Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 12

Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 MÚLALUNDUR, vinnustofa SÍBS, er 50 ára og af því tilefni verður op- ið hús í vinnustofunni að Hátúni 10C, í dag kl. 14-16. Nýjasta fram- leiðslulína Múlalundar verður kynnt auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Helgi Kristófersson, fram- kvæmdastjóri Múlalundar, býður gesti velkomna. Sérstakur gestur verður forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, auk Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Árna Páls Árnasonar félagsmála- ráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Múlalundur 50 ára LÖGREGLAN á höfuðborg- arsvæðinu fann við húsleit í Kópavogi á þriðjudag rúm- lega 4 kg af marijúana og tæplega 3 kg af hassi. Einnig var lagt hald á fé sem grunur leikur á að séu tilkomið vegna fíkniefna- sölu. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir. Aðgerðin er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lög- reglan á fíkniefnasímann 800-5005. Stöðvuðu kannabisræktun STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands harmar áform Strætó bs. um nið- urfellingu gjaldfrjálsra strætóferða fyrir námsmenn. Ráðið tekur undir með stjórnarformanni Strætó og kallar eftir því að ríkið styðji við rekstur félagsins. Ráðið minnir á að langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætóferða er minni umferð einka- bíla, aukin umhverfisvernd og auk- inn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Ókeypis strætó ÞANN 1.-18. júní nk. verður sýning í Listahorninu í Árbæjarsafni undir heitinu „Ísland um hálsinn“. Að sýningunni standa þær Ólöf Ein- arsdóttir textíllistamaður og Sig- rún Einarsdóttir glerhönnuður. Á sýningunni getur að líta hálsmen úr íslenskum efniviði, til dæmis grjóti og hrosshári, en einnig gleri, tvinna, silfri, hraunsteinum og grjóti. Íslensk hálsmen NOKKRAR stúlkur í 7. bekk Landakotsskóla tóku sig nýverið til og út- bjuggu bækling um þá hættu sem stafar af reykingum. Þær dreifðu síðan bæklingnum á Laugaveginum samhliða því að selja bakkelsi. Framtakið var hluti af verkefninu „Reyklaus bekkur“. Samtals söfnuðust 11.000 krón- ur í sölunni og ákváðu stúlkunar að gefa féð til Krabbameinsfélags Íslands. Reyna að stöðva reykingar STUTT Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is LEIKSKÓLARÁÐ samþykkti í gær hækkun á gjöldum fyrir leikskólavist umfram átta klukkustundir um allt að 63,3%, eða tæpar 15 þúsund krón- ur. Gert er ráð fyrir að hækkunin taki gildi 1. ágúst næstkomandi en gjald fyrir vistun í átta tíma eða skemur verður óbreytt. Hingað til hafa leikskólagjöld verið niðurgreidd um 87-95% að sögn Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur, for- manns leikskólaráðs. Með breyting- unni verði kostnaðarþátttaka foreldra hins vegar á bilinu 21-50% fyrsta hálftímann eftir átta stundir og 41-100% fyrir síðasta klukkutímann, þ.e. þegar vistunin er 8,5-9,5 klukku- stundir. Þetta þýðir að leikskólagjöld fyrir 9,5 tíma vistun hækka í heildina um 14.794 kr. hjá foreldrum í sam- búð, eða 63,3%. Þorbjörg segir greiningu sýna að foreldrar nýti ekki allan þann tíma sem þeir kaupi fyrir börn sín en innan við 200 börn séu með 9,5 tíma vistun. En er forsvaranlegt að leggja á þá sem þurfa á lengri vistun að halda yf- ir 60% hækkun leikskólagjalda, þeg- ar verðbólgan mælist 11,6% og ár- ferðið er jafn slæmt og raun ber vitni? „Það er forsvaranlegt á þeim for- sendum að þetta sé ekki grunnþjón- usta sem sveitarfélagið og skattgreið- endur þurfa að veita því grunn- þjónusta í leikskóla er átta stundir,“ svarar Þorbjörg. „Í staðinn fyrir að hækka hlutdeild allra foreldra finnst okkur sanngjarnara að leggja það á þá sem þurfa á viðbótarþjónustunni að halda, af því að við teljum að það sé svigrúm í kerfinu til að nýta það bet- ur. Að sjálfsögðu munum við mæta foreldrum sem eru mjög illa staddir, velferðarsvið hjálpar þeim. Og ef raunveruleg þörf er á þessu hjá ein- hverjum munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Í samþykktinni er einnig gert ráð fyrir að niðurgreiðslur til einkarek- inna leikskóla og dagmæðra lækki til samræmis við þetta, þannig að hlut- deild foreldra í kostnaði síðustu dag- vistunarstundanna aukist. Þorbjörg segir aðspurð að áfram verði fjögurra tíma gjaldfrjáls leik- skóli fyrir elstu börnin og að ekki sé áætluð hækkun annars staðar í kerf- inu, s.s. á frístundaheimilum. Gert er ráð fyrir að hagræðing af aðgerðunum verði á bilinu 220-230 milljónir á ári, að því er segir í grein- argerð með samþykktinni. Segir að lengri vistun sé ekki grunnþjónusta  Leikskólagjöld borgarinnar hækka um allt að 63,3% þegar vistun fer yfir 8 klst. Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Sigrún Erla Sigurðardóttir, með barn í fangi, mótmælti ákvörðun Leikskólaráðs við Miðbæjarskólann er fundur ráðsins var haldinn þar. „Ég varð mjög reið þegar ég sá að borgin ætlaði að byrja á því að ganga á barnafólkið, sem við vitum að er skuldsettast,“ segir Sigrún Erla Sigurðardóttir, tveggja barna móðir, sem efndi til mótmæla í gær fyrir utan Miðbæjarskólann þar sem fundur leikskólaráðs fór fram. „Ég hef þurft að hafa barnið mitt lengur en átta tíma á dag í leikskóla til að halda vinnunni. Það er ekkert minna í boði en átta tíma vinnu- dagur og það tekur 20 mínútur að aka milli vinnu og leikskóla.“ Hún segir að varla muni nokk- ur maður nýta sér lengri vistun með þessu. „Þetta verður bara til þess að ég þarf að biðja þriðja aðila að sækja son minn sem þarf þá að fara í pössun á annan stað. Þetta bitnar því á börnunum. Mér finnst líka slá- andi að þeim hafi fjölgað sem hafa lengri vinnutíma eftir síð- asta haust sem segir okkur að fólk þarf að vinna meira til að ná endum saman. Það er mjög sér- stakt að fyrstu aðgerðir Reykja- víkurborgar sem snúa að borg- urunum felist í því að fara beint í vasa barnafjölskyldna. “ Bitnar mest á börnunum Árleg MA hátíð verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 16. júní nk. Miðapantanir til 13. júní - www.bautinn.muna.is - Til sama tíma er einnig hægt að leggja inn á reikning 0311-13-000672, kt 030564-3919. Miðar verða afhentir í Höllinni 15. og 16. júní kl. 13.00-17.00 gegn greiðslu eða/greiðslukvittun. Miðaverð er kr. 8.900 og 5.400 fyrir eins árs stúdenta. Húsið verður opnað kl. 18.00. Fordrykkur frá 18.00 til 18.45 Hljómsveitin MILLJÓNAMÆRINGARNIR leikur fyrir dansi. Miðar á dansleik verða seldir við innganginn, eftir kl. 23.30, verð kr. 3.500. Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Samkvæmisklæðnaður. 25 ára júbilantar MA - stúdentar 1984 - www.ma1984.blog.is FJÖLMENNUM Á MA-HÁTÍÐ                                                         !"#$%  &'  $"#(")*            

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.