Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 39
SÝNINGIN Huldufólk og talandi steinar í myndheimi Sveins Björnssonar, verður opnuð í Sveinshúsi í Krýsu- vík á sunnudag, í tengslum við vormessuna í Krýsuvík- urkirkju sem hefst kl. 14. Að messu lokinni verður boðið upp á messukaffi í Sveinshúsi og sýningin opnuð samtímis. Sveinssafn í Krýsuvík er opið fyrsta sunnudag í hverjum mánuði yfir sumartímann (júní-september) frá kl. 13 til 17 en einnig á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi fyrir hópa fólks. Myndlist Huldufólk og talandi steinar Mynd Sveins af Otto Wathne INGIRAFN Steinarsson sýnir verkið Rauð teikning á VeggVerki, Strandgötu 17 á Akureyri í dag. Verkið er teikning unnin með „kalk- línu“; frjálsflæðandi strang- línu og tækniteiknun sem myndar óskiljanlegt þekk- ingarform. Ingirafn Stein- arsson útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999 og frá Listahá- skólanum í Málmey í Svíþjóð árið 2006. Hann vinnur með innsetningar og hluti, sem oft eru tilraunir til að velta fyrir sér fagurfræði og virkni þekkingar. Myndlist Frjálsflæðandi stranglína Ingirafn Steinarsson UM 50 strákar í 9. og 10. bekk í Vallaskóla á Selfossi og Barnaskólunum á Eyr- arbakka og Stokkseyri hafa verið á dansnámskeiði und- anfarna daga og ætla að sýna skólasystkinum sínum afraksturinn kl. 12 á hádegi í dag í íþróttasalnum við Vallaskóla á Selfossi. Verk- efnið er hluti af samstarfi Íslenska dansflokks- ins og sveitarfélagsins Árborgar og byggist meðal annars á því að efla áhuga stráka á dansi og gefa þeim möguleika á að upplifa dansinn sjálfir frá fyrstu hendi. Eftir faglega leiðsögn dansara ÍD sömdu piltarnir dansa sína sjálfir. Dans Árborgarstrákar sýna nútímadans Í NÝÚTKOMNUM Skírni er spurt: „Lifum við nýja Sturlungaöld?“ en þar er vitnað í grein Guðrúnar Nordal í tímaritinu. Sturl- unga kemur víða við sögu að þessu sinni: Úlfar Braga- son skrifar um lýsingu Sturlu Þórðarsonar á Flugumýrarbrennu, sem var viðfangsefni Einars Kárasonar í Ofsa, sem Dagný Kristjánsdóttir ritdæmir. Einar Már Guðmundsson skrifar um alþjóðlegu fjár- málakreppuna og Páll Skúlason um lífsgildi Ís- lendinga. Að vanda er margt fleira for- vitnilegra greina í Skírni. Bókmenntir Sturlunga og kreppan í Skírni Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er krefjandi og gaman að vera í þessum kór. Við tökumst á við stöðugt erfiðari verk og erum alltaf að læra eitthvað nýtt. H-moll messan er stærsta verkið sem við höfum ráðist í og ég held að það sé í fyrsta sinn sem Tumi stjórnar því,“ segir Þorgerður Aðalgeirsdóttir, söngvari í kammerkórnum Vox Academica. Tumi heitir Hákon Leifsson og er stjórnandi kórsins og stofnaði hann árið 1996 með fyrrverandi félögum úr Há- skólakórnum. „Í dag er þetta öðru vísi. Í kórnum er fólk úr öllum geir- um þjóðfélagsins og það er gaman hvað það er margbreytileg flóra,“ segir Þorgerður. Sýnisbók þess besta í barokki H-moll messan eftir Jóhann Seb- astian Bach er af mörgum talin mesta verk tónskáldsins að anda- gift og listfengi og hún markar há- punkt á ferli Bachs. Verkið er eins konar sýnisbók í stílbrigðum þessa meistara barokktónlistarinnar. „Ég kann vel við Bach. H-moll messan spannar alls konar tónlist og það er mjög spennandi að glíma við hana. Það sem dregur mig í kór- starfið er ánægjan af því að syngja og mér finnst gaman að vera í blönduðum kór; held að ég gæti ekki hugsað mér að vera í kvenna- kór. Það er líka nauðsynlegt að eiga sér áhugamál og félagsskap- urinn í kórnum skiptir mig miklu máli.“ Tónleikarnir verða á laugardag kl. 16 í Langholtskirkju. Einsöngv- arar með kórnum verða Hlín Pét- ursdóttir Behrens, Ingunn Ósk Sturludóttir, Gissur Páll Giss- urarson, Ágúst Ólafsson og Jóhann Smári Sævarsson. Kammersveitin Jón Leifs Camerata leikur með. Stærsta verkið sem við höfum ráðist í Vox Academica flytur H-moll messu Bachs Þorgerður „Það er krefjandi og gaman að vera í þessum kór.“ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VÍKINGUR Heiðar Ólafsson er fyrsti íslenski píanóleikarinn sem heldur einleikstónleika í Há- skólabíói. Þetta fullyrða þeir sem best til þekkja í íslensku tónlistarlífi. Víkingur leikur einleikstónleika þar á Listahátíð, sunnudagskvöld kl. 20. Þó verður að hafa þann fyrirvara á, að Vladimir Ashkenazy hefur leik- ið einn á sviði Háskólabíós, og hann er að sönnu íslenskur ríkisborgari, þrátt fyrir langdvalir erlendis. Píanóleikararnir Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson héldu á sín- um tíma tónleika með verkum fyrir tvö píanó á sviði Háskólabíós, en hvorugur hélt þar einleikstónleika. „Ég hef engar forsendur til að fullyrða þetta, en það er gaman ef rétt er, og það stefnir í að það verði uppselt,“ segir píanóleikarinn sjálf- ur, Víkingur Heiðar Ólafsson. „Ég renndi alveg blint í sjóinn með það að halda einleikstónleika í Há- skólabíói, það er rúmlega þrefalt stærra en Salurinn. En svo virðist vera sem fólk sé spennt fyrir að heyra þessi íslensku lög.“ Á efnisskránni eru íslensk sönglög sem Víkingur hefur sjálfur umritað sem einleiksverk fyrir píanóið. „Þessar melódíur sumar sem við eig- um tel ég að séu með því fegursta sem hefur verið samið,“ sagði Vík- ingur Heiðar í samtali við Morg- unblaðið fyrr í vetur. „Tökum sem dæmi Ave Maríu eftir Kaldalóns, sem ég er búinn að útsetja fyrir löngu, hún er ótrúlegt tónverk. Fræðilega séð er alveg brilliant strúktúr á þessari einföldu laglínu.“ Fyrstur íslenskra píanista með einleikstónleika í Háskólabíói Víkingur Heiðar brýtur blað Morgunblaðið/Ásdís Víkingur Heiðar Spilar sönglög. Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „HUGMYND þessa safnara er að kynna verkin mín í Suður-Ameríku og á Spáni. Hann ætlar að sýna allt safnið og er með ákveðna staði í huga. Hann hefur líka áhuga á því að kaupa farandsýningu mína, Horizons, sem er á ferð um Bandaríkin um þessar mundir. Það er tólf verka innsetning, útiverk, en það er ekki búið að ganga frá þeim kaupum ennþá“ segir Stein- unn Þórarinsdóttir myndlistarmaður. „Það var í desember að þessi mað- ur, sem ég þekkti ekki neitt, hringdi í mig. Ég mátti varla vera að því að tala við hann þar sem ég var að fara til útlanda um nóttina, en hleypti hon- um þó á vinnustofuna til að skoða verkin. Þegar ég kom heim aftur hafði hann samband og kvaðst hafa áhuga á að safna verkum af öllum ferli mínum. Hann kom svo aftur ný- verið til að ganga frá þessu.“ Steinunn segir kaupandann ekki vilja láta nafns síns getið en hann er athafnamaður og fagurkeri og safnar verkum ákveðinna listamanna mark- visst. Hann býr á Spáni en flyst senn til Mexíkó. Hann hyggst einnig gefa út bók um verk Steinunnar, m.a. með verkum úr hans eigin safni. Varð að hugsa mig mjög vel um „Þetta er heljarinnar mál og ekki einfalt fyrir mig að missa svona mörg börn í einu,“ segir Steinunn, „ég varð að hugsa mig mjög vel um, bæði vegna þess að þetta eru mörg verk og sum eru mikilvæg fyrir minn feril.“ Steinunn segir keyptu verkin af öllum gerðum, lítil og stór. Eitt þeirra, það stærsta í safninu, er óunn- ið en það verður smíðað í Kína. „En eins og með mín verk öll er ákveðinn þráður í þeim. Það sem hann valdi voru góð verk af mínum ferli og ég var mjög ánægð með hans val. Það skiptir máli ef sýna á verkin sem heild eða yfirlit yfir mína list. Mér fannst það traustvekjandi að sjá hvernig hann valdi.“ Spurð um hvað svo stór sala hafi að segja fyrir hana segir Steinunn mik- ilvægt fyrir sig að finna að góður safnari skuli taka hana upp á arma sína á þennan hátt. „Svo á eftir að koma í ljós hvernig úr þessu vinnst og hver þróunin verður. Þetta er stór pakki og mikilvægt að samstarf sem þetta sé reist á traustum grunni.“ Mexíkóskur fagurkeri kaupir 19 verk af Steinunni Þórarinsdóttur Ekki einfalt að missa svo mörg „börn“ í einu Ljósmynd/Sigurgeir Sigurjónsson Steinunn og börnin „Þetta er stór pakki og mikilvægt að samstarf sem þetta sé reist á traustum grunni,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir. Ba rn af öt C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 • 101 Reykjavík Sími 561 6262 • www.kisan.is Bonpoint, Petit Bateau, Simple Kids, Muchacha, Fred & Ginger, Zorra, Hartford, Oona l'Ourse, Makie, Zef ... Opið til kl. 19:30 á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.