Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
✝ Einar Jónassonfæddist á Ísafirði
10. júní 1948. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 13. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Jónas Helgason, f.
1926, d. 1998, og Sig-
ríður Guðmundsdóttir,
f. 1929. Systur Einars
eru Sigríður og Sig-
urveig, báðar búsettar
í Bandaríkjunum.
Einar kvæntist 30.
desember 1967 Árdísi
Guðmarsdóttur, f. 1948. Foreldrar
hennar eru Guðmar Stefánsson, f.
1905, d. 1997, og Þórunn Sigurð-
ardóttir, f. 1915. Systkini Árdísar
eru Helga og Sigurður.
Börn Einars og Ár-
dísar eru: 1) Guðmar,
f. 1967, kvæntur Elínu
Úlfarsdóttur, börn
þeirra eru Elísa, Birg-
itta Björg og Jónas. 2)
Sigríður, f. 1972, börn
hennar eru Eydís og
Árdís Freyja. 3) Einar
Örn, f. 1980, í sambúð
með Tinnu Brá Bald-
vinsdóttur, sonur
þeirra er Indriði
Hrafn.
Einar var vélstjóri
að mennt og starfaði
hjá Hitastýringu mestallan starfs-
feril sinn. Einar var virkur félagi í
Oddfellowreglunni.
Einar verður jarðsunginn frá
Seljakirkju í dag, 28. maí, kl. 13.
Elsku pabbi minn.
Mig langar að þakka þér fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Hann var
alltof stuttur en ríkulegur af góðum
minningum sem munu lifa áfram. Ég
var eina prinsessan þín og því kallaðir
þú mig oftar en ekki prinsessu sem
mér þótti alltaf jafn hlýlegt og fullt af
ást frá þér til mín. Takk fyrir að vera
ávallt til staðar fyrir mig og stelpurn-
ar mínar og ég veit að þú munt vaka
yfir þeim og gæta þeirra með mér.
Ég kveð þig að sinni, elsku pabbi
minn.
Þín prinsessa,
Sigríður Einarsdóttir.
Elsku pabbi. Eftir sex ára hetju-
lega baráttu við illvígan sjúkdóm hef-
ur þú kvatt þennan heim. Þú skilur
eftir þig óteljandi minningar handa
þeim fjölmörgu sem eiga eftir að
sakna þín sárt. Þótt ómögulegt sé að
telja upp allar þær frábæru minning-
ar sem þú skilur eftir þig ætla ég að
rifja upp nokkrar þeirra og setja nið-
ur á blað.
Skemmtilegustu minningar mínar
úr barnæsku eru úr öllum þeim úti-
legum sem við fjölskyldan fórum
saman í með tjaldvagninn í eftirdragi.
Í þessum útilegum nutum við okkar
til hins ýtrasta og ekki síst handlagni
heimilisfaðirinn. Þegar ég var lítill
gast þú nefnilega lagað allt og smíðað
hvað sem var. Þú varst nefnilega af
gamla skólanum og sást um allt við-
hald sjálfur, hvort sem það var að
gera við bílana okkar, leggja rafmagn
eða eiga við pípulagnir. Ég man hvað
mér þótti gaman að koma með þér
niður á verkstæði þar sem þú bjóst
stundum til boga úr rafmagnsröri og
örvar úr upprúlluðum dagblöðum
sem ég lék mér með meðan þú sinntir
vinnunni.
Lítið lát var á dugnaði þínum þrátt
fyrir að árin liðu. Vinnan hætti reynd-
ar að vera áhugamál númer eitt eftir
að þú og mamma fóruð að spila golf.
Þar með eignuðumst við líka sameig-
inlegt áhugamál sem við gátum spjall-
að um endalaust. Hápunktinum var
svo náð þegar við fórum tveir saman í
golfferð til ömmu í Orlando þar sem
hún stjanaði við okkur í heila 10 daga.
Þetta var frábær tími sem við áttum
saman. Það er sorglegt til þess að
hugsa að þessar ferðir verða því mið-
ur ekki fleiri. Ef þessi sjúkdómur
hefði ekki bankað á dyr þá hefðum við
örugglega spilað golf saman þar til ég
yrði sextugur.
Ég naut þeirra forréttinda sem
barn að alast upp á ástríku heimili þar
sem ég bjó við hæfilega mikið frelsi. Í
gegnum uppvöxtinn gat ég treyst á
stuðning ykkar og það var nánast
sama hvert málefnið var. Þú studdir
heilshugar við bakið á mér í gegnum
alla mína skólagöngu og hvattir mig
óspart áfram þrátt fyrir að áhugasvið
okkar hafi verið ólík og námsbraut-
irnar ólíkar eftir því. Þessi stuðningur
leiddi af sér árangur, hvatning ykkar
mömmu var mér mjög mikilvæg og
hélt mér á jörðinni þegar aðrir hlutir
voru skemmtilegri en skólagangan.
En þú hjálpaðir mér ekki aðeins í
gegnum skólann, heldur hjálpaðir þú
mér einnig með fyrsta bílinn og fyrstu
íbúðina. Allur þessi stuðningur var
ómetanlegur og gleymist aldrei.
Baráttan þín síðustu sex árin var
kraftaverki líkust og er okkur öllum
hvatning. Þú misstir annað augað en
hélst samt áfram að spila golf, þú
lærðir bara að pútta með öðru aug-
anu. Og þrátt fyrir að stöðugar lyfja-
meðferðir og óvæntir kvillar settu
strik í reikninginn þá mættir þú alltaf
til vinnu þar til sjúkdómurinn náði al-
gerlega yfirhöndinni fyrir ekki svo
löngu. Þú sinntir líka félagslífinu af
krafti allt fram til síðasta dags. Þú
sóttir Oddfellowfundi, fórst í golfferð-
ir og reyndir að njóta lífsins í sum-
arbústaðnum með mömmu. Það vita
allir sem fylgdust með baráttu þinni
að þar fór alvöru hetja sem ég er ótrú-
lega stoltur af og er óendanlega sárt
að kveðja.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Einar Örn Einarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Er ég kveð tengdaföður minn koma
þessar línur mér í hug. Margs er að
minnast. Margar stundirnar sem
koma upp í hugann. Þar standa upp
úr óteljandi matarboð, ekki síst þau
sem við höfðum lengi á virkum dögum
þar sem þau tóku á móti okkur börn-
um, tengdabörnum og barnabörnum.
Þeir sem þekktu Einar vel vissu að
hann var höfðingi heim að sækja og
hafði mjög gaman af því að taka á
móti fólki. Í hugann koma einnig ferð-
ir erlendis, innanlands, tjaldútilegur
og sumarbústaðaferðir. Nú seinni ár-
in í Brekkuskóg þar sem Óðalið tók
vel á móti okkur.
Ég og Einar vorum í essinu okkar
og náðum vel saman í söng og dansi,
þar vorum við á heimavelli, já, ef
þannig skyldi kalla. Hann var með
stálminni og kunni mjög marga söng-
texta og var endalaust hægt að finna
rétta lagið og texta með hann sér við
hlið. Mikið var frá honum tekið þegar
hann gat ekki lengur sungið vegna
veikinda sinna.
Veikindin tóku sinn toll af Einari en
hann lét ekki bilbug á sér finna og
þrátt fyrir stífa læknismeðferð hélt
hann áfram að vinna, enda var hann
snillingur á sínu sviði. Hef ég heyrt af
honum margar sögurnar úr vinnunni
enda þeir feðgar, Guðmar og hann,
unnið saman um langan tíma.
Hann hefur reynst mér og börn-
unum mínum ómetanlegur og sjá þau
nú á eftir afa sínum allt of snemma.
Við huggum okkur við þann tíma sem
við áttum saman enda mikið samneyti
okkar á meðal. Er það eitt af okkar
gæfusporum að hafa valið það að búa
nálægt þeim hjónum. Far þú í friði.
Þín tengdadóttir,
Elín.
Nú er hann Einar frændi minn all-
ur. Hann var reyndar ekkert skyldur
mér, en mæður okkar eru fóstursyst-
ur, dætur hjónanna Þuríðar Vigfús-
dóttur og Einars Á. Guðmundssonar
klæðskera á Ísafirði og við því alin
upp sem frændsystkin. Við vorum
fyrstu börn mæðra okkar og skírð í
höfuðið á afa og ömmu en einnig vor-
um við fædd 10. og 11. júní með 4 ára
millibili, þannig að þegar snjóa leysti
var það fyrsta sem gert var á vorin að
þá var flutt búferlum inn í Tunguskóg
í sumarbústaðinn sem amma og afi
áttu og haldið upp á afmæli okkar
Einars. Hann flutti ungur suður með
fjölskyldu sinni svo ég þekkti hann lít-
ið á unglingsárunum.
Sigga frænka, móðir hans, átti móð-
ur í Ameríku sem þau höfðu samband
við og af því nutum við góðs í fásinninu
fyrir vestan. Bróðir minn Geir var ári
yngri en ég og fengum við senda fata-
pakka af Einari, flottar amerískar
peysur og að ógleymdu sælgætinu
sem slæddist með en það var á við gull
á heimilinu.
Kynni mín af Einari hófust ekki
fyrr en ég fór suður í menntaskóla og
fluttist til Þyríar ömmu. Fjölskylda
Einars var þá nýflutt til Ameríku og
Einar giftur Dísu, þá búinn að eignast
Guðmar. Amma hélt utan um barna-
börnin sín og sá til þess að byggja upp
samband sem aldrei rofnaði eftir það.
Við söknuðum bæði fjöldskyldna okk-
ar og naut ég þess alltaf þegar Dísa og
Einar komu í heimsókn. Svo liðu árin,
ég eignaðist mína fjölskyldu og Ein-
ars stækkaði. Þegar Sigga dóttir hans
stækkaði urðum við ágætar vinkonur
og alltaf hefur farið vel á með Guð-
mundi manni mínum og Einari.
Einari þótti ákaflega vænt um fjöl-
dskyldu sína, hann var mjög stoltur af
börnum sínum og gladdist með hverju
barnabarninu sem kom í heiminn.
Fyrir sex árum hittumst við svo í
Skóginum eftir útför föður míns, átt-
um þar yndislega kvöldstund og rifj-
uðum upp gamlar minningar. Þá var
Einar að veikjast. Þetta varð erfið
barátta. Einars verður saknað af
mörgum, hann var vinmargur og góð-
ur félagi.
Þó hefur enginn misst eins mikið og
Dísa, lífsförunauturinn sem var hans
trausti og besti félagi í gegnum súrt
og sætt næstum allt lífið. Megi minn-
ing um góðan dreng lifa lengi.
Þuríður Yngvadóttir.
Látinn er langt um aldur fram vin-
ur minn eftir löng og erfið veikindi.
Vinátta okkar Einars hófst er við
fluttum í sömu blokk í Hvassaleitinu
árið 1960. Margt var brallað á okkar
yngri árum þegar það hverfi var að
byggjast upp og hefur vinátta okkar
haldist síðan og varla liðið sá dagur
sem við töluðumst ekki við þessi 50 ár.
Það eru endalausar minningar sem
renna í gegnum hugann og gætum við
skrifað langa pistla um samveru okk-
ar í gegnum tíðina. Allar útilegurnar
með fjölskyldum okkar, mörg grill-
boðin hafið þið hjónin haldið í Hlíð-
argerðinu og þegar við létum stóran
draum rætast og fórum í okkar glæsi-
legustu ferð ásamt fleiri vinum okkar í
siglingu um Miðjarðarhafið á nýju
skemmtiferðaskipi. Þú Einar, sem
lærður vélstjóri, varst á heimavelli í
þeirri ferð. Síðasta ferð okkar saman
var í maí fyrir ári þegar þið hjónin
komuð til Færeyja þar sem ég hélt
upp á 60 ára afmæli mitt með fjöl-
skyldu minni. Síðustu 30 ár höfum við
unnið hjá Hitastýringu hf., ég með
nokkrum hléum. Þú varst mjög virkur
í Oddfellow-reglunni og áttum við þar
margar góðar stundir.
Elsku Dísa og fjölskylda, við hjónin
vottum ykkur öllum okkar dýpstu
samúð og Guð gefi ykkur styrk í sorg
ykkar.
Birgir og Sólveig.
Einar Jónasson
Fleiri minningargreinar um Einar
Jónasson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KONRÁÐ SVEINBJÖRN AXELSSON
fv. stórkaupmaður,
Frostafold 139,
Reykjavík,
lést á sjúkrahúsi á Benidorm, Spáni sunnudaginn
17. maí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. maí
kl. 13.00.
Sigríður Skúladóttir,
Hallfríður Konráðsdóttir,Axel Gíslason,
Bergþór Konráðsson, Hildur Halldórsdóttir,
Skúli Konráðsson, Hrafnhildur Árnadóttir,
Sigurður Konráðsson, Bryndís Markúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og
fósturfaðir,
ÞORSTEINN ARASON
Austurbrún 2
Reykjavík
lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 12. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 13-d
Landspítalanum við Hringbraut og á deild L-5 Landakoti fyrir góða
umönnun í veikindum hans.
Þökkum auðsýnda samúð.
Anna Guðbjörg Þorsteinsdóttir Jón Kristleifsson,
Þorsteinn Jónsson,
Sigrún Eva Jónsdóttir,
Jón Ingi Jónsson,
Bryndís Sveinsdóttir og fjölskylda.
✝
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
EGILL JÓN BENEDIKTSSON
fyrrv. bóndi og hreppstjóri
frá Sauðhúsum,
Laxárdal, Dalasýslu,
Ögurási 3, Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni
mánudagsins 25. maí.
Jarðarförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn
3. júní kl. 15.00.
Benedikt Egilsson, Sigrún Eyjólfsdóttir,
Jón Egilsson, Sigurborg Valdimarsdóttir,
Herdís Egilsdóttir, Brynjólfur J. Garðarsson,
Birgir Símonarson, María K. Lárusdóttir,
Johnny Símonarson, Hugrún Á. Elíasdóttir,
Helen Gunnarsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN S. KRISTINSDÓTTIR,
Hvammi,
Landsveit,
andaðist á dvalarheimilinu Lundi sunnudaginn
24. maí.
Jarðsungið verður frá Skarðskirkju fimmtudaginn
4. júní kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kirkjugarðssjóð
Skarðskirkju.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
UNNAR ÁGÚSTSSON,
Gaukshólum 2,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 3. júní kl. 13.00.
Marta Unnarsdóttir, Richard Leoff,
Örn Unnarsson, Arna Kristín Hilmarsdóttir,
Walter Unnarsson, Sólveig Hafsteinsdóttir,
Halla Sigrún Unnarsdóttir,
Haraldur Már Unnarsson,
barnabörn og systur hins látna.