Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 48
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
Skemmtilegast við vinnudaginn var að
kalla saman fólk frá ólíkum stofnunum
og í ólíkum stöðum innan heilbrigð-
isþjónustunnar og fá það til að móta
tillögur í sameiningu. Stundum virðast
nefnilega múrar milli stétta innan heil-
brigðisþjónustunnar vera háir. » 24
HALLA GUNNARSDÓTTIR
Markaðurinn er í raun stærri fyrir
þetta en notkunin sýnir í dag. Ekki er
til dæmis verið að reyna að ná til
þeirra sem keyra daglega frá Reykjavík
til Bifrastar, bæði nemendur og kenn-
arar, ekki er verið að reyna að semja
við álverið um að taka starfsmenn
þeirra með í ferðirnar. » 24
INGI ÞÓR ÁGÚSTSSON
Ég gagnrýni það ekki að hlutdeild-
artekjur Hitaveitu Suðurnesja séu nei-
kvæðar þetta árið, heldur hitt að reikn-
aðir liðir hafi verið notaðir til þess að
fela slælegan rekstur þeirra sjálfstæð-
ismanna undir forystu Árna Sigfússon-
ar í gegnum tíðina. » 25
GUÐBRANDUR EINARSSON
Það viðurkenna allir að það er við-
kvæmt verk og vandasamt að hafa af-
skipti af fjölskyldumálum annarra og
að starfsfólk opinberra stofnana sem
þeim störfum sinnir reynir sitt besta.
Það er augljóst að oft þarf að taka
óvinsælar ákvarðanir þar sem ein-
hverjir telja á rétti sínum brotið. » 25
ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON
Framkvæmdastjórn Evrópusambands-
ins (ESB) hélt nú í lok apríl hringborðs-
fund um hvernig best væri að bregðast
við þeim geð-félagslegu áhrifum sem
kreppan myndi óneitanlega hafa á
borgara sambandsins. » 26
HÉÐINN UNNSTEINSSON
Skoðanir
fólksins
Staksteinar: Hvar fer VG í messu?
Forystugreinar: Rökin skortir ekki
| Sameinumst um verkin
Pistill: Sjálfsprottin gleði
Ljósvaki: Við unnuuuuum :)
Pílagrímsferð til Mekka bíladell-
unnar
Tesla-fólksbíll á döfinni
Ófriðarbál í formúlu-1
BÍLAR»
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
*/*-0+
*12-.0
+0-1/3
*/-020
*3-/24
**4-+3
*-00*3
*/+-40
*2+-10
5 675 *4# 8 +11/
*+2-*/
*/*-2/
*1.-*3
+0-*,0
*/-401
*,-1+*
**4-32
*-0034
*/0-11
*2+-3*
++0-43,4
&9:
*+2-4/
*/+-+,
*1.-42
+0-+0*
*/-4.2
*,-1,.
**4-./
*-00/0
*/0-32
*2+-//
Heitast 17 °C | Kaldast 8 °C
S-A 10-15 m/s S-V-
lands en annars S-A-átt,
5-10. Skýjað að mestu
við S-A-ströndina, ann-
ars bjart að mestu. »10
Ásgeir H Ingólfsson
var viðstaddur setn-
ingu kvikmyndahá-
tíðarinnar í Cannes í
Frakklandi, og lýsir
stemningunni. »42
KVIKMYNDIR»
Cannes kom-
in í gang
ÍSLENSKUR AÐALL»
Óskar Páll segist veiða í
matinn. »40
Það kemur í ljós í
kvöld hvort Hrafna
Hanna eða Anna
Hlín verður næsta
Idol-stjarna okkar
Íslendinga. »40
TÓNLIST»
Idol-úrslit
í kvöld
FÓLK»
Gengur Madonna í það
heilaga? »41
TÓNLIST»
Litadýrðin var mikil í
Moskvu í gærkvöldi. »45
Menning
VEÐUR»
1. Seðlabankinn í klemmu
2. Svaf uppí hjá mömmu til fimmtán
3. Skildu sex ára dreng eftir
4. Mál stúlknanna komin í farveg
Íslenska krónan stóð í stað
»MEST LESIÐ Á mbl.is
EVRÓVISJÓN-
keppnin virðist
draga fram helstu
öfgar íslensku
þjóðarinnar, ann-
ars vegar glað-
hlakkalegt mikil-
mennskubrjálæði
og hins vegar ang-
istarfulla minni-
máttarkennd.
Lengi hefur loðað
við keppnina að hún sé hallærisleg og
öllum standi á sama – en áhorfstölur
segja aðra sögu.
Raunar má segja að Evróvisjón
hafi ákveðin margfeldisáhrif í sam-
félaginu því keppninni fylgja fastir
liðir eins og Evróvisjónpartí og
drykkjuleikir – sem leiða til mikillar
leigubílanotkunar, neyslu skyndibita-
matar, snarls o.fl. Staðreyndin er sú
að allir hafa skoðun á Evróvisjón. | 6
Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir
Þjóðin óðum að
komast í Evró-
visjóngírinn
„ÞETTA er helj-
arinnar mál og
ekki einfalt fyrir
mig að missa
svona mörg börn
í einu,“ segir
Steinunn Þór-
arinsdóttir mynd-
listarmaður, en
fagurkeri úr röð-
um mexíkóskra
athafnamanna hefur keypt af henni
19 verk sem spanna allan hennar
feril. Maðurinn, sem ekki vill láta
nafns síns getið, vill að auki kaupa í
heilu lagi sýningu Steinunnar, Hori-
zons, sem nú er á faraldsfæti um
Bandaríkin, en það er innsetning,
útiverk, með tólf skúlptúrum.
„Þetta er stór pakki og mikilvægt
að samstarf sem þetta sé reist á
traustum grunni.“ | 39
Steinunn
Þórarinsdóttir
Kaupir 19 listaverk
á einu bretti
LISTAHÁTÍÐ hefst í dag og meðal sýningaratriða eru
fimm skúlptúrar á hjólum sem bera heitið Norskar
hjólhýsakonur og eru eftir norsku listakonuna Marit
Benthe Norheim. Verkunum var skipað upp úr einu
skipa Samskipa í gærmorgun. Skúlptúrarnir verða á
Austurvelli á morgun milli kl. 14 og 16 og víðsvegar um
Reykjavík til 31. maí. Sýningin hverfist um hjólhýsi frá
6. og 7. áratugnum og um hana segir m.a. á heimasíðu
listahátíðar: „Hjólhýsið er lifandi tjaldferðalag, ferða-
langur, færanlegt heimili, minningar hinnar þröngbýlu
fjölskyldu – huggulegheit og sumarfrí eða sprengi-
krafturinn í öllum þessum grunnþáttum.“
Fimm konur í líki hjólhýsa
Listahátíð hefst í dag
Morgunblaðið/Eggert
ÞVERTRÚARLEG samkoma verð-
ur haldin í Hallgrímskirkju á annan í
hvítasunnu í tilefni af komu Dalai
Lama hingað til lands. Hann hefur
þekkst boð um að taka þátt í athöfn-
inni sem biskup Íslands og leiðtogar
annarra trúarbragða hérlendis
munu leiða í sameiningu.
Að sögn Irmu Sjafnar Óskarsdótt-
ur, verkefnisstjóra hjá Biskupsstofu,
er ekki búið að skipuleggja viðburð-
inn endanlega en þeir trúarleiðtogar
sem búið er að hafa samband við
hafa tekið mjög vel í að taka þátt í
honum. Ekki er um hefðbundna
messu eða trúarsamkomu að ræða.
„Þetta verður meira friðar- og
kyrrðarstund með aðkomu nokkurra
trúarbragða sem eru mest áberandi í
íslensku flórunni,“ útskýrir Irma.
„Með þessu er undirstrikað að við lif-
um saman í friði og sátt og stöndum
hlið við hlið þrátt fyrir ólík trúar-
brögð. Dalai Lama hefur verið boðið
til þessarar stundar og hann hefur
þegið það boð.“ Hún bætir við að
þetta sé í fyrsta sinn sem slík sam-
koma sé haldin hérlendis með þess-
um hætti. ben@mbl.is
Trúarbrögð sameinuð
Dalai Lama tekur þátt í þver-trúarlegri samkomu í byrjun
júní Biskup Íslands og aðrir trúarleiðtogar leiða viðburðinn
Reuters
Leiðtogi Dalai Lama tekur þátt í
samkomunni í Hallgrímskirkju.
Í HNOTSKURN
»Heimsókn Dalai Lama tilÍslands stendur yfir frá 31.
maí til 3. júní.
»Hann mun halda fyrir-lestur í Laugardalshöll 2.
júní og svara fyrirspurnum
gesta.
»Félagið Dalai Lama á Ís-landi stendur fyrir heim-
sókninni.
NÝLIÐAR Stjörnunnar úr Garðabæ
hafa komið skemmtilega á óvart á
Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þeir
burstuðu Þrótt, 6:0, í gærkvöld og
eru efstir að tveimur umferðum
loknum. Þetta er stærsti sigur
Stjörnunnar í deildinni frá upphafi
en það er hálf öld liðin síðan Þróttur
fékk verri útreið en þetta. | Íþróttir
Stjarnan skoraði
sex og er efst
SKOÐANIR»