Morgunblaðið - 28.05.2009, Síða 37

Morgunblaðið - 28.05.2009, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 L SÝND Í KRINGLUNNI THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10 HANNAH MONTANA kl. 8 STAR TREK XI kl. 10 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI L 16 14 SÝND Í ÁLFABAKKA ...ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL SÝND Í ÁLFABAKKA “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE HÚN ELSKAÐI ALLT SEM MIAMI HAFÐI UPPÁ AÐ BJÓÐA EN NÚ VERÐUR HÚN AÐ FLYTJA Í MESTA KRUMMASKUÐ ÍHEIMI! SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI Empire Fbl Mbl. 10 M I L E Y C Y R U S Fór beint á toppin í USA Myndin sem allir aðdáendur Hannah Montana mega ekki missa af MAÐURINN SEM BAUÐ RISUNUM BYRGINN OG SIGRAÐI (AF 4) “...VÖNDUÐ KVIKMYND.” “...ÞÁ ER GRUNNT Í HÚMORINN Í VIÐTÖLUM.” “ÞAÐ ER ÞVÍ ÓHÆTT AÐ MÆLA MEÐ SÖGU ALFREÐS OG LOFTLEIÐA.” MARÍA MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, KVIKMYNDIR.COM HHHH „ÚTKOMAN ER EKKI AÐEINS FRÆÐANDI HELDUR FIRNA SKEMMTILEG MYND...“ „...HRÍFANDI ÖSKUBUSKUÆVINTÝRI MEÐ MIKLA SJARMÖRA Í AÐALHLUTVERKUM.“ S.V. MBL HHH „ÞESSI LÍFLEGA OG FLOTTA ÍSLENSKA HEIMILDAMYND ER[...] FRUMLEG, ÁRÆÐIN, STERK, VÖNDUÐ OG HNARREIST.“ ÓHT, RÚV RÁS 2 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI HHH PHILADELPHIA INQUIRER HHH NEW YORK TIMES L SÝND Í KRINGLUNNI „AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN 16 10 L SÝND Í KRINGLU NI NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 - 10:10 HANNAH MONTANA kl. 8 THE UNBORN kl. 10:10 16 X-MEN ORIGINS WOLVERING kl. 8 NEW IN TOWN kl. 8 THE UNBORN kl. 10:20 STAR TREK XI kl. 10:20 SÝND ME Ð ÍSLENSK U TALI SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Frá Höfundi Lost og Fringe, J.J.Abrams, kemur STÓRMYND sem gagnrýnendur halda vart vatni yfir! 100/100 The Hollywood Reporter 100/100 Variety 100/100 “In the pop high it delivers, this is the greatest prequel ever made.” Boston Globe HHHH Empire HHHH “Gleymdu nafninu. Ef þú fílar hraðskreiðan og dúndurspennandi sumarhasar með frábærum tæknibrellum og flottum leikurum þá er Star Trek mynd fyrir þig!” Tommi - kvikmyndir.is SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝNIN GUM F ER FÆ KKAND I Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞETTA er engin endurkoma,“ segir Pálmi Gunnarsson sem myndar kjarna Mannakorna ásamt Magnúsi Eiríkssyni. Pálmi er á leið í bæinn frá höfuðstað Norðurlands, hvar hann býr, þegar blaðamaður slær á hann. Eitt af öðru „En eins og ég segi, þetta er engin end- urkoma,“ heldur hann áfram, búinn að leggja bíl sínum út í kant. „Mannakorn hefur alltaf verið að, hefur allt- af verið til, þó mislangt sé á milli platna.“ Pálmi segir tildrög plötunnar síst neitt dramatísk. Eitt hafi einfaldlega leitt af öðru. „Lög tóku að safnast upp og við fórum síð- asta haust í hljóðver og bjuggum til nokkur demó eins og það er kallað. Við sáum – og heyrðum – fljótlega að plata væri að fæðast og því var ákveðið að ganga frá henni í vor. Það voru engar djúpar pælingar á bakvið þetta.“ Pálmi segir að undanfarnar vikur hafi hann svo verið vakinn og sofinn yfir upptökunum. „Ég er mikil stúdíórotta en Magnús er meira heima við að dytta að sjálfum smíð- unum. Verkferlið skiptist þannig bróðurlega á milli okkar.“ Pálmi segir að þessi samvinna verði æ auð- veldari eftir því sem árin líða. „Við kunnum þetta auðvitað betur núna og erum orðnir reyndari. Mest er um vert, að maður hættir að hengja sig í einhver smáat- riði. Í gamla daga lágu menn í þrjár vikur yfir snerilhljómnum. Maður stendur ekki í svoleið- is vitleysu í dag!“ Súrt og sætt Og næsta Mannakornsplata kemur þá eftir ... hvað ... 3,4, ár? „Ég er loks búinn að læra það að vera ekki með neinar fullyrðingar hvað framtíðina varð- ar,“ svarar Pálmi. „Ef aðstæður eru réttar þá gæti það allt eins gerst. Ég geri mér engar grillur. Pæli ekki í því. Ég er kominn á þann aldur að ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu og streð – eða ánægju – eða hvað sem hann býður upp á. Það væri hins vegar nett fyndið ef við gæfum út svona tíu, fimmtán plötur í viðbót. Eru menn ekki að fram í rauðan dauðann í dag!“ Pálmi verður hugsi í lokin, og lítur í hend- ingskasti yfir farinn veg og þetta einstæða samstarf sem hann og Magnús hafa átt með sér, samstarf sem hefur getið af sér mörg af ástkærustu lögum þjóðarinnar. „Magnús er vinur minn,“ segir Pálmi ákveð- ið. „Við höfum farið í gegnum súrt og sætt saman og ég tel mig vera heppinn að fá að hafa fylgt honum. Ég lít eiginlega á það sem viss forréttindi.“ SAMSTARF þeirra Pálma og Magnúsar spannar nú yfir þrjá áratugi. Og varla hef- ur það verið dans á rósum alla tíð. Eða hvað? „Auðvitað er ekki alltaf brosað í allar áttir,“ segir Pálmi. „Það væri líka hund- leiðinlegt. Það fæðast ekki allir í lót- usstellingu. Við eigum okkar „móment“. En það hlýtur að liggja í eðli svona náins samstarfs að það er endalaust verið að taka á einhverjum hlutum, menn eru ekki alltaf sammála og til koma málamiðlanir, sættir og lausnir. Gangur lífsins. En svo ég geri langa sögu stutta: Við sláumst ekki (hlær).“ Andans bræður Gamlir, góðir vinir Morgunblaðið/Eggert Bjartir Að vinna saman að tónlist veitir geðfró góða, eins og Magnús Eiríksson og Pálmi Gunn- arsson geta vitnað um. Ný Mannakornsplata leit dagsins ljós í dag og því ástæða til að kætast.  Ný plata með Mannakornum, Von, kemur út í dag  Útgáfutónleikar fara fram í Salnum í kvöld Það er Sögur útgáfa sem gefur Von út. Tón- leikarnir í Salnum hefjast kl. 20.00. Miða má nálgast á midi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.