Morgunblaðið - 15.06.2009, Page 16

Morgunblaðið - 15.06.2009, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ríkisend-urskoðunbirti fyrir helgi niðurstöður úttektar sinnar á skilum ríkisstofn- ana á rekstraráætlunum til viðkomandi ráðuneyta. Út- koman er ekki glæsileg; að- eins 10 af 233 áætlunum um rekstur ársins 2009 hafði verið skilað á þeim tíma sem reglur kveða á um, þ.e. fyrir árslok. Nokkrar áætlanir bættust við á fyrstu vikum þessa árs og fjórtán voru samþykktar af ráðuneytunum innan tíma- marka, þ.e. fyrir miðjan jan- úar. Allt fram í maí voru áætl- anir að berast frá stofnunum og hafa nú allar skilað nema sérstakur saksóknari, sem verður að telja skiljanlegt vegna sérstöðu embættisins. Ríkisendurskoðun segir þessa seinu afgreiðslu skýrast að mestu leyti af því hversu seint fjárlögin voru samþykkt. Á því hljóta menn að hafa ákveð- inn skilning. Hins vegar á það sama ekki við um aðrar athugasemdir Ríkisendurskoðunar. Þannig bendir stofnunin á að í byrjun maí (þá voru liðnir fjórir mán- uðir af rekstrarárinu) voru tíu áætlanir enn ósamþykktar í ráðuneytunum. Stofnunin gagnrýnir þennan seinagang. Á sama tíma höfðu um 80% samþykktra rekstraráætlana verið skráðar í bókhaldskerfi ríkisins. „Eftirlitsaðilar um framkvæmd fjárlaga; fjár- laganefnd, fjármálaráðu- neytið, Fjársýsla ríkisins (FJS) og Ríkisendurskoðun hafa þar með ekki aðgang að áætl- unum 39 stofnana og geta ekki fylgst með því að þær starfi í samræmi við sam- þykktar áætlanir,“ segir í skýrslu stofnunarinnar. Tvö ráðuneyti skráðu sig sýnu verst í skráningu áætl- ana; hjá samgönguráðuneytinu vantaði 13% og hjá sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu 21%. Bezt stóðu utan- ríkis-, dóms- og kirkjumála- og fjármálaráðuneytið sig. Ríkisendurskoðun segist hafa hvatt til þess að sam- anburður á rekstri ríkisstofn- ana og rekstraráætlununum fari nú fram oftar en áður, þ.e. mánaðarlega í stað árs- fjórðungslega, eins og al- mennt hefur tíðkazt. Það er raunar furðulegt ef þetta hef- ur ekki verið meginreglan; þannig gengur reksturinn fyr- ir sig í flestum fyrirtækjum og er ekki sízt mikilvægt á tímum rekstrarerfiðleika eins og nú. Agaleysið í rekstri ríkisins hefur verið of mikið. Eins og Ríkisendurskoðun bendir á, er nú tímabært að taka á því. Sá gríðarlegi niðurskurður, sem framundan er hjá flestum eða öllum stofnunum ríkisins, mun ekki takast nema með mun stífara aðhaldi. Torvelt er að fylgjast með rekstri tuga ríkisstofnana} Agi í ríkisfjármálum Opinberar stofn-anir geta ým- islegt gert til þess að auka traust og tiltrú almennings á stjórnsýslunni. Á vegum ríkisskattstjóra kemur reglulega út fréttabréfið Tíund sem fjallar um skattamál. Þar skrifa ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, og sam- starfsmenn hans greinar um þau viðfangsefni sem embættið fæst við og gera gein fyrir sjón- armiðum sínum um ýmsar hlið- ar skattheimtu. Undantekningarlítið finna blaðamenn fréttir, sem eiga er- indi til almennings, í þessu fréttabréfi. Í laugardagsblaði Morgunblaðsins var til dæmis sagt frá skeleggum leiðara Skúla ríkisskattstjóra og Ingv- ars J. Rögnvaldssonar vararík- isskattstjóra í Tíund. Þar segja þeir nauðsyn á að upplýsa hvort það hafi verið þáttur í starfsemi íslenzku bankanna að stofna fé- lög í skattaparadísum og í þágu hverra slíkt hafi verið gert. Þá vilja þeir koma saman hópi sér- fræðinga, sem hafi það hlutverk að hafa uppi á fólki, sem hafi komið undan óskattlögðum tekjum í skjóli er- lendra eignarhalds- félaga og segja þörf á beinskeyttum og markvissum að- gerðum í því skyni. Yfirmenn ríkisskattstjóra- embættisins segja það löngum hafa þótt snautlega iðju að halda sjálfum sér veizlu á kostn- að annarra. Þannig hafi þó hluti íslenzku þjóðarinnar hagað sér. Fréttabréfinu Tíund er ekki dreift í miklu eða dýru upplagi en komið á framfæri við al- menning í gegnum fjölmiðla. Þetta er merkilegt og gott framtak og til þess fallið að opna stjórnsýsluna þrátt fyrir að eðli málsins samkvæmt séu einstök mál sem embættið fæst við trúnaðarmál. Aðrar op- inberar stofnanir mættu gjarn- an taka þetta til fyrirmyndar og raunar fleira í stjórnsýslu ríkis- skattstjóra, en sá embættis- maður hefur ítrekað hlotið við- urkenningu fyrir rekstur þeirra stofnana sem hann hefur stýrt. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki sízt mikilvæg nú þegar rík krafa er uppi í þjóðfélaginu um gegnsæi við stjórnvaldsákvarð- anir. Útgáfustarfsemi ríkisskattstjóra eykur gegnsæið} Gjörðir skattsins tíundaðar A uðvitað eru Vinstri grænir ábyrgðarlausir af verkum ríkisstjórnarinnar, sem þeir að vísu eiga sæti í. Það væri mjög ómálefnalegt að halda öðru fram. Nýjasta dæmið um það eru samning- arnir um Icesave. Steingrímur J. Sigfússon hélt langa tölu um það í þinginu að í raun hefði verið samið um Icesave síðasta haust, fyrst með viljayfirlýsingu gagnvart Hol- lendingum og síðan þegar þingið veitti um- boð til að ganga til samninga um Icesave út frá tilteknum forsendum. Með því gefur hann í skyn að ríkisstjórnin sé í raun ekki að taka sjálfstæða ákvörðun um Icesave, heldur sé hún bundin af gjörðum fyrri ríkisstjórnar. Þetta er sami byltingarleiðtoginn og sagði í umræðum í þinginu í desember þegar ákveðið var að setja Icesave í samningafarveg: „Ég vil hins vegar hér fyrir hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur all- an rétt í framhaldinu hvað það varðar.“ Og þegar sendiherrann Svavar Gestsson var settur yfir samninganefndina af ríkisstjórn hins sama Stein- gríms, sem þá var orðinn fjármálaráðherra, varð Steingrími að orði: „Það hefur ekki verið samið um neitt í þessum efnum, það liggur enginn samningur fyrir.“ Síðar í sömu umræðum í þinginu sagði Steingrímur: „Markmiðið er að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu sem við getum búið við og að ekki verði út úr þessu skuldbind- ingar eða greiðslubyrði sem verði okkur al- gerlega ofviða. Að sjálfsögðu stendur ekki til að skrifa undir eða standa að neinu slíku.“ Þá sagði sá og hinn sami Steingrímur í mars: „Ég held að staðan sé einfaldlega sú og þannig er fyrir mælt af hálfu Alþingis að það eigi að halda þessum samningaviðræð- um áfram og láta á þær reyna en þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að það eigi að skrifa undir hvaða afarkosti sem er. Það er ekki falið í samþykkt Alþingis eins og ég skil hana.“ En auðvitað eru Vinstri grænir ábyrgðar- lausir af Icesave. Þeir voru líka ábyrgðar- lausir af þeirri ákvörðun að leyfa hvalveiðar, jafnvel þó að þeir staðfestu þá ákvörðun sjálfir. Og Vinstri grænir voru alsaklausir af þeirri ákvörðun að leyfa ál- ver í Helguvík. Þetta blasir við hverjum heilvita manni. Enn bætist á listann yfir stóru málin, sem Vinstri grænir eru ábyrgðarlausir af, því vitaskuld bera þeir enga ábyrgð á aðildarumsókn til Evrópusambandsins í sinni ríkisstjórnartíð. Eiginlega er því þannig farið, um öll stóru mál þessarar ríkisstjórnar, að Vinstri grænir bera enga ábyrgð á þeim. Mikil er ábyrgð Samfylkingarinnar. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Ábyrgðarleysi Vinstri grænna FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is M á bjóða þér uppfært heilabú með einbeit- ingarhæfni skák- snillingsins og stál- minni þess sem engu gleymir? Langar þig til að lifa um alla eilífð, eða því sem næst, sem vélræn vitund á brautum örgjörva? Einhvern veginn svona má draga saman draumsýn nokkurra hreyf- inga í Kaliforníu sem hittast reglu- lega til skrafs og ráðagerða um það hvernig hraða megi samþættingu tölvutækninnar og mannshugans. Markmiðið er skýrt: Mannshug- urinn er í núverandi mynd úr sér gengið gangverk sem kallar á mann- gerðar viðbætur. Tíminn er of naum- ur til að eftirláta líffræðilegri þróun að halda í við tækniþróunina. „Kerfið er gallað. Við þurfum að hanna betri heila,“ segir tölvu- sérfræðingurinn Salim Ismail í rök- stuðningi fyrir hugmyndafræði sem stjórnmálahugsuðurinn Francis Fukuyama hefur lýst sem þeirri hættulegustu í heimi. Rök Fuku- yama eru einföld: Jöfnuður mun heyra sögunni til þegar ríkir geta keypt sér aukið andlegt atgervi. Illa forrituð heilabú Ismail er ekki upptekinn af slíkum áhyggjum, heldur lítur svo á að heilabú okkar séu illa „forrituð“. „Við þurfum tölvuflögur til að hafa eftirlit með taugakerfinu. Hin líf- fræðilega þróun mun ekki gera þetta fyrir okkur. Því verður tæknin að koma til skjalanna.“ Meðal annarra trúboða þessarar framtíðartrúar er hugvitsmaðurinn Raymond Kurzweil sem álítur að á fimmta áratug þessarar aldar muni koma fram á sjónarsviðið gervi- greind sem verði mörg þúsund sinn- um öflugri en samanlagt andlegt at- gervi 9 milljarða jarðarbúa. Ódauðleikinn er fylgismönnum þessarar hugmyndafræði, sem á ensku nefnist transhumanism, einn- ig hugleikinn, enda litið svo á að dauðinn sé ekki óhjákvæmilegur. Tvær leiðir eru einkum nefndar í þessu samhengi. Annars vegar stór- stígar framfarir í líffræði sem gagnast muni við að seinka öldrun svo mikið að einstaklingar geti vænst þess að lifa svo öldum skiptir. Hin leiðin er enn framandlegri en hún felst í að yfirfæra upplýsingar sem búið er að skanna úr heilabúum yfir á tölvubúnað þannig að vitundin lifi til eilífðar á minnisrásum. Færi svo að síðari leiðin yrði fær yrði hægt að fjölfalda einstaklinga, að því gefnu að líkaminn sé aðeins umbúðir utan um sál sem má afrita. Gamalt vín á nýjum belgjum? Greina má líkindi með ofan- greindri hugmyndafræði og hugs- uninni að baki mannkynbótum. Líkt og þá er meginröksemdin sú að manninum beri að svara fram- förum á tilteknu sviði vísinda með því að leita allra leiða til að bæta mannkynið, enda sé maðurinn ófull- kominn í núverandi mynd. Draum- urinn um háþróað mannkyn er út- ópían sem rökin eiga að styðja. Hvort „uppfærður“ mannshugur á eftir að reynast jafn mikill þvætt- ingur og mannkynbótastefnan mun skýrast. Hitt er víst að í Kaliforníu er horft til 2030 sem ársins þegar Homo sapiens 2.0 lítur dagsins ljós. Í Gwanggyo Gengur „uppfært“ ofurmannkyn um götur framtíðarborga? Stafrænn ódauðleiki og uppfærð heilabú Í Kísildalnum í Kaliforníu hefur milljörðum króna verið varið í rannsóknir á tækni sem ætlað er að gerbylta mannlegri tilveru. Stóraukin greind og lengra líf tróna efst á óskalistanum. Félagaskrá samtakanna Human- ity+ (áður World Transhumanist Association) er með á sjötta þúsund manns um heim allan. Á vefsíðu samtakanna segir að markmiðið sé að stuðla að samstarfi ólíkra fræði- greina í rannsóknum á möguleikum þess að koma mannlegri tilveru yfir á næsta stig. Samtökin halda einnig uppi rökum fyrir því að reynt sé með öllum ráðum að lengja lífið. Uppfærslusinnar, sem svo má kalla í lauslegri þýðingu á enska hugtak- inu „uploaders“, telja fræðilega mögulegt að yfirfæra allar upplýs- ingar úr heilabúum yfir á tölvubún- að. Ein aðferðin sem rætt er um felst í að skera heilann í örþunnar sneiðar sem síðan eru skannaðar og gögnin svo flutt yfir á tölvur. Gögn- in mætti svo flytja í vélmenni og einstaklingurinn fengi þá nýtt „líf“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.