Morgunblaðið - 28.05.2009, Side 25
hann undirgekkst. Hann var mjög
máttfarinn og veikur en samt var það
alltaf sama kærleiksríka brosið sem
tók á móti manni. Þrátt fyrir að vera
mjög máttfarinn og veikur í þessi
skipti var hann alltaf til í að spjalla um
heima og geima, Queen diskinn sem
hann var að hlusta á, hvaða trommur
hann langaði að fá sér og hvaða tón-
leikar væru næst á dagskrá.
Allir sem ég þekki, sem þekktu
Simma, hafa sömu sögu að segja um
hann. Hvað hann var brosmildur,
yndislegur og góðhjartaður. Allir
kannast jafnframt við þau áhrif sem
hann hafði á fólk þar sem jákvæðni
hans, bjartsýni og góðmennska smit-
aðist yfir á alla sem hann umgekkst.
Mig langar að láta fylgja með ljóð eft-
ir Jóhönnu Kristjánsdóttur frá
Kirkjubóli sem er lýsandi fyrir
Simma og hversu stórt skarð hann
skilur eftir sig hjá öllum sem hann
þekkti og mannlíf Akranesbæjar:
Góðum mönnum gefin var
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
(J.K.)
Að lokum langar mig að kveðja þig,
elsku frændi minn og vinur. Ég mun
alltaf muna eftir þér og ég mun alltaf
sakna þín. Þú hafðir stórkostleg áhrif
á líf mitt og ég mun búa að vinskap
okkar ævilangt.
Þinn vinur og frændi,
Árni Freyr Árnason.
Elsku Simmi. Þú komst inn í okkar
líf 16 ára gamall þegar þú fórst í fram-
haldsskóla og fluttir til okkar í Deild-
artúnið. Þú varðst strax eins og eitt af
okkar börnum. Tumi fór í leikskólann
og sagði öllum að hann væri búinn að
eignast bróður. Toppurinn var þegar
hann fékk að prófa trommukjuðana
þína á Macintoshdósinni.
Stuttu síðar spurðir þú hvort þú
mættir ekki bara segja mamma og
pabbi líka og það var auðsótt mál.
Ógleymanlegt er þegar hamsturinn
dó um vetur og þið settuð hann í
frystikistuna. Þegar voraði fóruð þið
út í garð og jörðuðuð hann og sunguð
Jesú bróðir besti.
Anna varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að hitta þig á öllum bocciamótum.
Alltaf komstu hlaupandi, kallaðir
„fósturmamma“ og hún fékk risaknús
og bjarta brosið þitt ljómaði um allt
andlitið. Ófá danssporin tókuð þið og
skemmtuð ykkur vel.
Við hittum þig síðast í byrjun maí,
þú varst svo glaður eins og þú reynd-
ar varst alltaf. Þið Anna dönsuðuð
lokadansinn og þú gafst henni rauða
rós. Það verður tómlegt á næstu mót-
um.
Elsku Simmi, þakka þér fyrir allt
sem þú kenndir okkur og gafst þessi
ár sem við áttum saman.
Anna Signý, Ingimar og Auður, við
samhryggjumst ykkur innilega. Þið
óluð upp yndislegan dreng sem var
heppinn að eiga ykkur.
Anna, Ari, Sunna og Tumi.
Til er fólk sem geislar frá sér þvílíkri
hlýju, þvílíkri góðvild, sem fylgir svo
mikil hóglát gleði, að ekki fer hjá því að
þú finnir í návist þess hvað það gerir
þér gott.
Þegar þetta fólk kemur inn í herbergi er
eins og borinn sé inn lampi.
(Henry Ward Beecher)
Simmi var sannarlega einn af þeim.
Hann leit oft inn hjá okkur í bókabúð-
inni á leið sinni til vinnu eða í „tónó“.
Hann sagði alltaf „bara fínt“, brosti
og meinti það og ekkert annað. Helst
vildi hann tala við Betu vinkonu en lét
hinar duga ef hún var ekki við. Við
hefðum vel þegið að heimsóknirnar
hans til okkar yrðu fleiri. Hann gaf
okkur birtu og gleði skilyrðislaust.
Við sendum fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur. Minningin um
Simma á eftir að lýsa okkur um
ókomnar stundir. Fyrir hönd stelpn-
anna í Eymundsson á Akranesi,
Elísabet Ósk.
Þegar ég sit hér og rifja upp minn-
ingar um hann Simma frænda minn
rennur upp fyrir mér að ég man aldr-
ei eftir sjálfum mér nema vita af
Simma. Allt mitt líf hefur þessi lífs-
glaða persóna gefið mér svo mikið að
maður getur aldrei endurgoldið það
að fullu. Hann hefur fylgt manni allar
götur síðan við bjuggum fyrir vestan
og alla leið hingað á Akranes. Því
verður það hlé sem við munum taka á
því að hittast fremur tómlegt. En þó
hefur maður lært það í gegnum árin
að lifa með föllnum félögum og ætt-
ingjum í hjarta sér og mun nú hefjast
enn á ný sá lærdómur nú þegar
Simmi hefur kvatt okkur.
Síðustu dagar hafa verið virkilega
erfiðir og sérstaklega föstudagurinn í
síðustu viku þegar ég fékk þær fréttir
frá mömmu og pabba að Simmi
frændi hefði kvatt. Dagurinn var
virkilega erfiður en strax fóru að
renna upp fyrir manni skemmtileg
augnablik sem maður átti með hon-
um. Helgina fyrir andlátið hitti ég
Simma. Mig hefði ekki grunað að
þetta yrði síðasta skiptið. Við vorum
staddir í afmæli á Skrúðgarðinum.
Simmi sagði mér að hann hefði sko
aldeilis skemmt sér kvöldið áður með
frænda sínum þar sem þeir voru að
tromma og skemmta sér saman.
Oft þá skein þessi geisli sólar
bjartur eins og væri Hans eftirlæti.
Birtist ávallt bjartur og skær
líkt og boðskap hefði fagran að færa.
Sest nú að kvöldi sá geisli sólar
sem gaf með sinni nærveru kærleik og
ljós.
Bjart var það bros sem hug okkar fyllti
hlýju og birtu sem við búum nú að.
Skiptin sem ég hitti hann í fótbolta
inni í íþróttahúsi á Jaðarsbökkum eru
mér mjög kær því þar skemmtu þeir
Anton sér svo konunglega í fótbolta
að svoleiðis augnablik munu halda
áfram frá fyrsta degi að gefa manni
svo mikið. Að lokum vil ég þakka
Simma fyrir allar gleðistundirnar
sem maður fékk að njóta í hans návist
og ég og fjölskylda mín vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson.
„Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag,“ segir í kvæði Tómasar, því „einir
fara og aðrir koma í dag.“ Þannig
endurnýjar lífið sig í sífellu og þeir
sem gengið hafa götuna á enda hverfa
okkur sjónum. Sú staðreynd að
Simmi, þessi glaðværi og hlýi vinnu-
félagi, hverfur okkur sjónum er okkur
öllum mjög þung. Með sinni einstöku
nærveru gerði hann vinnustað okkar,
Fjöliðjuna, að betri stað. Hin ljúfa
minning um vin sem hafði að geyma
mikinn persónuleika hjálpar. Við
fengum að njóta hæfileika hans í tón-
list, leik og starfi. Næmi hans og leik-
ur á trommurnar hreif okkur eins og
alla þá sem á hann hlustuðu. Við störf-
in í vinnunni bar tónlist oft á góma og
fór ekki á milli mála að í Simma fór
mikill smekkmaður í tónlist. Nauðsyn
þess að viðhalda og bæta hæfileika
sína sem hljóðfæraleikari var oft
rædd en í starfsmannahópnum er
áratuga reynsla í hljóðfæraleik.
Snemma vetrar kom ánægjulegt
símtal í Fjöliðjuna þar sem spurt var
hvort það væri í lagi að þáttagerðar-
fólk Kastljóss kæmi í heimsókn og
myndaði Simma við störf sín. Ætlunin
væri að fylgja honum í leik og starfi
og fjalla um það að hann hafði m.a.
spilað með tónlistarmanninum Mug-
ison í Bíóhöllinni á Akranesi. Þjóðin
fékk svo að sjá afraksturinn af þessari
ánægjulegu heimsókn til Simma og
fjölskyldu hans í Kastljósþætti í vet-
ur.
Hver dagur í vinnunni með Simma
var okkur gefandi. Hvort sem það var
heimsókn Kastljóss eða persónuleg
samtöl hans við hvert og eitt okkar.
Nærvera hans og birtan sem honum
fylgdi var einstök.
Í dag kveðjum við starfsmenn Fjöl-
iðjunnar þennan góða vin okkar.
Hans er og verður sárt saknað og
sendum við fjölskyldu Simma okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. samstarfsfólks í Fjöliðjunni,
Guðmundur Páll Jónsson.
Kveðja
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svefnsins draumar koma fljótt.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Kæru Ingimar, Anna Signý og
Auður Inga, harmur ykkar er mikill
við fráfall Simma, góður drengur
með stórt hjarta og bjarta ásýnd,
sannur gleðigjafi. Erfitt er að færa í
orð þann harm sem að manni sækir
við svo ótímabært fráfall góðs
drengs. Það sem kemur upp í huga
mér þegar ég hugsa til baka um
drenginn ykkar er bjart bros, gleði
og gæska en líka hafragrautur og
malt. Ég held að Simmi hafi verið
sendur til okkar á jörðina til að kenna
okkur að það er ekkert sjálfgefið í
þessum heimi og til að meta hvað
skiptir máli í lífinu og hvað ekki. Ein-
lægni í framkomu og fasi sem ein-
kenndi Simma er öllum til eftir-
breytni. Ég vil að lokum þakka
Simma fyrir þá birtu og gleði sem
hann færði inn í mitt líf og minnar
fjölskyldu. Guð geymi þig Simmi
minn í faðmi sínum og seinna heyr-
umst við og sjáumst.
Kæru Ingimar, Anna Signý og
Auður Inga innilegar samúðarkveðj-
ur og megi góður Guð hugga ykkur
og styrkja á þessum erfiðu tímamót-
um.
Hulda Eggertsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Simmi minn.
Það eru algjör forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér og djúp spor
sem þú skilur eftir þig. Nærvera þín
var svo ljúf og einkenndist af svo
mikilli gleði, jákvæðni og hlýju. Þú
varst svo ánægður með lífið og til-
veruna. Einstaklega samviskusamur
og góð fyrirmynd. Algjör poppari, og
snilldartrommari. Þeir verða tómleg-
ir dagarnir í vinnunni að hafa þig
ekki, vinurinn minn. Það var svo
notalegt þegar þú komst inn til mín í
hverjum kaffitíma og pásum og sýnd-
ir mér hvað vöðvarnir höfðu stækkað
mikið frá því daginn áður eftir allan
hafragrautinn sem þú varst búinn að
borða og spjallaðir við mig um það
sem þú varst að fara að gera hverju
sinni og ljóminn í augunum leyndi sér
ekki eins og þegar þú varst að fara í
jeppaferðirnar með 4x4, spila með
Mugison, Kastljósþátturinn með þér,
og allt sem sneri að fjölskyldunni
þinni, sem var þér mjög kær. Takk
fyrir allt Simmi minn. Guð gefi fjöl-
skyldu þinni og öðrum ástvinum þín-
um styrk á erfiðum tímum. Þín vin-
kona
Selma Sigurðardóttir.
Fleiri minningargreinar um Sig-
mund Erling Ingimarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN.
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Húsnæði í boði
Til leigu þriggja herbergja íbúð
á tveimur hæðum í miðbænum 101.
Leiga 80.000 krónur, fyrirframgreiðsla
80.000 krónur, trygging einn mán.
Hentar vel tveimur einstaklingum
Meðmæli skilyrði. Upplýsingar í síma
561 4467 og 553 5124.
Atvinnuhúsnæði
Við Síðumúla eru til leigu tvö 100 fm
skrifstofuhúsnæði sem hægt er að
sameina í eitt húsnæði, í mjög góðu
standi. Uppl. í síma 896-8068.
Húsnæði óskast
Reglusamur, reyklaus og góður
leigjandi
Ég er 24 ára kona sem leita að ein-
staklingsíbúð í Vestur-, mið- eða
Austurbænum. Hámarksleiga 90.000
(allt innifalið). Vinsamlegast hringdu í
s: 695 7263 ef þér líst á þetta.
Húsnæði óskast, pnr. 101 eða 107
Norðm. reyklaust par v/Háskóla Ísl.
1.8.09 - 1.7.10, vantar 3ja herb. íb. m.
húsg. og sturtu. Vinsaml. sendið
símanr. m. SMS í 0047-98 64 82 77
Einnig E-mail með upplýsingum á
gunhildrf@hotmail.com
Atvinnuhúsnæði
Til leigu 416 fm atvinnuhúsnæði
með 16 fm millilofti og glæsilegri
aðstöðu fyrir framan, gott auglýs-
ingagildi á besta stað við Smiðjuveg.
Tvær stórar innkeyrsludyr og 5 metra
lofthæð, 2 bílalyftur, loftpressur og
fleira getur fylgt. Hentar vel undir
bílaverkstæði eða þess háttar.
Uppl. í s. 820 5207.
Hárgreiðslustofa / verslunar-
húsnæði
til leigu. Staðsett í 101, góð leigukjör.
Sími 588-7432 eða 848-2182.
Sumarhús
Sumarbústaðaland til sölu
Sölusýning á laugardag kl. 13-16 í
landi Kílhrauns á Skeiðum. Kalt vatn,
sími og rafmagn að lóðarmörkum.
Verið velkomin. Hafið samband í síma
824 3040 eða 893 4609.
www.kilhraunlodir.is
Rotþrær-siturlagnir
Heildarlausnir - réttar lausnir.
Heildarfrágangur til sýnis á staðnum
ásamt teikningum og leiðbeiningum.
Borgarplast, www.borgarplast.is
s. 561 2211 - Völuteigi 31 -
Mosfellsbæ.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Iðnaðarmenn
Pípulagningaþjónusta
Jónas pípulagningameistari.
S: 896-0074.
Námskeið
Byrjendanámskeið í tennis
Skemmtileg byrjendanámskeið í
tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar-
skráning hafin. Tíu tíma námskeið.
Upplýsingar í síma 564 4030 og á
tennishollin.is
Til sölu
Tékkneskar og slóvenskar
gæða gjafavörur á góðu verði.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Verslun
Freemans - póstverslun
Freemanslistinn er yfir 1200 bls.
Þægilegur verslunarmáti, góð verð.
Pöntunarsíminn er 565 3900 eða
www.freemans.is
Ath. listinn er frír út júní.
Óska eftir
KAUPI GULL
Ég Magnús Steinþórsson, gull-
smíðameistari er að kaupa gull,
gullpeninga og gullskartgripi og
veiti ég góð ráð og upplýsingar.
Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og
illa farið. Upplýsingar hjá
demantar.is og í síma 699-8000,
eða komið í Pósthússtræti 13.
Bókhald
Bókhald - Framtöl
Framtals- og bókhaldsþjónusta -
VSK uppgjör, stofnun EHF. erfðarfjár-
skýrslur o.fl. Sanngjarnt verð.
Uppl. í s. 517-3977.
Ýmislegt
People wanted for photographic
project
People wanted to pose for photo-
graphy project. Must be available
some weekends. Aged 21-100,
everybody welcome.
tony@icelandaurora.com &
hanna@icelandaurora.com
Blómaskór. Margir litir.
Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 44.
Sími 562 2466.