Morgunblaðið - 07.07.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
MIKIL vakning er í siglinga-
íþróttum á Sauðárkróki. Þar hefur
verið stofnaður siglingaklúbbur
sem kenndur er við Drangey og
siglinganámskeið eru vinsæl í
Sumar T.Í.M., tómstundadagskrá
sem sveitarfélagið heldur úti fyrir
6 til 11 ára börn.
Siglinganámskeið hafa verið
haldin á Sauðárkróki í tvö ár og
komið hafa reyndir þjálfarar frá
siglingaklúbbnum Nökkva á Ak-
ureyri og Siglunesi í Reykjavík.
Fyrirtaksaðstaða varð til þegar
lokið var við lagningu suðurgarðs
Sauðárkrókshafnar í vor. Nú er
komið skjól fyrir sunnanáttinni.
Höfnin er öll iðandi af lífi á góð-
viðrisdögum.
Bátarnir finnast
„Það kom í ljós að hér var til
bátakostur sem lá í geymslum hjá
sveitarfélaginu. Við höfum verið
að finna bátana og koma þeim í
stand,“ segir Jakob Frímann Þor-
steinsson, formaður siglinga-
klúbbsins Drangeyjar. Félags-
menn eru nú að nálgast fimmtíu.
Flotbryggja var einnig til og nú
hefur lítið aðstöðuhús verið flutt á
staðinn.
„Við erum að stíga okkar fyrstu
skref. Það er feiknamikill áhugi á
þessu, krökkunum þykir þetta
spennandi,“ segir Ingvar Páll
Ingvarsson stjórnarmaður. Hann
hóf þátttöku í gegnum börnin og
uppgötvaði að siglingar geta verið
skemmtileg íþrótt fyrir alla fjöl-
skylduna.
„Það er skemmtilegast að fá að
vera úti á sjó, á einhverju sem þú
getur stjórnað. Það er ekki erfitt,
ekki þegar þú ert búinn að læra á
seglbát,“ segir Tinna Björk, dóttir
Ingvars sem hefur sótt siglinga-
námskeiðin frá því áður en hún
hafði aldur til.
Hægt að læra
margt í siglingum
Jakob kennir útivistarfræði við
Háskóla Íslands og Hólaskóla og
er hrifinn af siglingum. „Ég tel að
það geri öllum gott að vera úti að
glíma við áskoranir, í ákveðnu ör-
yggi. Það felst í því mikið nám.
Mér finnst vera of lítið af verk-
efnum í frístundastarfi í almenna
skólakerfinu sem fela í sér tæki-
færi til náms og þroska. Sigling-
arnir eru eitt af þeim viðfangs-
efnum sem henta vel. Glíman við
vindinn, bátinn og sjálfan þig fær-
ir þér upplifun sem veitir þér
mikla gleði,“ segir Jakob.
Hann segir einnig mikilvægt að
þjálfa börnin í að umgangast sjó-
inn og náttúruna almennt og sigl-
ingarnar séu góð leið til þess.
Hægt sé að færa þennan lærdóm
yfir á margt í lífinu.
Glímt við
vindinn
Siglingar eru nýjasta æðið á Sauðár-
króki Fimmtíu félagar eru í nýjum
siglingaklúbbi og margir sækja nám-
skeið Nýja smábátahöfnin iðar af lífi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Skemmtilegt Þegar siglinga-
námskeiðin eru í gangi er mikil um-
ferð um nýju smábátahöfnina. Þar
skapaðist aðstaða þegar Suð-
urgarður var lagður.
Svifið Tinna Björk Ingvarsdóttir stýrir bátnum um höfnina. Hún er búin að
læra undirstöðuatriði siglingaíþróttarinnar og segir þau ekki erfið.
GIRÐINGAR
BYGGINGADEILD VERSLANIR VÉLADEILD
Henta jafnt heimilum,
fyrirtækjum og stofnunum.
Hafið samband og
leitið tilboða.