Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Íslenska krónaner laskaðurgjaldmiðill,
sem Íslendingar
sitja uppi með, í
það minnsta enn
um sinn. Fall krón-
unnar í bankahruninu bætti
gráu ofan á svart fyrir allan al-
menning. Þeir, sem voru með
lán í erlendri mynt, fengu
hrunið beint í höfuðið, verð-
trygging innlendra lána kom í
bakið á hinum. Nú er glímt við
það hvernig lifa eigi með krón-
unni og tryggja um leið ein-
hvers konar stöðugleika. Mest
er rætt um að hækka gengið og
festa það síðan. Svokölluð fast-
gengisstefna yrði hluti af
stöðugleikasáttmála.
Samkvæmt þessum hug-
myndum yrði gengisvísitalan
fest í 160 til 170 stigum, en hún
er nú tæp 230 stig. Evran
myndi þá kosta um 125 krónur
í stað 177 króna nú. Rökstuðn-
ingurinn er meðal annars sá að
þetta myndi létta á skulda-
byrði einstaklinga og fyr-
irtækja, sem skulda í erlendri
mynt, og auðvelda nýju bönk-
unum að bregðast við geng-
isáhættu, sem er á milli eigna
þeirra og skulda.
Fastgengisstefna hefur einn
megingalla. Íslensk stjórnvöld
hafa ekki efni á að framfylgja
henni. Fastgengisstefnan var
reynd hina örlagaríku daga í
október þegar hrikti í stoðum
lýðveldisins og ráðamenn
ákölluðu æðri máttarvöld. Til-
raunin hófst að
morgni áttunda
október og var
hætt við hana á há-
degi þegar ljóst
var að hún gengi
ekki upp.
Hætt er við að verði reynt að
halda uppi gengi gjaldmiðils,
sem nýtur takmarkaðs trausts,
muni bresta á fjármagnsflótti
auk þess sem athygli spákaup-
manna yrði vakin. Gjaldeyr-
isforði Seðlabankans hefði þar
ámóta áhrif og korktappi á
streymi Ölfusár.
Eina leiðin væri að leita
stuðnings út fyrir landstein-
ana. Eins og Tryggvi Þór Her-
bertsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, bendir á í
viðtali í Morgunblaðinu í dag
lánar Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn ekki peninga til að greiða
fyrir peningaflótta og ólíklegt
er að slíkar lánveitingar hugn-
ist nærliggjandi seðlabönkum.
Auk þess myndi reikningurinn
fyrir fjármagnsflóttann á end-
anum berast almenningi og
hann á nóg með alla hina reikn-
ingana, sem fylgja banka-
hruninu og ekki sér fyrir end-
ann á.
Talsmönnum fastgengis-
stefnu gengur ugglaust gott
eitt til. Hættan er hins vegar
sú að henni fylgi yfirþyrmandi
kostnaður. Það er glórulaust
að taka slíka áhættu og mis-
heppnist tilraunin stendur
krónan eftir enn veikari en áð-
ur.
Á endanum þyrfti
almenningur að
borga reikninginn
fyrir að festa gengið}
Fastgengisfirra
Áform rík-isstjórn-
arinnar um frjáls-
ar handfæra-
veiðar, svokallaðar
strandveiðar, eru
vanhugsuð og ekki líkleg til að
stuðla að því að ríkisstjórnin
nái þeim markmiðum, sem hún
hefur sett fram.
Í fyrsta lagi vill stjórnin
auka atvinnu. Einhverjir
munu fá vinnu við hand-
færaveiðarnar yfir sumarmán-
uðina. En á móti missa aðrir
vinnuna í sömu atvinnugrein.
Drjúgum hluta byggðakvótans
á að ráðstafa til strandveiða.
Þar með missa þeir, sem stól-
að hafa á byggðakvótann um
afkomu sína, spón úr aski sín-
um.
Í öðru lagi vill stjórnin opna
aðgang fyrir nýliða inn í sjáv-
arútveginn og nefnir sér-
staklega ungt og áhugasamt
fólk. En hverjir eru líklegastir
til að stunda þessar veiðar?
Það eru þeir, sem eiga báta nú
þegar, gjarnan báta sem kvót-
inn hefur verið seldur af og
eigendur stungið hagnaðinum
í vasann. Er það í þágu þeirra
réttlætissjónarmiða, sem tals-
menn stjórn-
arflokkanna hafa
haldið á loft?
Áform ríkisstjórn-
arinnar hafa þegar
hækkað verð á
smábátum, sem hjálpar ekki
ungu og áhugasömu fólki að
hefja þessa atvinnustarfsemi.
Í þriðja lagi vill ríkis-
stjórnin „sjálfbærar og vist-
vænar veiðar“. Engu að síður
er næstum því víst að frjálsar
handfæraveiðar munu enn og
aftur leiða til veiða langt um-
fram áætlanir stjórnvalda og
ráðleggingar vísindamanna.
Sú hefur verið reynslan hing-
að til. Rétt eins og nú hefur
áður átt að setja ákveðið hlut-
fall af kvótanum til hliðar fyr-
ir „frjálsu veiðarnar“. En
smábátasjómenn eru útsjón-
arsamir og hafa náð marg-
földum þeim afla.
Til að bregðast við ofveið-
inni hafa stjórnvöld tvisvar
boðið smábátaeigendum að
ganga inn í kvótakerfið. Þar
með hafa þeir fengið úr hendi
þjóðarinnar verðmæti, sem
þeir hafa síðan getað selt með
ágætum hagnaði. Gerist það
þriðja sinni?
Fara menn
þriðja rúntinn
um kerfið?}
Vanhugsaðar strandveiðar
Þ
að er einkar fróðlegt og ekki síður
framandi að fylgjast með því ferli
sem nú fer fram í Bandaríkjunum
við tilnefningu á nýjum dómara
við hæstarétt Bandaríkjanna.
Þessi gjörningur, sem vanalega býðst ekki
nema einu sinni á ferli hvers forseta, er með
flóknustu og jafnframt þýðingarmestu emb-
ættisverkum hans og sú vinna sem fer í að
vega og meta hvern kandídat á líklega engan
sinn líka í stjórnkerfum vestrænna ríkja.
Mikill fjöldi löglærðra starfsmanna Hvíta
hússins kafar ofan í feril þeirra dómara sem
tilnefndir eru; dómana sem þeir hafa fellt –
oft á mjög löngum ferli – rökstuðning þeirra
fyrir þeim dómum og svo þau fordæmi sem
dómarnir hafa gefið. Fjölmiðlar vestanhafs
sinna svo sinni eigin rannsókn, sem er ekki
umfangsminni. Hverju smáatriði er velt fram og aftur
og minnstu mistök í starfi – svo ekki sé talað um í
einkalífinu – eru dregin fram í dagsljósið.
Það má halda því fram að þetta óvægna ferli við til-
nefninguna og síðar staðfestingu í dómarasætið sé
óraunhæft. Að enginn lifandi maður get staðist slíka
skoðun en fari svo að sá einstaklingur finnist sem hefur
með öllu óflekkaðan feril, bæði í einkalífinu og á sínum
starfsferli, þá finnst manni einhvern veginn að sá hinn
sami sé vart hæfur (eða e.t.v. of hæfur) til að dæma
sauðsvartan almúgann.
Hins vegar má halda því fram að þetta ferli sé merki
um þá miklu kröfu sem bandarískur almenn-
ingur gerir til forseta og þings um að þeir
dómarar sem skipa æðsta dómstig landsins
hverju sinni beri af öðrum lögmönnum og
dómurum. Að þar séu einstaklingar sem
þjóðin getur sammælst um að séu þess verð-
ugir að ákveða lokaniðurstöðu í málum sem
varða ekki einungis líf og dauða, heldur einn-
ig túlkun stjórnarskrárinnar. Um leið má
ekki líta framhjá því að skipan í stöðu dóm-
ara við hæstarétt Bandaríkjanna er há-
pólitísk og til dæmis má nefna að tilnefning
Samuels Alitos árið 2006 varð að miklu hita-
máli í bandarískri pólitík. Skipan Alitos var
að lokum samþykkt með naumum meiri-
hluta.
Að þessu sögðu er áhugavert að velta fyrir
sér skipan í stöðu hæstaréttardómara á Ís-
landi eða í dómarastöður yfirleitt, sem mann grunar í
hvert sinn að séu ákveðnar í fermingarboðum og út-
skriftarveislum valdhafanna. Hvort það sé veiku lög-
gjafarvaldinu að kenna eða ofurafli framkvæmdavalds-
ins er erfitt að segja en það mætti í það minnsta ætlast
til þess að fjölmiðlar, almenningur og hagsmunasamtök
ýmiss konar myndu láta sig slíkar embættisveitingar
meiru varða. Ef til vill liggur skýringin í viðhorfi al-
mennings til stjórnarskrárinnar íslensku sem mér sýn-
ist að sé harla fábrotið. En kannski liggur skýringin
einfaldlega í metnaðarleysi okkar. Ég skal ekki segja.
hoskuldur@mbl.is
Höskuldur
Ólafsson
Pistill
Keypt dýrum dómum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Í
samstarfsyfirlýsingu rík-
isstjórnar Samfylking-
arinnar og Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs
er kveðið á um að hin svo-
nefnda austurríska leið verði lögfest
til að vinna gegn heimilisofbeldi.
Austurríska leiðin felur í sér úrræði
til handa lögreglu þannig að hún geti
fjarlægt ofbeldismann af heimili
sínu óháð því hver á íbúðina. Eins og
staðan er í dag getur lögreglan ein-
ungis fjarlægt fórnarlambið og því
felur þessi leið í sér grundvall-
arbreytingu.
Að mati Guðrúnar Jónsdóttur,
talskonu Stígamóta, væri innleiðing
austurrísku leiðarinnar mikilvægt
skref í þá átt að setja ábyrgðina á of-
beldinu þar sem hún á heima. Bend-
ir hún á að austurríska leiðin, sem
fyrst var lögleidd í Austurríki árið
1997 og síðan í Svíþjóð og Noregi ár-
ið 2003, hafi einnig verið innleidd í
Danmörku og Þýskalandi auk þess
sem fleiri Evrópulönd séu að fara
þessa leið.
„Austurríska leiðin felur það í sér
að við fjarlægjum hættuna út af
heimilinu en ekki þá sem eru í
hættu. Enda sendum við ekki fólk í
Kvennaathvarfið ef rafmagnið er í
ólagi eða hætta á að þak húss hrynji,
heldur lögum við það sem er að,“
segir Guðrún og tekur fram að hún
geri sér miklar vonir um að aust-
urríska leiðin verði lögleidd þegar á
þessu ári.
Allt frá árinu 2003 hefur nær ár-
lega verið reynt að koma aust-
urrísku leiðinni á hérlendis. Þannig
hefur Kolbrún Halldórsdóttir, þá-
verandi þingmaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, ítrekað
flutt lagafrumvörp og breytinga-
tillögur sem falið hafa í sér heimild
lögreglu til að vísa manni á brott af
heimili sínu og banna honum að
koma þangað aftur í tiltekinn tíma ef
rökstudd ástæða væri til að ætla að
hann beitti náinn aðstandanda of-
beldi. Síðasta tilraun hennar til þess
að koma málinu í gegn var felld á Al-
þingi í september sl. en ný rík-
isstjórn hyggst nú taka málið upp á
sína arma og tryggja framgang þess.
Engin svör fengust frá
dómsmálaráðuneytinu
Þess má geta að blaðamaður ósk-
aði í gær eftir upplýsingum frá
dómsmálaráðuneytinu um það hvar
vinnan við innleiðingu austurrísku
leiðarinnar væri stödd en ekki feng-
ust nein svör áður en blaðið fór í
prentun.
„Austurríska leiðina er liður í því
að fórnarlömb ofbeldis upplifi sig
ekki stöðugt sek, því fórnarlömb of-
beldis eru ekki sek heldur ofbeld-
ismennirnir,“ segir Kolbrún.
Þeir sem hafa verið andvígir aust-
urrísku leiðinni telja að lögreglan fái
með henni aukið vald í sínar hendur í
stað dómstóla og vilja frekar beita
úrræðum um nálgunarbann en að
fjarlægja menn af heimilum sínum.
Þegar þetta er borið undir Kolbrúnu
segist hún ekki gefa mikið fyrir
þessa röksemdafærslu og bendir á
að eins og staðan sé í dag þá sé það
þegar í hlutverki lögreglunnar að
meta hvort um heimilisofbeldi sé að
ræða þegar hún er kölluð út, en hins
vegar hafi hún ekki heimild nema til
að fjarlægja fórnarlambið.
Morgunblaðið/Kristinn
Líkt og að fá rauða spjaldið Reynsla Austurríkismanna er sú að 90% of-
beldismanna samþykkja mótþróalaust að fara af heimilinum.
Hættan fjarlægð,
ekki fórnarlambið
Talskonur kvennahreyfingarinnar
sem og mannréttindafrömuðir
hafa lengi talað fyrir því að ís-
lensk stjórnvöld fari austurrísku
leiðina svokölluðu. Ný ríkisstjórn
hyggst setja málið á dagskrá.
ÞEGAR opna átti tuttugasta
kvennaathvarfið í Austurríki var
ákveðið að reyna aðrar aðferðir
til þess að sporna við heimilis-
ofbeldi. Lögreglan jók fræðslu og
þjálfun lögregluþjóna sem taka
þurftu á heimilisofbeldi auk þess
sem þeim var veitt heimild til
þess að taka húslykilinn af of-
beldismanninum og koma honum
í hendur dómara. Samkvæmt
austurrísku leiðinni er hægt að
vísa ofbeldismanninum út af
heimilinu í nokkrar vikur. Sé
heimsóknarbannið brotið þá kall-
ar það á refsingu eða sektir og
skiptir þá engu hvort það er of-
beldismaðurinn eða fórnarlambið
sem rýfur bannið. Ofbeldismenn í
Austurríki þurfa að gefa upp nýtt
heimilisfang til þess að hægt sé
að birta þeim stefnu og sýnir
reynslan að algengast er að þeir
fari heim til mömmu. Ofbeld-
ismönnunum stendur til boða
bæði lögfræði- og fjárhagsaðstoð
sem og áfallahjálp.
FARA HEIM TIL
MÖMMU
››