Morgunblaðið - 15.06.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.06.2009, Qupperneq 11
Sparisjóðabankinn hf. Auglýsing um innköllun til skuldheimtumanna Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. mars 2009 var Sparisjóðabankanum hf. kt. 681086-1379, Rauðarár- stíg 27, Reykjavík, veitt heimild til greiðslustöðvunar til 15. júní 2009. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lög- um nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002 hefur héraðsdómur Reykjavíkur skipað bankanum slitastjórn sem hefur meðal annars með höndum meðferð krafna hendur bankanum meðan greiðslustöðvun stendur og eft- ir að slitameðferð hefst að lokinni greiðslustöðvun. Frestdagur er 15. desember 2008. Upphafsdagur kröfumeðferðar miðast við gildistöku laga nr. 44/2009 og er 22. apríl 2009, sbr. nánar 1. mgr. og 2. málslið 3. mgr. 102.gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009. Með innköllun er birtist fyrra sinni í Lögbirtingablaði sem út kom 3. júní 2009 var skorað á alla þá er telja til hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur Sparisjóðabankanum hf. eða eigna í umráðum bankans að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan fjögurra mánaða frá þeirri auglýsingu. Kröfulýsingarfrestur rennur samkvæmt því út 3. október 2009. Kröfulýsingar skulu sendar bréflega til slitastjórnar bankans að Rauð- arárstíg 27, 105 Reykjavík og skal efni þeirra vera í samræmi við fyrirmæli 2. og 3. mgr. 117. gr. laga um gjald- þrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Vegna áðurnefndra ákvæða 1. mgr. og 2. málsliðar 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009, er því beint til kröfuhafa að í kröfulýsingu komi fram staða kröfu þann 22. apríl 2009. Kröfum í erlendri mynt skal lýst í viðkomandi mynt. Kröfuhöfum frá aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eða Fríverslunarsamtaka Evrópu er heimilt að lýsa kröfum á tungumáli heimalands síns. Slíkum kröfulýsingum skal fylgja íslensk þýðing, en þó er heimilt að lýsa kröfum á ensku án þess að þýðing fylgi. Aðrir kröfuhafar geta lýst kröfum sínum á ensku. Sé kröfu ekki lýst innan framangreinds frest gilda um það sömu réttaráhrif og um vanlýsingu kröfu samkvæmt 118. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og telst hún þá fallin niður gagnvart Sparisjóðabankanum hf. nema undantekningar í 1.-6. tölulið lagagreinarinnar eigi við. Sérstaklega er áréttað að með því að lýsa kröfu sinni telst kröfuhafi hafa fallist á brottfall þagnarskyldu (banka- leyndar) að því er varðar viðkomandi kröfu. Í áðurnefndri auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu er boðað til kröfuhafafundar og verður hann haldinn í fundarsal Sparisjóðabankans hf. að Rauðarárstíg 27, 2. hæð, Reykjavík, föstudaginn 23. október 2009 kl. 10.00. Rétt til setu á fundinum eiga þeir sem lýst hafa kröfu á hendur bankanum. Á fundinum verður fjallað um skrá yfir lýstar kröfur og afstöðu slitastjórnar að því leyti sem hún liggur þá fyrir. Skrá um lýstar kröfur verður aðgengileg þeim sem lýst hafa kröfum á hendur bankanum að minnsta kosti viku fyrir framangreindan fund. Nánari upplýsingar um kröfulýsingar og meðferð krafna munu gerðar aðgengilegar á heimasíðu bankans, www.sparisjodabankinn.is. Beinir slitastjórn þeim tilmælum til kröfuhafa að þeir upplýsi um tölvupóstfang sitt eða umboðsmanns síns í kröfulýsingu til að auðvelda miðlun upplýsinga. Reykjavík 12. júní 2009 Í slitastjórn Sparisjóðabankans hf. Andri Árnason hrl. Berglind Svavarsdóttir hrl. Tómas Jónsson hrl. Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG get ekki séð nokkurn mun á þessu. Það er látlaust verið að skoða og spá í kaup, alveg eins og verið hefur undanfarin ár,“ segir Heimir Guðmundsson, byggingameistari í Þorlákshöfn. Fyrirtæki hans smíðar sumarhús og heilsárshús. Ekki er lát á því og mikið fram- undan, að sögn Heimis. Þannig bætti hann við tveimur mönnum í vetur til að geta lokið verkefnum. Trésmiðja Heimis smíðar fimm til átta sumarhús á ári, auk almennra húsbygginga og viðhalds. „Ég hef lengi verið að hugsa um að gott væri að eiga tvö hús tilbúin hér fyrir utan á vorin, til þess að geta sýnt fólki og selt á staðnum. Við höfum aldrei haft tíma til þess, það er allt selt fyrirfram,“ segir Heimir. Sumarbústaðirnir eru margir rúmlega sjötíu fermetrar að stærð með lofti yfir hluta plássins. Kaup- endurnir láta svo útfæra þá eftir sínum þörfum. Heimir sér enn eng- in áhrif af kreppunni, hvorki er lát á sölu né hefur borið á því að fólk vilji minni bústaði. „Það eru margir fegnir að hafa látið smíða fyrir sig sumarbústaði, sérstaklega þeir sem seldu hlutabréf til þess. Það tekur enginn sumarhúsin af þeim, eins og hlutabréfin í bönkunum,“ segir Heimir. Selst þegar álverið kemur Heimir er einnig að byggja íbúð- arhús í Þorlákshöfn. Hann keypti lóðir fyrir fjögur hús. Byggði það fyrsta fyrir sjálfan sig, er með ann- að að verða tilbúið og tvö til við- bótar eru að komast upp úr jörð- inni. Hann hefur trú á framtíðinni í Þorlákshöfn. „Það verður enn minna mál að aka á milli þegar búið verður að lýsa upp Þrengslin, eins og stendur til og fólk mun sækja meira hingað frá Reykjavík og ná- grenni. Íbúðaverðið hér hefur ekki rokið upp úr öllu valdi og ég held að það haldist,“ segir Heimir. Hann hefur ekki áhyggjur af því að íbúðarhúsin sem hann er að byggja seljist ekki. „Ég sel þau bara þegar kreppan verður yfirstaðin eða þegar álverið kemur,“ segir Heimir. Hann vísar þar til hugmynda um að byggja stórt iðnfyrirtæki í Þorláks- höfn. Segir að þótt kreppan hafi ekki skollið á Þorlákshöfn með fullu afli hafi nágrannasveitarfélögin fundið illa fyrir henni. „Það yrði mikil lyftistöng fyrir alla hér fyrir austan fjall að fá stórt atvinnufyrir- tæki,“ segir Heimir Guðmundsson. Ekkert lát á smíði sumarhúsa Heimir Guðmundsson  Engin kreppa í sumarhúsasmíðinni hjá Heimi Guðmundssyni í Þorlákshöfn  Aldrei tími til að framleiða á lager  Sumarhúsin ekki farin að minnka Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Smíði Þrír sumarbústaðir og eitt veiðihús standa nánast tilbúin á athafnasvæði Trésmiðju Heimis í Þorlákshöfn. Í HNOTSKURN »Trésmiðja Heimis í Þor-lákshöfn er sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Flest starfsfólkið er tengt eigand- anum fjölskylduböndum. »Heimir Guðmundssonstofnaði verkstæði í kjall- ara íbúðarhúss síns 1983. »Síðustu tíu árin hefurmesta áherslan verið lögð á smíði sumarhúsa. Fáskrúðsfjörður | Um 800 tonnum af síld og makríl var landað á föstudag úr Hoffelli SU 80 hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Um 65% aflans er mak- ríll en afgangurinn er síld úr norsk-íslensku sumargotsíldinni. Hluti makrílsins er hausskorinn og frystur hjá fyrirtækinu og ber Eva María Karvelsdóttir sig fagmannlega að við hausskurðinn. Hoffellið fór til veiða eftir sjómannadag, en áður hafði það landað tæplega 1.000 tonnum af síld og makríl. Lönduðu 800 tonnum á einum degi Morgunblaðið/Albert Kemp Frysta makríl á Fáskrúðsfirði LÖGREGLUMENN frá Borgarnesi fóru í eftirlitsflug með umferðinni seinnipartinn á föstudag. Eftirlitið er hluti af samstarfi lögreglunnar á suðvesturhorni landsins. Flogið var meðfram Vesturlandsvegi frá Holtavörðuheiði til Reykjavíkur og síðan meðfram Suðurlandsvegi að Selfossi. Eftirlitið er hugsað sem viðbót við þyrluflug lögreglunnar með Landhelgisgæslunni í sumar. Að sögn lögreglunnar gekk um- ferðin að langmestu leyti mjög vel fyrir sig en með undantekningum þó. Á þjóðveginum nálægt Grund- artanga tóku lögreglumennirnir eftir fólksbifreið með tjaldvagn í eftirdragi, sem var ekið á miklum hraða til norðurs. Fór hún fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum og nokkrum sinnum á stöðum þar sem bannað er að aka framúr. Flugvél- inni var flogið á um 90 til 100 km hraða m/v klst. en þurfti að auka hraðann nokkuð til að hafa við bif- reiðinni með tjaldvagninn. Haft var samband við lögregluna í Borgar- nesi sem stöðvaði viðkomandi bif- reið. Er ökumaður bifreiðarinnar grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna í umrætt sinn. Ók framúr flugvélinni Morgunblaðið/Theodór Í Borgarfirði Lögreglumaðurinn Þorsteinn Jónsson og flugmennirnir Kristinn Smári Sigurjónsson og Kristján Þór Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.