Morgunblaðið - 28.05.2009, Síða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
✝ Sigmundur Er-ling Ingimarsson
fæddist á Akranesi 1.
apríl 1982. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 22. maí sl.
Foreldrar hans eru
Ingimar Garðarsson,
f. 18.12. 1959, og
Anna Signý Árnadótt-
ir, f. 15.11. 1962.
Systir hans er Auð-
ur Inga, f. 26.11.
1985, unnusti Brynj-
ólfur Þór Jónsson, f.
16.3. 1978.
Sigmundur bjó á Akranesi til sjö
ára aldurs. Þá fluttist hann með
foreldrum sínum og systur til Búð-
ardals. Þar lauk hann grunn-
skólanámi og fór síð-
an í Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akra-
nesi 1999 og lauk
burtfararprófi af
starfsbraut 2003. Sig-
mundur stundaði
trommunám við Tón-
listarskólann í Búð-
ardal og Tónlistar-
skóla Akraness. Hann
fluttist aftur á Akra-
nes með foreldrum
sínum 2001. Sigmund-
ur bjó alla sína tíð í
foreldrahúsum.
Útför Sigmundar Erlings fer
fram frá Akraneskirkju í dag, 28.
maí, og hefst athöfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku ömmustrákurinn minn.
Þessa erfiðu daga renna um hug-
ann minningar um ljúfan og góðan
dreng.
Hvar sem þú komst gafstu gleði og
góða strauma.
Þú áttir þinn samastað hér hjá
ömmu og komst hingað reglulega og
áttir hér þínar hefðir og venjur. Þegar
þú fórst í sund komstu fyrst til ömmu
og geymdir hjólið hjá mér. Komst svo
aftur og fékkst kannski hafragraut
eða kíktir í vísindabækurnar og
spjallaðir um allt hið merkilega sem
þar var að finna, svo var kannski kíkt í
tölvuna og leitað að einhverju lagi
sem þú hafðir heyrt af.
Þegar eitthvað bjátaði á var deg-
inum bjargað með heimsókn frá
Simma, um leið og þú gekkst inn og
sagðir „hæ amma“ með þinni ljúfu
rödd varð allt gott á ný.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt
þig að og hafa fengið að fylgjast með
þér vaxa og dafna, að sjá þig þroskast
á svo góðan hátt þannig að þú varðst
alltaf ljúfari og lærðir að þekkja bæði
hæfileika þína og takmörk.
Þú varst svo heppinn að eiga góða
foreldra og systur sem hvöttu þig allt-
af áfram til að gera allt það sem þig
langaði til og studdu þig til að vera
sem sjálfstæðastur.
Ég bið góðan Guð að styrkja þau á
þessum erfiðu tímum sem og alla sem
þótti vænt um þig og sakna þín.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Sigurlaug Inga Árnadóttir.
Einungis fallegar og hlýjar minn-
ingar koma upp í huga mér er ég
hugsa um Simma vin minn, frænda og
vinnufélaga.
Simmi var sannarlega hvers manns
hugljúfi og yndislegur í alla staði. Já-
kvæðni, brosmildi, hlátur og hlýja ein-
kenndu hann. Með þessum eiginleik-
um sínum hreif hann alla sem á vegi
hans urðu.
Við Simmi unnum saman, vorum
vinir og uppgötvuðum síðar skyld-
leika okkar á milli. Eftir það var ég
aldrei kölluð annað en frænka. „Hæ
frænka mín,“ bros og faðmlag voru
þær móttökur sem ég fékk á hverjum
vinnudegi. Móttökur sem ylja og
segja svo margt.
Um leið og ég fel Guði að taka
Simma minn í sinn faðm þakka ég fyr-
ir samfylgdina. Ég þakka Simma fyr-
ir allt það sem hann kenndi mér.
Farðu í friði elsku vinur, þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mér.
Foreldrum Simma, systur hans og
öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu
samúð.
Minningin um yndislegan mann
mun ylja okkur um ókomin ár.
Þín frænka,
Ásta Pála.
Elsku Simmi minn, þessu áttum við
ekki von á. Þú áttir svo margt eftir
ógert enda mikill lífskúnstner og
áhugamaður um lífsins gleðigjafir.
Þú varst loksins byrjaður að læra
að tromma eftir nótum hjá Bigga en
hingað til varstu búinn að heilla alla
upp úr skónum fyrir frábæran
trommuleik sem var þér nánast með-
fæddur. Þegar afi Dádi gaf þér sex
ára fyrsta trommusettið settist þú
bara niður og trommaðir, heillaðir
alla og hélst því svo áfram allt til enda.
Enda rosalega góður á trommur
eins og þú sagðir sjálfur.
Við eigum öll eftir að sakna þín svo
mikið. Enginn Bissi lengur.
Þegar Konráð Ari fór að tala var
nafnið þitt á meðal hans fyrstu orða;
mamma, pabbi og Bissi. Enda mynd
af þér á öllum ísskápum fjölskyldu-
meðlima, myndin af þér að tromma
með Mugison í Bíóhöllinni. Stoltið
okkar.
Ég hef alltaf verið svo stolt af þér,
svo stolt af því að eiga svona flottan
frænda.
Þú fannst hvar þínir hæfileikar
lágu og þú ræktaðir þá, falslaust og af
tærri lífsgleði.
Þín lífssýn og háttur er nokkuð sem
ég vil tileinka mér.
Að njóta lífsins og gera það sem er
skemmtilegt. Taka þátt í keppni, en
bara til að vera með. Ef maður vinnur
ekki þá sleppur maður við að taka
þátt í úrslitum og fær aukafrídag!
Þú auðgaðir líf margra með hlýju
viðmóti, fallegu brosi og hressileika.
Þú áttir þína rútínu í bæjarlífinu,
kíktir í kaffi hér og í blaðið þar áður
en þú mættir í vinnuna.
Þegar ég beið uppi á Skaga eftir að
Konráð Ari kæmi í heiminn kíktir þú
á mig á hverjum degi, einu sinni áður
en þú fórst í vinnuna, einu sinni eftir
vinnu og áður en þú fórst í sund og svo
kannski einu sinni aftur eftir sund og
þá borðuðum við saman hjá ömmu
Laugu. Þú hafragraut með kanil, ekki
ég.
Það er svo óraunverulegt að þú sért
farinn, svo ósanngjarnt. Við áttum
eftir að gera svo margt saman.
Hlökkuðum svo til þess að við flyttum
aftur á Skagann, nú gætum við loks-
ins stofnað hljómsveit, hist oftar, farið
á tónleika og talað um músík. Konráð
Ari gæti leikið við besta frænda.
Elsku besti frændi minn, við Benni
og Konráð Ari munum sakna þín mik-
ið en huggum okkur við þúsundir
góðra minninga um þig og allar okkar
góðu stundir saman.
Sigríður Árnadóttir.
Mig langar að skrifa nokkur orð um
hann Simma frænda minn. Það er erf-
itt að sortera út einhver atriði, því ein-
hvern veginn er það nú svo að allt sem
Simmi gerði skipti máli eða var fyndið
eða frábært eða snilld. Hann var góð-
ur í gegn og hafði þann eiginleika að
smita alla af góðsemd sem voru ná-
lægt honum. Hann var fáránlega
hress, alltaf í stuði og allt sem hann
gerði var frábært. Hann fór ekki í fót-
bolta nema að skora allavega eitt geð-
veikt mark eða senda sendingu sem
var snilld. Hann var snillingur í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur og
fannst allir vera snillingar í kringum
hann. Hvernig er hægt annað en að
vera í góðu skapi í kringum hann.
Simmi kunni að sjá það fallega, góða
og skemmtilega í öllu, án þess að
rembast neitt við það, tilveran var
bara geðveikt skemmtileg í hans aug-
um og allir góðir. Hann var traustur
vinur og góður, alltaf reiðubúinn að
hjálpa til við hvað sem var og bestur
var hann í því að spjalla um allt og
ekkert. Ég er sannfærð um að hann
er búinn að fara allavega einn hring,
þar sem hann er núna, og hitta alla
sem hann þekkti fyrir og kynnast
bunka af nýju fólki, búinn að stofna
nýja hljómsveit og tekur geðveik
trommusóló með rokkgoðunum sín-
um. Það voru forréttindi að fá að
kynnast honum og ég er betri mann-
eskja fyrir vikið. Söknuðurinn er mik-
ill. Við kveðjum nú Simma okkar,
elsku frænda.
Hjördís og Ingi.
Mikill höfðingi og heiðursmaður er
fallinn frá. Simmi okkar sem svo
skyndilega veiktist og varð ekki
bjargað hefur kvatt okkur allt of
snemma. Hvílík gæfa það var að hafa
átt hann að. Megum við þakka fyrir að
hafa kynnst þessum einstaka dreng.
Hann var sannur gleðigjafi hvar sem
hann kom, sá alltaf björtu hliðarnar
og hafði einstakt lag á að benda okkur
á þær. Ekki var hann nú burðugur til
að byrja með, þegar hann fæddist í
þennan heim, blámann var hann kall-
aður og hafði ekki krafta til að drekka
sjálfur, þurfti að notast við sonduna til
að nærast. Hún systir mín fékk það
verkefni aðeins nítján ára gömul að
eignast drenginn og er óhætt að segja
að þeim Ingimar hafi farist það ein-
staklega vel úr hendi, ásamt Auði
Ingu þegar hún hafði þroska til. Ekki
má heldur gleyma ömmunum og öf-
unum. Allir hjálpuðust að og ekki var
þess langt að bíða að drengurinn
braggaðist og komst á kreik. Þá kom
strax í ljós hversu einstök lund og
persónuleiki var á ferðinni. Aldrei
kvartað eða kveinað þó veikindi steðj-
uðu að, frekar stappað stáli í hina sem
hjá stóðu. Lífsins notið til hins ýtrasta
og hverrar gleðistundar notið. Hann
var einstaklega félagslyndur og hæf-
ur til mannlegra samskipta, öllum leið
vel nálægt honum. Fljótlega kom í
ljós hvað hann var músíkalskur og
fékk fyrsta trommusettið sitt 9 ára og
byrjaði strax að spila. Lærði hann í
tónlistarskólanum og spilaði við hvert
tækifæri. Ekki leið á löngu þar til
hann var farinn að spila með hljóm-
sveitum hvenær sem færi gafst.
Simmi var okkar ljós í lífinu, hvenær
sem maður hefur ástæðu til að efast
um mannkynið þarf ekki annað en að
hugsa til Simma til að fá aftur trú á
því. Bara það að hafa átt slíka öðlinga
gefur okkur nýja von. Erum við óend-
anlega gæfusöm og þakklát fyrir að
hafa átt hann Simma að þennan tíma.
Takk fyrir okkur og guð og gæfan
fylgi ykkur, elsku systir, mágur og
Auður Inga.
Elín og fjölskylda.
Kæri frændi, þú varst besti vinur
minn og núna ertu farinn til Guðs. Ég
finn að það verður erfitt að finna jafn-
góðan vin og þú varst mér.
Þetta er allt svo skrítið og mér líður
ekki vel en er að reyna að vera sterk-
ur fyrir þig.
Við erum búnir að bralla mikið
saman og ætluðum að gera svo margt
í sumar. Núna hugsa ég svo mikið um
það sem við höfum gert saman eins og
ömmubúðirnar, stundirnar við að
horfa á enska boltann, ferðalögin hér
heima og erlendis, böllin og alls konar
skemmtanir sem við tókum þátt í.
Vorum alltaf langflottastir.
Á eftir að sakna þín mjög mikið, þú
varst mér sem bróðir.
Trommaðu trommusólóin þín fyrir
Guð og alla englana.
Þinn frændi og besti vinur,
Anton.
Meistari, snillingur, gullmoli, sólar-
geisli og gleðigjafi eru meðal þeirra
orða sem mest hafa verið notuð og
koma manni fyrst í hug þegar maður
hugsar um og reynir að minnast
Simma, kærs vinar og frænda sem nú
er fallinn frá. Við Simmi vorum ná-
frændur og góðir vinir og hef ég því
þekkt hann næstum alla mína ævi.
Fyrir nokkrum árum er ég bjó á
Akranesi, líkt og Simmi, eyddi ég
miklum tíma með þessum mikla
meistara og fékk að kynnast honum
mjög náið þar sem við hittumst nán-
ast daglega og eyddum miklum tíma
saman.
Það að umgangast Simma og fá að
kynnast honum voru forréttindi.
Hann var maður sem vildi það eitt að
fólki liði vel í kringum sig og gerði
hvað hann gat til þess að svo væri.
Það var alltaf stutt í brandarana og
hann hafði alltaf frá einhverju
skemmtilegu að segja. Simmi var
jafnframt sá allra jákvæðasti og
hressasti einstaklingur sem ég hef
þekkt. Honum fannst allir, nema þeir
sem voru vondir við aðra, skemmti-
legir og hafði aldrei neitt slæmt um
neinn að segja. Simmi hafði jafnframt
þau áhrif að gleði hans og jákvæðni
smitaðist yfir á þá sem í kringum
hann voru. Mér eru minnisstæðar
margar gleðistundir sem ég og aðrir
vinir mínir höfum átt með Simma,
sem urðu gleðistundir af þeirri einu
ástæðu að þeim var varið með honum.
Til marks um ótakmarkaða bjartsýni
og jákvæðni Simma er vert að minn-
ast þeirra tilvika sem Simmi var á
spítala. Ég man eitt skipti, af mörg-
um, sem Simmi hafði verið að keppa í
frjálsum íþróttum og hafði fengið
kúluvarpskúlu í hausinn. Ótrúleg
óheppni og mikil meiðsl sem hefði
gefið hverjum sem er ástæðu til að
hella sér í sjálfsvorkunn og nei-
kvæðni. Þegar ég heimsótti Simma á
spítalann var það samt alltaf sama
„Simma-brosið“ sem tók á móti
manni. Sömu sögu er að segja af því
þegar Simmi þurfti að leggjast inn á
spítala vegna stórrar aðgerðar sem
Sigmundur Erling
Ingimarsson
Lokað
verður í dag, fimmtudaginn 28. maí, vegna útfarar
EINARS JÓNASSONAR.
Hitastýring hf.
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar og ömmu okkar,
BJARNDÍSAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Dísu frá Eilífsdal í Kjós,
Bugðulæk 20,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 4. maí.
Karl Kristinsson,
Perla Dís Kristinsdóttir,
Birta Líf Kristinsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHILDUR E. LEVY
ljósmóðir
frá Katadal,
verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju
laugardaginn 30. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök
Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga.
Ögn Levy Guðmundsdóttir,
Benedikt Jóhannsson,
Sigurður Ingi Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR
BACHMANN,
Grænumörk 5,
Selfossi,
fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 29. maí
kl. 13.30.
Ingi Kr. Stefánsson, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir,
Fjóla Bachmann, Vígsteinn Gíslason,
Guðlaug Bachmann, Þórhallur Árnason,
Rósa Bachmann, Sigurgeir Aðalsteinsson,
Inga Lára Bachmann, Ólafur Haraldsson,
Jónína Bachmann, Eyþór Geirsson,
Halldór Bachmann, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
EINAR JÓNASSON,
Hlíðargerði 10,
Reykjavík,
sem lést 13. maí, verður jarðsunginn frá Seljakirkju
í dag, fimmtudaginn 28. maí kl. 13.00.
Árdís Guðmarsdóttir,
Guðmar Einarsson, Elín Úlfarsdóttir,
Sigríður Einarsdóttir,
Einar Örn Einarsson, Tinna Brá Baldvinsdóttir,
Eydís, Elísa, Birgitta Björg, Jónas,
Árdís Freyja og Indriði Hrafn.