Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 30
30 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is TIGER Woods gaf mér þessa peysu,“ segir Erró ósköp hversdags- lega á meðan verið er að ljósmynda hann yfir morgunkaffi á Hótel Borg. Kylfingurinn þekkir kunningja Errós og gaf honum peysuna þegar þeir sátu að snæðingi, var með fullan poka af Nike-golfpeysum. Erró kann vel við peysuna þó svo hann leiki ekki golf. Í dag kl. 18 verður opnuð sýningin Mannlýsingar í Hafnarhúsinu. Þar er lögð áhersla á mannlýsingamyndir listamannsins af þekktum ein- staklingum, lífs eða liðnum. Þá verð- ur einnig opnuð sýning á verkum ís- lenskra kvenna sem hlotið hafa viðurkenningu úr sjóði sem Erró stofnaði og kenndur er við móð- ursystur hans, Guðmundu S. Krist- insdóttur. Tíundi verðlaunahafi sjóðsins verður kynntur á sama tíma og Erró verður á staðnum. Hann seg- ist ekki ætla að opna sýninguna held- ur vera „á bak við safnstjórann“. Best á Formentera Það er ómögulegt að telja upp öll afrek þessa þekktasta myndlistar- manns Íslendinga, svo margar eru yfirlitssýningarnar, löndin sem hann hefur sýnt í, risaverkefnin sem hann hefur fengist við og sögufrægir lista- menn sem hann hefur umgengist og unnið með. Erró býr og starfar í Par- ís en fer oft til Spánar að vinna, á eyj- una Formentera. Þar segist hann vinna langbest, fá mestan frið. „Ég vakna um sexleytið, fer á vinnustofuna um sjöleytið, fer heim um áttaleytið. Dagurinn gengur á tíu mínútum,“ segir Erró og hlær þegar hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér í París. Hann vilji vinna einn en verði þó að hafa aðstoðarmenn þegar setja eigi upp stóra ker- amikveggi. Það er alltaf nóg að gera, margar sýningar á döfinni og verk- pantanir sem þarf að sinna. Forvinnan skemmtileg „Við erum að gera stóran vegg fyr- ir utan París, í háskóla, 40 metra langan og fimm metra háan. Hann verður um málshætti,“ segir Erró þegar hann er beðinn um dæmi um verkefni sem liggja fyrir. Hann muni taka á umfjöllunarefninu með sínum kunnuglega evrópopplistarstíl. Þar ægir öllu saman, teiknimynda- og sögupersónur koma saman í kraft- miklum klippimyndastíl. Forvinnuna, klippimyndirnar, vinnur Erró á Spáni. Þar hefur hann sankað að sér efni og reynir að finna myndasyrpur en í þeim geta verið allt að 100 myndir. „Þetta er skemmtileg- asta vinnan að vissu leyti, þetta eru orginalarnir svo málverkin verða bara kópíur. Það breytist svo mikið þegar þetta kemst upp á léreft.“ Mál- verkin stóru málar Erró hins vegar á vinnustofu sinni í París. Þú hlýtur að vera mikill aðdáandi teiknimyndasagna? „Ég les aldrei þessar bækur,“ seg- ir Erró og hlær, bendir svo á að í Bandaríkjunum séu seldar 250 þús- und teiknimyndabækur á dag. „Það er lygilegt,“ segir hann brosandi. Ég á stundum dálítið erfitt með að átta mig á tengingum í verkunum þínum. Ég var t.d. að skoða málverk þar sem Maó formaður og Marilyn Monroe koma saman. Hvernig tengj- ast þau? „Þetta er hér um bil tilviljun, eins og í draumi hjá mér. Þegar ég vinn klippimyndirnar og set saman mis- munandi myndir þá veit ég ekki hvað ég er að gera að vissu leyti. Svo skoða ég það í enda dagsins og næsta dags kannski og stundum nokkrum árum seinna. Ég tek upp gamlar klippi- myndir og finn að þetta er nothæft, myndi passa með öðru.“ Ég ímynda mér að þú hrökkvir í gang að morgni, sért á fullu að vinna allan daginn og vitir svo ekki alveg hvað gerðist þegar vinnudegi lýkur. Er það rétt? „Alveg rétt, mhm,“ svarar Erró í miðjum kaffisopa. Gaman að vinna með börnum Verk Erró virðast höfða til ís- lenskra barna og unglinga, enda teiknimyndaleg í grunninn. Erró er mjög ánægður með þær vinsældir enda hefur hann m.a. unnið að list- sköpun með skólabörnum á eyjunni Réunion-eyju í Indlandshafi. Af- rakstur þess samstarfs er verkið „Mil masques“ sem hann setti upp á eyj- unni. Þú hefur ekki hugsað þér að gera eitthvað svipað á Íslandi? „Það væri nú gaman, að sjá hvað skeður. Ég verð að tala við Hafþór (Yngvason, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, innsk.blm.), þetta er góð hugmynd. Verðum bara að setja það af stað,“ segir Erró og er greini- lega áhugasamur. „Er ekki best að fara í skólana?“ spyr hann svo blaða- mann sem segir það hljóma vel. Að lokum, sérðu eftir einhverju á listferlinum? „Ég held ekki, ég hef verið mjög heppinn. Með vinnu, með konur og með líf. Með allt saman,“ segir Erró og sér ekki eftir neinu. Les ekki myndasögur Morgunblaðið/Eggert Erró Í golfpeysunni góðu frá Tiger Woods, í kaffi á Hótel Borg. Hann segist hafa verið mjög heppinn.  Myndlistarmaðurinn Erró verður viðstaddur opnun á sýningunni Myndlýs- ingar í Hafnarhúsi í dag  Hefur áhuga á því að vinna með íslenskum börnum LEIÐSÖGN um sýningar Jón- ínu Guðnadóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur verður kl. 18 í dag í Hafnarborg. Þar er tveimur kynslóðum listamanna teflt saman en hvor um sig er mótuð af sterkum tíðaranda og aðstæðum sem hafa áhrif á fer- il þeirra og sköpun. Í frétt frá Hafnarborg segir að í verkum kvennanna mæti jarðbundinn og efnislegur heimur leirs og lands, huglægum og fíngerðum heimi þar sem form og frásögn eru fléttuð saman í sterka heild. Sýningarnar tvær eru samtal tveggja kynslóða sem mótaðar eru af ólíkum aðstæðum. Myndlist Leiðsögn um sýn- ingar í Hafnarborg Guðný við eitt verka sinna. LEIKRITIÐ Mistero Buffo með Ramesh Meyyappan verður sýnt á döff-leiklistarhátíðinni Draumum 2009 í kvöld kl. 20 í Kassanum, Þjóðleik- húsinu. Í frétt frá hátíðinni segir að með sinni einstöku kómísku og sjónrænu frá- sagnarlist færi Ramesh Meyyappan áhorfandanum sjónræna leikgerð af hinni dularfullu gamansömu sögu Dario Fo. Í leik- gerðinni er drykkjumaðurinn hinn venjulegi mað- ur sem dæmdur er af sjálfumglöðum engli fyrir það eitt að vilja njóta lífsins. Meyyappan er sjálfur leikari, leikstjóri og höfundur leikgerðar. Leiklist Döffaður Dario Fo í Þjóðleikhúsinu Ramesh Meyyappan EDDAN: The Invicible Sword of the Elf Smith verður frum- flutt í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30, og er þar um heims- frumflutning að ræða. Höf- undur er Mats Wendt. Verkið verður flutt í gegnum tölvur og geta gestir valið hvaða þætti þeir vilja hlusta á sem kemur sér vel því verkið er 16 klukku- tímar í heild sinni og hefur Mats unnið að smíði þess í 9 ár. Steindór Andersen kveður úr Hrafnagaldri Óð- ins og Bjarki Sveinbjörnsson ræðir við tónskáldið um tilurð verksins. Hægt er að hlusta á verkið í allt sumar í skálanum, austan megin við húsið. Tónlist Ósýnilega sverðið í Norræna húsinu Steindór Andersen Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is EINHVERN tíma var það haft eftir Gennadí Rosdestvenskí, hljómsveitarstjóranum rússneska, að sinfóníuhljómsveitir væru betri eftir því sem norðar drægi á hnettinum. Með fylgdi, að þess vegna langaði hann að koma til Reykjavíkur til að stjórna Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Skömmu síðar var ákveðið að hann kæmi hingað vorið 1996 til að stjórna hljómsveitinni, en þessi stórstjarna meðal rúss- neskra hljómsveitarstjóra forfall- aðist, og ekkert varð úr komu hans. En nú er tækifærið langþráða upp runnið, því Rosdestvenskí stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum á vegum Listahátíðar í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Vinur Sjostakovits Rosdestvenskí hefur lengi verið stórt nafn meðal hljómsveit- arstjóra heims- ins, og óhemju atorkusamur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann stjórnaði Hnotubrjót Tsjaíkovskís í Bolshoi-leikhúsinu, höfuðvígi óp- erutónlistarinnar í Rússlandi, en í Bolshoi átti hann síðar meir eftir að verða allsráðandi sem listrænn stjórnandi. Rosdestvenskí man tímana tvenna í Rússlandi. Hann var ná- inn samstarfsmaður Prokofijevs og Sjostakovits og þeir tileinkuðu honum verk sín í virðingarskyni við ótvíræðar gáfur hans. Rosdestvenskí heiðrar minn- ingu vinar síns Sjostakovits á tónleikunum í kvöld, þar sem hann stjórnar Leningrad- sinfóníunni, sem var samin á þeim miklu hörmungartímum þegar Þjóðverjar sátu um borg- ina í 900 daga og um milljón manns lét lífið úr hungri og kulda. Rosdestvenskí er ekki einn á ferð, því eiginkona hans, Viktoria Postnikova, sjálf heimsþekktur píanóleikari, verður í einleiks- hlutverkinu í seinna verkinu á tónleikunum, hinum ægifagra pí- anókonsert í c-moll eftir Mozart. Norðlægar hljómsveitir eru betri Gennadí Rosdest- venskí stjórnar Sinfóníunni í kvöld Rosdestvenskí Þykir sérvitur og stjórnar ekki frá palli en gengur um. Viktoría Postnikova Hún er lágstemmd- ari einhvern veg- inn, … kannski aðeins súrari 32 » Listfræðingurinn Danielle Kvaran er sýningarstjóri sýningarinnar Mannlýsingar og ritstjóri nýrrar bókar sem kemur brátt út í tengslum við hana. Sýningin er af- mælissýning, haldin í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Erró gaf Reykjavíkurborg mikilvægt safn verka sinna og skjala. Í inngangi bókarinnar lýsir Dani- elle mannlýsingum Errós m.a. þannig: „Mannlýsingar Errós sprengja ramma allra skilgreininga og uppröðunar. Þær eru mismun- andi stórar, ólíkar að myndskrift, tóni og byggingu, þær gera ýmist að upphefja persónu fyrirmynd- arinnar eða gagnrýna, ellegar nálg- ast þær viðfangsefnið á hlutlausan hátt, nánast eins og heim- ildamyndir, stundum hins vegar með pólitískari hætti og beita þá ír- óníu, skopstælingu, satíru og myndskáldskap. Portrettmyndirnar geta ýmist verið byggðar á tveimur, þremur, fjórum aðalmyndum eða myndbrotum eða miklu fleiri og þessar myndir geta verið í sama stíl eða alls ekki. En þær eiga það sam- eiginlegt, að endurskrifa sögur, bæði einstaklinga og samfélags- legar sögur með því að nota myndir sem eru þegar til en setja þær í nýtt samhengi.“ Sýningin verður í tveimur sölum Hafnarhússins. Sprengja ramma allra skilgreininga Wagner Ein af myndlýsingum Errós, frá árinu 1974. Frekari upplýsingar á: www.listasafnreykjavikur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.