Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 20
20 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
✝ Rannveig Sveins-dóttir fæddist í
Felli í Sléttuhlíð í
Skagafirði 4.5. 1921.
Hún andaðist á
Landspítalanum
21.5. sl. Foreldrar
hennar voru Sveinn
Árnason bóndi og
hreppstjóri í Felli, f.
7.7. 1864, d. 16.6.
1936, og Hólmfríður
Sigtryggsdóttir, f.
15.4. 1881, d. 29.9.
1971. Fyrri kona
Sveins var Steinunn
Jórunn Sæmundsdóttir, f. 12.7.
1865, d. 10.12. 1903. Börn þeirra,
hálfsystkini Rannveigar, voru
Sveinn, f. 9.5. 1891, d. 17.11. 1966,
Valgerður, f. 8.12. 1895, d. 10.11.
1983, og Björg, f. 14.7. 1899, d.
14.5. 1976. Alsystkini Rannveigar
voru Sigurlaug, f. 25.8. 1907, d.
20.8. 1989, Jórunn, f. 1.9. 1910, d.
10.5. 1994, Páll, f. 12.2. 1918, d.
8.11. 1993, og Jóhannes, f. 18.7.
1925, d. 22.5. 1999.
Rannveig giftist
Þórarni Fjeldsted
Guðmundssyni, f.
29.6. 1920, d. 11.8.
2000. Rannveig og
Þórarinn bjuggu
mörg ár í Hafn-
arfirði, en síðan á Ás-
vallagötunni í
Reykjavík.
Rannveig ólst upp í
Felli í Sléttuhlíð í
Skagafirði. Á stríðs-
árunum vann Rann-
veig á norskum skip-
um sem sigldu aðallega á milli
Noregs og Bretlands. Eftir stríð
kom hún í land, lærði hár- og fót-
snyrtingu og vann við það alla tíð
síðan. Rannveig fékk tvær orður
frá norska ríkinu fyrir vel unnin
störf til margra ára við lífshættu-
legar aðstæður í seinni heimsstyrj-
öldinni.
Útför Rannveigar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag kl. 15.
Ég man fyrst eftir Rannveigu,
föðursystur minni, í heimsóknum til
hennar og Þórarins í Hafnarfirði.
Mér eru þessar ferðir minnisstæðar
vegna þeirra beggja, en einnig
vegna ferðalagsins alla leið suður í
Hafnarfjörð. Þau systkinin héldu
alltaf sambandi og það var alla tíð
ljóst að gott var á milli þeirra. Í
seinni tíð varð ég þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast Rannveigu bet-
ur í heimsóknum til hennar á Ás-
vallagötunni. Við ræddum um það
sem var að gerast í þjóðfélaginu, en
markverðast þótti mér að heyra af
lífshlaupi hennar, sem um margt var
ævintýri líkast.
Systkinin ólust öll upp í Felli í
Sléttuhlíð. Rannveig og Jói voru
yngst og voru samtímis í Felli, en
elstu systkinin voru þá flutt að
heiman. Ýmislegt dreif á daga
þeirra þar. Eitt sinn sem oftar voru
Rannveig og Jói að vori til úti á
Hrolleifshöfða að tína egg. Ætli
Rannveig hafi ekki verið tólf ára og
Jói þá átta. Brött skriða er frá flat-
lendi Höfðans niður á bjargbrún og
þaðan er margra tuga metra þver-
hnípt standberg niður í fjöru. Þar
kemur að því að þau koma auga á
nokkur egg neðarlega í skriðunni.
Nokkuð hátt moldarbarð er efst, en
þau stukku bæði niður, enda eggin í
augsýn. Þá bregður svo við að þau
renna stjórnlaust niður skriðuna og
fá engu við ráðið með að stöðva sig.
Það sem varð þeim til lífs var jarð-
fastur steinn á bjargbrúninni, en þar
stöðvast þau loks. Rannveig lýsti því
síðan í smáatriðum hvernig hún
vandaði sig við að troða spor upp
skriðuna, enda voru þau alls ekki úr
allri hættu, þarna á bjargbrúninni.
Þegar að moldarbarðinu kom var
það svo hátt að þau komust ekki
upp. Þá fikruðu þau sig varlega til
hliðar þar til hún gat hjálpað bróður
sínum upp á brún og fikraði sig síð-
an áfram þar til hún komst sjálf
uppá barðið. Þar lágu þau eins og
skötur dágóða stund til að jafna sig
eftir þennan bráða lífsháska. Við
annað tækifæri var Rannveig ríð-
andi að vetri til í sendiferð suður í
Hofsós. Við þær aðstæður stytti hún
sér iðulega leið yfir Höfðavatnið.
Þegar hún er komin dágóðan spotta
út á vatnið stansar hesturinn
skyndilega og fæst ekki til að halda
áfram, hvað sem Rannveig hamast.
Hún fer þá af baki og fer að toga af
öllum mætti í þennan staða hest.
Skiptir þá engum togum að ísinn
brestur undan Rannveigu með
háum hvelli. Það varð henni til lífs í
þetta skiptið að hún hélt í taumana
og hesturinn kippti henni upp úr
vökinni. Hann barg því lífi þeirra
beggja, þessi staði hestur. Svona
voru sögurnar úr Sléttuhlíð.
Þegar kom að því að yngstu
systkinin færu að afla sér mennt-
unar var komin kreppa, Sveinn
pabbi þeirra látinn og heimilið leyst-
ist upp. Þau urðu því að bjarga sér
að mestu leyti sjálf. Það gerðu þau
líka með ágætum og kvörtuðu aldr-
ei.
Rannveig hefur nú kvatt okkur
eftir viðburðaríka ævi, síðust þeirra
systkina úr Felli. Hún glataði aldrei
kímnigáfunni og húmorinn var til
staðar fram á síðasta dag. Á þessum
tímamótum erum við öll þakklát fyr-
ir samverustundirnar með henni og
að hafa fengið að vera henni sam-
ferða hluta af leiðinni. Megi hún
vera ljósinu falin.
Birgir Jóhannesson.
Látin er í Reykjavík vinkona okk-
ar Rannveig Sveinsdóttir, sem
fæddist í Skagafirði 4. maí 1921 og
ólst þar upp.
Okkar fyrstu kynni urðu þegar
hún giftist föðurbróður mínum, Þór-
arni Guðmundssyni frá Skjaldvara-
fossi á Barðaströnd, eða Þóra eins
og hann var ætíð kallaður. Þau
byggðu sér íbúð á Arnarhrauni 46 í
Hafnarfirði og stóð heimili þeirra
ávallt opið fjölskyldunni þegar við
komum í heimsókn vestan af fjörð-
um og voru þau höfðingjar heim að
sækja. Þegar við svo fluttum til
Reykjavíkur árið 1977 komu þau
ávallt til okkar á jólum og borðuðu
með okkur hangikjöt. Einnig tóku
þau þátt í öllum stærri viðburðum
hjá fjölskyldu okkar á meðan þau
treystu sér til.
Rannveig og Þóri ferðuðust mikið
innanlands og utan á meðan þau
höfðu heilsu til og höfðu þau frá
mörgu að segja. Rannveig var til
dæmis við störf á skipum hjá norska
ríkinu í seinni heimsstyrjöldinni og
var heiðruð fyrir það.
Þau voru miklir náttúrunnendur
og áttu sumarbústaði á nokkrum
stöðum á margra ára millibili, en
síðast keyptu þau tvær samliggjandi
lóðir í landi Sels undir Mosfelli í
Grímsnesi. Þangað fluttu þau hjól-
hýsi og tóku til við að girða landið og
planta trjám og öðrum gróðri. Eftir
að hjólhýsið eyðilagðist í óveðri
byggðu þau sér sumarbústað og
þangað heimsóttum við þau oft og
þá var stundum tekið í spil og gert
að gamni sínu. Þau gáfu okkur líka
tré sem við gróðursettum við bústað
okkar og geyma minningu þeirra.
Eftir fráfall Þóra árið 2000 átti
Rannveig erfitt með að sinna þeirri
vinnu sem þurfti við sumarbústað-
inn og því urðu ferðirnar þangað
færri og færri, þó að hugurinn væri
þar. Hún seldi því bústaðinn en
fylgdist með honum úr fjarlægð.
Rannveig var mjög vel sjálfbjarga
fram á síðustu stundu og bað ekki
um aðstoð, nema að nauðsyn bæri
til. Hún var vinur vina sinna og þeim
sem aðstoðuðu hana þegar á þurfti
að halda launaði hún ávallt vel. Hún
fylgdist vel með því sem var að ger-
ast í þjóðfélaginu og hafði ákveðnar
skoðanir á þeim málum, enda góðum
gáfum gædd.
Nú þegar leiðir skilur er þakklæti
okkur efst í huga fyrir löng og góð
kynni, sem aldrei bar skugga á, og
mun minningin um Rannveigu og
Þóra lifa hjá okkur. Hafðu þökk fyr-
ir allt og allt.
Þínir vinir,
Friðgerður og Ómar.
Rannveig Sveinsdóttir
FORMAÐUR VR,
Kristinn Örn Jóhann-
esson, steig í pontu á
aðalfundi LV sem hald-
inn var 25. maí sl. og las
upp yfirlýsingu frá
stjórn VR. Í þeirri yf-
irlýsingu var þeim til-
mælum beint til stjórn-
ar LV að þeir lækkuðu
laun stjórnenda sjóðs-
ins og einnig að laun
annarra starfsmanna sjóðsins yrðu
skoðuð. Síðan hvenær er stjórn
verkalýðsfélags falið að sækja launa-
lækkanir fyrir félagsmenn sína? Er
það í verkahring stjórnar VR að
skipta sér af almennum rekstri líf-
eyrissjóðsins? Felur stjórn lífeyr-
issjóðsins ekki framkvæmdastjóra
almennan rekstur, þar með að ráða
fólk og ákveða launakjör þess? Ég
sendi stjórn VR beiðni um að fá
senda þessa samþykkt og staðfest-
ingu á að allir stjórnarmenn hefðu
samþykkt hana. Þrír stjórnarmenn
svöruðu mér strax og sögðu þessa yf-
irlýsingu ekki hafa verið rædda á
umræddum fundi. Hvað á formaður
VR með að lesa yfirlýsingu stjórnar
VR sem ekki hefur verið rædd og
samþykkt á stjórnarfundi? Eru þetta
vinnubrögðin sem viðhöfð verða hjá
nýja formanninum?
Semur hann einn yf-
irlýsingar og eignar
stjórninni? Á að líta á
þetta sem byrjendamis-
tök? Hver verður trú-
verðugleiki formanns
og stjórnar VR hjá fé-
lagsmönnum eða við-
semjendum þeirra?
Fer fram á fé-
lagsfund
Ég er mjög ósátt við
þessi vinnubrögð ásamt
því að því gegnsæi sem lofað var í
kosningaslagnum hefur enn ekki ver-
ið komið á hjá nýju stjórninni. Eg
kalla það lýðskrum þegar gerðar eru
breytingar breytinganna vegna. Í
dag er ekkert mál að fá fólk til að
styðja hallarbyltingar og mann-
orðsaftökur án dóms og laga. En er
ekki kominn tími á að þeir sem fóru
hvað harðast fram þá láti nú aðgerðir
fylgja málum og byrji á að standa við
allt það sem lofað var í kosningabar-
áttunni?
Því hef ég ásamt Rannveigu Sig-
urðardóttur og Gunnari Böðvarssyni
farið fram á við stjórn VR að kallað
verði til félagsfundar VR innan viku
og höfum við því til stuðnings 200
undirskriftir VR-félagsmanna eins
og lög félagsins segja til um.
Við viljum fá almennan félagsfund
til að fá upplýsingar um stöðu kjara-
samninga, hver sé stefna VR með
frestun á kjarasamningum. Ætlar
hin nýja stjórn VR að vera pólitísk
eða vera áfram hlutlaus? Hver er
stefna hinnar nýju stjórnar um sam-
vinnu við ASÍ? Eiga þeir, þ.e. ASÍ, að
vera áfram málsvarar aðildarfélag-
ana út á við, eða ætlar stjórn VR að
taka þetta sjálf að sér? Hver er jafn-
réttisstefna hinnar nýju stjórnar VR
sem þeir eiga að framfylgja skv. 22
gr. laga VR? Nú eru félagsmenn VR
40% karlar og 60% konur. Þetta skil-
ar sér ekki í stjórn og trúnaðarráð
VR eins og kveðið er á um í lögunum.
Hverjar eru áherslur VR í efnahags-
málum?
Ég skora á alla félagsmenn VR að
nýta sér félagsfundinn í næstu viku
og mæta til að krefjast svara við
þessum og öðrum mikilvægum mál-
um.
Yfirlýsing formanns VR
á aðalfundi lífeyrissjóðs VR
Eftir Hildi
Mósesdóttur »Eru þetta vinnu-
brögðin sem viðhöfð
verða hjá nýja formann-
inum? Semur hann einn
yfirlýsingar og eignar
stjórninni?
Hildur Mósesdóttir
Höfundur er fjármálastjóri
og er félagsmaður í VR.
STEFNA rík-
isstjórnarinnar er að
fyrna 5% af kvótanum
árlega þannig að eftir
20 ár verði hætt að út-
hluta kvóta með núver-
andi kerfi. Stjórn-
arsáttmálinn er
fáorður um það sem á
að taka við. Rætt er um
sanngjarnt kvótakerfi
þar sem hætt er að
gefa kvóta en eftir er að skilgreina
útfærslu nánar. Vel má ímynda sér
að andstaða við fyrningu stafi að ein-
hverju leyti af því að lítið er vitað um
það sem tekur við.
Óháð því hvaða leið verður valin
verður ekki undan því vikist að velja
þarf þá sem eiga að veiða fiskinn ef
fleiri vilja veiða en framboð af kvóta
segir til um.
Eina hugsanlega og ásættanlega
niðurstaðan er sú að kvótinn verði
boðinn upp. Allt annað veldur deil-
um og leiðir til spillingar.
Hins vegar skiptir máli hvernig
staðið er að því að bjóða kvótann
upp. Nauðsynlegt er að þetta sé út-
fært þannig að hagkvæmni í rekstri
útgerða ráði því hverjir eigi mesta
möguleika á að fá kvótann en ekki
aðgangur að fjármagni. Möguleiki
þarf að vera á endurnýjun í grein-
inni. Einnig þarf að sjá til þess að
röskun verði sem minnst og kvótinn
dreifist eðlilega um landið.
Tillaga að uppboðskerfi
fyrir kvóta
– Allur veiddur fiskur fari á fisk-
markað til að skapa viðmiðun um
greiðslur. Í þeim tilvikum þar sem
erfitt er að koma fiskinum inn á
markaðsgólf eins og t.d. hjá frysti-
togurum er hægt að miða við með-
almarkaðsverð þegar fiskur er
veiddur.
– Allur kvótinn sé boðinn til sölu á
uppboði til eins árs í senn. Skilyrði
sé sett um að kvótinn sé nýttur inn-
an 12 mánaða.
– Útgerð geri tilboð í ákveðið
magn af tiltekinni tegund með því að
bjóða ákveðna prósentu af aflaverð-
mæti sem fæst við löndun á markaði.
Kvótagjald sé greitt sé um leið og
fiskmarkaður greiðir
fyrir fisk eftir löndun.
– Heildarkvótanum
yrði skipt niður í
nokkra potta eftir
landshlutum þar sem
byggt yrði á veiði-
reynslu í landshluta.
Með þessu væri gerð
krafa um að útgerð-
arstaður og/eða lönd-
unarstaður útgerðar
væri í þeim landshluta
sem kvótinn tilheyrir.
– Viðskipti með
kvóta innan landshluta yrðu leyfileg
innan 12 mánaða tímabils sem kvót-
inn stendur.
– Kvóti sem útgerðaraðili nær
ekki að nýta sé framseldur öðrum.
Að öðrum kosti greiðir útgerð kvóta-
gjald eins og meðalverð á markaði
segir til um. Ef ekki tekst að fram-
selja kvóta á sömu eða betri
greiðsluprósentu en upphaflega til-
boðið hljóðaði upp á þarf upphaflegi
útgerðaraðilinn að standa skil á því
sem vantar upp á.
Rök fyrir tillögu
Aðferðin er sanngjörn, skilar
þjóðinni eðlilegum arði af auðlind-
inni, leiðir til hagkvæmrar nýtingar
á fiskimiðum og lágmarkar til-
kostnað við veiðar. Kerfið er hlut-
laust gagnvart útgerðaraðilum.
Hvati til brottkasts hverfur vegna
þess að greidd er prósenta af mark-
aðsverðmæti en ekki krónutala af
hverju kílói.
Rökin fyrir því að bjóða allan
kvótann upp árlega eru þau að ekki
er vitað nema eitt ár fram í tímann
hversu mikið er óhætt að veiða af
hverri tegund. Betri tilboð ættu líka
að fást í kvótann þegar útgerð þarf
ekki að taka tillit til óvissu um afla-
magn langt fram í tímann.
Landshlutaskipting kvótauppboða
tryggir að uppboðin leiða ekki til til-
færslna á milli landshluta sem valda
mikilli röskun eins og getur gerst í
núverandi kvótakerfi. Greiðsla
kvótagjalds við löndun þýðir að ekki
er þörf á fjármögnun kvótakaupa áð-
ur en veiðar hefjast. Þess vegna
gætu duglegir sjómenn hafið útgerð
með því að leigja bát á meðan þeir
eru að komast af stað.
Framseljanlegir kvótar eftir upp-
haflegt uppboð skapa nauðsynlegan
sveigjanleika. Útgerðir hafa mögu-
leika á viðskiptum með kvóta sín á
milli innan kvótaársins. Kanna
mætti þann möguleika að í stað þess
að allur kvótinn yrði boðinn upp einu
sinni á ári væru uppboð t.d. ársfjórð-
ungsleg eða mánaðarleg þar sem 1⁄4
eða 1⁄12 hluti árskvótans væri boðinn
upp í senn.
Kvótagjald sem miðast við pró-
sentu af aflaverðmæti hefur þann
kost að áhætta af sveiflum í mark-
aðsverði hefur minni áhrif á afkomu
útgerðar en fast gjald per kg af fiski.
Einnig hagnast báðir aðilar, það er
ríki og útgerð, ef markaðsverð er
hátt.
Þar sem tilboð í kvóta felur ekki í
sér útgjöld í upphafi er tekið á því í
tillögu hvernig fyrirbyggja þarf að
útgerðir geri tilboð í meira magn af
kvóta en þær hafa raunveruleg not
fyrir. Skilyrði um skil á greiðslupró-
sentu ættu að fyrirbyggja að gerð
séu tilboð í mikið magn af kvóta með
það í huga að braska með hann.
Hugsanlega þyrfti einnig að setja
skilyrði um að bátar sem útgerð hef-
ur yfir að ráða hafi nægilega veiði-
getu til að veiða magn sem boðið er í.
Allt tal um að sjávarútvegurinn
geti ekki skipulagt sig í kvótaupp-
boðskerfi er hræðsluáróður. Fisk-
verkendur sem byggja á fiski frá
fiskmörkuðum kaupa fisk daglega á
uppboði án þess að séð verði að það
valdi þeim vandræðum. Olíufélög
kaupa olíu á markaði til að dreifa og
selja án þess að kvarta.
Ljóst er að þegar stórt hlutfall af
kvóta á Íslandsmiðum verður boðið
upp mun kvótagjaldið lækka mikið
frá því jaðarverði sem nú er í gangi.
Fyrningarleið og hvað svo?
Eftir Finn Hrafn
Jónsson » Landshlutaskiptur
kvóti boðinn upp til
eins árs þar sem gert er
tilboð í tiltekið magn.
Tilboðið hljóðar upp á
prósentu af aflaverð-
mæti við löndun.
Finnur Hrafn Jónsson
Höfundur er verkfræðingur og tölv-
unarfræðingur. Á yngri árum tók
hann þátt í útgerð og stundaði sjó-
mennsku á minni bátum.