Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Hjálparstarf Fjölskylduhjálpin hefur hafið söfnunarátak og byrjaði á að bjóða þingmönnum að kaupa merki. Eitthvað virtust þeir vera vant við látnir flest- ir en Sigmundur Ernir hafði þó tíma til að leggja sitt af mörkum og mætti eins og um var talað út á Austurvöll þar sem merkjasalan fór fram. Eggert Jóhann Már Sigurbjörnsson | 27. maí Skjaldborgin? Samkvæmt mörgum rannsóknum eru börn frá 2 ára aldri, sem umgang- ast ekki jafnaldra sína, verr sett samfélagslega heldur en hin sem sækja leikskólana. Þessu hafa hin Norðurlöndin gert sér grein fyrir og því er þessi þjónusta frí á öllum Norðurlöndum, nema Íslandi. Með sameiningu á grunnskóla og leikskóla hérna á Íslandi var væntanlega verið að viðurkenna leikskólana sem grunnstoð í okkar samfélagi. Með þessari hækkun og einnig lækkun framlaga til dagmæðra sem og einkarekinna leikskóla er ekki verið að stuðla að bættu samfélagi hér í Reykjavík. Meira: jomar.blog.is Bjarni Benedikt Gunnarsson | 27. maí „Hefur valdið mönnum áhyggjum“ Þessi setning úr þessari grein sýnir að fólkið sem á að vera að taka ákvarð- anir til að halda í okkur lífinu, hefur ekki hug- mynd um hver staðan er! Hvar hefur þetta fólk eig- inlega verið? Æ já, því er auðsvarað, það hefur verið upptekið við að rífast um ESB bak við lokaðar dyr. Það er með ólíkindum að fylgjast með stjórnvöldum, álíka og að fylgjast með þeim, sem er búinn að reyna við sama stærð- fræðidæmið í of langan tíma Meira: bbg.blog.is KOMIÐ er fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Þar er gerð tilraun til að fullnusta kosninga- loforð Steingríms J. Sigfússonar frá því í vor um svokallaðar „frjálsar strandveiðar“. Það kemur í hlut Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að útfæra frelsið. Það lítur þannig út: Landinu er skipt í fernt og 3.955 lestum af óslægðum þorski er svo deilt út á milli svæða, tæpum 1.000 tonnum í hvern fjórðung. Þessi afli er tekinn af svokölluðum byggða- kvóta. Margar fjölskyldur vítt um land munu því með þessu frumvarpi „frelsaðar“ frá því að þurfa að reiða sig á úthlutun byggðakvótans og geta þar af leiðandi farið að leita sér ann- arra leiða til að tryggja afkomu sína. Sjósóknarar hafa í aldanna rás sótt sjóinn þegar gefur og reynt að nýta hverja stund við veiðar til að draga sem mesta björg í bú í þágu þjóðarinnar. Að sjálfsögðu býður Jón Bjarnason landsmönnum upp á frelsi undan þessum ómann- eskjulegu kjörum. Skv. frum- varpinu verður einungis heimilt að stunda strandveiðar mán- uðina júní, júlí og ágúst. Ein- ungis má róa á virkum dögum, ein veiðiferð á dag og ekki leng- ur en í 12 klukkustundir í senn. Íslendingar hafa vanist því frá aldaöðli að stunda útgerð með hámarksarðsemi í huga – það hefur ekki alltaf verið auð- velt viðfangs en nefndur Jón boðar að sjálfsögðu frelsi frá þessu helsi. Engin önnur veið- arfæri en handfærarúllur mega vera um borð í þessum fleytum og alls ekki fleiri en fjórar, sama hversu margir verða í áhöfn. Afli á laugardögum og sunnudögum má enginn vera og ekki meiri afli en 800 kíló hvern virkan dag – takk. Loks er vert að geta þess að landsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þessum afla verði deilt út því ráðherra mun skipta þessum aflaheim- ildum á einstaka mánuði. Veiðar verða svo stöðvaðar í hvert sinn, í hverjum mánuði, í hverj- um landsfjórðungi með reglu- gerð, þegar Jóni Bjarnasyni þykir nægur afli kominn á land. Þá verður nóg að gera hjá Jóni. Í greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að ungu og áhugasömu fólki verði „auðveld- að að afla sér reynslu og þekk- ingar um leið og sveigjanleiki er aukinn“. Strax í kjölfar kosn- ingavíxils VG hækkaði verð á trillum og handfærarúllum. Væntanlega hefur þá þegar margt ungt og áhugasamt fólk frelsast frá því að þurfa að hafa áhyggjur af því hvernig það gæti staðið straum af fjárfest- ingu í frjálsri strandveiði. Frelsið í strandveiðinni er að sögn sjávarútvegsráðherra til- raunaverkefni sem standa skal í eitt ár. Það er ljóst að þessi til- raun mun að óbreyttu hafa áhrif á nokkur veikustu byggð- arlög landsins. Á þeim örlaga- tímum sem þjóðin lifir er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kallað sé eftir rökstuðningi fyrir því á hvern hátt þessari tilraun er ætlað að bæta þjóðarhag. Jón Bjarnason hefur ekki, fremur en formaður hans, séð sóma sinn í því að gera þjóðinni grein fyrir þeim þætti máls. Kristján Þór Júlíusson Reglugerðarveiði í dagvinnu: Nóg að gera hjá Jóni Höfundur er alþingismaður. Nokkur umræða er nú í gangi varðandi framtíð Tónlistar- og ráð- stefnuhallarinnar (T&R) í Reykjavík. Málið snýst um einfalda spurningu: Eiga skattgreiðendur að ljúka við verkið eða ekki? Þær Katrín Jak- obsdóttir mennta- málaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hafa verið af- gerandi í stuðningi sínum við að ljúka við verkið. Þetta er hugrökk afstaða, því almenningur virðist vera á móti frekari framkvæmdum – ef marka má bloggheima. Og nú hafa nokkrir alþingismenn dregið í efa skynsemi þess að halda verkinu áfram, þótt einhverjir aðrir hafi reyndar stutt það og enn aðrir séu að hugsa sinn gang. Tvenns konar rök hafa verið notuð með því að halda verkinu áfram. Í fyrsta lagi er nauðsyn þess að bjarga verðmætum, en 10 milljarðar eru þegar farnir í verkefnið. Í öðru lagi er nauðsyn þess að hafa í gangi vinnuaflsfrekt verk; að nýta vinnuafl, sem annars myndi að stórum hluta vera á atvinnuleysisbótum. Þessi rök eru svo sem ágæt, en ná of skammt. Hér vantar þriðju rökin: Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir eru fólgnir í alþjóðlegu ráð- stefnuhaldi. Sé rétt að staðið má skapa hér umtalsverða atvinnu og miklar tekjur. Ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna standa gjarnan yfir frá mánudegi til föstudags. Meðalstóra ráðstefnu sækja um 1.000 manns og eru nær allir á dagpeningum (um 60.000 á dag að meðaltali). Það er vel þekkt, að ráðstefnur haldnar á „spennandi“ stöðum, eins og á Íslandi, draga einn- ig að sér vini og vandamenn þátttak- andans. Þá dvelja gestirnir lengur á slíkum stöðum en öðrum; oftast aðra eða báðar helgarnar kringum ráð- stefnuna. Útreikningarnir eru ein- faldir: 1.000 manna SÞ-ráðstefna í Reykjavík myndi skila um hálfum milljarði inn í hagkerfið á aðeins sjö til átta dögum. Það sem skiptir þó meira máli er að þessi innspýting erlends fjár- magns er mjög hrein. Gestirnir eyða fjármunum að mestu hjá smærri fyrirtækjum og einyrkjum; í gist- ingu, mat, minja- gripi, útsýn- isferðir, tónleika, innlenda hönnun o.s.frv. Þar sem innviðirnir fyrir slíkan rekstur eru þegar fyrir hendi er þessi eyðsla um- hverfisvæn. Og þar sem hún fer að mestu í endanlegar afurðir og þjón- ustu er virðisaukinn og virð- isaukaskatturinn umtalsverður. Alþjóðlegir ráðstefnuhaldarar þekkja vel þann mikla þjóðhagslega ávinning, sem alþjóðleg ráðstefna hefur í för með sér fyrir viðkomandi hagkerfi. Samkeppnin er því hörð og hafa best skipulögðu ráðstefnuborgir heims (Vínarborg, París, Bangkok og Lundúnir) langa og mikla reynslu af því að ná ráðstefnum til borga sinna. Og þessar borgir hika ekki við að eyða miklum fjármunum til að ná ár- angri. Sem dæmi má taka Vínarborg. Frá 2001 til 2008 bar ég ábyrgð á ráðstefnuhaldi Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar í Vín. Í október 2004 var mér falið, fyrir hönd stofn- ana SÞ, að byggja nýja ráðstefnuhöll í Vín. Fjárhagsáætlunin samsvaraði 10 milljörðum ISK. Höllinni var skil- að á tíma og innan fjárlaga og var hún vígð af aðalritara SÞ í apríl 2008. Hún getur hýst allt upp í 3.000 fundagesti. Aðalsalurinn, sem tekur 1.800 manns, er með hreyfanlegum veggjum og er hægt að búa til minni sali í margvíslegum útgáfum. Það sem er þó athyglisverðast við þetta verkefni er að það var fjár- magnað að 96% hluta af aust- urrískum skattgreiðendum, þótt SÞ sé eini notandinn. Í ítarlegri rann- sókn, sem var gerð áður en ákvörðun var tekin, kom í ljós að ávinningur ríkisins og Vínarborgar var þannig að fjárfestingin myndi borga sig upp á aðeins fjórum árum. Þetta dæmi sýnir vel þann gríðarlega fjárhags- lega ávinning, sem erlendir aðilar vita að er fólginn í alþjóðlegu ráð- stefnuhaldi. Við þurfum að glíma við tvenns konar vandamál, sé vilji fyrir hendi til að gera T&R að alþjóðlegri ráð- stefnumiðstöð. Í fyrsta lagi verðum við að hafa hefðbundna innviði ráð- stefnuhallar í T&R, t.d. aðstöðu fyrir túlka, sem er byggð á alþjóðlegum ISO-stöðlum. SÞ þarf að túlka á sex tungumál í öllum mögulegum sam- setningum (ESB hefur upp í 23 tungumál). Ég er ekki nægilega kunnugur T&R til að vita hvort þess- ir innviðir séu fyrir hendi, eða geti verið fyrir hendi, en án þeirra er ekki hægt að bjóða upp á T&R fyrir al- þjóðlegar ráðstefnur á vegum SÞ. Hitt vandamálið er að ráðstefnur koma ekki til Íslands af sjálfu sér. En við eigum hér góða lausn. Utanrík- isráðuneytið hefur í vinnu fjölmarga sendiherra, sem eru staðsettir á Ís- landi. Við búum einfaldlega til 10 manna teymi þar sem hver tekur að sér 10 alþjóðlegar stofnanir. Margir þessara sendiherra hafa mikla reynslu á erlendum vettvangi og þéttriðið tengslanet. Þeir gætu notað persónuleg tengsl sín – sem og sendi- ráð okkar erlendis – til að beita þrýstingi á þessar stofnanir til að halda ráðstefnur á Íslandi. Þetta starf verður að hefjast strax þar sem ráðstefnur eru oft skipulagðar löngu áður en þær eiga sér stað. Fjárlaganefnd Alþingis mun brátt taka þetta mál til umfjöllunar. Ég hygg, að ráðamenn ættu að huga gaumgæfilega að þeim möguleikum, sem felast í vel skipulögðu alþjóðlegu ráðstefnuhaldi í T&R. Góður árang- ur á því sviði gæti réttlætt þann mikla kostnað, sem mun lenda á ís- lenskum skattgreiðendum. Eftir Magnús Ólafsson » Gestirnir eyða fjár- munum að mestu hjá smærri fyrirtækjum og einyrkjum; í gistingu, mat, minjagripi, útsýn- isferðir, tónleika, inn- lenda hönnun o.s.frv. Magnús Ólafsson Höfundur er framkvæmdastjóri þeirrar skrifstofu SÞ, sem ber ábyrgð á fundahaldi og útgáfu- starfsemi samtakanna (Director, Division of Meetings and Pu- blishing). Þessi grein er birt á ábyrgð höfundar og endurspeglar ekki stefnu eða skoðanir SÞ. Ljúkum verkinu BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.