Morgunblaðið - 07.07.2009, Síða 4
Fundað var í gær um Icesave-
málið á milli samninganefnd-
arinnar og fjárlaga- og utanrík-
isnefndar auk skilanefndar og
skiptastjórnar Landsbankans.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins náðist engin niður-
staða á fundunum heldur var
málið kynnt frá öllum hliðum.
Fundað verður áfram í málinu
og fleiri boðaðir til álitsgjafar á
samningnum. M.a. mun InDe-
fence hópurinn, sem gagnrýnt
hefur samkomulagið harðlega,
ganga á fund Icesave-samn-
inganefndarinnar í dag.
Allar hliðar Icesave
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
Mér er rétt og skylt að greina frá því
að nafngiftin á skýrslu þeirri, sem
Davíð Oddsson gerði að umræðuefni
í viðtali sem ég tók við hann sl. föstu-
dag og birtist í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, er mín, ekki Davíðs.
Mér hafði áður verið sagt af tilvist
ofangreindrar skýrslu og að hún
hefði verið unnin af nefnd á vegum
OECD og formaðurinn í þeirri nefnd
hefði verið Jean-Claude Trichet, nú-
verandi seðlabankastjóri Seðlabanka
Evrópu.
Mér fannst við vinnslu viðtalsins
að það væri ekki nógu skýrt um
hvaða nefnd væri að ræða, og segi því
í óbeinni ræðu og byggði á því sem
mér hafði verið sagt um tilurð skýrsl-
unnar: „Davíð finnst það sæta nokk-
urri furðu að sérstök skýrsla, sem ís-
lensk stjórnvöld hafi undir höndum,
um tryggingamál og innstæðutrygg-
ingasjóði, sem hafi verið unnin af evr-
ópskri nefnd á vegum OECD undir
stjórn núverandi seðlabankastjóra
Seðlabanka Evrópu, hafi ekki verið
gerð opinber.“
Þar sem ég hef verið í litlu frétta-
sambandi yfir helgina og vissi ekki
fyrr en á sunnudagskvöld að viðtalið
hefði valdið miklu fjaðrafoki og að
Davíð hafi verið sakaður um að vita
ekki um hvaða skýrslu hann var að
tala, vil ég árétta að umrædd skýrsla
var ekki rétt feðruð í viðtali mínu við
Davíð Oddsson og að mistökin eru
mín.
Þá vil ég, vegna orða Steingríms J.
Sigfússonar fjármálaráðherra, um að
viðtalið við Davíð hafi verið tekið 18.
júní, greina frá því að ásláttarvilla
var í viðtalinu hjá mér, sem mér yf-
irsást við yfirlestur, en þar sagði ég
eftir Davíð „í gær“ þar sem hann vís-
aði til ummæla Jóhönnu Sigurð-
ardóttur á Austurvelli. Þar átti að
standa í júní.
Biðst ég velvirðingar á ofan-
greindum mistökum.
Agnes Bragadóttir
Mistökin voru mín
SMÍÐI togarans Helgu RE er nú lokið í Taívan
og hélt skipið úr höfn áleiðis til Íslands þann 3.
júlí síðastliðinn. Smíði skipsins seinkaði um tvö
ár en henni átti að ljúka í júní 2007, að sögn Ár-
manns Ármannssonar útgerðarmanns.
„Við seldum hina Helguna rétt áður en þessi
átti að koma og höfum verið án skips síðan. Auð-
vitað hefur þetta komið sér illa,“ segir Ármann
en útgerð hans, Ingimundur hf., hefur fengið
greiddar dagsektir frá Taívan vegna seinkunar-
innar.
Ástæður hennar telur Ármann vera litla
reynslu Taívana af smíði jafntæknilegs skips og
Helgan er. „Tækin eru öll vestræn. Það er ekk-
ert í skipinu frá þeim nema stálið sem er heit-
galvaníserað. Skipið á þess vegna að ryðga
minna.“
Helga RE er 29 m langt skip, rúmlega 9 m
breitt og 364 brúttótonn. Skipið er væntanlegt til
Íslands upp úr miðjum ágúst.
ingibjorg@mbl.is
Tæknilega mjög fullkomin en smíðinni seinkaði um tvö ár
Helga RE loksins lögð af stað heim frá Taívan
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„MÉR finnst það allt með miklum
ólíkindum hvernig staðið er að
vinnslu þessa máls, að áður en búið
er að útkljá deilu við ESB-ríki um
niðurstöðu Icesave-samninganna séu
menn að leggja upp með það að við
Íslendingar leggjum inn umsókn um
Evrópusambandsaðild,“ segir Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins.
Fundað var í utanríkismálanefnd
Alþingis um kvöldmatarleytið í gær
þar sem teknar voru fyrir tillögurnar
tvær um ESB-aðild.
Þjóðin eigi síðasta orðið
Að sögn Bjarna var á fundinum
hreyft við ólíkum áherslum flokk-
anna til málsins en enn sé óljóst
hvernig málum lykti í meðförum
nefndarinnar.
„Við ítrekuðum fyrri afstöðu okkar
og ályktun landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins um að rétt væri að láta
fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
það hvort hefja ætti aðildarviðræður
og eins að ekki komi annað til greina
en að þjóðin eigi síðasta orðið í mál-
inu.“
Bjarni segist eftir sem áður þeirr-
ar skoðunar að ítarlegar umræður
um ESB-aðild séu í raun og veru
tímaeyðsla eins og málin standa
þessa stundina. „Ég tel að það sé al-
veg einsýnt að aðildarumsókn verði
ekki tekin alvarlega og það sé ein-
faldlega óraunhæft að leggja fram
umsókn með Icesave-málið óafgreitt.
En það virðist vera uppleggið hér á
þinginu að hafa þessa forgangsröðun
á málinu.“
Hænuskref á hverjum fundi
Valgerður Bjarnadóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar og varafor-
maður utanríkismálanefndar, segir
að lítil skref séu tekin á hverjum
fundi en nefndarmenn vilji að sjálf-
sögðu vanda sig við umfjöllunina.
Boðað hefur verið til áframhald-
andi funda um ESB-aðild á morgun
og stefnt að því að málið verði tekið
aftur til umfjöllunar Alþingis innan
skamms. „Við hittumst dag eftir dag
til að vinna að þessu sem hlýtur að
vera vísbending um í hvað stefnir.“
Fundað fram á kvöld um ESB
Tímaeyðsla að ræða ESB mál í þaula þegar Icesave-deilan er óleyst, segir formaður Sjálfstæðisflokks
Málið þokast á hverjum fundi og stefnt er að því að taka það aftur fyrir á Alþingi á næstu dögum
Stífir fundir eru í utanrík-
ismálanefnd Alþingis um bæði
Icesave-samningana og tvær til-
lögur að ESB-umsóknaraðild.
Niðurstöðu enn ekki náð.
Valgerður
Bjarnadóttir
Bjarni
Benediktsson
EKIÐ var á átta
ára dreng á
Reykjanesbraut
við Ásvelli í
Hafnarfirði á
fjórða tímanum
í gær. Að sögn
lögreglunnar á
höfuðborgar-
svæðinu var
drengnum
haldið sofandi í
öndunarvél í
gærkvöld og
var líðan hans sögð stöðug. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni er talið að drengurinn hafi
hlaupið út á götu í veg fyrir bílinn.
ingibjorg@mbl.is
Drengur sem
ekið var á í gær í
öndunarvél
Frá Vallahverfi í
Hafnarfirði.
MANNBJÖRG
varð þegar leki
kom að sex tonna
báti á Skagafirði
í dag. Einn var
um borð en hátt í
20 björg-
unarsveitarmenn
á Sauðárkróki og
Hofsósi komu til
bjargar ásamt
nærstöddum bát-
um. Talið var líklegt að báturinn,
Eyfjörð ÞH-203, myndi sökkva en
vel heppnaðist að toga hann í land.
Maður hætt kominn
í sökkvandi bát
Drangey Leki kom
að bát á Skagafirði
BÖRN eru nú að
meðaltali 6,9 ára
gömul þegar þau
prófa netið í
fyrsta sinn, skv.
nýrri könnun frá
SAFT. Netnotkun
hefur því færst
neðar í aldri frá
því síðasta könn-
un var gerð 2007.
Einnig eiga tölu-
vert fleiri börn sína eigin tölvu nú en
áður. Litlar breytingar hafa hins-
vegar orðið á því hversu oft börn og
unglingar nota netið frá 2007.
Fleiri foreldrar nota netið
Sambærileg könnun sem lögð var
fyrir foreldra barnanna leiddi í ljós
að hlutfall foreldra sem nota netið
daglega eða næstum daglega hefur
aukist milli kannana úr 83% í 92%.
SAFT-verkefnið leggur áherslu á
að kortleggja veru barna og ung-
linga á netinu og öðrum miðlum og
stuðla að öruggri notkun. Þátttak-
endur voru 991 nemandi úr 4.-10.
bekk.
Börn yngri þegar
þau prófa netið
MSN Börn læra
ung að nota netið.