Embla - 01.01.1945, Blaðsíða 48
,Ég hjálpa þér ekkert,“ sagði hún, þegar ég færði kaffiborðið
til hennar. „O, blessuð vertu ekki að hugsa um það, þú ert gestur
minn, og þar að auki þreytt skrif'stofustúlka, þó að þú sért ekki
þjökuð af málaferlum."
Síðustu orð mín sveigðu að efni kvikmyndarinnar, sem við höfð-
um verið að horfa á. Ung skrifstofustúlka hafði kært yfirboðara
sinn fyrir ósæmilega framkomu.
Við röbltuðum um þetta, meðan við drukkum kaffið, og tal okk-
ar barst að hliðstæðu dæmi úr bæjarlífinu, þótt það hefði ekki í för
með sér ævintýraleg réttarhöld. Ung stúlka hafði þá nýlega kært
yfirboðara sinn fyrir það, að hann hafði lokað hana inni hjá sér,
þegar hann var drukkinn og, ætlaði að neyða hana til atlota. Málið
hafði verið þaggað niður, og stúlkan látin hverfa úr vinnunni, svo
lítið bar á. En orðrómurinn um kæru hennar liafði þó náð að
breiðast út. Við rifjuðum upp kviksögur, sem við höfðum iieyrt
um kærða og kæranda, og yfirleitt fór samtal okkar fram í mesta
gáska. Þeim mun meiri varð því undrun mín, þegar Dúna sagði
allt í einu með þjósti, eins og innibyrgð gremja brytist út: „Hún
var bölvaður asni.“
Ég starði á hana. Hverslags æsingur var þetta! Hvað hafði aum-
ingja stúlkan gert henni?
„Asni, hvað áttu við?“
„Hún mátti vita, að hún hefði aldrei neitt upp úr þessu, nema
skaðann og skömmina."
„Það er eitthvað bogið við þennan skilning," sagði ég. „Skömm-
ina ætti hún þó að minnsta kosti að losna við, því að fyrst hún
kærði, hlýtur hún þó að hafa lireinan skjöld. Enda hef ég ekki
heyrt neinn lialda því fram, að hún hafi verið í þingum við karl-
inn.“
„Nei, en henni verður lagt það út til skammar, að bera á hann
óhróður, sem hún getur ekki sannað. Og hvaða vitni verða leidd
fram í svona máli? Engin. Menn liafa eklci vitni við, þegar þeir
níðast á stúlkum á þennan hátt. Og þótt starfsfólk lians hefði
komizt að einhverju, þá var svo sem auðvitað, að það mundi ekki
vilja bera vitni gegn honum. Það er honum alltof háð, til þess að
þora að brjóta svo mikið af sér við liann. Jafnvel þótt einhverjar
sakir hefðu sannazt á hann, var auðvelt fyrir hann að fá þeirn
4fi