Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÞEGAR litlar þjóðir eiga stór ríki að
granna er alltaf um þrýsting að
ræða, þetta á við um Norðurlöndin
og Rússland og þetta á við um
Bandaríkin og Kanada,“ segir Thor-
vald Stoltenberg, fyrrverandi utan-
ríkis- og varnarmálaráðherra Nor-
egs. Hann segist þó ekki óttast árás
af hálfu Rússa vegna deilna um
norðurslóðir. „En ég hef áhyggjur af
því að ef við gætum ekki núna hags-
muna okkar á svæðinu muni fara
svo að Rússar verði af hálfu um-
heimsins taldir eins konar yfirum-
sjónarmenn með þessum slóðum.“
Hann sagði að sjálfsagt væri að
eiga gott samstarf við Rússa um
þessi mál en Norðurlöndin yrðu að
sinna vel eigin hagsmunum. Um-
mælin féllu á opnum fundi sem Al-
þjóðamálastofnun H.Í., utanríkis-
ráðuneytið og norska sendiráðið
efndu til í gær í hátíðarsal Háskól-
ans. Umræðuefnið var skýrsla Stol-
tenbergs frá því í febrúar um nor-
rænt samstarf í utanríkis- og
öryggismálum næstu 10-15 árin.
Stoltenberg fékk það hlutverk í
fyrra að gera umrædda skýrslu en
þar leggur hann meðal annars til
Norðurlöndin taki í sameiningu að
sér gæslu loftrýmis við Ísland.
Einnig að ríkin efli með sér sam-
starf á sviði öryggis- og varnarmála,
við uppbyggingu friðar og við frið-
arumleitanir og vinni saman að því
að tryggja öryggi og hagsmuni sína
gagnvart öðrum ríkjum sem gera
tilkall til ítaka á norðurslóðum.
Stoltenberg sagði aðstæður
breytast hratt, ef hann hefði verið
spurður um tillögur af þessu tagi
fyrir tveim eða þrem árum hefði
hann talið að þær kæmu of seint
fram.
En nú væri hann mjög bjartsýnn.
Hnattvæðing ýtti undir og hvetti til
staðbundins samstarfs, stækkun
bæði ESB og NATO gerði náið sam-
starf Norðurlandabúa í reynd enn
mikilvægara en fyrr. Hlýnun á norð-
urslóðum og bráðnun íssins gæti
innan fárra ára valdið því að hægt
yrði að sigla yfir svæðið milli Kyrra-
hafs og Atlantshafs. Umskiptin
myndu hafa geysimikil áhrif á stöðu
Norðurlanda sem væru öll hags-
munaðilar með einhverjum hætti á
þessum slóðum.
Varnarbandalag Norðurlanda?
Eitt af því sem væri mjög brýnt
væri að efla viðbúnað vegna slysa
sem menn yrðu að búa sig undir
þegar siglingar stórra skipa yfir
heimskautssvæðið færu að aukast
og jafnframt yrði að tryggja að um-
hverfinu yrði ekki spillt.
Hann var spurður hvort tillögur
hans um aukna samstöðu Norður-
landanna væru ísmeygileg tilraun til
að koma á varnarbandalagi Norð-
urlanda en hugmyndir af því tagi
runnu út í sandinn skömmu áður en
NATO var stofnað 1949.
„Nei en þetta er eins konar yf-
irlýsing til annarra Norðurlanda um
að ef þau þurfi aðstoð vegna nátt-
úruhamfara eða annarra áfalla eða
þurfi til dæmis varahluti muni þau
fá slíka hjálp,“ svaraði Stoltenberg.
„Það er ekki neitt í þessum tillögum
um stofnun norræns varnarbanda-
lags en auðvitað er ekki útilokað að
til slíkra hluta geti komið.
Þessar hugmyndir myndu ekki
skaða á nokkurn hátt starf sumra
norrænu ríkjanna í NATO eða ESB.
Öðru nær, þær myndu efla það.“
Sameiginlegir hagsmunir í húfi
Stoltenberg bjartsýnn á að norrænt samstarf í öryggismálum verði eflt
Ríkin verði að tryggja að Rússar verði ekki allsráðandi á norðurslóðum
Morgunblaðið/Eggert
Samstarf Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráð-
herra Noregs: „Þessar hugmyndir myndu ekki skaða á nokkurn hátt starf
sumra norrænu ríkjanna í NATO eða ESB. Öðru nær, þær myndu efla það.“
Í HNOTSKURN
»Eftir seinni heimsstyrjöldræddu fulltrúar Norður-
landanna hugmyndir um sam-
starf á sviði varnar- og örygg-
ismála. Þær runnu út í sandinn
og svo fór að þrjú ríkjanna,
Noregur, Danmörk og Ísland,
urðu stofnaðilar NATO 1949.
»Rússar hafa fært sig mjögupp á skaftið á Norð-
urslóðum síðustu árin og virð-
ast oft herskáir, bæði í tali og
aðgerðum.
»Gert er ráð fyrir að mikilauðæfi, olía, gas og ýmsir
málmar, séu á hafsbotni á
svæðinu og verði hægt að
vinna þau ef ísinn bráðnar.
FIMM ára, rússnesk stúlka, sem bjó
hjá frændfólki sínu, getur ekki talað
en geltir eins og hundur og borðar
án þess að nota hendurnar. Talið er
að stúlkan hafi aldrei fengið að fara
út úr íbúðinni þar sem hún bjó með
frændfólki sínu og fjölda hunda og
katta í Tsíta í austurhluta Síberíu.
Barnaverndaryfirvöld segja að
litla stúlkan hafi flaðrað eins og
hvolpur upp um fulltrúa þeirra er
þeir komu á staðinn. Þá stekkur hún
geltandi á hurðina þegar hún er skil-
in ein eftir í herbergi.
Stúlkan er sögð skilja rússnesku
en hún talar hana ekki. Hún nýtur
nú umönnunar lækna og sálfræð-
inga, er sögð við góða heilsu og hafa
góða matarlyst en henni gengur
ekki vel að læra að nota hnífapör.
Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti
hvatti nýlega til þess að áhersla yrði
lögð á að koma í veg fyrir illa með-
ferð á börnum í landinu.
kjon@mbl.is
Fyrirmyndir Hundar og kettir geta
stundum verið góðir vinir.
Geltir eins
og hundur
Lítil stúlka nánast
alin upp af dýrum
Ef þú ert að íhuga að ferðast
innanlands í sumar þá ættir þú
að nýta þér sértilboð Norrænu
og koma við í Færeyjum.
Það tekur aðeins 14.5 tíma að sigla til Færeyja
og á leiðinni upplifir þú á hversu hrífandi hátt
eyjarnar rísa úr hafinu. Það er enginn staður
á jörðinni líkur eyjunum. Menningararfur og
náttúrufegurð eru við hvert fótmál.
Stórfengleg fjöll og björg skera eyjarnar
í kynleg mynstur, endalausir litir og ilmur,
einstök birta og sérstakt dýralíf sem er
skemmtilegt að sjá og heyra. Færeyjar er
alveg einstakur staður sem býður upp á að
tengja saman ró og frið ásamt náttúru- og
menningarupplifun.
FÆREYJAR -DANMÖRK -EVRÓPA
B
E
T
R
IS
TO
FA
N
Verð frá k
r. 32.000 á
mann m
.v. fjóra
í 4m. klef
a/inn á m
iðannatím
abili ásam
t bíl
aðra leið
.
Verð frá k
r. 69.200 m
.v. einn í
4m. klefa
/
inn á mið
annatím
abili ásam
t bíl aðra
leið.
32.000
DANMÖRK
ÓDÝRT
SUMARFRÍ
MEÐ
NORRÆNU
AKTU
HRINGVEGINN
MEÐVIÐKOMU
ÍFÆREYJUM!
Verð frá 10
.400 á ma
nn í klefa.
Verð miða
st við að 4
ferðist sam
an með bí
l
og gisti í k
lefa.
Gildir aðe
ins í eftirtö
ldum brot
tförum:
Frá Seyðis
firði 20/5,
27/5 og 3/
6
Frá Færey
jum 25/5,1
/6 og 8/6
10.400
FÆREYJAR
SÉRTILBOÐ
Ferðaskrifstofa
&?S@CMB;@C
?LÊ;G»F;MNI@O Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík · Sími: 570 8600
Fax: 552 9450 · info@smyril-line.is
www.smyril-line.is
Smyril Line Ísland
NORRÆNANjóttu danska vorsins eða sumarsins í notalegum akstri um
Danmörku. Leigðu þér sumarhús eða gistu á einhverju af þeim
fjöldamörgu tjaldsvæða sem eru í boði um alla Danmörku. Fyrir þá
sem ætla að gista á tjaldsvæðum er gott að skoða tengla okkar á
heimasíðu smyril-line.is
Breytt áætlun Norrænu
skilar styttri siglingartíma
-sjá www.smyril-line.is
DANMÖRK