Morgunblaðið - 15.06.2009, Síða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
46
50
6
06
.0
9
• Á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkurwww.or.is er ítarlegt fræðslu og upplýsingaefni sem vert er að kíkja á. www.or.is
Sérstök athöfn kl. 13:00
Af þessu tilefni mun borgarstjóri Reykjavíkur, Hanna Birna Kristjánsdóttir, afhjúpa fyrsta
minningarskjöldinn sem borgaryfirvöld hafa ákveðið að setja á sögufræg hús og byggingar í
Reykjavík. Athöfnin hefst á horni Laugavegar og Vatnsstígs kl. 13:00.
Dagskrá
• Slökkviliðið kemur á svæðið með 2 bíla, einn gamlan og annan nýjan
• Brasssveitin spilar nokkur lög
• Götuleikhúsið með gjörning
• Ávarp borgarstjóra og afhjúpun merkisins
• Borgarstjóri snýr sveif og skrúfar frá vatninu í brunahananum með aðstoð slökkviliðsins
• Brasssveitin spilar tvö lög
• Dagskrá lýkur
Allir velkomnir.
Hreint og kalt vatn
í 100 ár Á morgun, 16. júní 2009, eru liðin 100 ár síðan vatni var hleypt á fyrstabrunahanann í Reykjavík. Þar stendur brunahani enn, við Kirkjuhúsið á horniLaugavegar og Vatnsstígs.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
MENN frá Rannsóknarnefnd sjó-
slysa könnuðu í gær tildrög þess
þegar skútan Renus, með átta
manns um borð, steytti á skeri inn-
arlega á Breiðafirði í gærmorgun.
Skútan var á leiðinni inn til Búð-
ardals þegar þetta gerðist og var þá
í svokallaðri Hvammsfjarðarröst.
Vegna vélarbilunar varð skútan
stjórnlaus í mikum straumi.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
barst beiðni um aðstoð kl. 10.46 í
gærmorgun. Ekki kom strax fram
hvar báturinn var.Við nánari athug-
un reyndist hann vera á milli Norð-
ureyjar og Kjóeyjar, um sjö sjómílur
norðaustur af Stykkishólmi. Kall-
aðar voru út allar björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins Landsbjargar á
svæðinu auk þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. Einnig var kallað til báta á
svæðinu.
Skemmtibáturinn Axel Sveinsson
dró Renus inn til hafnar og var
þangað kominn um hádegisbil. Kaf-
ari kannaði botn skútunnar þar sem
kom í ljós að brotnað hafði upp úr
kili hennar en að öðru leyti eru
skemmdir ekki miklar og átta
manns sem voru um borð í skútunni
sakaði ekki.
Að sögn lögreglunnar í Stykkis-
hólmi er talið að skipstjóri skút-
unnar hafi verið utan merktrar sigl-
ingaleiðar þegar þetta gerðist og því
lent upp á hinu skaðvænlega skeri.
Stjórnlaus skútan steytti á
skeri í Hvammsfjarðarröstinni
Ljósmynd/Þorsteinn Garðarsson
Í höfn Skútan var dregin til hafnar í Stykkishólmi. Skemmdir voru litlar.
UM 80% þeirra
498 nemenda
sem brautskráð-
ust frá Háskól-
anum í Reykjavík
og ætla sér út á
vinnumarkaðinn
eru þegar komn-
ir með vinnu.
Þetta kom fram
við brautskrán-
ingu frá skól-
anum á laugardag. Alls 147 braut-
skráðust með meistaragráðu, 282
með bakkalárgráðu, 46 með dip-
lómapróf og 23 með frumgreina-
próf. Karlar voru 54% braut-
skráðra nema að þessu sinni.
sbs@mbl.is
80% brautskráðra
úr Háskóla Reykja-
víkur með vinnu
Rektor Svafa
Grönfeldt
JÓHANN Örlygsson og Hafdís
Skúladóttir fengu hæstu styrkina,
eina milljón króna, þegar úthlutað
var úr Háskólasjóði KEA á laug-
ardag. Jóhann fékk styrk til kaupa
á gasaðgreiningartæki og Hafdís til
að fjármagna kaup á kennsluhermi.
Þeir Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands og Halldór Jóhannsson,
framkvæmdastjóri KEA, afhentu
styrkina.
Þetta er í sjöunda sinn sem út-
hlutað er úr Háskólasjóði KEA.
Veittir eru námsstyrkir, styrkir
til rannsókna, búnaðarkaupa og
sérverkefna og veitt eru verðlaun
vegna árangurs til nemenda í við-
skipta- og raunvísindadeild.
Úthlutað úr
Háskólasjóði KEA
Styrkhafar KEA veitti styrki fyrir
7,6 milljónir króna.
ÞINGFLOKKUR
VG á að beita sér
gegn því að frek-
ari skref verði
stigin í átt til
Evrópusam-
bandsaðildar og
hafna þings-
ályktunartillögu
Samfylking-
arinnar um að-
ildarviðræður.
Það er áskorun Félags Vinstri-
hreyfingarinnar græns framboðs í
Skagafirði. Félagið minnir á sam-
þykktir flokksins og yfirlýsingar
fyrir nýliðnar alþingiskosningar
þar sem Evrópusambandsaðild sé
alfarið hafnað og ítrekar að hags-
munum Íslendinga sé best borgið
utan sambandsins.
Vinstrimenn í
Skagafirði gegn ESB
Fjármálaráðherra
Skora á Steingrím.