Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 33
Menning 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Það er sniðug stikla á You-Tube er ber söguþráð nýj-ustu Star Trek-mynd-
arinnar saman við fyrstu
Stjörnustríðsmyndina. Skjánum er
skipt í tvennt og sýnt úr báðum
myndum á meðan ungæðisleg
rödd þylur eftirfarandi söguþráð:
„Myndin byrjar á því að lítið geim-
skip verður fyrir árás stærra
geimskips. Næst kynnumst við
ungum og uppreisnargjörnum
sveitapilti er hefur búið með stjúp-
foreldrum sínum og dreymir um
ævintýri í geimnum. Svo hittir
pilturinn eldri vitring sem þekkti
föður hans sem reynir svo að
lokka hann með sér í glæfralega
geimför. Næst er skemmtileg sena
þar sem sveitapilturinn fer á bar
troðinn geimverum. Seinna fer
hann svo í björgunarleiðangur
með persónu sem hann fyrst þolir
ekki … en verður svo hans besti
vinur. Saman sprengja þeir hið
illa, risavaxna geimskip er getur
rústað heilum plánetum. Myndin
endar svo á glæsilegri verðlauna-
athöfn.“
Glöggir lesendur, er hafa séð
fyrrnefndar myndir, sjá að þessi
lýsing getur átt við þær báðar. Þó
svo að tónn og yfirbragð nýju Star
Trek sé nær Stjörnustríði en áður
eru þær í kjarna sínum afar ólík-
ar.
Undirritaður þorir að fullyrðaað það sé beinlínis hættulegt
að rugla þessum tveimur heimum
saman vilji menn ekki blóðug átök
„trekkara“ og „Jedi-riddara“ á
bílaplaninu fyrir utan Nexus við
Hverfisgötu. Í áraraðir hefur
nefnilega ríkt eins konar „Duran
Duran gegn Wham“-pirringur á
meðal hörðustu aðdáenda þessara
fylkinga. Eins og við sáum í Kast-
ljósi um daginn hittist fólk í
Reykjavík á laun, uppklætt í bún-
inga Stjörnuflotans, til þess að
lesa upp úr biblíunni á tungumáli
Klingona … (í alvöru … svaðilfarir
Jesú voru gefnar út á klin-
gónsku!). Hugmyndafræði Jedi-
riddaranna úr Star Wars hefur
svo verið gerð að opinberum
trúarbrögðum í Bandaríkjunum!
Það er því óhætt að fullyrða að
báðar fylkingar hafi haft afger-
andi áhrif á líf dagdreymandi
fólks víðs vegar á plánetunni jörð.
En hver er helsti munurinn áallri þessari vitleysu og af
hverju rekast hóparnir á?
Rökin hljóða yfirleitt eins: Jedi-
riddarar kvarta yfir öllu háfleyga
tækniþvaðrinu í Star Trek („prep-
are the Red-matter!“) og þeirri
staðreynd að allar verur í geimn-
um eru í laginu eins og mann-
skepnan og tala ensku. Trekkarar
kvarta yfir tilfinningalegum flækj-
um („Luke, I … am your father!“)
og notkun galdra („Use the force,
Luke!).
Þegar allt kemur til alls má
þess vegna skrifa þennan ágrein-
ing á árekstur tveggja andstæðra
póla; hins huglæga og hins áþreif-
anlega. Trekkarar laðast að röð
og reglu, trúa á yfirburði manns-
ins og að allt megi útskýra (ensk-
an er t.d. þýdd með litlum tölvum
í eyrum fólks ) með vísindum.
Þannig er sjálf tilvist Guðs út-
skýrð á afar áþreifanlegan og vís-
indalegan hátt í kvikmyndinni
Star Trek V: The Final Frontier.
Þema Star Wars er fyllt meiri
dulúð. Jedi-riddarar kjósa að trúa
á æðri mátt framar mannlegum
yfirburðum. Þeir lúta kaótískum
lögmálum náttúrunnar og með
andlegri iðkun geta þeir öðlast
hugarró er gefur þeim dýpri skiln-
ing til þess að nýta sér hinn óá-
þreifinlega og óútskýrða kraft er
býr í öllu. Svart og hvítt er hægt
að sjá þetta þannig: Guðlaus rök-
hyggjan ræður ríkjum í Star Trek
en Guð (æðri „máttur“ – the force
– eða hvað sem þú vilt kalla hann)
í Stjörnustríði. biggi@mbl.is
Munurinn á Star Trek
og Star Wars
AF LISTUM
Birgir Örn Steinarsson
» Þegar allt kemur tilalls má þess vegna
skrifa þennan ágreining
á árekstur tveggja and-
stæðra póla; hins hug-
læga og hins áþreif-
anlega.
Star Trek Spock er birtingarmynd hins rökræna og áþreifanlega.
Star Wars Yoda er birtingarmynd
hins huglæga og óáþreifanlega.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið)
Frida... viva la vida (Stóra sviðið)
Vínland - athyglisverðasta áhugaleiksýningin 08/09 (Stóra sviðið)
Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð (Kassinn)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Fim 28/5 kl. 20:00
Fös 11/9 kl. 20:00 Frumsýn.
Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn.
Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn.
Fös 12/6 kl. 20:00
Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00
Fös 29/5 kl. 20:00
Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn.
Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn.
Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn.
Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn.
Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn.
Lau 6/6 kl. 14:00 U
Lau 6/6 kl. 17:00 U
Sun 7/6 kl. 14:00 U
Sun 7/6 kl. 17:00 U
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Fös 29/5 kl. 18:00 U
Lau 30/5 kl. 14:00 U
Lau 30/5 kl. 17:00 U
Fim 4/6 kl. 18:00 U
Fös 5/6 kl. 18:00 U
Lau 13/6 kl. 17:00 U
Sun 14/6 kl. 14:00 U
Sun 14/6 kl. 17:00 U
Sun 30/8 kl. 14:00
Sun 30/8 kl. 17:00
Í samstarfi við Draumasmiðjuna
Aðeins ein sýning, tryggið ykkur sæti í tíma
Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Sannleikurinn (Stóra sviðið)
Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið
Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið
Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið
Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið
Lau 18/7 kl. 19:00 stóra svið
Ökutímar (Nýja sviðið)
Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Ö
Síðustu sýningar.
Við borgum ekki – frumsýning 6. júní
Við borgum ekki (Nýja sviðið)
Uppsetning Nýja Íslands.
Fös 5/6 kl. 20:00 fors.
Lau 6/6 kl. 19:00 frums.U
Mið 10/6 kl. 20:00
Fim 11/6 kl. 20:00
Fös 12/6 kl. 20:00
Lau 13/6 kl. 20:00
Sun 14/6 kl. 20:00
Fim 18/6 kl. 20:00
Fim 28/5 kl. 20:00 U
Fös 29/5 kl. 20:00 U
Lau 30/5 kl. 20:00 U
Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU
Mið 3/6 kl. 20:00 U
Fim 4/6 kl. 20:00 U
Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasU
Lau 6/6 kl. 16:00 U
Lau 6/6 kl. 20:00 U
Sun 7/6 kl. 16:00 U
Fim 11/6 kl. 20:00 U
Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasU
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Sun 14/6 kl. 16:00 U
Fös 4/9 kl. 19:00 aukas
Lau 5/9 kl. 19:00 aukas
Sun 6/9 kl. 19:00 aukas
Fim 10/9 kl. 19:00 aukas
Fös 18/9 kl. 20:00 aukas
Lau 19/9 kl. 19:00 Ö
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.
Djúpið (Litla sviðið)
Fös 5/6 kl. 20:00 frums.
Lau 6/6 kl. 16:00
Fim 11/6 kl. 20:00
Fös 12/6 kl. 20:00
Fim 18/6 kl. 20:00
Fös 19/6 kl. 20:00
Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone!
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200
Takmarkaður sýningafjöldi
Fim 28/5 kl. 20:00 Ný sýnU
Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn U
Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö
Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö
Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
Fimmtudaginn 28. maí kl. 17
Laugardaginn 30. maí kl. 14
Dans og söngleikur fyrir börn á öllum aldri
Miðapantanir á lydveldisleikhusid@gmail.com
Miðar einnig seldir við innganginn
Nánari upplýsingar á www.this.is/great
TÆPUM þremur árum eftir að James Brown dó er loksins búið að deila
út dánarbúi hans. Fyrir tveimur árum hófst mikil lagadeila á milli eig-
inkonu hans og sex barna úr fyrri samböndum um hver ætti rétt á hverju
en dæmt var í málinu í gær. Samkvæmt dómnum fer um helmingur eigna
Brown í sjóð sem ætlaður er til góðgerðamála. Fjórðungur fer til eig-
inkonu hans og sonar þeirra en restin skiptist jafnt á milli hinna barna
hans.
Einnig kom fram í dómnum að fjölskyldu Browns beri skylda til þess að
koma uppi safni eða annars konar minnisvarða sem heiðrar minningu soul-
konungsins látna. Hugmyndir eru uppi um að opna hús hans fyrir almenn-
ingi og gera það að eins konar safni eins og Graceland varð eftir dauða
Elvis Presleys.
Eiginkona Browns, Tomi Rae Hynie Brown, kemur til með að hafa um-
sjón yfir sjóðnum. Hún segir að markmið hans verði að veita börnum fá-
tækra fjölskyldna styrki til menntunar.
Dæmt um
dánarbú Browns
James Brown Myndin er tekin á
tónleikum Browns í Laugardalshöll.
, ,