Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Fæstir hafa hugmynd umhvað það er mikið líf írannsóknum í stærðfræði.Ég tek eftir því þegar ég er að kenna að nemendur eru oft undrandi að það sé eitthvað til ennþá sem hægt sé að rannsaka, þeir halda að þetta hafi allt verið gert um 1800,“ segir Gestur Ólafsson, doktor í stærðfræði. Gestur hefur verið prófessor við Louisiana State University í Banda- ríkjunum frá árinu 1996 og hlaut nú í maí heiðursverðlaun fyrir rannsóknir sínar og kennslu við skólann. Í rök- stuðningi fyrir verðlaununum kemur fram að Gestur sé meðal fremstu stærðfræðinga í heiminum, hafi gefið út yfir 70 ritrýndar greinar í fagtíma- ritum og stundað þýðingarmiklar rannsóknir sem víða sé vitnað til. Hugmyndaflug nauðsynlegt Sjálfur segir Gestur stærðfræðina ekki alla tíð hafa verið sína köllun. Eftir útskrift úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 hafi hann tekið sér árs frí til að velta næsta skrefi fyrir sér. „Ég var að dunda við að mála og hafði líka áhuga á heimspeki,“ segir Gestur sem setti m.a. upp myndlist- arsýningu í Menntaskólanum, en eft- ir að hann skráði sig í háskóla fann hann sig fljótt í stærðfræðinni. Algengt er að dregin sé upp mynd af raungreinum og húman- ískum fögum sem höfuðandstæðum en þetta er einföldun að mati Gests. „Það er gjörsamlega ómögulegt að stunda stærðfræði án þess að hafa sköpunargáfu. Þetta er mjög skap- andi fag og þú þarft að hafa hug- myndaflug til að finna hvert á að leita í rannsóknum. Annars kemstu ekk- ert áfram.“ Sjálfur stundar Gestur rannsóknir af miklu kappi um allan heim þótt hann hafi líka gaman af kennslunni. Hans helstu viðfangsefni eru á sviði sem kallast sveiflugrein- ing á íslensku. Margir sjá kannski stærðfræðina fyrir sér sem heldur þurra fræði- mennsku en lýsing Gests á eigin starfi er á allt öðrum nótum. „Það eru alltaf ný vandamál sem koma upp og maður ferðast um, skrifar með öðrum og sér heiminn í leiðinni. Stærðfræðin er mjög al- þjóðlegt tungumál í vísindum, jafnvel þegar maður lítur japanskan texta eru formúlurnar þær sömu.“ Þótt hann hafi komið sér vel fyrir á landareign sinni í Louisiana segir Gestur ólíft þar á sumrin fyrir hita, og þá nýtir hann einmitt tímann til að „fara á flæking“ og sinna rann- sóknum í Evrópu og Japan. Heilinn tekur völdin Tískusveiflur ráða stundum för í stærðfræðinni eins og annars staðar að sögn Gests. Ákveðin fræðileg vandamál séu mjög vinsæl á tímabili en svo ýmist leysist þau eða áhuginn dofni og það eigi m.a. við um hans sérsvið sem hafi notið hvað mestra vinsælda um 1970-80. „Til þess að vera góður stærðfræð- ingur þarf að hafa gaman af því að glíma við vandamál, því stundum er maður árum saman að komast að nið- urstöðu. Það þarf þolinmæði og þrautseigju,“ segir Gestur, en bætir því þó við að stundum taki heilinn völdin og haldi áfram að vinna þótt andinn gefist upp. „Oft situr maður og kemst ekkert áfram, klórar sér í höfðinu, bölvar og verður skapillur. Svo hættir maður að hugsa um það og þá gerist það oft að einn góðan veðurdag vaknar mað- ur með lausnina.“ Engin leið að hætta Gestur segir viðfangsefnin óþrjót- andi enda fái stærðfræðingar yfirleitt auðveldlega vinnu. „Fólk hefur jafn- vel ekki hugmynd um að það sé stærðfræði sem liggur að baki far- símum og öllu mögulegu sem það leikur sér með í dag.“ Hann segist líklega aldrei hætta jafnvel þótt aldur færist yfir. „Þótt ég færi á ellilífeyri, þá héldi ég áfram. Þú hættir ekki í stærðfræði, hún verður svo stór hluti af manni.“ Gaman að glíma við vandamál Heiður Gestur, til hægri, tekur við heiðursverðlaunum við Louisiana-skóla. Oft situr maður og kemst ekkert áfram, klórar sér í höfðinu, bölvar og verður skapillur. Svo einn góðan veðurdag vaknar maður með lausnina. Hún er spennandi, lífleg, krefst mikillar sköp- unargáfu og hugmynda- flugs. Þannig lýsir Gestur Ólafsson, heiðurspró- fessor í Bandaríkjunum, faginu sem á hug hans allan í rannsóknum og kennslu, stærðfræðinni. ÍSLENDINGAR hafa getið sér gott orð í stærðfræði víðar í Bandaríkjunum en við LSU. Sigurður Helgason prófessor við MIT hefur t.d. verið fram- arlega á sínu sviði um áratuga- skeið og störf hans vel þekkt. „Svo eru fleiri Íslendingar sem maður heyrir getið um af og til, miðað við hvað landið er lítið hafa Íslendingar mjög fólk gott í ýmsum greinum,“ segir Gestur. Hann segist sjálfur búa að grunnnáminu í MR og Háskóla Íslands, áður en hann fór í meist- ara- og doktorsnám til Þýska- lands. „Að mörgu leyti er gott að byrja námið á Íslandi þar sem maður hefur persónulegra sam- band við kennarana. Á Íslandi lærði ég oft mun meira á því að tala við prófessorana, þeir sögðu mér sögur úr stærðfræðinni. Í stóru háskólunum er þetta alveg horfið, maður er upp á sjálfan sig kominn og prófessorarnir fjar- lægir.“ Gott orðspor Íslendinga G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | s í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en nokkrun tímann fyrr. Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni. Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki www.heyrnartækni . is ÞRETTÁN stærstu bæir Noregs hafa sameinast um aðgerðir sem leiða munu til 35% samdráttar í los- un gróðurhúsalofttegunda fyrir ár- ið 2030, miðað við það sem var 1991. Bæirnir þrettán taka þátt í verkefninu „Framtidens byer“, sem norska umhverfisráðuneytið hleypti af stokkunum á síðasta ári í samstarfi við bæina. Verkefnið stendur til ársins 2014 og snýst um að finna leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar áhrif aðgerðanna voru kynnt ný- verið kom m.a. fram að með þessu næðu bæirnir enn betri árangri en stefnt er að í norsku loftslagssátt- inni (Klimaforliket). Einnig kom fram að þegar tekið væri tillit til spár um fjölgun íbúa í bæjunum, samsvaraði árangurinn í raun allt að því 60% samdrætti í losun á hvern íbúa. Um leið myndu lífsgæði í bæjunum aukast, þar sem aðgerð- irnar fælu m.a. í sér fjölgun hjól- reiðastíga, minni bílaumferð, betri lausnir í fráveitu- og endurnýting- armálum, auðveldari aðgang að endurnýjanlegri orku og aukna hæfni til að aðlagast loftslagsbreyt- ingum. Bæir sameinast um losun Morgunblaðið/Ómar Losun Mikil loftslagsmengun kemur frá bílaflotanum. ÞEIR sem drekka úr flöskum úr svokölluðu pólýkarbónatplasti hafa mun hærri styrk af efninu bisfe- nól-A (BPA) í þvagi en þeir sem ekki drekka úr slíkum flöskum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Environmental Health Per- spectives. BPA-styrkur í þvagi þeirra sem þátt tóku í rannsókninni hækkaði um 69% á einni viku. Vik- una á undan forðuðust þátttak- endur að drekka úr plastflöskum, en í rannsóknarvikunni notuðu þeir pólýkarbónatflöskur undir nær alla kalda drykki sem þeir innbyrtu. BPA er grunneiningin í pólý- karbónatplasti, sem hefur það fram yfir flest annað plast að hægt er að framleiða úr því glæra, sveigj- anlega og nær óbrjótanlega hluti á borð við drykkjarflöskur. Hormónatruflandi efni Slíkar flöskur eru einkar vinsæl- ar undir íþróttadrykki. Pólý- karbónat er einnig notað í pela fyr- ir ungbörn o.fl. Í Kaliforníu og Minnesota eru pelar með BPA bannaðir, en í löndum Evrópusam- bandsins eru þeir taldir hættulaus- ir. BPA er þó á lista sambandsins yfir hormónatruflandi efni. Efni úr plastflösk- um í þvagi Vinsælar flöskur undir íþróttadrykki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.