Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 22

Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag Elsku Helga mín, baráttunni er lokið þú varst búin að berjast allan tímann við þenn- an illvíga sjúkdóm, lífsvilji þinn var mik- ill, þú gafst aldrei upp vonina um lækningu. Þó þú þyrftir að fara hálf- an hnöttinn á enda til meðferðar á sjúkdómnum. Æskuminningar mínar um þig eru ákaflega ljúfar, þú varst stóra systir sem passaði svo vel litla bróð- ur sinn og mun ég alltaf búa að því. En nú er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna þegar þú hefur kvatt þennan heim, Helga mín. Þú varst alltaf heil í því sem þú tókst þér fyr- ir hendur, dugnaðarforkur, réttlát og gegnheil manneskja, enda vina- hópurinn alltaf verið stór í kringum þig, elsku Helga mín. Tíminn sem við áttum saman í Kína, er mér ógleymanlegur og úti- legan sem við fjölskyldan fórum í fyrir stuttu, þar sem við áttum dýr- mætar stundir, elskulega systir. Nú ertu laus við þjáningarnar og komin á bjartan og fallegan stað þar sem verður vel tekið á móti þér. Elsku mamma, pabbi, Eggert, Erla Rut, Sírrý, Bjarni Þór, Einar Geir, Anna Kristín og aðrir að- standendur, megi guð styrkja okk- ur í sorginni. Ég kveð þig nú með djúpan harm í hjarta. Þú hefur lagt af stað þín síðstu spor. Til himnaföður liggur leið þín bjarta, liðnar þrautir, aftur komið vor. Þórir Bjarnason Elsku systir mín. Það er svo sárt að kveðja þig, en á sama tíma finn ég fyrir svo miklu stolti yfir hvernig þú tókst á við sjúkdóm þinn með reisn og baráttuanda til síðasta dags. Þú tókst völdin í eigin hendur og ákvaðst að sækja lækningu til Kína þar sem beitt er annars konar aðferðum í baráttunni við krabba- mein en hér heima. Við verðum því miður að játa okkur sigruð í dag, en vitundin um að við reyndum allt sem hægt var hjálpar okkur í dag, mitt í sorginni yfir að hafa misst þig. Minningarnar frá Kína með þér og klettinum þínum, honum Eggert, eins og þú svo oft kallaðir hann, ylj- ar líka núna því við fengum svo góð- ar stundir saman, þar sem við náð- um að tala saman um allt það sem skiptir máli í þessu skrýtna lífi. Það var líka svo mikils virði að upplifa samkenndina í fjölskyldunni okkar og hversu sterkur kærleikurinn er þegar virkilega á reynir. Við eigum líka alveg einstakan bróður, sem ásamt Eggerti og börnunum, var þín stoð og stytta þegar þú varst sem allra veikust. Þú hefur afrekað margt í þínu allt of stutta lífi af því þú varst svo já- kvæð, hörkudugleg, ákveðin, list- ræn og full af eldhuga og áræði. En mikilvægast af öllu er að þú hefur upplifað mikla ást í lífi þínu sem þú bæði hefur gefið öðrum og tekið á móti. Þú varst umvafin ást á þinni Helga Bjarnadóttir ✝ Helga Bjarnadótt-ir fæddist í Reykjavík 17. mars 1951. Hún lést á heim- ili sínu 24. júní 2009 og var jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ 2. júlí. mbl.is/minningar hinstu stundu sem segir allt sem segja þarf um ríkt líf, því það er hið eina sanna ríkidæmi. Ég kyssi þig og faðma í huganum og sleppi þér með frið í hjartanu því ég veit þú ert komin á góðan stað þar sem þú verð- ur áfram umvafin hlýju og kærleika. Megi almættið styrkja elsku börnin þín, tengdabörn og barnabörnin, góðu vinina þína, ynd- islegu foreldra okkar og bróður og þinn ástkæra Eggert. Hvíldu í friði. Þín systir, Anna Kristín. Ég man þegar ég hitti Helgu í fyrsta skipti. Helga og pabbi voru byrjuð að draga sig saman. Ég var 12 ára og þetta var um áramótin. Helga var í eldrauðum kjól og með eldrauðan varalit. Mér fannst hún rosalega fín. Hún var mikil smekk- manneskja og ekki leiðinlegt að komast í fataskápinn hennar. Hún var líka alltaf með flotta skartgripi og pældi mikið í tísku. Mér fannst mjög aðdáunarvert að fara að versla með henni og gerði stundum grín að því við hana. Hún var svo snögg og labbaði extra hratt með innkaupakörfuna á háu hælunum, í pelsinum og með rauða varalitinn. Hún var mikil félagsvera og hafði mikið gaman af fólki. Alltaf með mikið af fólki í kringum sig. Mikill kraftur í henni og til í allt. Alltaf hress. Hún var til í að spjalla mikið um hár og pæla í hári. Hún sýndi því mikinn skilning þegar ég var unglingur þegar ég var að reyna að slétta á mér snarkrullaða hárið mitt. Hún sagði margoft frá því þegar hún var lítil „hárið á mér er eins og lopi, ég var alltaf með lopa- húfu sem krakki þegar ég kom úr sundi til að klessa hárið niður“ Við gátum talað mikið um hár við eld- húsborðið í Óttuhæðinni, svo kom að því að hún hjálpaði mér fyrir sveinsprófið mitt í hárgreiðslunni. Ég er þakklát fyrir að eiga góðar minningar og að hafa átt gott sam- band við hana. Stuttu áður en hún greindist með krabbamein þá héld- um við Raj brúðkaupsveisluna okk- ar. Það var góður dagur. Helga var búin að koma sér þannig fyrir að hún gæti farið að njóta lífsins. Hún fór á myndlistarnámskeið og var dugleg að mála og málaði flottar myndir. Daginn sem hún var 57 ára sagði hún við mig „núna eru 10 ár þangað til ég verð löggilt gamal- menni“. Helga barðist hetjulega við krabbameinið og hún gafst aldrei upp. Mér fannst svo aðdáunarlegt að hún og pabbi skyldu fara til Kína og reyna allt til að sigrast á mein- inu. Elsku Helga okkar, nú skiljast leiðir í bili en við hittumst á ný. Takk fyrir samfylgdina, stundirnar og minningarnar. Eftir skilur hún stóra fjölskyldu. Elsku pabbi og Erla Rut, Sirrý, Einar og Bjarni, Erla og Bjarni og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi minningarn- ar og kærleikurinn lina sársaukann og söknuðinn. Hulda Margét Eggertsdóttir, Rajan Sedhai. Sterk, sjálfstæð og glæsileg kona eru þau orð sem lýsa Helgu frænku best. Þannig mun ég minnast þín, elsku Helga. Þú varst hlekkurinn sem hélt fjölskyldunni saman og ég veit að við munum vera dugleg að hittast og heiðra minningu þína um ókomna tíð. Elsku Sirrý, Einar, Bjarni, Erla Rut, Eggert, amma, afi, pabbi, Anna Kristín og aðrir aðstandend- ur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Blessuð sé minning þín, mín kæra frænka Ása Lára Þórisdóttir og fjölskylda. Úr minningarsjóði bernsku okk- ar, leikur enginn vafi á því að þú varst stórbrotin persóna, skörung- ur til orðs og æðis í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Hlátrasköll- in og húmorinn var nánast þitt að- alsmerki enda einstaklega lífsglöð og hress í allri sinni framkomu. Fagkona varstu hin mesta á þínu sviði, og ekki má gleyma keppnis- skapinu, þar sem hugur og hönd unnu að settu marki að ná árangri hinum mesta til sigurs. Ég átti því láni að fagna að eiga þig sem bestu vinkonu í árafjöld og að síðustu yndislega stund með þér og þinni stórfjölskyldu í Þrastarlundi rétt fyrir brotthvarf þitt, þar voru rifjuð upp bernskubrek og hve allt er hverfult í tímans rás. Helga fór ekki dult með í hvað stefndi, og má ef til vill segja að það hafi verið líkn í þraut að fá að kveðja á sólskins- fögrum degi eftir langvarandi erfið veikindi. Verst þykir mér þó, að máttugur alvaldur hafði þörf fyrir engil eins og þig svona skjótt, eng- inn hér á jörð ræður víst sínum næturstað. Sól mun ætíð skína yfir ævi þína. Votta ástvinum öllum mína dýpstu samúð. Magga Dís, Finspång, Svíþjóð. Far vel héðan, friður sé með þér: Nú þú heyrir sönginn, sem þú þreyðir, sólvang rósum vaxinn móti þér breiðir Eden þitt, sem enga þyrna ber. (Steingrímur Thorsteinsson.) Náin vinkona og góður félagi er fallin frá fyrir aldur fram. Okkar kynni hófust þegar við gerðumst meðlimir í Hárgreiðslu- félagi Íslands á sama fundi árið 1981. Ekki óraði mig þá fyrir hversu mikil samskipti og góð vin- átta átti eftir að skapast á milli okk- ar. Það eru ófáar hárgreiðslu- keppnirnar, sýningarnar, námskeiðin og ferðalögin sem við höfum tekið þátt í saman. Helga var frábær fagmanneskja, listræn og með næmt auga. Hún var skemmtilegur ferðafélagi, létt í lund og oft var stutt í sönginn á góðri stundu. Þessi keppnisár voru dýrmæt reynsla og gott að geta hugsað til baka og yljað sér við góð- ar minningar. Ég er þakklát fyrir hversu góð okkar vinátta hélst, það voru ófáar stundir, sem við eyddum saman, fórum á sýningar, síðast til Lond- on ekki fyrir löngu, við vorum ekki eins hátíðlegar þá yfir þessu öllu, tókum mátulega mikinn þátt, hlógum mikið og nutum augna- bliksins. Það var ekkert fjall svo hátt hjá Helgu að ekki væri hægt að klífa það, enda sýndi það sig vel þetta tæpa ár sem hún barðist eins og ✝ Ástkær bróðir okkar, HALLGRÍMUR HELGASON, Haggi, Tröllagili 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 3. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 15. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Helgadóttir, Björg Helgadóttir, Páll Helgason. ✝ Elskuleg móðir mín, amma, langamma og langalangamma, MAGNEA BENÍA BJARNADÓTTIR, Stigahlíð 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 8. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Blindra- vinafélagið í Reykjavík, sjóðinn Blind börn á Íslandi. Guðrún Valdemarsdóttir, Ásta Benía Ólafsdóttir, Rene Bödker Jörgensen, Magnea Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristján Konráð Haraldsson, Margrét Einarsdóttir, Valdemar Örn Haraldsson, Sigrún Guðný Erlingsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur afi okkar og langafi, ANDRÉS GESTSSON, Hamrahlíð 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 26. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arnaldur Freyr Birgisson, Margrét Matthíasdóttir, Ingólfur Breki Arnaldsson, Deborah Lynn Sedelmeier, Dan Sedelmeier, Katherine Ann Tenenbaum, Bruce Tenenbaum. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR E. JÓNASSON, Efstalandi, Hörgárbyggð, andaðist laugardaginn 20. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jónína Ásgrímsdóttir, börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.