Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
✝ Kári Þórir Kára-son fæddist í Vest-
mannaeyjum 9. maí
1924. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítala í
Kópavogi að morgni
sunnudagsins 10. maí
síðastliðins. For-
eldrar hans voru Kári
Sigurðsson, útvegs-
bóndi og formaður í
Vestmannaeyjum, f. í
Selshjáleigu í Vestur-
Landeyjum 12. júlí
1880, d. 10. ágúst
1925, og kona hans,
Þórunn Pálsdóttir, f. í Vesturhúsum
í Eyjafjallasveit 12. nóvember 1879,
d. 5. mars 1965. Kári Þórir var 16. í
röðinni af 17 systkinum.
Hinn 4. apríl 1952 kvæntist Kári
Þórir Önnu J. Eiríksdóttur ljós-
móður frá Dröngum, f. 19. júlí 1924,
Svala, f. 1963, maki Pálmi Þ. Ív-
arsson, börn Bergþór Smári, f.
1989, Rósanna Dröfn, f. 1993, Vikt-
or Jarl, f. 1996, og Helena Eik, f.
1998.
Kári lauk sveins- og meist-
araprófi í múraraiðn frá Iðnskól-
anum í Reykjavík og hélt síðan til
Svíþjóðar í tæknifræðinám. Hann
var múrarameistari og vann sem
slíkur lengst af eða þar til þau hjón-
in fluttust til Noregs 1980–1982.
Eftir að hann kom heim vann hann
hjá Fasteignamati ríkisins. Kári var
í múrarameistarafélaginu og einnig
var hann virkur skáti, allt til dauða-
dags. Hann var líkast til í elsta
skátaflokki landsins, Útlögum, er
stofnaður var 1942 og er enn starf-
andi. Einnig var hann mikill áhuga-
maður um bridds, var liðtækur spil-
ari og hitti vikulega og spilaði við
briddsfélaga sína.
Útför Kára verður gerð frá
Digraneskirkju í dag, 15. maí, og
hefst athöfnin kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
dóttur hjónanna Ei-
ríks Guðmundssonar
og Karítasar Ragn-
heiðar Pétursdóttur
Söbeck. Kári og Anna
eignuðust fimm börn:
1) Þórunn Hvasshovd,
f. 1951, maki Stein
Hvasshovd, sonur
Kári Þórir, f. 1971, d.
2002, barnabörn Al-
exander Máni, Sig-
ursteinn Snær og
Aþena Sól. 2) Að-
alstein Freyr, f. 1954,
sonur Brynjar, f.
1985. 3) Bergþór Njáll, f. 1957,
maki Guðríður Jónsdóttir, börn
Daníel Pétur, f. 1993 og Linda Rún,
f. 1994. 4) Berglind Anna, f. 1958,
maki Sigurður H. Árnason, börn
Anna Margrét, f. 1985 og Atli
Gunnar, f. 1988. 5) Ragnheiður
Kær móðurbróðir minn, Kári,
hefur nú gengið sitt æviskeið. Minn
sterki, trausti og skemmtilegi
frændi setur nú ekki framar svip
sinn á fjölskyldufundina með gam-
ansemi sinni og glaðværð. Kári var
mikill uppáhaldsfrændi og traustur
hlekkur í fjölskyldutengslunum. Í
Njörvasundi 23 bjuggu um árabil
Rakel, móðursystir mín, og Þorkell
á efri hæðinni og Kári og Anna á
neðri hæðinni og svo Þórunn amma
í kjallaranum. Fyrir mig sveita-
strákinn var þetta eins og ein fjöl-
skylda og ég var jafn velkominn til
skemmri eða lengri dvalar hjá
hvorri fjölskyldunni sem var og
nýtti ég þá gestrisni óspart á yngri
árum.
Þær voru ófáar heimsóknirnar
sem Kári og fjölskylda áttu að
Borg, æskuheimili mínu og oft bauð
hann okkur krökkunum í bíltúr um
nágrennið sem var alltaf kærkomin
tilbreyting. Oft hringdum við úr
sveitinni í Kára og báðum hann að
útvega ýmislegt og senda með rút-
unni. Hann hafði náttúrlega ekki
annan tíma en matartímann til út-
réttinga en reyndi að sinna óskum
frændfólksins eftir því sem hann
gat. Kári gaf okkur heima jólatré
sem hann bjó sjálfur til, listavel
gert tré, sem við notuðum árum
saman og undir þetta tré setti ég
jólapakka frá Kára sem bárust trú-
fastlega á jólum löngu eftir að flest-
ir aðrir ættingjar voru hættir þeim
sendingum. Svona gæti ég haldið
lengi áfram með gamla tímann en
alla tíð gat ég treyst á Kára sem
hollvin.
Kári var að eðlisfari gætinn mað-
ur og því farsæll í störfum en jafn-
framt athafnamaður með góða sam-
skiptahæfni. Ég var svo heppinn að
kynnast múrarameistaranum Kára í
starfi, hann var hamhleypa til vinnu
og mjög vandvirkur og á að baki
langan og farsælan feril sem bygg-
ingarverktaki. Þeir lærlingar sem
nutu leiðsagnar hans útskrifuðust
sem góðir fagmenn.
Kári sótti styrk sinn í kristna trú
og var kirkjurækinn og mamma
hans lagði þann grunn með uppeldi í
bæn og kristnum gildum.
Amma var í heimili hjá Kára og
Önnu sem önnuðust hana af alúð og
vil ég færa Önnu minni sérstakar
þakkir fyrir umönnun hennar við
ömmu en þau Kári innréttuðu fyrir
hana litla íbúð í kjallaranum sem
hún var stolt af og þar leið henni
vel. Kári naut ekki uppeldis föður
síns sem dó 1925 og var því amma
hans stóri forsjáraðili í uppvextin-
um.
Í fáum kveðjuorðum verður ekki
á allt minnst og vil ég ljúka þeim
með stuttri frásögn. Ég spurði
ömmu Þórunni eitt sinn að því hvort
þeir væru líkir Kári, sonur hennar,
og pabbi hans, Kári afi minn. „Nei“,
sagði amma, en svo bætti hún við,
„þeir eru nú ekki ólíkir í sér“. Síðan
hef ég átt auðveldara með að skapa
mér mynd af afa, að minnsta kosti
hvað mannkosti varðar.
Elsku Anna mín, þú hefur verið
Kára tryggur förunautur í blíðu og
stríðu, hann taldi alltaf sitt mesta
lán að finna þig. Við Eygló vottum
þér og börnum ykkar Kára innilega
samúð og biðjum öllum aðstandend-
um Guðs friðar.
Ársæll Þórðarson.
Kveðja frá Útlögum
Enn fækkar í litla hópnum okkar,
skátabræðranna frá Vestmannaeyj-
um, sem héldu ungir úr heimahög-
unum til náms og starfs í höfuð-
staðnum í miðju stríðsáranna. Til að
hnýta betur vinaböndin var stofn-
aður skátaflokkur í Reykjavík 1942
og nefndur Útlagar.
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
einn félagann, Kára Þóri Kárason.
Hann kom í hópinn fyrir jólin 1945
og var þar á meðan heilsa og kraft-
ar entust, óslitið í 64 ár.
Kári var jafnan hrókur alls fagn-
aðar, rómsterkur og náði til allra
með söng, sögum og skátahrópum.
Það fór ekki fram hjá neinum þegar
hann kvaddi sér hljóðs.
Jafnan ríkti eftirvænting þegar
Kári bauð okkur félögunum til fund-
ar á heimili sínu eða annars staðar.
Hann hafði lag á að koma mönnum
á óvart. Í bók flokksins „Útlagar í
60 ár“ má finna fjölmörg dæmi
þessa í fundargerðum og frásögn-
um. T.d. þetta í nóv. 1952: „Eftir
setningu fundar tilkynnti Kári að
næsti fundur Útlaga myndi nefnast
sviðafundur. Þar með væri tekinn
upp ævaforn og góður siður frá
þeim tíma, þegar það taldist til
íþrótta að kýla jafnt vömb sína sem
óvini. Kári var tregur til frekari
upplýsingar, en hver maður skyldi
leggja með sér hálfan rolluhaus hið
minnsta. Og svo var þetta ekki rætt
frekar.
Og framhaldið má finna á næsta
fundi 5. des.: „Hálfsmánaðar dul var
rofin er Útlagar settust inn í rútubíl
við Skátaheimilið við Snorabraut og
settu kúrsinn á Lækjarbotna. Sviða-
messan átti að fara fram í skála,
sem Gvendur gamli skraddari léði
eftir mikla ásókn. Þéttir á velli og
þéttir í lund stilltu menn saman
strengi sína með hrópum og söng.
Og þegar komið var í ríki Gunnars í
Von brýndi Kári raustina og söng
dúett með sjálfum sér. Þetta geta
ekki nema bestu menn, enda steypti
stemningin stömpum niður brattar
hlíðar Lækjabotna. Framundan reis
skáli Gvendar orpinn töfraljóma í
tunglskininu, stór og fagur. Foringi
sveif nú þúfu af þúfu og hugðist
ganga í þessa töfrahöll, en mikið var
fall flokksins sonar. Ári minn Kári,
hver fjári, lykillinn gekk ekki í
skrána. Var nú læðst að húsabaki.
Þar var kofaræfill og þar reyndist
vera réttur lykill.“
En Kári var ekki einn í heim-
inum. Við hlið hans stóð jafnan hans
góða eiginkona. Á einum stað í fyrr-
nefndri bók er þetta: „Anna hús-
freyja bar nú fram hinar myndar-
legustu veitingar og er það mála
sannast að borð svignuðu undir lost-
fögrum kökutegundum, sem báru
nöfn upp á frönsku. Útlagar lögðu
ótrauðir til orrustu og áður en yfir
lauk mátti sjá nær hroðið borðið.
Þessu næst var setið enn um stund
við mas og kjafthátt. Þegar á leið
kvöldið var á borðum bjór og smurt
brauð og ropvatn fyrir hina fana-
tískustu. Þegar liðið var mjög að
miðnætti var haldið á brott.“
Nú hefur Kári lokið vegferð sinni,
er genginn fyrir ætternisstapann,
„farinn heim“. Við drúpum höfði og
minnumst hans með virðingu.
Við leiðarlok vil ég fyrir hönd
okkar félaga flytja Önnu og fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur og þakk-
ir fyrir liðnar stundir. Minningin
um góðan félaga og vin lifir í huga
okkar allra.
Óskar Þór Sigurðsson.
Kári Þórir Kárason
Við Halldór Rafnar
ólumst báðir upp á
Baldursgötunni, en
kynntumst ekki fyrr
en við settumst haust-
ið 1937 saman í fyrsta
bekk Menntaskólans, þá í hópi tutt-
ugu og sjö þrettán til fjórtán ára
unglinga sem hleypt var inn í þá
æruverðugu stofnun eftir inntöku-
próf það árið. Ég hafði þó fyrir
löngu veitt athygli þessum hávaxna
dreng með mikið, snarhrokkið, ljóst
hár og einkennileg augu, þar sem
hann var oftast á göngu eftir Bald-
ursgötunni með foreldrum sínum,
en sá hann hins vegar sjaldnast
taka þátt í ærslaleikjum með öðrum
krökkum götunnar. Ég vissi ekki
fyrr en síðar að hann hafði átt við
mjög skerta sjón að stríða frá fæð-
ingu sem ekki hafði tekist að ráða
bót á, þótt foreldrar hans leituðu
honum lækninga bæði utan lands
og innan.
Þegar í Menntakólann kom, leið
ekki á löngu áður en hann var orð-
inn einn af mínum bestu og nánustu
félögum, glaðlyndur, vel lesinn og
fróðleiksfús. Þótt ekki dyldist að
sjónin væri honum fjötur um fót
bæði í leik og námi, kom strax fram
það æðruleysi, bjartsýni og jákvæða
hugarfar sem átti eftir að einkenna
allt hans líf og gefa honum styrk til
að takast á við þá örðugleika sem
hann átti eftir að mæta á lífsleiðinni
og vera um leið öðrum til fyrir-
myndar og uppörvunar.
Halldór var víða heima, en mest-
an áhuga hafði hann ætíð á hvers
konar sagnfræðiritum og episkum
bókmenntum. Var það þessum
Halldór Sveinn Rafnar
✝ Halldór SveinnRafnar fæddist í
Reykjavík 20. janúar
1923. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 1. maí sl. og fór
útför hans fram frá
Grafarvogskirkju 7.
maí.
áhuga hans öðru
fremur að þakka að
við nokkrir bekkjar-
bræðurnir stofnuðum
með okkur lestrar-
klúbb, þar sem við
komum saman að
vetrarlagi í viku
hverri í nærri hálfa
öld til að lesa upphátt
góðar og uppbyggi-
legar bókmenntir.
Eftir stúdentspróf
las Halldór lögfræði
og gerðist síðan
fulltrúi við embætti
borgarfógeta og loks borgarfógeti.
Af því embætti varð hans hins veg-
ar að láta rétt orðinn fimmtugur,
þegar hann varð fyrir því mikla
áfalli að missa skyndilega og með
öllu þá litlu sjón sem hann átti eftir.
Honum var þó síst í huga að leggja
árar í bát, heldur dreif sig til Eng-
lands, þar sem hann sótti námskeið
ætluð nýblindu fólki og kynnti sér
séstaklega störf blindra lögfræð-
inga.
Eftir að heim kom var Halldór
þess albúinn að hefja nýjan starfs-
feril, þar sem hann gæti nýtt
reynslu sína og þekkingu í þágu
blindra og annarra öryrkja. Hóf
hann fyrst störf sem lögfræðilegur
ráðunautur Öryrkjabandalagsins,
en einnig var hann fljótlega kosinn
formaður Blindrafélagsins og varð
síðar framkvæmdastjóri þess. Veit
ég að hann vann mikið og óeig-
ingjarnt starf að þessum málum
það sem eftir var starfsævinnar, en
sýndi um leið með fordæmi sínu,
hve mikils virði það er hverjum
manni að fá notið hæfileika sina og
geta lagt sitt af mörkum til sam-
félagsins þrátt fyrir líkamlega fötl-
un.
Halldór var gæfumaður í einka-
lífi, giftist ungur einu konunni sem
hann elskaði, bjó með henni í meira
en sex áratugi, átti með henni þrjár
glæsilegar dætur og fjölda annarra
afkomenda sem voru honum blind-
um sem sólargeislar á löngu ævi-
kvöldi. Öll kveðja þau nú ásamt vin-
um og gömlum félögum óvenjulega
heilsteyptan mannkostamann.
Jóhannes Nordal.
Þegar ég var barn þá hlakkaði ég
alltaf mikið til þegar ég fékk að
gista hjá afa og ömmu. Oftar en
ekki var farið í bíltúr, keypt Hraun
og lakkrísrör, og svo haldið heim og
horft á Derrick. Fyrir háttinn sett-
umst við afi oft inn í eldhús og
spjölluðum um heima og geima.
Reglulega sagði afi mér söguna af
Búkollu með miklum tilþrifum og
að því loknu skreið ég inn í rúm,
kúrði mig ofan í gulu rúmfötin með
góðu lyktinni og knúsaði Maríu
dúkku þar til ég hvarf inní drauma-
landið.
Afi Halldór hefur alltaf verið stór
partur af mínu lífi. Hann var merki-
legur maður. Það var til að mynda
mjög áhrifamikið að heimsækja
hann í vinnuna. Þar sat hann við
skrifborð á stórri skrifstofu. Engir
pappírar, engin tölva, ekkert nema
sími og blindraklukka. Þannig
sinnti hann starfi sínu. Talaði í síma
og hitti fólk.
Afi Halldór missti sjónina
skömmu áður en ég fæddist og við
náðum því aldrei að horfast í augu.
Þrátt fyrir það hef ég alltaf greint
sterka og góða strauma milli okkar.
Sennilega vegna þess að við erum
bæði Vatnsberar. Vorum næm á
fólkið og umhverfið í kringum okk-
ur. Ég man eftir því að þegar ég
var spurð hverra manna ég væri þá
reyndi ég að skjóta inn hver afi
minn væri, þar sem ég var svo af-
skaplega stolt af því að eiga hann
að. Afi hefur alltaf sýnt öllu sem ég
hef tekið mér fyrir hendur mikinn
og einlægan áhuga. Hvort sem það
hefur verið nám, starf, barnaupp-
eldi eða annað.
Sterkustu minningarnar eru
hversu falleg ást ríkti á milli afa og
ömmu. Svo falleg og sterk að tím-
inn stóð stundum í stað þegar ég
heyrði þau tala saman. Afi passaði
alltaf upp á að ömmu liði sem best.
Hvatti hana til ferðalaga innanlands
sem utan, jafnvel þótt hann væri of
slappur til að fara með. Svo óeig-
ingjarn, og fallega hugsandi. Alltaf
samgladdist hann ömmu ef eitthvað
stóð til, elsku ömmu sem alltaf hef-
ur staðið eins og klettur við bakið á
honum, sama hvað á hefur dunið.
Hann afi var jafn fallegur að innan
sem utan. Hjartahlýr, jákvæður,
skemmtilegur, snyrtilegur, æðru-
laus og tignarlegur. Aldrei sagði
hann styggðaryrði um nokkurn ein-
asta mann og kenndi hann mér að
allir hefðu eitthvað gott fram að
færa.
Ég tel það algjör forréttindi að
hafa alist upp með afa Halldór mér
við hlið. Þvílíkur öðlingur, þvílík
perla, þvílíkt gæðablóð. Yndislegur
í alla staði. Svo flottur í frakkanum
sínum með dökku gleraugun og
blindrastafinn. Hjartað mitt fyllist
stolti þegar ég hugsa um hann.
Elsku besti afi. Að leiðarlokum
vil ég þakka þér af einlægni allt það
sem þú varst mér. Allar góðu minn-
ingarnar mun ég geyma í hjartanu
mínu þar til við hittumst á ný. Við
fjölskyldan munum veita ömmu all-
an okkar styrk og umhyggju.
Afi, þú ert hetjan mín.
Þín elskandi dótturdóttir
Bergljót.
Kveðja frá Blindrafélaginu
Þegar Halldór Rafnar kom úr 10
vikna endurhæfingu í Torquay í
Bretlandi var hann fullur af lífs-
þrótti og stálvilja. Fljótlega var
hann kjörinn í stjórn Blindrafélags-
ins. Varð formaður þess árið 1978
til 1986. Með komu Halldórs opn-
aðist það mjög og almenningur vissi
meir um þennan þjóðfélagshóp. Á
þessum árum urðu gríðarlegar við-
horfsbreytingar til blindra og sjón-
skertra. Halldór átti þátt í að
hrinda mörgum hugmyndum í
framkvæmd eða studdi þær með
ráðum og dáð. Má nefna að Blindra-
félagið hóf samstarf við Borgar-
bókasafn Reykjavíkur um fram-
leiðslu hljóðbóka. Þá átti Halldór
sæti í nefnd sem vann að stofnun
Blindrabókasafns Íslands og varð
svo stjórnarformaður þess. Sjón-
stöð Íslands tók til starfa á þessum
árum. Blindrafélagið varð ásamt
Blindravinafélagi Íslands aðili að
byggingu elli- og hjúkrunarheimilis-
ins Eirar og sambýli blindra og
sjónskertra við Stigahlíð varð til.
Þá hóf Blindrafélagið útgáfu
hljóðtímaritsins Valdra greina sem
enn er gefið út. Árið 1990 var tölvu-
tæknin æ meira að ryðja sér til
rúms. Halldór nýtti sér lítið þá
tækni en það kom ekki í veg fyrir
að hann ynni ásamt fleirum að því
að Morgunblaðið tók að huga að út-
gáfu blaðsins á tölvutæku formi fyr-
ir blinda og sjónskerta. Þar nýtti
Halldór persónuleg sambönd sín til
hins ýtrasta sem komu sér oft afar
vel í baráttunni. Halldór var mjög
vakinn yfir aukinni vinnu og mennt-
un blindra og sjónskertra. Hann
var óþreytandi að sannfæra al-
menning um getu blindra og sjón-
skertra og að þeim væru allar leiðir
færar, væru skapaðar réttar að-
stæður. Þegar fyrsta stjórn
Blindrabókasafnsins var skipuð
varð Halldór stjórnarformaður.
Fljótlega reyndi svo á hann þar að
fáir myndu hafa staðist þá raun.
Blindum manni var hafnað í stjórn-
unarstöðu þar þrátt fyrir menntun
og þekkingu, en Halldór stóð einn
eins og klettur á móti allri stjórn
safnsins. Leikar fóru svo að þáver-
andi forsætisráðherra hjó á hnút-
inn. Þá varð Halldór fyrirvaralaust
framkvæmdastjóri Blindrafélagsins
sumarið 1985. Þáverandi fram-
kvæmdastjóri félagsins varð uppvís
að stórfelldum fjárdrætti. Halldór
sýndi og sannaði að það borgar sig
margfalt að hafa æðstu stjórnendur
félagasamtaka úr röðum þeirra sem
viðkomandi félög þjóna. Þá tók
Halldór mikinn þátt í Norðurlanda-
samstarfi blindrafélaganna og varð
tvisvar sinnum formaður samstarfs-
nefndar þeirra. Hann var mjög virt-
ur á þeim vettvangi. Félagar hans
annars staðar á Norðurlöndunum
höfðu á orði að hann segði ekki
margt á fundum en þegar hann tók
til máls var eftir því tekið. Hann
var sagður hlusta, fá hugmyndir,
færi svo til Íslands og framkvæmdi