Nesið, en þau voru mjög sam- rýnd og samtaka um allt. Vinskapur okkar var einstakur og þó að dregið hafi úr veiðiferðunum hin seinni ár og við ekki hist eins oft, var vináttan allt- af söm. Þótt Gunnsteinn sé nú farinn í sínu hinstu ferð, þá hugga ég mig við allar góðu minningarnar sem ég á um minn kæra vin. Elsku Guðbjörg mín og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Guð veri með ykkur. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. Guðjón Bergsson. Í dag verður föður- amma mín, Helga Hjartardóttir, borin til grafar og langar mig til að minnast hennar. Síðustu daga hefur hugurinn reikað og minningarnar af samverustund- um okkar hafa skotið upp kollinum. Fyrstu minningarnar um ömmu Helgu eru af bíltúrum okkar í gljá- fægðum Chevrolet Malibu Classic. Fyrir lítinn dreng var sá bíll mikið undur enda var hann ekki beint ömmulegur. Síðustu minningarnar mínar um ömmu og jafnframt þær kærustu eru samverustundir okkar í sófanum í Seljahlíð í vetur. Þær voru ómissandi þáttur í tilveru minni og ef ég komst ekki í heimsókn reglulega sökum anna í skóla eða vinnu, þá leið mér alltaf hálf illa. Best þótti mér að fá að sitja einn með ömmu og drekka með henni appelsín og borða súkku- laðirúsínur, því á slíkum stundum gátum við amma nefnilega rætt allt á milli himins og jarðar og hlegið okk- ur máttlaus. Tíminn flýgur áfram og hafa samverustundirnar með ömmu því orðið dýrmætari og mikilvægari og kveðjufaðmlögin að sama skapi orðið þéttari og innilegri. Þegar ég hugsa til baka og minnist ömmu þá kemur þakklæti fyrst upp í hugann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta samvista með henni svo lengi og þar með fengið að kynnast einstökum mannkostum hennar. Það er ekki sjálfgefið, sér- staklega fyrir fólk á mínum aldri, að hafa notið þeirra forréttinda að eiga tvær frábærar ömmur sem hafa stutt mig með ráðum og dáðum. Áhugi þeirra beggja á námi mínu og starfi hefur verið mér sérstök hvatning og fyrir það verð ég ævinlega þakklát- ur. Það var jafnframt mikil gæfa að hafa fengið að sjá ömmu Helgu verða hressari með árunum. En þannig gat það ekki verið til eilífðar. Fréttirnar af skyndilegu hjartaáfalli ömmu voru mér jafn mikil harmtíðindi og frétt- irnar af bata hennar daginn eftir voru mér mikil gleðitíðindi. Og þegar mér bárust þau gleðitíðindi frá föður mínum var ég strax farinn að velja fegurstu blómin handa henni í hug- anum. Þegar ég sleit símtalinu upp- lifði ég nokkuð sem ég gleymi seint; í hátölurum yfir mér ómaði forsöngur karlakórsins í laginu „Leiðin okkar allra“ með hljómsveitinni Hjálmum. Ég vissi strax að þetta fallega en jafnframt sorglega lag táknaði eitt- hvað sérstakt og hugsaði mikið um þetta næstu daga. Þrátt fyrir bata- merkin, þá kom kallið nokkrum dög- um síðar. Þegar ég kom til þess að kveðja þig, ljúfan, þá áttum við ein- stakan kveðjufund. Þú sagðir við mig af mikilli yfirvegun: „Ekki gráta Óli minn, þetta er leiðin okkar allra.“ Þar með áttaði ég mig á skilaboð- unum að ofan. Það þýddi lítið fyrir mig að andmæla speki þinni og í raun var erfitt að koma upp nokkru orði á slíkri stundu. En ég gat að minnsta Helga Hjartardóttir ✝ Helga Hjartar-dóttir fæddist á Akranesi 7. febrúar 1925. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 27. apríl síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Bústaðakirkju 12. maí. kosti sagt þér hversu ofboðslega vænt mér þykir um þig. Og mikið er ég glaður að hafa fengið tækifæri til þess að halda í hönd þína áður en þú hélst inn í draumahöllina. Þessa minningu mun ég geyma í hjarta mér ásamt öllum hinum björtu og fallegu minningunum um þig. Elsku amma, hjart- ans þakkir fyrir allt það örlæti og allan þann kærleik sem þú hefur veitt mér á lífsins leið. Ólafur Hvanndal. Elsku amma. Það eru margar minningar sem koma upp þegar ég hugsa til baka. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég var á leikskólaaldri og bjó í blokkinni á móti þér. Mér fannst gaman að geta hlaupið til þín af leik- vellinum og fengið eitthvað gott og bauð stundum vinkonum mínum með. Mér fannst svo skemmtilegt og sérstakt dótið þitt, svo ólíkt öðrum leikföngum, en það var fullur kassi af saumakeflum sem við notuðum til að byggja stóra kastala og virki eða fór- um í keilu. Langi gangurinn í íbúð- inni kom sér vel í það. Eða við gátum farið í boltaleik niðri í leikherbergi. Ég man svo vel eftir því þegar við fengum að gista hjá þér. Þú sagðir með okkur systkinunum bænirnar fyrir svefninn og svo léstu ljósið í loftinu snúast þannig að það lýsti eins og það væru stjörnur sem svifu um herbergið, mjög notalegt. Og alltaf fékk maður eitthvað gott að borða hjá þér. Oft voru nýbakaðar vöfflur í boði, nú eða frá deginum áð- ur sem hægt var að rista og setja smjör og ost á þær. Þú bauðst manni líka alltaf „mola“ og réttir fram nammiskál, yfirleitt með beiskum brjóstsykri og suðusúkkulaðimolum. Það væsti nú ekki um mann hér á ár- um áður þegar sjónin þín var betri, við fengum ullarsokka og vettlinga alveg á færibandi og nota ég það enn í dag, og eina vettlingana nánast dag- lega. Sumt af því fór svo á hand- verkssýninguna sem þið í Seljahlíð hélduð. Það var mjög gaman að skoða það. Þú varst mikill dýravinur og Líf heitin fékk auðvitað að njóta þess, fékk klapp og harðfisk þegar þú komst eða við komum til þín. Það var líka alltaf gaman að bjóða Huga til þín, þú snérist í kringum hann með vatn, harðfisk og kex til að hann fengi nú líka nóg að borða, eins og við hin. Svo tíndir þú á borð fyrir okkur hinar ýmsu kræsingar: brauð, kex, kökur, kaffi, gos og nammi að sjálf- sögðu. Ég er mjög þakklát fyrir alla munina sem þú hefur gefið mér eftir að ég byrjaði að búa. Ég hef alltaf haldið upp á þá og met þá mikils, gamlir og fallegir munir frá þér sem minna mig á þig á hverjum degi. Þú veiktist mjög snögglega núna um daginn en ég er þakklát fyrir að hafa geta kvatt þig síðustu dagana þína á spítalanum og geymi í hjartanu mínu orðin sem þú kvaddir mig með. Guð geymi þig, elsku amma mín. Íris Hlín Bjarnadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.