Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára X-Men Origins: Wolfe... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Crank 2 kl. 10:40 B.i. 16 ára Boat that rocked kl. 5:20 - 8 B.i. 12 ára X men Orgins Wolverine kl. 10 B.i.14 ára Draumalandið kl. 6 - 8 LEYFÐ Night at the museum 2 kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Angels and Demons kl. 6 - 9 B.i.14 ára Þú færð 5 % endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 HÖRKU HASAR! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “Spennandi, fyndin og hraðskreið út í gegn! Miklu betri en Da Vinci Code.” -T.V., - kvikmyndir.is -M.M.J., kvikmyndir.com 750k r. Ó.H.T., Rás 2 “Englar og Djöflar verður einn stærsti smellurinn í sumar“ - S.V., MBL 750k r. S.V. MBL Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! Frábær æv intýra gam anmynd í anda fyrr i myndar! Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! Vinsælasta myndiní heiminum í dag 750k r. 750k r. 750k r. „ Létt, notarlegt og fjölskylduvænt mótvægi við hasarmyndir sumarsins“ - S.V., MBL „ Létt, notarlegt og fjölskylduvænt mótvægi við hasarmyndir sumarsins“ - S.V., MBL Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 -10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 6 - 9 B.i.14 ára Boat that rocked kl. 6 - 9 B.i.12 ára Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG ÁKVAÐ að ég ætlaði ekki að taka þátt í þessari kreppu og halda áfram að róa fyrir mig og mína fjölskyldu. Bölmóðurinn er bú- inn að vera nægur hér á landi,“ nefnir Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari sem eina ástæðu þess að hann er að opna nýtt ljós- myndagallerí á Laugaveginum í dag. „Ég sé þetta bara sem tækifæri til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Það er nægt framboð af húsnæði á Laugaveginum núna og leigan brot af því sem áður var svo mér fannst tækifærið kjörið.“ Galleríið heitir Myndmál og er til húsa á Laugavegi 86, Jón Páll sýnir fyrstur manna þar sem von er og nefnist sýning hans Ljómandi landslag. „Til að byrja með ætla ég að vera eig- ingjarn og sýna og selja mínar myndir og lifa af því vonandi. En ég vildi gjarnan sjá þetta þróast þannig að ég gæti verið með sýningar eftir aðra líka,“ segir Jón Páll sem ætlar galleríið atvinnuljósmyndurum. „Það er mikið líf í áhugaljósmyndun í dag og margir að sinna þeim markaði, svo ég ætla að einbeita mér að atvinnuljósmyndurum. Það hefur verið mikil gróska í ljós- myndum sem list, þær eru nýja málverkið. Eftir að tölvutæknin jókst er hægt að gera svo mikið. Á þeim 20 árum sem ég hef unn- ið sem ljósmyndari hefur viðhorfið til ljós- mynda breyst. Myndin þarf ekkert að vera endurspeglun á raunveruleikanum eins og fréttaljósmynd. Það eru margar leiðir í boði og mikil gróska í tölvuvinnslu eins og sést á ljósmyndanetsíðum.“ Landslagið í ættinni Jón Páll hefur aðallega fengist við tísku- og auglýsingaljósmyndun og starfaði m.a. fyrir tískuhús Giorgios Armanis um tíma. „Ég mun sinna auglýsingaljósmyndun áfram meðfram galleríinu. Það togar í mig að fara að vinna fyrir Armani og hans líka aftur, en hér á ég mína fjölskyldu og hér vil ég búa. Ég hef starfað við auglýsingaljósmyndun síðan 1995 en ég hef líka ferðast mikið og tekið landslagsljósmyndir og verða fyrstu tvær sýningarnar í Myndmáli tileinkaðar þeim. Landslag er klassískt og ég hef alltaf ver- ið mjög hrifinn af því sem viðfangsefni. Landslagið er líka í fjölskyldunni, föð- urbróðir minn, Hjörvar Kristjánsson, var landslagsmálari og amma mín, Sigríður Oddsdóttir, málaði líka mjög fallegar lands- lagsmyndir. Þannig að ég hef alist upp við mikið af fallegum landslagsmyndum en ég nota bara annan miðil en þau gerðu.“ Ljómandi landslag í Myndmáli  Jón Páll opnar ljósmyndagallerí á Laugaveg- inum í dag  Ljósmyndir eru nýja málverkið Morgunblaðið/Eggert Myndmál Jón Páll Vilhelmsson sýnir stórar landslagsmyndir á fyrstu sýningunni í galleríinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.