Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
✝ Valur Björn Valdi-marsson, múrara-
og húsasmíðameistari,
fæddist á Siglufirði 18.
júní 1937 en ólst upp á
Hallbjarnarstöðum á
Tjörnesi og á Húsavík.
Hann lést á heimili
sínu, Bæjarholti 1 í
Hafnarfirði, að morgni
fimmtudags 7. maí síð-
astliðins. Foreldrar
hans voru Valdimar
Hólm Hallstað Árna-
son skáld og bóksali, f.
16. desember 1906, d.
15. nóvember 1989 og Rósa Jóna
Sumarliðadóttir húsmóðir, f. 25. sept-
ember 1917, d. 28. júní 1969.
Valur kvæntist 27. júlí 1957 Úlf-
hildi Jónasdóttur frá Helgastöðum í
Reykjadal, f. 8. mars 1938. Foreldrar
hennar voru Jónas Friðriksson, f. 16.
maí 1969. 7) Hagbarður, f. 9. apríl
1974. Valur og Úlfhildur eiga 23
barnabörn og 11 barnabarnabörn.
Þau stofnuðu heimili á Húsavík ár-
ið 1957 og bjuggu þar til ársins 1980.
Þar nam Valur og starfaði við múr-
araiðn og varð síðar einn af stofn-
endum verktakafyrirtækisins Varða
hf. þar sem hann einnig var fram-
kvæmdastjóri. Árið 1980 fluttust þau
búferlum til Ísafjarðar þar sem Valur
var ráðinn verkstjóri hjá Vesttaki og
síðar steypustöðvarstjóri Steiniðj-
unnar hf. Þar nam hann einnig húsa-
smíði. Á Ísafirði bjuggu þau til ársins
1988 er þau fluttu til Ósló í Noregi.
Þar starfaði hann bæði sem múrari
og húsasmiður til ársins 1992, þegar
hann réðst til starfa hjá OAS (Fé-
lagsstofnun námsmanna) sem rekstr-
arstjóri fasteigna. Um skeið gegndi
Valur stöðu formanns safn-
aðarstjórnar íslenska safnaðarins í
Noregi og var virkur í félagsstarfi Ís-
lendinga þar. Þau hjónin fluttu heim
til Íslands árið 2005 og settust að í
Hafnarfirði.
Útför Vals fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 15. maí, kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
nóvember 1896, d. 16.
febrúar 1983 og María
Sigfúsdóttir, f. 17.
febrúar 1898, d. 13.
apríl 1978. Val og Úlf-
hildi varð sjö barna
auðið. Þau eru:1)
María, f. 9 des. 1956,
maki Steinar Örn
Kristjánsson, f. 6. mars
1960. 2) Valdís, f. 17.
september 1958, d. 4.
október 1998, maki
Svein Jansen, f. 5. apríl
1957. 3) Húnbogi, f. 22.
febrúar 1960, maki
Dagný Annasdóttir, f. 23. maí 1961. 4)
Kolbeinn, f. 31. mars 1962, maki Mo-
nika Danisova, f. 11. nóvember 1981.
5) Óðinn, f. 15. júní 1965, maki Bára
Eyfjörð Heimisdóttir, f. 4. maí 1971.
6) Hjörleifur, f. 26. september 1970,
maki Ágústa María Arnardóttir, f. 31.
Ein af björtum minningum
bernsku minnar er móðir mín í eld-
húsinu, á æskuheimili mínu á Húsa-
vík, „eitthvað að fást við mat“ og ég
lítill hnokki að skottast í kringum
hana óþolinmóður að bíða eftir ein-
hverju. Þetta sem ég var að bíða eftir
gat verið dýrindis máltíð móður minn-
ar, eða þegar hún kallaði, „Óðinn,
hlauptu nú út á móti pabba þínum,
hann er að koma heim í mat.“ Ég var
ekki lengi að bregða mér í gúmmí-
skóna og hlaupa niður Álfhólinn á
móti pabba sem kom gangandi í
vinnugallanum örlítið álútur með
nestistösku í annarri hendi. Það brást
ekki faðmlagið sem mætti litla
drengnum og hálsakotið var hlýtt og
notalegt og vinnulyktin sem var sam-
bland af steypu og timbri var svo góð,
þetta var svona vinnuskúralykt. Við
leiddumst síðasta spölinn heim að
húsinu og handtak pabba var hlýtt og
hvarf litla höndin mín inn í vinnulúna
og svolítið siggharða lúkuna á múr-
aranum. Máltíð móður minnar sveik
heldur engan og þurfti talsverða
skipulagshæfileika til að koma allri
barnahjörðinni við matarborðið þar
sem allir áttu sitt pláss.
Elsku pabbi, það eru ótal minning-
ar sem hægt er að segja frá en mér er
efst í huga þakklæti fyrir það að hafa
átt þig að. Þú varst oft kallaður mað-
urinn í vinnufötunum, enda vannst þú
langan vinnudag til að framfleyta
stóru fjölskyldunni þinni, sem þú
gerðir svo sannarlega með sóma.
Þrátt fyrir langan vinnudag og erf-
iðan reyndir þú eftir fremsta megni
að gefa þér tíma með okkur systk-
inunum. Það var alltaf gott að leita til
þín með vandamál eða verkefni sem
þurfti að leysa, þú virtist kunna svar
við öllu. Þú varst fagmaður af guðs
náð, allt sem frá þér fór var vandað og
vel gert, hvort heldur sem var múr-
verk eða trésmíðavinna, þú varst
meistari í báðum fögum. Það er ótal-
margt sem hægt væri að segja og
margs er að minnast en sá brunnur
verður ekki tæmdur hér. Þú varst
hörkutól, þurftir snemma að hefja
lífsbaráttu sem fæstir myndu sætta
sig við nú á dögum. Áföll vegna veik-
inda og skilnaður foreldra hafa ekki
verið auðveld að glíma við í æsku. Það
var ekki mulið undir þig, pabbi minn,
og þess vegna gerðuð þið mamma allt
sem í ykkar valdi stóð til þess að við
systkinin sjö fengjum að finna fyrir
öryggi og hlýju foreldra sem háðu
lífsbaráttuna saman og létu aldrei
eiginhagsmuni ráða ferðinni. Oft var
þröngt í búi og margir munnar þurftu
fylli sína en samt var alltaf pláss fyrir
fleiri því oft þurfti að hýsa vini og
vandamenn til lengri eða skemmri
tíma og veit ég að margir eru í dag
þakklátir ykkur mömmu fyrir það
hjartarúm sem þið höfðu og virtist
óendanlegt. Það er erfitt að sætta sig
við það að þú, elsku pabbi minn, sem
staðið hefur teinréttur í gegnum
sterkustu storma og dimmustu él
þurfir að lúta í lægra haldi fyrir ill-
vígum sjúkdómi sem enginn virðist
ráða við og lagt hefur margan góðan
drenginn. Ég er þakklátur fyrir það
að við gátum verið hjá þér síðustu
dagana í lífi þínu og veitt þér þá
umönnun sem þú þurftir. Ég kveð þig
í dag, elsku pabbi minn, með söknuði
og sorg í hjarta en um leið þakklæti
fyrir allt sem þú gafst og miðlaðir til
okkar allra. Minningar um manninn í
vinnufötunum fara mér aldrei úr
huga, manninn sem leiddi svo marga í
gegnum lífið með vinnulúnu hendinni
sinni. Hafðu hjartans þökk fyrir.
Þinn sonur
Óðinn.
Meira: mbl.is/minningar
Kæri bróðir, nú hefur þú kvatt
þetta tilverustig alltof alltof snemma.
Leiðir okkar lágu fyrst saman er þú
fluttir ásamt foreldrum og systur
okkar frá Hallbjarnarstöðum á Tjör-
nesi til Húsavíkur og komst inn í
bekkinn sem ég var í. Það var gaman
að vera krakki á Húsavík á þessum
árum og leiksvæðin voru víða. Þótt
við ættum heima sinn í hvorum bæj-
arhlutanum, ég í útbænum og þú í
suðurbænum, lékum við okkur mikið
saman. Árin liðu alltof fljótt. Er ferm-
ingin var að baki skildu leiðir. Ég fór
niður fyrir Bakkann sem landmaður á
Grími en þú fórst suður á vertíð og
síldveiðar. Þú varst einn af áhöfn
Helga Flóventssonar sem bjargaði
Grími er hann rann rak stjórnlausan
og vélarvana upp að Voladalstorfunni.
Áhöfnin sýndi mikið áræði með því að
leggja líf sitt í hættu en allt fór vel
undir styrkri stjórn Hreiðars Bjarna-
sonar skipstjóra.
Snemma lágu leiðir ykkar Úlfhild-
ar saman og þið byggðuð ykkur fal-
legt heimili. Vinnutíminn var oft lang-
ur á þessum árum. Þú lærðir múrverk
og starfaðir við þá iðn. Ungir og dug-
legir iðnaðarmenn höfðu nóg að gera.
En hugurinn stefndi hærra. Þú stofn-
aðir byggingafélagið Varða ásamt fé-
lögum þínum. Mikil gróska var í
byggingariðnaði á þessum árum og á
ykkar vegum útskrifuðust margir
múrarar.
Og allt tekur enda, þá tókuð þið
hjónin ykkur upp og fluttu til Ísa-
fjarðar með ykkar stóru fjölskyldu.
Þar tókst þú við stórri steypustöð.
Nú lá leiðin til Noregs þar sem ný
og krefjandi verkefni biðu þín.
Í nóvember 1989 andaðist faðir
okkar. Þá var dyrabjöllunni hringt á
Uppsalavegi og fyrir utan stóðuð þið
systkini mín og og tilkynntu mér:
Gunnar, þú átt þetta eins og við hin og
nú göngum við frá dánarbúi föður
okkar. Við fórum niður í fornbókasölu
sem gamli maðurinn átti, sátum þar í
tvo tíma og lögðum línurnar hvernig
best yrði að þessu staðið. Ég man
þegar þú stóðst á fætur og sagðir: Þið
gangið frá þessu og ég samþykki allt
því ég er að fara aftur út til Noregs.
Ég held að það sé einsdæmi að fjöl-
skyldur sameinist við skiptingu á dán-
arbúi en þarna tókst það. Þá áttaði ég
mig á því hvað ég átti geysilega góð
systkini og stóran frændsystkinahóp
og eru það mínir bestu vinir í dag. Síð-
an eru liðin 20 ár og aldrei borið
skugga á. Það voruð þið sem komuð
en ekki ég og það er mér mikils virði.
Úlfhildur mín: Góður maki er eitt
það dýrmætasta sem maður eignast.
Söknuðurinn verður sár enda skarðið
stórt þegar leiðir skilja. En þú átt
bestu börn í heimi og faðmur þeirra
er hlýr.
Ég bið góðan Guð að styrkja þig og
þína stóru fjölskyldu. Kæri bróðir, þú
lést drauminn rætast. Þú komst heim
að loknu löngu dagsverki en stansinn
varð alltof stuttur. Nú ertu lagður af
stað í þína hinstu för.
Þakkir fyrir allt og allt. Guð geymi
þig.
Þinn
Gunnar Valdemarsson.
Þótt við systkinin getum alls ekki
tekið bókstaflega undir það sem Hall-
dór Laxness segir í upphafi Brekku-
kotsannáls um kosti þess að missa
foreldra sína á unga aldri, þá er það
alveg víst að í okkar tilfelli þróuðust
mál þannig að í uppvextinum áttum
við, í lífi okkar allra, fólk sem þótti
vænt um okkur, bar hag okkar fyrir
brjósti, tók okkur inn í hjarta sitt og
sumt inn á heimili sín, og lét okkur
finnast svo ekki varð um villst að við
ættum þau að. Þar sem er hjartarúm
þar er alltaf pláss. Í þessum hópi voru
Úlla móðursystir okkar og Valur
hennar með sinn stóra og glaðværa
barnahóp. Samt var alltaf pláss og
tími fyrir fleiri.
Það virðist einhvern vegin ekki
vera tímabært að skrifa minningar-
orð um Val Björn Valdimarsson.
Manninn hennar Úllu frænku, sem
vildi allt fyrir okkur systkinin gera.
Góðan mann sem við vorum svo lán-
söm að hafa í lífi okkar, ekki bara sem
börn heldur líka – og ekki síður, eiga
að vini sem fullorðið fólk.
Hann var strákurinn sem kom í
veisluna á ættarmótinu í frakkanum
af dóttursyni sínum og labbaði um
eins og flottasta módel, með skemmti-
legan glampa í augunum. Valur henn-
ar Úllu, ævifélaginn hennar Úllu
móðursystur okkar. Þau voru þess
lags eining að maður nefndi yfirleitt
ekki annað án hins. Þau gengu ekki
alltaf í sólskininu í sínu lífi, frekar en
önnur mannanna börn, en sem betur
fer skein oftast björt og falleg sól yfir
þeim og stóru, fallegu fjölskyldunni
þeirra.
Við systkinin höfðum ekki öll Val í
lífi okkar á sama hátt. Þau yngstu
okkar kynntust honum í raun og veru
ekki fyrr en á fullorðinsárum. En við
vorum svo lánsöm að þekkja hann öll
á einhverju tímaskeiði ævi okkar og
eignast hann að vini á fullorðinsárum.
Trúan og traustan vin, með stórt
hjartarúm.
Börnin okkar og makar kynntust
velvilja og hjartahlýju Vals. Hann bar
hag og farnað allra fyrir brjósti og var
alltaf tilbúinn að styðja og gefa góð
ráð. Valur lagði sig sérstaklega fram
til að kynnast börnunum og þau munu
ávallt minnast hans fyrir góð-
mennsku og hlýju.
Valur og Úlla hafa alltaf verið ung í
anda og náðu því alltaf góðu sambandi
við yngra fólkið í fjölskyldunni. Það
var dýrmætt fyrir okkur systkinin
sem vorum kannski á köflum hálf-
vegalaus í lífsins ólgusjó. Þegar bræð-
urnir töldu sig vera að fullorðnast og
vildu þreifa fyrir sér á vinnumarkað-
inum tók Valur alltaf við þeim og þeir
fengu vinnu hjá Varða. Það var dýr-
mætur skóli og þaðan eiga þeir allir
ljúfar og góðar minningar. Þótt það
væri kannski ekki alltaf mikið að gera
hjá Varða þá réð Valur samt í vinnu.
Það var svo sannarlega gott að eiga
hann að og geta alltaf labbað upp á
Baughól 13 og leitað ásjár. Já, hann
reyndist okkur vel og á vissan hátt
gekk hann sumum okkar í föðurstað –
hvort sem hann gerði sér grein fyrir
því eða ekki.
Elsku Valur. Við, börn Arnhildar
frá Helgastöðum og fjölskyldur,
þökkum þér fyrir að gefa okkur rúm í
hjarta þínu.
Fyrir hönd systkinanna,
María.
Mig langar að minnast í nokkrum
orðum frænda míns sem var mér
mjög kær.
Þessir dagar, þegar gróðurinn er
allur að koma til, veita manni von en
um leið er hjartað svo fullt af söknuði.
Maður telur alltaf að það sé nógur
tími en tíminn er svo stuttur. Það er
mjög mismunandi hvernig fólk nær
saman, stundum er eins og maður
myndi tengsl sem alltaf eru til staðar
og þau veita manni styrk og þrek í líf-
inu. Það að vita að maður á viðkom-
andi að gefur manni kraft og þannig
leið mér gagnvart Val frænda. Valur
Björn var stóri bróðir pabba míns og
hann pabbi var svo stoltur af stóra
bróður sínum og fjölskyldu hans. Ég
sem barn skynjaði þann kærleik sem
hann pabbi bar til Vals og ég skildi
það svo vel. Hann Valur var svo hlýr
og skemmtilegur maður sem svo
gaman var að umgangast. Þær sam-
verustundir sem við áttum hjá þeim
eru í minningunni fullar af krafti og
kærleik.
Valur eignaðist stóra fjölskyldu
sem gaman var að hitta og eiga góðar
stundir með og var oft fjör á heim-
ilinu. Mikill kærleikur þeirra hjóna og
sú hlýja sem þau gáfu frá sér er engu
lík og alltaf var pláss fyrir fleiri. Í
gegnum líf mitt hef ég átt því láni að
fagna að fá að dvelja nokkra daga í
einu hjá Val og Úllu. Fyrir nokkrum
árum var ég á ferð í Noregi með tvö af
börnunum mínum og dvöldum við þá
nokkra daga hjá Val og Úllu. Það var
mér mikið gleðiefni hvað yngri sonur
minn og Valur náðu vel saman. Það er
komið stórt skarð í hópinn okkar en
við eigum sem betur fer margar góð-
ar minningar til að ylja okkur við. Við
ætluðum að hittast í sumar og gera
ýmislegt saman og ég veit að þú verð-
ur með okkur og vakir yfir okkur
bæði þá og í framtíðinni.
Ó, faðir, gjör mig sigursálm,
eitt signað trúarlag,
sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
(Matthías Jochumsson.)
Kæra Úlla og fjölskylda, megi góð-
ur Guð gefa ykkur öllum styrk.
Kær kveðja
Pollý Rósa og fjölskylda,
Akureyri.
Vinur okkar Valur Valdimarsson
hefur kvatt þennan heim. Fréttin
kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Við höfðum nýlega fengið fregnir af
því að hann hefði greinst með illkynja
æxli og fengi lyfjameðferð gegn því.
En að kallið væri komið datt okkur
ekki í hug.
Fljótlega eftir að við hjónin fluttum
til Noregs árið 1998 kynntumst við
heiðurshjónunum Vali og Úlfhildi
Jónasdóttur. Kona mín, sem fluttist
út nokkrum mánuðum á undan mér,
söng með Úllu í Ískórnum í Ósló og
kynntist henni þar. Þegar ég kom svo
kynntist ég syni þeirra, Óðni, og í
gegnum hann stórfjölskyldunni sem
þá var í Noregi.
Frá fyrstu kynnum urðu Valur og
Úlla fastur punktur í tilveru okkar.
Heimsóknir voru reglulegar, símtöl í
viku hverri sem oft urðu æði löng. Við
urðum því fljótlega eins og fjölskyldu-
meðlimir með þeim réttindum og
skyldum sem gilda í stórum og góðum
fjölskyldum.
Í Ósló starfaði Valur lengst sem
eftirlitsmaður við stúdentaíbúðir Há-
skólans í Ósló. Það starf hentaði hon-
um vel enda var hann frábær iðnaðar-
maður sem handverk hans bar glöggt
vitni.
En það var ekki bara á tré og múr
sem Valur var meistari því fingurnir á
honum voru grænni en á flestum öðr-
um. Garðholan þeirra Úllu á Klöfter-
hagen iðaði af lífi frá því snemma á
vorin og langt fram á haust. Plómu-
tréð þeirra minnti mig alltaf á ofhlað-
inn síldarbát þar sem það sligaðist
undan ávöxtum sínum.
Valur lét sig félagsmál miklu varða.
Fjölskyldan var virk í starfi Íslend-
ingafélagsins meðan það var í blóma-
num. Þær mæðgur, Úlla og María,
sáu gjarnan um veitingar í félags-
heimili Íslendinga og þá var boðið upp
á kaffi, kleinur, pönnukökur og annað
rammíslenskt bakkelsi.
Þá lét Valur sig íslenska söfnuðinn í
Noregi miklu skipta. Hann tók sæti í
stjórn hans og varð síðan formaður
þar sem hann tók til hendinni og kom
safnaðarstarfinu á gott ról. Við sem
sátum með Vali í stjórninni vissum vel
hve söfnuðurinn var honum hjartfólg-
inn.
Ógleymanlegir eru laugardagarnir
á aðventunni þegar við hjón mættum í
eldhúsið hennar Úllu til að steikja
laufabrauð. Sameiginleg vinkona okk-
ar, Þingeyingurinn Sólveig Jónsdótt-
ir, var ómissandi í það samkvæmi.
Úlla og Valur voru tilbúin með deigið
þegar við og Sólveig mættum á svæð-
ið. Valur sá um að fletja kökurnar og
kerlingarnar breyttu þeim í listaverk
með skurðarhnífunum sem helst voru
gamaldags fiskivasahnífar. Mitt hlut-
verk fólst aðallega í því að tala og ein-
staka sinnum fékk ég að skera eina og
eina köku.
Á gleðistundum kastaði Valur
gjarnan fram vísum enda vel hag-
mæltur. Hann var manna kátastur í
samkvæmum og kunni svo sannar-
lega að gleðja aðra þegar sá gállinn
var á honum og alvara hversdagsins
að baki. Þannig er minning okkar
hjóna um fjölskylduhöfðingjann Val
Valdimarsson og heimili hans.
Missir Úllu er mikill. Maður leit
alltaf á þau hjón sem eitt. Þau voru og
verða áfram í minningunni Úlla og
Valur.
Við vottum Úllu og allri þeirra
stóru fjölskyldu dýpstu samúð okkar í
þeirra miklu sorg.
Guðni og Inga.
Valur Valdimarsson, fyrrverandi
formaður íslenska safnaðarins í Nor-
egi, lést eftir stutta sjúkdómslegu að
morgni fimmtudagsins 7. maí síðast-
liðins. Fréttin af andláti hans kom
nánast eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Við höfðum að vísu heyrt að
hann hefði fengið vágest í heimsókn
en engan grunaði að baráttan yrði svo
stutt sem raun bar vitni.
Valur tók fyrst sæti í stjórn safn-
aðarins, sem gjaldkeri, vorið 2000
undir formennsku Ólafs Hallgríms-
sonar. Um þetta leyti var safnaðar-
starfið í sárum eftir innbyrðis deilur
sem átt höfðu sér stað árin á undan.
Valur lét strax til sín taka í safn-
aðarstarfinu og lagði mikla áherslu á
að koma starfinu í góðan farveg, ekki
síst reglu á fjármálin. Er Ólafur Hall-
grímsson hætti í stjórninni í mars
2003 tók Valur við formennsku. Hans
fyrsta verk var að láta yfirfara lög
safnaðarins og samræma þau lögum
íslensku þjóðkirkjunnar. Með því
kom hann því til leiðar að söfnuðurinn
í Noregi varð einn af söfnuðum kirkj-
unnar sem gerði safnaðarstarfið allt
einfaldara og ákveðnara.
Valur lagði mikla áherslu á að ná
góðu samstarfi við Ískórinn í Ósló
sem sá um söng í messum safnaðarins
í Ósló og nágrannabyggðunum. Sam-
starfið varð til þess að Ískórinn fékk
fastar tekjur og gat greitt stjórnend-
um sínum laun og leigu fyrir æfinga-
aðstöðuna í amerísku kirkjunni sem
söfnuðurinn og kórinn höfðu afnot af
á þeim tíma. Einnig reyndi hann að
koma á samstarfi við Íslendingafélag-
ið í Ósló en því miður fór það svo að
starfsemi þess lagðist nánast niður
um nokkurra ára skeið um þetta leyti.
Valur lét af störfum í stjórn safn-
aðarins vorið 2005 skömmu áður en
þau hjónin fluttu heim til Íslands og
settust að í Hafnarfirði þar sem þau
ætluðu að eyða ævikvöldinu.
Stjórn safnaðarins þakkar Vali gott
starf í þau fimm ár sem söfnuðurinn
naut krafta hans.
Við sendum eiginkonu hans, Úlf-
hildi Jónasdóttur og fjölskyldu henn-
ar samúðarkveðjur í þeirra miklu
sorg.Stjórn íslenska safnaðarins í
Noregi,
Sturla Jónsson formaður.
Valur Björn
Valdimarsson