Morgunblaðið - 07.07.2009, Page 21
minn kæri bróðir, tók á móti Sigurði
Bjarnasyni eða Súlunni drekkhlað-
inni siglandi inn Eyjafjörð. Hann
var við útgerð í hálfa öld, fyrst
hægri hönd föður okkar og síðan
með Bjarna Bjarnasyni skipstjóra
Súlunnar til margra ára.
Það má með sanni segja að Sverr-
ir tók tröllatryggð við Eyjafjörð.
Hann unni hag Akureyrar og Ak-
ureyringa og vann að honum með
þátttöku í atvinnu- og félagsmálum
og á seinni árum með oft áræðnum
blaðagreinum.
Skáldið lýkur kvæðinu Siglingu
inn Eyjafjörð með þessu erindi:
Áfram – og alltaf heim,
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þeim
gleði, sem landið sjá.
Loks eftir langan dag
leit ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
Sólarlag er orðið í lífi bróður.
Megi góðar minningar um Sverri
lifa og Guð gefa hans nánustu styrk.
Fanney.
„Fast þeir sóttu sjóinn“ má segja
um Sverri Leósson og forfeður
hans. Alla ævi starfaði Sverrir við
útgerð og tímabundið fiskvinnslu
samhliða útgerðinni. Ég kynntist
honum árið 1972 þegar ég réðst til
starfa á Súluna EA 300. Súlan og
Sverrir voru í mínum huga alltaf
„eitt par“.
Sverrir var harðduglegur, brenn-
andi af áhuga og skemmtilegur þar
sem hann lá ekki á skoðunum sínum.
Hann vék aldrei frá bryggjukant-
inum ef svo má að orði komast. Þeim
félagsmálastörfum sem hann tók að
sér gaf hann tíma og sinnti af eld-
móði og dugnaði. Enginn þurfti að
efast um pólitískar skoðanir hans.
Hann sat fyrir hönd bæjarbúa í
stjórn Útgerðarfélags Akureyringa í
langan tíma eða í 15 ár, þar af sem
formaður stjórnar í 8 ár. Ég get
ímyndað mér að fyrir stjórnendur
þess félags hafi það verið góður
stuðningur að hafa tæpitungulausan
stjórnarmann með brennandi
áhuga. Sverrir var kosinn í vara-
stjórn Útvegsmannafélags Norður-
lands árið 1969 og í aðalstjórn árið
1972. Hann var kosinn formaður fé-
lagsins árið 1979 og gegndi því starfi
til ársins 1995 eða í 16 ár, lengur en
nokkur annar formaður. Hann sat
samfellt í stjórn ÚN í 26 ár.
Litlar breytingar urðu á sjórn fé-
lagsins öll 16 árin undir stjórn
Sverris. Það langa tímabil sem
Sverrir stýrði Útvegsmannafélagi
Norðurlands einkenndist af gríðar-
legum skipulagsbreytingum í ís-
lenskum sjávarútvegi, einhverjum
þeim mestu í sjávarútvegssögu þjóð-
arinnar. Sverrir sat í stjórn LÍÚ
fyrir hönd útvegsmannafélagsins frá
1976 til 1995.
Sverri Leóssyni eru hér færðar
þakkir fyrir störf sín í þágu útvegs-
mála.
Fyrir hönd útvegsmanna á Norð-
urlandi sendi ég Auði, börnum og
fjölskyldum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Kristján Vilhelmsson,
formaður Útvegsmannafélags
Norðurlands.
Í dag er til moldar borinn á Ak-
ureyri Sverrir Leósson, fyrrverandi
útgerðarmaður.
Við Sverrir höfum átt langa sam-
leið við sjóinn. Til að byrja með vann
hann við útgerð föður síns, Leós
Sigurðssonar, og sá um útgerð
tveggja skipa, Súlunnar og Sigurðar
Bjarnasonar. Leiðir okkar lágu sam-
an árið 1968 en þá fór undirritaður
sem háseti á Súluna, þá nýtt og eitt
glæsilegasta fiskiskip íslenska flot-
ans. Þetta var í lok síldarævintýr-
isins og þótti ekki bjart að vera
hefja útgerð á nýju skipi. En það fór
allt vel og við Sverrir áttum eftir að
upplifa svipaða tíma síðar er við
keyptum útgerð föður hans árið
1988. Það má segja að það hafi ekki
verið þrautalaust fyrir tvo hálf-
blanka að kaupa heila, skuldlausa
útgerð en það verður ekki annað
sagt um Sverri en að ef stefnan var
tekin á eitthvað þá var það fram-
kvæmt. Það var löng bið eftir svör-
um um fyrirgreiðslu vegna kaup-
anna og margir skrautlegir fundir
um kaupin. En með þrautseigju
Sverris hafðist þetta í gegn.
Þetta þótti nú ekki gáfulegur
gjörningur af mörgum reiknimeist-
urunum og ekki blés byrlega í fyrstu
veiðiferð því afli var nánast enginn
eftir viku veiðiferð. Þá sagði Sverrir:
„Fall er fararheill,“ og ég held hann
hafi reynst sannspár. Samskipti mín
við Sverri í hartnær 40 ár voru oft-
ast góð; þó við værum ekki alltaf
sammála um hlutina þá náðum við
alltaf lendingu. Sverrir sá um rekst-
ur í landi og fór það mjög vel úr
hendi því að í öllum viðskiptum var
hann afar heiðarlegur og ætlaðist
einnig til að menn væru heiðarlegir
við hann. Sverrir hafði mikinn metn-
að fyrir því að halda skipinu vel við
og hafa allt í góðu lagi, ekki síst
þrifalegt og vel málað. Ekki veit ég
hvað mörg samtöl ég átti við Sverri
en þau voru æði mörg í gegnum árin
sem betur fer oftast með góðar
fréttir af aflabrögðum sem hann
fylgdist mjög með og gladdist þegar
vel gekk. Stundum gekk þó ekki allt
sem skyldi en við sluppum þó við al-
varleg slys á mönnum og veit ég að
því fagnaði hann innilega og bað fyr-
ir skipi og áhöfn. Ég held það hefði
reynst honum erfitt ef skaði á mann-
skap í hans skipi hefði orðið.
Sverrir félagi minn var heiðarleg-
um maður sem talaði tæpitungu-
laust um hlutina. Hann var í mörg-
um trúnaðarstörfum á sviði
sjávarútvegs á sinni starfaævi. Öll-
um þeim störfum sem hann tók að
sér sinnti hann af miklum trúnaði og
heiðarleika. Það hefði kannski verið
betra að fleiri menn eins og hann
hefðu verið við stjórn fyrirtækja á
Íslandi í dag.
Ég vil þakka Sverri langt og gott
samstarf og sendum við hjónin og
fjölskylda mín Auði og öðrum að-
standendum samúðarkveðjur okkar.
Bjarni Bjarnason.
Kveðja frá Knattspyrnufélagi
Akureyrar
Vorið 1997 er bjart í minningunni
hjá okkur KA-mönnum. Íslands-
meistaratitill í handknattleik karla,
lokaleikurinn á heimavelli leikinn
fyrir troðfullri KA-höllinni þar sem
Alfreð Gíslason stýrði sínum piltum
til glæsilegs sigurs. Lokaskrefið í
uppbyggingu handknattleiks á Ak-
ureyri var stigið og verður minnst
sem eins af hápunktum íþróttasögu
Akureyrarbæjar. Titillinn var af-
rakstur mikillar vinnu hjá öflugum
forsvarsmönnum félagsins, mark-
vissrar þjálfunar og ekki síst átti fé-
lagið afar trausta stuðningsmenn
sem aldrei gáfust upp.
Einn af þeim var Sverrir Leósson
útgerðarmaður sem við kveðjum í
dag. Sverrir kom að öllum þáttum
starfsins hjá KA. Hann vann náið
með stjórnarmönnum og var í miklu
sambandi við þjálfara og leikmenn.
Á leikjum félagsins dró Sverrir ekki
af sér í hvatningarhrópum auk þess
að veita dómurum leiðsögn í flóknu
regluverki handknattleiksíþróttar-
innar. Hann studdi einnig einnig
unglinga- og barnastarf félagsins en
um árabil gáfu útgerðarmenn Súl-
unnar bolta fyrir alla iðkendur.
Gleðin var einlæg þegar sigrar
unnust en að sama skapi þungt yfir
sumum ef leikir töpuðust en þá var
mikið ólag á dómgæslu.
Þeir sem stunda útgerð og sjó-
sókn á Íslandi þurfa að búa yfir
kjarki og vilja. Þessir sömu eigin-
leikar þurfa einnig að prýða afreks-
menn í íþróttum. Sverrir Leósson
gerði sér glögga grein fyrir þessu og
var óþreytandi að telja kjark í alla
þá sem komu að handknattleik hjá
KA. Þannig munum við KA-menn
minnast hans.
Ég sendi fjölskyldunni mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Sverris Leóssonar.
Jóhannes G. Bjarnason
Sverrir Leósson, útgerðarmaður,
er genginn. Hann var af útgerðar-
mönnum kominn; hóf ungur að
starfa við útgerð föður sins, en síðar
stofnaði hann útgerðarfélag í sam-
vinnu við Bjarna Bjarnason, skip-
stjóra. Þeir keyptu Súluna EA 300
af föður Sverris árið 1988. Þeir
tefldu djarft í upphafi, því það var
fjarri því að Sverrir fengi útgerðina
á silfurfati frá föður sínum. Þeir fé-
lagar þurftu að slá lán fyrir úthald-
inu, meira að segja fyrir olíunni í
fyrsta túrinn. Margir töldu „krist-
altært“, að útgerðin færi beina leið á
hausinn. En útgerð Súlunnar hjá
þeim Sverri og Bjarna reyndist far-
sæl. Bjarni fengsæll skipstjóri og
Sverrir sá til þess, að útgerðin stóð
alltaf í skilum. Menn skynjuðu fljótt,
að útgerðarstjóri Súlunnar var mað-
ur sem hægt var að treysta. Þeir
skynjuðu líka, að það var farsælla að
það stæði, sem þeir höfðu lofað hon-
um. Brygðist það fengu þeir til te-
vatnsins á mergjaðri íslensku, sem
ekki var hægt að misskilja.
Sverrir var ekki allra. Hann tók
þó flestum vel við fyrstu kynni, var
kátur og hress, en engu að síður
seintekinn. En hann var traustur
þeim sem hann taldi treystandi.
Skipti þá engu máli hver átti í hlut,
hverra manna hann var, eða hvar
viðkomandi stóð í pólitík. Þannig
voru hann og Jakob Frímannsson,
oddviti framsóknarmanna, eins og
samflokka menn í stjórn Útgerðar-
félags Akureyringa á sínum tíma,
þótt Sverrir væri þar fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins. Sverrir tók þar við
formennsku þegar Jakob dró sig í
hlé. Á þeim árum var gangur í ÚA,
sem þá var kjölfesta í atvinnulífi
bæjarins. Eftir að Sverrir hvarf þar
úr stjórn tóku stjórnendur Akureyr-
arbæjar þá ákvörðun, að selja félag-
ið. Það þótti Sverri sárt.
Þótt Sverrir væri alla tíð stuðn-
ingsmaður Sjálfstæðisflokksins var
hann tilbúinn að segja forystu hans
til syndanna, þætti honum ástæða
til. Hann var ekki í flokknum til að
láta flokkinn stjórna sér, heldur til
að koma eigin hugsjónum á fram-
færi og berjast fyrir framgangi
þeirra. Ef Sverrir tók á annað borð
einhver mál að sér, fyrir hvern sem
það var, þá vildi hann koma málinu í
höfn. Hann var kappsamur, þannig
að stundum pusaði á samferðamenn,
en oftast náði Sverrir sínum mark-
miðum.
Það er gott að eiga góða og
trausta vini; vini sem maður veit að
standa að baki manns í meðbyr sem
mótbyr; vini sem koma framan að
þér til lofs eða lasts, en bíta þig ekki
í bakið um leið og þú gengur af fundi
þeirra. Þannig vin átti ég í Sverri
Leóssyni í áratugi. Hann var hress í
bragði síðast þegar við ræddum
saman, þótt fárveikur væri. Vildi
helst komast heim í Aðalstrætið til
Auðar konu sinnar sem fyrst. Núna
skil ég, að hann vissi hvert stefndi.
Nú siglir hann beitivind um ólgandi
haf, vonandi í vaðandi síld, hvetjandi
dugandi menn, en jafnframt tilbúinn
til að segja liðleskjum til syndanna á
kjarnyrtri íslensku.
Góða ferð, gamli vinur.
Fjölskyldu Sverris sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Gísli Sigurgeirsson.
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 4. júlí.
Guðlaugur Bergmundsson, María K. Jónsdóttir,
Jón Bergmundsson, Þórunn Ingimundardóttir,
Hlöðver Bergmundsson, Jóhanna Óskarsdóttir,
Ingibjörg Bergmundsdóttir, Harald B. Alfreðsson,
Katrín Björk Bergmundsdóttir, Egill Grímsson,
Sigrún Berglind Bergmundsdóttir, Helgi Thoroddsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur,
JÓHANN BRIEM
fyrrv. framkvæmdastjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 5. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
14. júlí kl. 15.00.
Ásta Kristín Briem,
Páll Jóhann Briem,
Haraldur Páll Briem, Vera Nily,
Birna Jóna Jóhannsdóttir, Þór Kristjánsson,
Kristín Briem, Sigurjón H. Ólafsson,
Sigrún Briem, Jón Viðar Arnórsson,
Jóhanna Björk Briem, Guðmundur Þorbjörnsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
STEFÁN ÁSBERG JÓNSSON,
Kagaðarhóli,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi mánu-
daginn 29. júní.
Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar-
daginn 11. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heilbrigðisstofnunina
Blönduósi eða aðrar líknarstofnanir njóta þess.
Sigríður Höskuldsdóttir,
Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, Víkingur Þór Gunnarsson,
Sólveig Birna Stefánsdóttir,
Jón Stefánsson,
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Þorkell Magnússon
og barnabörn.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
RAGNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi,
lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi
laugardaginn 4. júlí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 13. júlí kl. 13.00.
Eyjólfur Sigurðsson, Sjöfn Ólafsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
Gísli R. Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Hlöðver Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN EINARSDÓTTIR,
Illugagötu 6,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sunnu-
daginn 5. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Tryggvi Marteinsson, Gréta Steindórsdóttir,
Margrét Kristín Tryggvadóttir, Baldur Eiðsson,
Steindór Tryggvason,
Bríet Auður Baldursdóttir,
María Brá Baldursdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn-
ingargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu-
degi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið
fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru
birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður
birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Minningargreinar