Morgunblaðið - 15.06.2009, Page 5
Fréttir 5INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
– fyrir alla sem elda –
www.ms.is/gottimatinn
nýr vefurtímaritið gott í matinn
Ekki láta tímaritið Gott í matinn, sem dreift er á öll heimili,
fram hjá þér fara. Tímaritið er sneisafullt af girnilegum og
gómsætum réttum sem allir geta eldað.
taktu persónu-leikaprófið
hvernigeldar þú ?www.ms.is/gottimatinn
Finndu uppskriftir að gómsætum réttum með
Gott í matinn vörunum á www.ms.is/gottimatinn.
í matargerð þjóðarinnar
undirstaðan
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
9
-0
1
9
2
Ég elda, þess vegna er ég
VERKALÝÐSFÉLAG Akraness
hefur að undanförnu innheimt alls
sjö milljónir króna úr Ábyrgðasjóði
launa fyrir hönd félagsmanna sem
starfað hafa hjá sex fyrirtækjum
sem farið hafa í þrot. Alls um þrjátíu
manns áttu inni laun hjá fyrirtækj-
unum sem hér um ræðir.
„Einn þeirra sem við sóttum mál
fyrir átti um 700 þúsund krónur hjá
fyrrum vinnuveitanda sínum. Oft er
um mikla hagsmuni að tefla,“ segir
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness.
Fimm þeirra fyrirtækja, sem hér
um ræðir, voru komin í þrot. Í einu
tilviki óskaði verkalýðsfélagið eftir
gjaldþrotaskiptum svo hægt væri að
sækja á um launin því ábyrgðarsjóð-
urinn greiðir ekki vangoldin laun
nema fyrirtæki hafi verið sett í þrot.
„Á stundum eru fyrirtæki orðin
tæknilega gjaldþrota og algjörlega
blóðlaus. Við slíkar aðstæður telja
kröfuhafar ekkert í að sækja. Þá er
það stéttarfélaganna að óska eftir
gjaldþrotaskiptum, einfaldlega svo
félagsmenn fái það sem þeim ber,“
segir Vilhjálmur Birgisson. Hann
telur áhyggjuefni hve langan tíma
tekur að fá greiðslur út úr Ábyrgð-
arsjóði launa, það er allt frá þremur
mánuðum upp í eitt ár. Þeim veru-
leika verði fólk að sýna skilning og
þolinmæði, eins og frekast er kostur.
sbs@mbl.is
Þrjátíu fá sjö milljónir
Skagamenn fá milljónir úr Ábyrgðasjóði launa Það er
vegna sex fyrirtækja sem fóru í þrot Hagsmunirnir miklir EKKI er hægt að
leyfa takmarkaða
umferð um Dyr-
hólaey í Mýrdal
yfir varptímann,
án þess að fugla-
lífi þar sé stefnt í
hættu. Þetta er
mat bænda í Dyr-
hólahverfi í Mýr-
dal sem eru ósammála mati Um-
hverfisstofnunar um hið öndverða. Í
talningaskýrslu stofnunarinnar sem
greint var frá í Morgunblaðinu á
laugardag segir að sé haft eftirlit
með allri umferð, hindranir settar
upp og svo framvegis, ætti umferð
ekki að koma að sök.
Bændur í Dyrhólahverfi segja að
eftir að eyjan var friðlýst 1978 og
henni lokað á varptímanum hafi þar
byggst upp mikið fuglalíf. Umferð
um eyna sumarið 1997 hafi þó haft
mikil og skaðleg áhrif og er orsök
þeirrar meginstaðreyndar að fuglalíf
– þar með talið æðarvarp – í Dyr-
hólaey er mun minna en þegar best
lét.
Telja umferð um Dyr-
hólaey ógna fuglalífi
ALMA Vestmann kennari, Léttsveit
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og
verkefnið Gaman saman hlutu
hvatningarverðlaun Fræðsluráðs
Reykjanesbæjar í ár.
Alma fær viðurkenninguna fyrir
margvísleg verkefni sem hún hefur
skipulagt með nemendum 10. bekkj-
ar Myllubakkaskóla til þess að fjár-
magna ævintýralega vorferð þeirra.
Karen J. Sturlaugsson hlaut verð-
launin fyrir starf sitt með Léttsveit
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem
hefur um árabil verið í hópi bestu
stórsveita landsins. „Gaman saman
– kynslóðabilið brúað“ er samstarfs-
verkefni leikskólans Gimli og Nes-
valla. Eldri borgarar á Nesvöllum
heimsækja börnin á leikskólanum og
öfugt. helgi@mbl.is
Hvatning Garðar Vilhjálmsson af-
hendir Ölmu Vestmann verðlaun.
Fjármagna
ævintýra-
lega vorferð
Fræðsluráð veitir
hvatningarverðlaun
LÍÐAN
mannsins sem
var ítrekað
stunginn með
hnífi í húsi í
Kópavogi að-
faranótt laug-
ardags er eftir
atvikum góð.
Maðurinn var
fluttur af gjörgæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi í gær og er nú kom-
inn á almenna deild. Meintur árás-
armaður hefur verið dæmdur í
gæsluvarðhald til næstkomandi
föstudags, 19. júní.
Samkvæmt lögreglu lenti mönn-
unum saman innanhúss og tókust á.
Annar maðurinn stakk hinn ítrekað.
Lögregla var kölluð til vegna máls-
ins undir klukkan fimm á laugar-
dagsmorgun. Sá sem fyrir árásinni
varð var þá illa leikinn og þurfti að
flytja hann á spítala. Var hann talinn
í mikilli lífshættu en nú er líðan hans
stöðug.
Aðdragandi og málsatvik hníf-
stungunnar liggja ekki fyrir. Bæði
meintur árásarmaður og fórnarlamb
eru af erlendu bergi brotnir.
Fórnarlamb
úr gjörgæslu