Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 28
28 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Deilur um fyrningarleið eruharðar og virðast harðna með hverjum deginum. Víkverji hefur ekki tekið endanlega afstöðu en hef- ur verulegar efasemdir um að fyrn- ingarleiðin sé réttlát. Hvað um þá sem hafa þurft að kaupa allan sinn kvóta? x x x Þrátt fyrir Víkverji hafi veru-legar efasemdir um fyrning- arleiðina vill svo sérkennilega til að hann var, þar til fyrir mjög skömmu, búsettur í Austurbænum og þar með í pósthverfi 101 í Reykjavík. Búseta þar virðist skipta höfuðmáli í þessu samhengi, að minnsta kosti telur þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson að svo sé. Fyrir stuttu skrifaði Tryggvi Þór pistil á vefsíðu sína og taldi upp þá bæi hverra bæjarstjórnir hefðu lagst gegn fyrningarleiðinni. Svo varð hann kaldhæðinn og skrifaði: „En verum ekki að hlusta á þetta pakk – við í 101 erum handhafar réttlætisins og við vitum betur!“ Víkverji frábiður sér svona póst- númeradylgjur. Skoðanir fara alls ekki eftir póstnúmerum. Það ætti að nægja að benda á að samkvæmt þjóðskrá er hinn ágæti þriðji þing- maður Norður-Reykvíkinga, Illugi Gunnarsson, einmitt búsettur í pósthverfi 101. Og ekki styður hann fyrningarleiðina. Dylgjur sem þess- ar eru afar þreytandi og Víkverji þekkir engin dæmi um álíka skæt- ing í garð annarra borgarhverfa. x x x Fólk sem býr í pósthverfi 101hefur misjafnar skoðanir á fyrningarleiðinni enda ekki við öðru að búast. Málið er líka umdeilt í öðr- um pósthverfum borgarinnar, m.a. í Vesturbænum, þ.e. meðal þeirra sem búa í pósthverfi 107. Í því hverfi býr formaður Samfylking- arinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, sem styður fyrningarleiðina. Svo vill til að lögheimili níunda þing- manns Norðausturkjördæmis, Tryggva Þór Herbertssonar, er í sama pósthverfi. Samt eru þau á öndverðum meiði í þessu máli. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ræma, 8 fram- kvæmir, 9 þakin sóti, 10 vindur, 11 deila, 13 sár, 15 sorgar, 18 kátt, 21 ílát, 22 koma að notum, 23 heiðursmerki, 24 tröl- lasúra. Lóðrétt | 2 flatarmáls- einingin, 3 gabba, 4 glögga, 5 kæpum, 6 ótta, 7 guð, 12 læri, 14 reyfi, 15 kúla, 16 fara með þvætting, 17 fiskur, 18 gort, 19 gróði, 20 grassvörður. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 letja, 4 þerra, 7 lyfti, 8 ársól, 9 nár, 11 görn, 13 ámur, 14 elfur, 15 fant, 17 sker, 20 hró, 22 getur, 23 sýpur, 24 nauts, 25 renna. Lóðrétt: 1 léleg, 2 tófur, 3 alin, 4 þrár, 5 risum, 6 aflar, 10 álfur, 12 net, 13 árs, 15 fúgan, 16 nettu, 18 kúpan, 19 rorra, 20 hrós, 21 ósar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Farðu vel yfir fyrirmæli sem þér berast frá yfirboðurum og foreldrum því mikill misskilningur er á ferðinni. Annars kynni tækifærið að glatast. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er bara mannlegt að einblína á galla annarra til þess að upphefja sjálfan sig, en þú getur reynt að streitast á móti. Einblíndu á aðalatriðin. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert fullur af krafti sem nýtist þér til þess að koma þér áleiðis og ná árangri í dag. En þolinmæði þrautir vinn- ur allar og það mun sannast á þér í þessu tilviki. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Láttu ekki umkvartanir annarra tefja þig eða breyta starfsáætlun þinni heldur haltu þínu striki. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Aldrei skyldi hlutur dæmdur eftir umbúðunum. Hafðu augun opin fyrir nýj- um tækifærum og gættu þess bara að vera ekki of vandlátur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vinur reitir þig eilítið til reiði í dag, kannski er hann ýtinn eða fer fram með offorsi. Með gáfum þínum og skemmtileg- heitum laðar þú fólk að þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú átt ekki að sitja á hugsunum þín- um. Lykilatriði er að greiða úr skipulag- inu frá degi til dags. Einnig kemur til greina að þú komist á snoðir um leynd- armál og verði illa brugðið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú gætir lent í óþægilegri að- stöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Ef þú berð ekki kennsl á vanda- málið gagnast það þér hins vegar ekkert. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er engin ástæða til að láta smáatriði standa í veginum fyrir því að til- skilinn árangur náist. Ef þú lætur aðra halda að þeir stjórni stjórnar þú þeim. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ef hlutirnir ganga ekki upp hættir þú ekki fyrr en þeir gera það. En þú getur ekki gefið þig til allra sem hafa áhuga á þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Sinntu hugðarefnum þínum líka og leggðu þig fram um að rækta lík- ama og sál. Vinir og vandamenn eiga í þér hauk í horni (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einhver varpar skugga á drauma þína um æðri menntun, útgáfu verka þinna eða ferðalög. Nú er mál að leggja þá pælingu í bleyti. 28. maí 1954 Ær á sauðfjárræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði bar fimm lömbum, sem öll lifðu. Tíminn sagði þetta vera „nær algjört ef ekki algjört einsdæmi hér á landi“. 28. maí 1961 Þórólfur Beck skoraði fimm mörk í fyrstu umferð Íslands- mótsins í knattspyrnu, sem var met, þegar KR vann ÍBA með sex mörkum gegn þrem- ur. 28. maí 1971 Saltvíkurhátíðin hófst. Um tíu þúsund ungmenni skemmtu sér á Kjalarnesi um hvítasunn- una í rigningu, á hátíð „friðar, sátta og samlyndis“. 28. maí 2008 Nemendur Listaháskóla Ís- lands röðuðu 916 skópörum fyrir framan Dómkirkjuna í Reykjavík til að minnast þeirra sem látist höfðu í um- ferðarslysum síðan hægri um- ferð var tekin upp árið 1968. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Ingvar Þor- steinsson hús- gagnasmíða- meistari, Bakkastöðum 83, Reykjavík er átt- ræður í dag, 28. maí. Ingvar rak verslun og verk- stæði í um 40 ár, undir nafninu Ingvar og Gylfi sf. Ingvar og eiginkona hans, Steinunn Geirsdóttir, biðja vini og ættingja að gleðjast með sér á heimili sínu kl. 20 í kvöld. 80 ára Hanna Jón- asdóttir, Jörfa, Kolbeins- staðahreppi, verður áttræð á morgun, 29. maí. Hún tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Lindartungu frá kl. 16 á afmælisdaginn. 80 ára „VIÐ hjónin höldum fjölskylduhátíðina Stuð á Straumnesi næstu helgi, sem er í fjölskyldunni reyndar kölluð vitlausa helgin,“ segir Helgi Pét- ursson, tónlistarmaður, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í dag. Til útskýringar á nafngiftinni bendir hann á að Birna, eiginkona hans, fagni 56 ára af- mæli sínu á laugardag og á mánudag fagnar yngsti sonur þeirra hjóna 25 ára afmæli sínu, en þar er um að ræða Snorra úr Sprengjuhöllinni. Það sé því ljóst að mikið fjör muni ríkja hjá fjöl- skyldunni þessa hvítasunnuhelgi, en von er á um sextíu manns í fjóra orlofsbústaði sem Helgi hefur tekið á leigu í Straumnesi. „Við munum tæma bátaskýli þarna á staðn- um og grilla ofan í mannskapinn lambakjöt og kartöflur,“ segir Helgi og tekur fram að fastlega megi búast við því að afmælisgestir muni bítast um að taka lagið í veislunni, enda Helgi umkringdur tónlist- armönnum. Meðal þeirra má nefna Ágúst Atlason og Ólaf Þórðarson sem mynda Ríó Tríó ásamt Helga, Birgi Ísleif Gunnarsson í Motions Boys sem er tengdasonur hans, Daða Einarsson og Gissur, bróður Helga. „Ég er sannfærður um að framboðið af tónlistaratriðum verð- ur mun meira en eftirspurnin,“ segir Helgi og hlær. silja@mbl.is Helgi Pétursson tónlistarmaður 60 ára Stuð á Straumnesi Sudoku Frumstig 5 8 4 3 6 9 4 7 6 8 4 3 1 5 7 8 5 2 6 3 7 1 2 6 3 7 3 9 4 6 7 1 8 4 6 1 5 2 8 5 3 7 6 9 1 2 4 5 2 6 5 9 3 1 9 3 4 1 8 5 6 2 2 4 8 7 9 5 7 2 5 6 3 4 1 8 9 1 8 4 9 7 5 2 3 6 9 6 3 8 1 2 5 4 7 2 7 9 1 5 3 8 6 4 8 3 1 4 6 9 7 2 5 4 5 6 2 8 7 9 1 3 3 9 8 5 2 6 4 7 1 5 1 7 3 4 8 6 9 2 6 4 2 7 9 1 3 5 8 9 6 2 1 5 8 4 7 3 4 5 1 7 6 3 8 2 9 8 3 7 9 2 4 6 1 5 5 2 4 3 9 6 1 8 7 7 1 6 8 4 5 9 3 2 3 8 9 2 1 7 5 4 6 2 4 8 6 7 9 3 5 1 1 9 5 4 3 2 7 6 8 6 7 3 5 8 1 2 9 4 1 4 8 2 6 5 7 3 9 5 3 9 8 7 4 2 1 6 6 7 2 9 1 3 4 5 8 8 2 6 7 3 9 5 4 1 3 5 4 1 2 8 6 9 7 7 9 1 5 4 6 3 8 2 9 8 7 3 5 2 1 6 4 2 6 3 4 8 1 9 7 5 4 1 5 6 9 7 8 2 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þann- ig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Í dag er fimmtudagur 28. maí, 148. dagur ársins 2009 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 c6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Bf5 7. e3 Rbd7 8. Bd3 Bxd3 9. Dxd3 Bd6 10. O-O O-O 11. Hab1 De7 12. Dc2 Hfe8 13. a3 a5 14. Hfe1 De6 15. Bxf6 Rxf6 16. b4 b5 17. h3 De7 18. Db3 Re4 19. Hec1 f5 20. Re2 Hec8 Staðan kom upp í atskákeinvígi stórmeistaranna Varuzhan Akobian (2612) og Yuri Shulman (2632) sem lauk fyrir skömmu í Bandaríkjunum og hafði sá fyrrnefndi hvítt. 21. Hxc6! Df7 22. Hxc8+ Hxc8 23. bxa5 hvítur er nú með léttunnið tafl. Framhaldið varð eftirfarandi: 23…h6 24. Dxb5 Kh7 25. a6 Hb8 26. Dd3 Hxb1+ 27. Dxb1 Dc7 28. Re5 Da5 29. f3 Dxa6 30. Dc2 Dxa3 31. fxe4 Dxe3+ 32. Kf1 dxe4 33. Rc4 Dd3 34. Dxd3 exd3 35. Rxd6 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Örlögin. Norður ♠Á65 ♥Á8752 ♦DG86 ♣2 Vestur Austur ♠3 ♠42 ♥KG103 ♥94 ♦ÁK103 ♦97542 ♣KG106 ♣D987 Suður ♠KDG10987 ♥D6 ♦– ♣Á543 Suður spilar 6♠. Í árdaga sagna doblaði vestur opnun suðurs á 1♠ og trompar svo út gegn slemmunni. Sem er skynsamlegt með slíkan styrk í hliðarlitunum. Útspilið fækkar laufstungum í borði um eina og þar með slögum sagnhafa úr tólf í ell- efu. Hvar á nú að finna úrslitaslaginn? Það er borin von að spila að ♥D, en drottningin kemur hins vegar að góðu haldi sem hótun í upprennandi þvingun. Fyrsta verkið er að trompa tvö lauf: ♣Á er tekinn, lauf trompað, tígull stunginn heim og lauf trompað aftur. Síðan er ♦D spilað og síðasta laufinu hent heima. Þannig er talningin leiðrétt. Vestur á útgönguleið í laufi, en örlög hans eru þegar innsigluð – síðasta trompið þvingar hann til að sleppa hjartavaldinu. Útspilið var gott, en „eigi má sköpum renna“. Þessu spili var ætlað að vinnast. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.