Morgunblaðið - 15.06.2009, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
SÝND Í SMÁRABÍÓI
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
750kr.
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára
Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
X-Men Origins: Wolfe... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
Angels and Demons kl. 8 - 10:40 B.i.14 ára
Boat that rocked kl. 8 - 10:40 B.i.12 ára
Draumalandið kl. 6 LEYFÐ
Ghosts of Girlfriends Past kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
Gullbrá og birnirnir þrír kl. 6 LEYFÐ
750kr.
750k
r.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Vinsælasta myndiní heiminum í dag
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Ó.H.T., Rás 2
-M.M.J., kvikmyndir.com
-T.V., - kvikmyndir.is
- S.V., MBL
3 viku
r á
toppn
um
750kr.
Frábær ævintýra gamanmynd
í anda fyrri myndar!
Toppm
yndin
á
Íslan
di í da
g
750kr.
Ghosts of Girlfriends Past kl. 5:50 - 8 - 10:00 B.i. 7 ára
Terminator Salvation kl. 8 - 10:10 B.i.12 ára
Gullbrá og birnirnir þrír kl. 5:50 LEYFÐ
750 kr almennt
600 kr börn
FRÁBÆR GAMANMYND Í ANDA WEDDING CRASHERS
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI
OG BORGARBÍÓI
Frábær teiknimynd fyrir alla fjöl-
skylduna með íslensku tali.
Þetta er hið klassíka ævintýri
um Gullbrá og birnina 3 í nýrri
og skemmtilegri útfærslu.
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Ó.H.T., Rás 2
-M.M.J., kvikmyndir.com
-T.V., - kvikmyndir.is
- S.V., MBL
Þær koma ekki tilgerðar-legri og fyrirsjáanlegri ennýjasti McConaughey-súkkulaðibúðingurinn.
Ghosts of Girlfriens Past hefur af
litlu öðru að státa en titli – sem gef-
ur góðar en falskar vonir. Enda
enginn Dickens í sjónmáli.
Mead Connor (McConaughey) er
kominn aftur heim á æskuslóðirnar
í Massachusetts til að vera svara-
maður í brúðkaupi bróður síns.
Mead er þekktur, miðaldra tísku-
ljósmyndari og kvennagull sem
virðist hafa náð rjóma kvenþjóð-
arinnar úr brókunum og er hvergi
nærri hættur.
Aumingja Mead, kvensemin sem
er að ríða honum að fullu, stafar af
því að hann óttast skuldbindingar
og flúði af hólmi morguninn eftir að
hann komst yfir æskuástina, Jenny
(Garner). Síðan hefur hann verið
með trollið úti og orðspor hans farið
víða.
Allt breytist til hins betra í brúð-
kaupinu, vitinu er komið fyrir
kvennabósann – og það úr ólíkleg-
ustu átt – að handan. Í móttöku-
nefndinni eru nokkrir uppvakn-
ingar; Wayne sálugi frændi hans
(Douglas) og fáeinar kærustur sem
hann hafði niðurlægt á lífsleiðinni.
Þær sýna honum hvers konar skít-
hæll hann er og hann iðrast og
skælir og einhvers staðar býr bið-
lund með æskuástinni, hún vissi
nefnilega alla tíð að undir bósagrím-
unni slær göfugt en viðkvæmt
hjarta valmennisins.
Myndin er gerð í kringum boru-
bratta persónu McConaughey, í
hlutverki hins ómótstæðilega
kvennagulls – sem hann telur
greinilega sjálfan sig vera. Myndin
sannar hinsvegar aðeins það sem
löngu er ljóst, að McConaughey er
takmarkaður leikari á hraðbyri nið-
ur á við. Hér gefur einnig að líta
Michael Douglas og Ann Archer,
sem léku á sínum tíma saman í
Fatal Attraction (’88), frábærri
mynd sem ég bendi fólki á að sjá
frekar en þennan dans í kringum
McConaughey. Hér bregður einnig
fyrir Robert Forster (í döpru hlut-
verki tengdapabba) og Garner er
glæsileg sem fyrr.
Ekkert er til sparað í leiktjöldum,
búnaði og tökustöðum í velsældinni
á Nýja Englandi þar sem Dom Per-
ignon flýtur úr hverju glasi, en því
miður stendur innihaldið engan veg-
inn undir umgjörðinni. Af og til
stingur upp kollinum ádeila á inni-
haldsleysi og vansæld þess sem ger-
ir sér að leik að troða á tilfinningum
annarra, en því miður er hún oftast
of djúpt undir froðunni og týnist
gjörsamlega í meðförum McCon-
augheys.
saebjorn@heimsnet.is
Froða „Myndin sannar hinsvegar aðeins það sem löngu er ljóst, að McCo-
naughey er takmarkaður leikari á hraðbyri niður á við,“ segir meðal annars
í dómi gagnrýnanda.
Bósinn bætir ráð sitt
Sambíóin
Ghosts of Girlfriends Past
bbnnn
Leikstjóri: Mark Waters. Aðalleikarar:
Matthew McConaughey, Jennifer Garn-
er, Breckin Meyer, Lacey Chabert, Ro-
bert Forster, Anne Archer, Michael Dou-
glas. 102 mín. Bandaríkin. 2009
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Einn af þeim rosknu leikurum
sem eiga að gefa Girls… ein-
hverja vigt, er Robert Forster.
Hann átti athyglisverðan feril á
tímabili sem hófst með Reflec-
tion in a Golden Eye (’67), fá-
séðri en magnaðri mynd Johns
Huston um dulda samkyn-
hneigð herforingja (Marlon
Brando.) Afskipt eiginkona
hans var leikin af Elizabeth Tay-
lor, en Forster brokkaði um
landareign þeirra hjóna á
Adamsklæðum einum.
Myndin vakti athygli á hinum
unga og gjörvilega Forster, sem
fékk fljótlega hlutverk í vestra
Pakula, The Stalking Moon og
Medium Cool, gagnrýnni mynd
Haskells Wexler um hið sögu-
fræga, mislukkaða ársþing
demókrata í Chicago ’68.
Forster er minnisstæður sem
sjónvarpstökumaðurinn og var
búist af miklu af honum, en For-
ster féll smám saman í skugg-
ann af nýjum stjörnum en hefur
verið vinsæll í sjónvarpsþáttum
og -myndum síðustu 40 árin.
Hann átti sterka endurkomu í
Jacky Brown (’97), sem hann
getur þakkað Tarantino. Síðan
hafa sjónvarp og B-myndir tekið
yfirhöndina á nýjan leik.
Robert Forster
Augnablikin hans
Forsters
TALIÐ er að um
400 manns hafi
mætt til útfarar
leikarans Davids
Carradine, sem
lést sem kunnugt
er í Bankok á dög-
unum.
Meðal þeirra
sem fylgdu Carra-
dine voru kollegar hans Jane Seymo-
ur, Tom Selleck, Daryl Hannah og
Lucy Liu, en þær tvær síðastnefndu
léku meðal annars með honum í Kill
Bill-myndum Tarantinos.
Mikil öryggisgæsla var við útför-
ina og gættu verðir þess að enginn
óboðinn kæmist inn. Meðal laga sem
leikin voru við útförina voru „Let It
Be“ Bítlanna og „Requiem for a Fall-
en Hero“ eftir Beethoven.
Dánarorsök óljós
Rannsókn á andláti Carradine,
sem var 72 ára, stendur enn yfir, en
sjálfsvíg hefur verið útilokað sem
dánarorsök.
Carradine var kvæntur Annie
Bierman og áttu þau fjögur börn.
Hann lék í yfir 100 kvikmyndum á
ferlinum en var þekktastur fyrir
hlutverk sitt sem Kwai Chang Caine
í sjónvarpsþáttunum Kung Fu.
Reuters
Minning Fjöldi fólks hefur lagt
blóm við stjörnu David Carradine á
frægðarstéttinni í Hollywood.
Carradine
borinn
til grafar
David Carradine