Morgunblaðið - 28.05.2009, Side 23

Morgunblaðið - 28.05.2009, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 ✝ Donald CharlesBrandt fæddist í Sioux Falls í Suður- Dakóta í Bandaríkj- unum 4. janúar 1929. Hann lést á Landspít- ala Landakoti 12. maí sl. Foreldrar hans, Edna og William Brandt, voru bæði af þýskum uppruna, Edna fædd í Spokane í Washington-ríki, en William í Þýskalandi. Systkini Dons eru Margaret, f. 1917, sem lifir enn í hárri elli í Spokane, og William, f. 1921, d. 1938. Don kvæntist árið 1953 Rose- mary Hird og eignuðust þau þrjú börn: 1) Tracy, f. 20.4. 1955, henn- ar börn: Jeremiah, f. 1975, Joshua, f. 1977, og Jacob, f. 1979. 2) Donna, f. 7.5. 1956. 3) Perry, f. 10.10. 1957, hans börn: Christina, f. 1984, Vero- nica, f. 1987, Elizabeth, f. 1989, og Taylor, f. 1991. Don og Rosemary skildu árið 1958. andi um þau þver og endilöng. Árið 1981 settist hann að á Íslandi og bjó þar til æviloka. Eftir komuna til landsins starf- aði hann um árabil hjá Iceland Re- view sem greinahöfundur og próf- arkalesari. Á níunda áratugnum kenndi hann einnig heimspeki við University of Maryland, sem hafði háskólaútibú fyrir hermenn og fjöl- skyldur þeirra á Keflavíkurvelli. Um 1990 hóf hann að starfa sjálf- stætt við þýðingar og próf- arkalestur, og var mjög eftirsóttur og mikils metinn sem slíkur, og stundaði jafnframt ritstörf og rannsóknir af miklu kappi. Helstu hugðarefni Dons voru frímerkja- söfnun, heimspeki, sögulegur fróð- leikur og tónlist, og var hann óþreytandi í þekkingarleit sinni. Eftir hann liggja fjórar vandaðar bækur um frímerki, tvær um ís- lensk og aðrar tvær um færeysk. Göngur og útivist voru einnig stór þáttur í lífi hans og ótrúlegt hversu víða hann fór á postulahestunum einum. Hann fylgdist líka vel með íþróttum, og var góður íþróttamað- ur á yngri árum. Útför Dons fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 28. maí, kl. 15. Don ólst upp í Washington fram til sex ára aldurs þegar foreldrar hans fluttu til Long Beach í Kali- forníu. Að loknu framhaldsskólanámi var hann kvaddur í herinn og að herþjón- ustu lokinni, um 1952, settist hann að í San Francisco og starfaði sem gjald- keri hjá Bank of Am- erica en stundaði jafnframt nám við University of California San Franc- isco og lauk þaðan prófi í heim- speki árið 1961. Frá lokum sjötta áratugarins og allt þar til hann fluttist til Íslands starfaði Don hjá verktakafyrirtæk- inu Peter Key Witt Constructions í Suður-Kaliforníu, og sá þar um bókhald og starfsmannamál. Á ár- unum 1974 til 1980 fór hann nokkr- ar ferðir til Íslands og annarra Evrópulanda og ferðaðist fótgang- Blessuð öll. Ég heiti Jeremiah Lane og er elsta barnabarn Donalds Brandts. Ég skrifa þetta ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur líka fjölskyldu hans í Bandaríkjunum, sem harmar fráfall hans jafnmikið og ég. Afi minn var athyglisverður mað- ur. Fáir hafa gert jafnmikið um æv- ina eða ferðast jafnmikið og lengi og hann. Hann var löngum einfari sem naut þess að vera einn með sjálfum sér úti í náttúrunni, hvort sem var fótgangandi um vesturströnd Bandaríkjanna, norðurströnd Ís- lands eða í Mið-Evrópu. Hann gerði það sem honum fannst hann þurfa að gera og var sannfæringu sinni trúr. Ég hitti afa minn ekki í eigin per- sónu fyrr en 1996. Hann hafði búið á Íslandi frá því að ég var sex ára og ég þekkti hann aðeins gegnum bréf- in sem hann sendi mömmu, vissi um leið að þau voru frá honum því skriftin hans var svo falleg. Hann kom í langa heimsókn til Bandaríkj- anna árið 1996 því hann langaði að kynnast fjölskyldu sinni betur, og okkur langaði líka að kynnast hon- um. Hann bauð öllum barnabörnum sínum að koma í heimsókn til Ís- lands í nokkrar vikur að sumarlagi. Ég var sá eini sem þáði boðið og átti hér tvær ánægjulegustu en jafn- framt erfiðustu vikur ævi minnar! Ég lærði mikið af honum því hann var hafsjór af fróðleik sem hann vildi gjarnan miðla fjölskyldu sinni. Ég reyndi að safna fyrir annarri Ís- landsheimsókn en það tókst ekki. Afi minn var ekki gallalaus maður en minning hans mun alltaf vera mér kær, eins og öllum öðrum í fjöl- skyldunni. Þeim sem vilja votta fjölskyldu hans virðingu sína er bent á netfang mitt: jc12741@yahoo.com. Sá mæti maður Don Brandt er horfinn yfir móðuna miklu. Genginn er stórmerkur maður sem kaus að eyða miklum hluta ævi sinnar á okk- ar afskekkta landi og vinna að hugð- arefnum sínum fjarri skarkala heimsins. Afburðagreindur, vel menntaður og víðlesinn, ávallt reiðubúinn að fræða samferðamenn sína um það sem hann var að fást við hverju sinni. Ég ætla ekki að vera langorður eða hlaða á hann því lofi sem vert væri, það væri ekki í hans anda, en langar að segja stuttlega frá kynn- um okkar. Leiðir lágu fyrst saman fyrir rúmum tuttugu árum þegar Nesútgáfan var á höttum eftir próf- arkalesara á ensku og við fréttum að hann væri sá besti. Það reyndust orð að sönnu og hann las og lagfærði allt enskt efni sem við gáfum út um langt árabil. Sú samvinna leiddi síð- ar til þess að Nesútgáfan annaðist útgáfu á bókum sem hann skrifaði um sitt stærsta áhugamál, frímerk- in, ein var um íslensk frímerki og tvær um færeysk. Í þeim kemur glöggt fram yfirburðaþekking hans á frímerkjum og sögu og náttúru landanna beggja, sem hann fléttaði af miklum hagleik í skýran og heild- stæðan texta. Don skrifaði einnig greinar um margvísleg efni og meira að segja smásögur sem unnið var að útgáfu á þegar hann lést. Honum féll aldrei verk úr hendi, var sílesandi og skrif- andi allt til enda. Síðasta viðfangs- efnið var stórmerkileg grein um Ís- lendingabyggðir í Point Roberts, í Washingtonríki á vesturströnd Am- eríku, sem byggð er á víðtækri heimildaöflun og rannsóknum, og hafði hann skrifað lokaathugasemd- ir í handritið skömmu fyrir andlátið. Vináttan við Don var mér mikils virði. Hann var alltaf að miðla og gefa af sér, var ótrúlega fróður um hin fjölbreytilegustu efni – tónlist, heimspeki, kvikmyndir og íþróttir svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta ástríða hans var auðvitað frímerkin og hann átti auðvelt með að segja frá þeim þannig að áhuga vekti þótt viðmælandinn væri ekki safnari. Á síðasta ári kenndi Don sér meins og gekkst undir uppskurð og geislameðferð sem talið var að hefðu heppnast vel. Snemma á þessu ári kom í ljós að svo var ekki og síðustu vikurnar ljóst að hverju stefndi. Hann vissi hvað verða vildi og tók því af æðruleysi, hélt reisn sinni og talaði oft um hversu starfsfólk spít- alans væri honum gott. Ég kveð góðan vin með söknuði og sendi samúðarkveðjur til barna hans og barnabarna vestanhafs. Einar Matthíasson. Þótt liðnir séu nær þrír áratugir er fyrsti fundur okkar Don Brandt mér enn í fersku minni. Það var drepið á dyr hjá mér og þar stóð fremur hávaxinn miðaldra maður, góðlátlegur, með skegghýjung og bjart yfirbragð. Hann laut höfði, heilsaði hæversklega og bar upp er- indi sitt af varfærni, málhreimurinn var amerískur. Gesturinn var að leita eftir verkefni; gæti lesið hand- rit eða prófarkir, hafði reynslu á því sviði. Vantaði ekki einhvern til að hlaupa í skarðið þegar sumarfríin hæfust? Þetta var að vori. Ég þakk- aði honum, sagðist mundu athuga málið, bað hann að líta inn í næstu viku. Þegar betur var að gáð reyndist staðan sú, að það gat komið okkur vel að geta sent prófarkir úr húsi næstu vikurnar. Vorum með útgáfu á ensku og prófarkalesarar, sem okkur hæfðu best, ekki á hverju strái í Reykjavík í þá daga. Taldi rétt að láta reyna á það hvernig sá ókunni reyndist okkur. Þegar Don Brandt birtist svo aftur fór hann út með prófarkabunka undir hand- leggnum. Það varð fljótlega ljóst, að mað- urinn var enginn viðvaningur: Hann hafði mjög næma tilfinningu fyrir texta, var nákvæmur og nostursam- ur, skilaði sínu jafnan fljótt og vel. Og reyndist þægilegur í öllum sam- skiptum. Því leið ekki á löngu þar til Don Brandt varð fastráðinn hjá Ice- land Review. Hann var nú kominn í starf á Íslandi og við öll mjög ánægð með nýja manninn í hópnum. Don var metnaðarfullur fyrir hönd útgáfunnar, mjög umhugað um að allur okkar texti væri í meira en góðu lagi. Og smám saman fór hann líka að skrifa greinar, sem hann vann af sömu alúðinni og ann- að. Við röbbuðum oft, samskipti okkar urðu mjög góð og traust. Hann var að nálgast tilveruna í þessu nýja landi, var orðinn fróður um margt og m.a. mjög áhugasamur um íslensk frímerki; meira að segja byrjaður að taka saman efni á því sviði. Annars var hann mátulega opinn, flíkaði ekki um of eigin högum í þá daga. Ég var heldur ekki hnýsinn, en skynjaði samt að einsemd hans utan vinnu var honum erfið um tíma. Því nefndi ég það eitt sinn, að hefði hann áhuga á að taka saman kver um íslensk frímerki fyrir okkar alþjóðlega lesendahóp skyldi ég gefa það út. Þetta gladdi hjarta hans mjög og frístundirnar urðu honum notadrjúgar. Á endanum varð úr þessu sérstæð og gagnmerk bók, sem ég gaf út. Og Don skrifaði síðar fleiri bækur um frímerki, sem gefn- ar voru út af öðrum. Ritstjórnin hélt áfram að stækka og útgáfan að þenjast út; okkur Don gafst æ sjaldnar tími til að rabba. Hann hafði verið hjá okkur í áratug þegar hann ákvað að kveðja og hefja sjálfstæða starfsemi. Mér þótti það mjög miður. Í útgáfustarfinu voru áfram margvísleg verkefni að fást við og eftir að hann hvarf úr hópn- um gerðist það ósjaldan, að ég sagði við sjálfan mig: Nú væri gott að hafa Don hér hjá okkur. Allt, sem hann tók að sér, var í öruggum höndum. Þegar Don Brandt er nú kvaddur er ég fullur þakklætis fyrir kynni okkar og einstakt samstarf og hugsa með hlýju til ættingja hans handan hafsins. Haraldur J. Hamar. Don Brandt  Fleiri minningargreinar um Don Brandt bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁRNI FRIÐGEIRSSON frá Þóroddsstað, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 26. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 3. júní kl. 13.30. Ingimar Árnason, Sigurlína Jónsdóttir, Kristín Ingimarsdóttir, Árni Ingimarsson. ✝ Elskulegur bróðir minn, SIGURÐUR KARLSSON frá Bjálmholti, sem lést miðvikudaginn 20. maí, verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju í Holtum laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Borghildur Karlsdóttir. ✝ Elskuleg systir okkar og mágkona, SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Syðstu-Fossum, kennari í Fránsta í Svíþjóð, er látin. Þeir sem vilja minnast hennar láti Krabbameinsfélög njóta þess. Þóra Stella Guðjónsdóttir, Sveinn Gestsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Snorri Hjálmarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINN HLÖÐVER GUNNARSSON, Andarhvarfi 11B, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 25. maí. Björk Níelsdóttir, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Gunnar Hlöðver Steinsson, Sissel Espedal, Ragnar Níels Steinsson, Margrét Silja Þorkelsdóttir, Guðmundur Steinn Steinsson og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSA SIGRÍÐUR HILMARSDÓTTIR, Akraseli 34, Reykjavík, lést þriðjudaginn 26. maí. Hans Kristinsson, Hilmar Hansson, Anna Hansdóttir, Hafdís Hansdóttir, Pálmi Dungal og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI SIGURÐSSON, Krossalind 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 26. maí. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 15.00. Sigurður Sveinn Snorrason, Hrefna Sigurjónsdóttir, Arnór Snorrason, Kristín Hallgrímsdóttir, Steinunn Snorradóttir, Jóhann Ísfeld Reynisson, Guðrún Margrét Snorradóttir, Þórarinn Alvar Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.