Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is „ÞETTA hefur verið algjör bylt- ing. Maður verður aftur þátttak- andi í lífinu og á sér líf eftir vinnu,“ segir Bergþóra Bergsdóttir um lyf- ið tysabri sem hún tekur ásamt 42 öðrum Íslendingum sem greindir hafa verið með MS (multiple scle- rosis). Bergþóra tók í gær þátt í hátíðarhöldum á fyrsta alþjóða MS-deginum. Voru hátíðarhöldin hluti af fyrsta samræmda al- þjóðaátakinu til að vekja athygli á útbreiðslu MS og baráttumálum MS-félaga í rúmlega 50 löndum. Bergþóra á ennfremur heiðurinn af óformlegri símakönnun sem MS- félagið lét gera á meðal 29 þeirra MS-sjúklinga sem eru á lyfinu ty- sabri. Þar kom fram að 93% þeirra einstaklinga sem neyta lyfsins og rætt var við sögðu sér líða betur. 72% höfðu ekki fengið MS-kast frá því að þeir fóru að nota lyfið og 93% töldu lífsgæði sín hafa aukist. Þeir þurfi nú á minni þjónustu að halda en áður. Væri ekki á vinnumarkaði Þetta segir Bergþóra end- urspegla sína eigin líðan, en hún greindist með MS 2004 og hefur verið á lyfinu í rúmt ár. „Ef ég hefði ekki farið á tysabri þá væri ég líklega ekki á vinnu- markaði í dag,“ segir hún. „Þetta hefur verið algjör bylting í mínu lífi og ég er farin að gera aftur hluti sem ég var hætt að láta mig dreyma um.“ Þannig séu útilegur nú aftur komnar á dagskrá, auk þess sem hún geti stundað hjólreið- ar og sinnt heimilinu. Hlutir sem flestum þyki sjálfsagðir, en séu það síður en svo fyrir alla. „Nú metur maður þessa hluti líka enn meira.“ Könnun MS-félagsins er einnig samhljóma nýlegum dönskum, þýskum og bandarískum rann- sóknum á virkni lyfsins. „MS-fólk veit vel að tysabri læknar ekki MS, heldur er það hamlandi lyf sem hindrar fram- gang sjúkdómsins um 80%,“ segir Sigurbjörg Ármannsdóttir, for- maður MS-félagsins, og Bergþóra bendir á að ný sænsk könnun hafi þó sýnt tysabri gera við skaða á míelíni, slíðrinu sem umlykur taugaenda miðtaugakerfisins. 8-10 manns greinast með MS ár hvert og eru 75% þeirra sem það fá undir 35 ára aldri er þeir greinast. „Maður verður aftur þátttakandi í lífinu“ Morgunblaðið/Golli MS-dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn Bergþóra segir að fyrir til- stilli tysabri geti hún gert hluti sem hún var hætt að láta sig dreyma um.  93% þeirra MS-sjúklinga sem taka tysabri telja lífsgæði sín aukast  Könnunin samhljóða erlendum rannsóknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.