Morgunblaðið - 28.05.2009, Side 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Eftir harðvítuga baráttu innanborgarstjórnar Reykjavíkur féll
allt í ljúfa löð þegar stjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks settist að
völdum í ágúst í fyrra.
Þennan frið má ekki eingöngurekja til þess að borgarstjóri,
Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur
náð að skapa samstöðu innan síns
flokks og með
Framsóknar-
flokknum. Sú
ástæða er mun
veigameiri, að
borgarstjóri stóð
við stóru orðin um
að efla samstarfið
við minnihlutann.
Áður en HannaBirna settist í borgarstjórastólinn
var altalað að hún og Svandís Svav-
arsdóttir, oddviti Vinstri grænna,
ættu auðvelt með að starfa saman.
Málefni Reykjavíkurborgar vikuóneitanlega úr kastljósi fjöl-
miðlanna sl. haust þegar bankarnir
hrundu og efnahagslífið allt fór á
hvolf. En flestum er þó ljóst að ágæt-
lega hefur tekist að uppfylla markmið
borgarstjóra um samstarf og traust.
Helstu ágreiningsmálin hafa verið
þau, sem Ólafur F. Magnússon hefur
tekið upp, en hann hefur verið ein-
angraður og málflutningur hans
hvorki átt upp á pallborðið hjá minni-
hlutanum né meirihlutanum.
Svandís Svavarsdóttir var kjörin áþing í apríl. Hún hverfur því af
vettvangi borgarstjórnar. Þar situr
flokksfélagi hennar, Þorleifur Gunn-
laugsson, áfram og nú fær Sóley
Tómasdóttir þar fast sæti.
Fróðlegt verður að sjá hvernig fermeð samstarfið og traustið. Sam-
starf í grundvallarmálum var vissu-
lega nauðsynlegt þegar nýr meiri-
hluti tók við, en núna skiptir það
sköpum fyrir borgarbúa. Kjörnir
fulltrúar geta ekki leyft sér að standa
í illdeilum á þessum erfiðu tímum.
Svandís
Svavarsdóttir
Friðinn má ekki rjúfa
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 11 léttskýjað Lúxemborg 14 skýjað Algarve 25 léttskýjað
Bolungarvík 8 léttskýjað Brussel 12 skúrir Madríd 24 heiðskírt
Akureyri 7 léttskýjað Dublin 15 skýjað Barcelona 22 léttskýjað
Egilsstaðir 9 léttskýjað Glasgow 14 skýjað Mallorca 24 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað London 15 skýjað Róm 25 léttskýjað
Nuuk 2 alskýjað París 16 skýjað Aþena 26 léttskýjað
Þórshöfn 11 heiðskírt Amsterdam 13 skýjað Winnipeg 16 léttskýjað
Ósló 14 skýjað Hamborg 17 léttskýjað Montreal 13 alskýjað
Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt New York 14 alskýjað
Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 18 skýjað Chicago 22 alskýjað
Helsinki 11 skúrir Moskva 23 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
28. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.04 0,4 9.13 3,5 15.14 0,5 21.36 3,9 3:32 23:19
ÍSAFJÖRÐUR 5.16 0,2 11.13 1,8 17.21 0,3 23.29 2,2 2:57 24:04
SIGLUFJÖRÐUR 0.55 1,4 7.22 0,0 13.50 1,2 19.32 0,3 2:39 23:48
DJÚPIVOGUR 0.12 0,5 6.03 2,0 12.17 0,3 18.45 2,3 2:53 22:57
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag
Suðlæg átt, yfirleitt 8-15 m/s
og vætusamt, en hægari, skýj-
að með köflum og úrkomulítið
og víða bjart á Norður- og Aust-
urlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast
norðaustanlands.
Á laugardag
Fremur hæg suðvestlæg átt og
rigning af og til sunnan- og
vestantil, en úrkomulítið og
víða bjart N- og A-lands. Heldur
kólnandi í bili.
Á sunnudag
Fremur hæg austlæg átt og
víða rigning af og til, einkum
um landið sunnanvert. Milt veð-
ur.
Á mánudag og þriðjudag
Útlit fyrir suðlæga átt með dá-
lítilli vætu um landið sunn-
anvert, en annars bjart með
köflum og úrkomulítið. Áfram
milt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðaustan 13-20 m/s framan
af degi, hvassast við suðvest-
urströndina. Suðlæg átt 5-13
m/s eftir hádegi á morgun og
úrkomuminna en léttir til fyrir
norðan síðdegis. Hiti 8 til 16
stig, hlýjast NA-lands.
„VERSTU hrossunum var lógað og aðbúnaðurinn
þannig að þau höfðu verið sett ofan í skurð og
mold yfir en lappirnar stóðu upp úr. Svona gengur
auðvitað ekki,“ segir Gunnar Gauti Gunnarsson,
héraðsdýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.
Fyrr í mánuðinum gerðu Gunnar og Torfi
Bergsson búfjáreftirlitsmaður alvarlegar athuga-
semdir við aðbúnað hrossa á tveimur bæjum á
Mýrum. „Nú þegar við fórum blöstu við mörg
dauð hross í skurði sem hálfpartinn hafði verið
grafið yfir og hræ af folaldi hafði verið troðið niður
við heyrúllur sem gefnar höfðu verið,“ segir orð-
rétt í bréfi til ábúenda bæjanna tveggja, Borg-
arbyggðar, sýslumanns, yfirdýralæknis og Heil-
brigðiseftirlits Vesturlands. Bréfið var birt á vef
Skessuhorns í gær.
Hrossin vanfóðruð og illa haldin
Í bréfinu segir einnig að á hinum bænum hafi
verið gerðar alvarlegar athugasemdir við fóðrun
útigangshrossa. Þau séu vanfóðruð, með ljóta hófa
og að fleiri hross hafi verið verulega horuð.
Að sögn Gunnars Gauta hafa áður verið gerðar
athugasemdir við meðferð hrossa á báðum bæj-
unum en þetta virðist því miður vera viðvarandi
vandamál þar. „Hann er búinn að hringja í mig
núna annar eigandinn og segja mér að hann sé bú-
inn að ganga frá þessu eins og við vildum hafa
það,“ segir Gunnar en eigendum hrossanna var
gefinn frestur til 28. maí til að bæta úr málunum.
Gunnar segir að báðir bæirnir verði sóttir heim
á morgun til að fylgja málinu eftir. Ef fram haldi
sem horfi verði málið kært til sveitarfélagsins,
sem beri ábyrgð á búfjárhaldi og geti tekið yfir
málið með viðunandi fóðri og aðbúnaði á kostnað
landeigendanna. una@mbl.is
Krafist betri meðferðar hrossa
Hrossin vanfóðruð og illa haldin Nokkrum hrossum lógað og þau urðuð í skurði
Grímsey | Guðjón Ragnar Jón-
asson, rithöfundur, kennari og
doktorsnemi í málfræði, kom
gagngert til Grímseyjar til að upp-
lifa sjálfur lífið á heimskautsbaug
og spjalla við grunnskólabörnin.
Þannig vildi Guðjón afla sér efnis í
væntanlega bók sem hann kallar:
Í bjarndýrskjafti. Bókin fjallar um
útlendan dreng sem flyst með for-
eldrum sínum til nyrstu byggðar
Íslands. Saman við söguna fléttar
Guðjón Grímseyjarsögum um ís-
birni í sambland við daglegt líf
barna hér. Það verður skemmti-
legt fyrir Grímseyinga og Grímsey
þegar bókin kemur út því þetta er
einasta skáldsagan sem hefur ver-
ið samin um fólkið í eyjunni
grænu.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Fróðlegt Börnin í Grímsey tóku Guðjóni Ragnari Jónassyni fagnandi.
Skrifar barnabók um
ísbirni og lífið í Grímsey
Í HNOTSKURN
»Bókin er hugsuð semkennslubók og munu verk-
efnabók og lesskýringar
fylgja með henni.
» Í bjarndýrskjafti munsannarlega verða mikil og
góð auglýsing fyrir hið sér-
stæða og góða mannlíf sem er
í Grímsey.