Morgunblaðið - 07.07.2009, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ígrein PétursBlöndals umIcesave í
Morgunblaðinu á
sunnudag er
athyglisverð frá-
sögn af tilraunum
til að koma þessum reikningum
úr útibúi í dótturfélag. Segir
hún sína sögu um hugarfarið hjá
stjórnendum bankans og af-
hjúpar þá veikleika, sem voru
rótin að áhyggjum í breska og
íslenska fjármálaeftirlitinu.
Í greininni segir svo frá: „Þeg-
ar Landsbankinn reyndi að
koma Icesave-reikningunum í
London úr útibúi í dótturfélag,
þá gerði breska fjármálaeft-
irlitið mjög stífar kröfur um
flutning eigna Landsbankans til
Bretlands og um tímamörk fyrir
eignaflutninginn. Fyrir vikið
„stympaðist bankinn við“ að fara
þá leið, meðal annars vegna þess
að strangari reglur gilda um
bindingu fjár í dótturfélögum,
auk þess sem erfitt var að mæta
kröfum Breta um flutning eigna,
þar sem ákvæði í samningnum
kváðu á um að þá væri hægt að
gjaldfella þau.“
Var ástæðan fyrir því að
Landsbankinn fór útibúaleiðina
í stað þess að opna reikningana í
dótturfélagi sem sagt sú að
bankinn hafði ekki bolmagn til
að undirgangast kröfur um
bindingu fjár?
Frásögnin heldur
áfram: „Lands-
bankinn taldi sig
hafa náð sam-
komulagi við
breska fjármálaeft-
irlitið 29. maí, sem
fól í sér að Landsbankinn legði
inn 5% af öllum Icesave-
innstæðunum, upphaflega átti
það að fara inn á bundinn reikn-
ing í Englandsbanka, en svo
tókst sátt um að hluti af því færi
inn í Seðlabanka Íslands. Eftir
því var tekið að áhugi Lands-
bankans á færslunni yfir í dótt-
urfélag minnkaði við það.“
Hvernig skyldi hafa staðið á
því? Síðar í greininni lýsa
nokkrir ónefndir bankamenn því
„að það sé allt annað að eiga við
fjármálaeftirlit ytra. „Maður
upplifir það um leið og komið er
út fyrir landsteinana – þá skiptir
það engu máli hversu ósammála
maður er yfirlýsingum fjármála-
eftirlitsins, það er ekkert rætt
frekar, maður bara þóknast
þeim.“ Hér á landi virðast menn
hinsvegar vera bundnari við
bókstafinn og það vantar úrræði
fyrir Seðlabankann og FME til
að grípa með afgerandi hætti
inn í þessa þróun.“
Var þetta úrræðaleysi Seðla-
bankans og FME til að grípa inn
í Landsbankanum svo mik-
ilvægt að hann kaus að draga
lappirnar?
Nýtti Landsbankinn
sér úrræðaleysi
Seðlabanka og FME
til að grípa inn í?}
Bókstafurinn og
úrræðaleysið
Í kalda stríðinuvoru fréttir um
afvopnunarvið-
ræður risaveld-
anna tíðar og sér-
fræðingar í taln-
ingu kjarnaodda og
kjarnorkuvopna af ýmsum
toga, langdrægra, skamm-
drægra og sérhannaðra til
notkunar á vígvellinum, gátu
látið ljós sitt skína.
Þegar kalda stríðinu lauk og
járntjaldið féll minnkaði
áherslan á afvopnun svo um
munaði og sviðsljósinu var
beint annað. Bandaríkjamenn
og Rússar áttu þó áfram sín
kjarnorkuvopnabúr og enn er
það keppikefli ákveðinna ríkja
að koma sér upp kjarnorku-
vopnum og tryggja öryggi sitt
með þeim hætti. Sömuleiðis
hafa menn haft áhyggjur af því
að hryðjuverkamenn gætu orð-
ið sér úti um það sem til þarf til
að geta búið til kjarnorkuvopn.
Ekki þarf að fjölyrða um afleið-
ingar þess að hryðjuverkamenn
beittu slíku vopni í einhverri af
stórborgum heimsins. Og hvað-
an ættu hryðjuverkamenn að fá
efni til að framleiða slíkt hryll-
ingsvopn annars staðar en hjá
einhverju kjarnorkuveldanna?
Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna, hefur ólíkt for-
verum sínum lagt
áherslu á fækkun
kjarnorkuvopna.
Stjórn hans hefur
tilgreint þau ríki,
sem nýlega hafa
komið sér upp kjarnorkuvopn-
um eða hafa það á prjónunum,
og vill snúa þeirri þróun við.
Þykir sérstaklega til marks um
að þar eigi að setja öll ríki á
sama bás að Ísrael skuli hafa
verið á listanum, en fram að því
höfðu Bandaríkjamenn tekið
þátt í því með Ísraelsstjórn að
láta eins og kjarnorkuvopn
þeirra væru ekki til.
Í gær undirrituðu Obama og
Dmítrí Medvedev, forseti Rúss-
lands, skuldbindandi vilja-
yfirlýsingu í Moskvu um fækk-
un kjarnorkuvopna. Að sjö
árum liðnum skuli hvort ríki um
sig hafa fækkað flaugum, sem
borið geta kjarnorkuvopn, nið-
ur í 500 til 1.100 og kjarnaodd-
um í 1.500 til 1.675. Vissulega
tryggir það áfram gagnkvæm-
an gereyðingarmátt (sem á
ensku var nefnt Mutual Ass-
ured Destruction og skamm-
stafað MAD) og enn eru Rússar
tortryggnir vegna fyrirhugaðs
eldflaugaskjaldar Bandaríkja-
manna í Austur-Evrópu, en það
vekur vonir að nú eigi að taka
þessi mál föstum tökum.
Obama virðist ætla
að taka afvopnun
föstum tökum}
Fækkun kjarnorkuvopna
F
rétt gærdagsins um rannsókn
sem sýnir að tæplega fjórðungur
íslenskra kvenna, sem annað-
hvort eru í sambúð eða giftar,
hefur orðið fyrir kynferðislegu,
andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hálfu maka
síns, hefur valdið mér miklu hugarangri. Get-
ur þetta staðist? Má skilja niðurstöður rann-
sóknarinnar sem svo, að fjórðungur maka
kvenna, karlar í flestum tilfellum, konur í ein-
hverjum, beiti þær ofbeldi? Það kom ekki
fram í fréttinni hvernig ofbeldi var skilgreint í
rannsókninni, en ofbeldið sem um ræðir var
þó greint í líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi
og kynferðislegt ofbeldi og skiptist það þannig
að 18,2% af þeim konum sem tóku þátt í rann-
sókninni höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af
hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3%
höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Að mínu mati er ofbeldi í hvaða mynd sem er glæp-
samlegt. Góðu heilli lítur samfélagið á ofbeldi sem glæp;
eða er það ekki eitthvað sem langflestir eru ásáttir um?
Ber okkur þá að líta svo á, að tæplega fjórðungur maka
kvenna séu glæpamenn? Um þetta leyfi ég mér að efast
en ætla þó ekkert um það að fullyrða án þess að hafa les-
ið rannsóknina.
Hins vegar vakna ótal spurningar, sem mér finnst
ástæða til að drepa á. Hvernig má það vera að konur sem
telja sig beittar ofbeldi láta það viðgangast? Hvernig má
það vera að tæpur fjórðungur giftra kvenna og kvenna í
sambúð lætur slíkt yfir sig ganga? Mér þykir
reyndar ömurleg sú staðreynd að þegar
fjallað er um ofbeldi gagnvart konum, skuli
þær oftar en ekki vera viðfangsefni umræð-
unnar, en ekki gerendurnir. Það eru jú þeir
sem hljóta að vera vandamálið og lausnin
hlýtur að vera fólgin í því fyrst og fremst að
taka á þeirra misgjörðum. Þó fann ég mig
knúna nú, í ljósi fréttarinnar, að tala um kon-
urnar.
Engin ástæða réttlætir það að kona eða
manneskja, hvers kyns sem hún er ef því er
að skipta, búi við ofbeldi. Peningaleysi, pen-
ingar, börn, trú, hjónabandsheit, ást, ótti, eru
ástæður sem hafa heyrst nefndar, en þær eru
allar aukaatriði þegar reisn manneskjunnar
og friðhelgi sjálfsins eru annars vegar.
Þess vegna hlýtur það að teljast hrikalegt
ef svo hátt hlutfall kvenna reisir ekki rönd við ofbeldinu.
Hvað eru þær konur eiginlega að hugsa? Konur verða að
taka á sínum málum líka, standa með sjálfum sér og sinni
reisn, það er þeirra ábyrgð og það er mikil ábyrgð. Það
sama á við um þá karla sem beittir eru ofbeldi af maka
sínum; ég geri ekki greinarmun þar á.
Það hefur loðað við umræðuna um jafnréttismál að
tala um konur sem fórnarlömb. Það er fullkomlega óþol-
andi. Ég ætla ekki að bera blak af fjölmiðlum í því að
hlutgera konur sem fórnarlömb, en stundum læðist að
mér sá óþægilegi grunur, að þær eigi sinn þátt í því sjálf-
ar að skapa sér það hlutskipti. begga@mbl.is
Bergþóra
Jónsdóttir
Pistill
Búa konur við ofbeldi?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
H
vergi er minnst á rík-
isábyrgð í skýrslu um
innstæðutrygg-
ingakerfi sem unnin
var undir stjórn Jean-
Claude Trichet, núverandi banka-
stjóra Seðlabanka Evrópu.
Skýrslan var unnin árið 2000 þeg-
ar Trichet var bankastjóri franska
seðlabankans, og er hún aðgengileg á
vef Banque France, franska seðla-
bankans. Davíð Oddsson, fyrrver-
andi seðlabankastjóri, vísaði til
skýrslunnar í viðtali við Morgun-
blaðið á sunnudag, og hefur Tómas I.
Olrich, sendiherra í Frakklandi, stað-
fest að hafa sent eintak af þessari
skýrslu til utanríkisráðuneytisins.
Í skýrslunni segir raunar að
reglum Evrópusambandsins um inn-
stæðutryggingar, sem Íslendingar
innleiddu á grundvelli EES-
samningsins, sé alls ekki ætlað að
eiga við kerfislægt bankahrun. Inn-
stæðutryggingakerfið hafi heldur
ekki burði til slíks. Til þess þurfi að
beita öðrum aðgerðum, sem hljóti að
falla inn á verksvið annarra hluta
„öryggisnetsins“, svo sem seðla-
banka eða stjórnvalda viðkomandi
ríkis.
Meiriháttar veikleiki
Hvort eða hvernig þessir aðilar
skulu bregðast við er hins vegar
ósagt látið. Viðbrögð stjórnvalda eða
hvers kyns björgunaraðgerðir vegna
hruns, eins og þess sem hér hefur
orðið, er ekki innan rammans sem
reglurnar fjalla um.
Fjármálakreppan sem þjakar nú
heimsbyggðina „hefur sýnt að núver-
andi fyrirkomulag innstæðutrygg-
ingakerfa í aðildarríkjum var meiri-
háttar veikleiki í bankaregluverki
Evrópusambandsins“. Þetta segir í
skýrslu sem unnin var undir stjórn
Jacques de Larosiere fyrir fram-
kvæmdastjórn ESB og kom út nú í
febrúar.
Þar segir ennfremur að þrátt fyrir
að nú liggi fyrir tillaga til að bæta
þetta fyrirkomulag, sé enn óleyst
hvað skuli taka til bragðs ef inn-
stæðutryggingakerfið stendur ekki
undir skuldbindingunum líkt og
gerst hefur á Íslandi.
Fórnarlamb gloppu í kerfinu
Af hálfu sérfræðinga Evrópusam-
bandsins virðist því ljóst að gloppa er
í kerfinu og að íslenska ríkið er fórn-
arlamb þeirrar óvissu sem gloppan
skapar. Því má spyrja hvort yfir höf-
uð eigi við að vísa til evrópska inn-
stæðutryggingakerfisins þegar tala
eða semja á um glötuð innlán í ís-
lenskum bankastofnunum.
Íslensk stjórnvöld hafa hingað til
hafnað því að fara með Icesave-málið
fyrir dómstóla til að skera úr um
hvort ábyrgðin skuli vera á þeirra
herðum, m.a. á þeim forsendum að
viðsemjendur, stjórnvöld í Hollandi
og Bretlandi, taki það ekki í mál. All-
margir lögfræðingar sem og aðrir
landsmenn hafa mótmælt þessari af-
stöðu frá upphafi og má byggja þau
að mörgu leyti á þessari spurningu:
Ef innstæðutryggingasjóðurinn á
ekki við í tilviki bankahruns, hver
annar en dómstóll getur þá sagt til
um hvort íslenska ríkið eigi að borga
Icesave-skuldirnar eður ei?
Morgunblaðið/Golli
Hollendingar Þeir sem vilja rukka okkur leita til dómstóls hér á landi, sagði
Davíð Oddsson í viðtali við Morgunblaðið. Ríkið á ekki að borga að óþörfu.
Innstæðutryggingar
ná ekki yfir hrunið
Óvissa virðist ríkja um hvort
nokkur lagabókstafur segi að ís-
lenska ríkinu beri að borga Ice-
save-skuldirnar. Málið skekur
þjóðina og hæpið er að sátt fáist
án þess að leita til dómstóla.
Um hvað snúast
innstæðutryggingarnar?
Tilskipun ESB um að tryggja
innstæður í bönkum er frá árinu
1999. Hún á að tryggja fjárhags-
legan stöðugleika og sjá til þess
að innstæðueigendur tapi ekki
óheyrilegum fjárhæðum þótt fjár-
málastofnun þurfi að loka.
Hvernig tengjast þær
Icesave-skuldunum?
Þar sem fjártjón Hollendinga
og Breta vegna Icesave er hluti af
kerfislægu hruni íslensku bank-
anna, má ætla að tilskipunin um
innstæðutryggingar eigi ekki við,
ljóst þykir að það kerfi ráði ekki
við allsherjarhrun. Þetta kemur
fram í skýrslum Trichet og de Lar-
osiere, sem báðar eru opinberar
og aðgengilegar á vefnum.
Hví þá að borga?
Íslensk stjórnvöld hafa hafnað
dómstólaleiðinni en óljóst er af
hverju „við“ ættum að borga. All-
margir lögfræðingar mótmæla
þessari afstöðu, nauðsynlegt sé
að skera fyrst úr um hvort ríkið sé
greiðsluskylt eður ei.
S&S