Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 26
enn í dag er ekki sú kerling til í Saltvík, senr ekki kannast við sög-
una um sprökuna hans Ólafs Jósúa. Sagan er á þessa leið:
Ólafur Jósúa reri á laugardaginn fyrir hvítasunnu. Þann sama
dag kemur Ólafur Jósúa til Steinunnar systur sinnar með glæ-
nýja spröku.
Eigðu þetta, ljúfan.'segir Ólafur Jósúa og hendir spröku á eld-
liúsborðið.
En Steinunn missir málið og starir til skiptis á sprökuna og
Irróður sinn, liann Olaf Jósúa. Þetta kemur lienni mjög á óvænt.
Ólafur Jósúa er ekki vanur að beina ferðum sínum til hennar með
soðningu, og livað þá glænýja spröku.
Hún verður að trúa. Hér liggur sprakan, stór, spikfeit spraka,
á eldhúsborðinu. Þessari góðu konu liitnar um hjartaræturnar.
Þakklæti hennar glitrar í tárum, sem læðast fram í augnakrókana.
Ja, þú ert sannlega engin ættarskömm, Ólafur Jósúa, að draga
spröku núna, þegar þorpið er svo að segja matarlaust og enginn
liefur neitt frábrugðið í hátíðamatinn. Það er líka rneir en fallegt
af Jrér að muna eftir systurgarminum þínum.
Steinunn krossleggur hendur á maga og rennir augunum, sem
minna, Jrrátt fyrir tárin, sem í J)eim glitruðu rétt áðan, átakanlega
á köld og stirðnuð augu sprökunnar. Héin rennir þeim rétt á
Jiina miklu sjóhetju, hann Ólaf Jósúa, sem er liöfuð ættarinnar.
Hann lætur sig Jrá ekki draga um Jrað, maðurinn sá, að rétta ltenni
systur sinni spröku á laugardaginn fyrir hvítasunnu.
Ólafur Jósúa verður að setjast og drekka þrjá l^olla af lútsterku
kaffi með lummum og kleinum. Meðan hann sötrar kaffið, horfir
Steinunn með veljróknun á þennan virðulega niðja ættarinnar.
Verst, að Ólafur Jósúa kvongast ekki, liugsar hún. Ólafur Jósúa
ætti skilið að eignast hrausta, sjósækna sonu, sem líktust honum
í einu og öllu.
Ólafur Jósúa kveður og þakkar fyrir veittar velgerðir. Stein-
unn hengir sprökuna út á skúrhliðina. Þar geymist hún óskemmd
til morguns, og þar geta hvorki hundar, kettir, mýs eða rottur
grandað henni.
En Ólafur Jósúa kemur víðar við. Hann á fleiri ættmenn í
Jiessu Jrorpi, sem honum ber að minnast. Skömmu síðar ber hann
að dyrum hjá Sigríði systur sinni. Hún er aðeins ári yngri en
24