Morgunblaðið - 07.07.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.07.2009, Qupperneq 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 hetja, það var allt reynt. Helga var mikil fjölskyldumanneskja, enda á hún stóra og sterka fjölskyldu sem hefur staðið eins og klettur við hlið hennar. Vinamörg, kjarnakona, trygg og gefandi. Ég bið góðan guð að varðveita hana og fjölskylduna alla. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Dóróthea Magnúsdóttir. Þá er hún Helga farin frá okkur, alltof snemma. Þessi orkubolti, sem stöðugt var á fleygiferð að sinna hinu og þessu. Það er oft skrítið, þetta líf, og tilgangurinn sjaldnast ljós okkur mannfólkinu. Okkar fjölskylda á Helgu, Edda og Erlu Rut mikið að þakka. Þau eru ófá skiptin sem við höfum þurft að dvelja fyrir sunnan, í lengri eða skemmri tíma. Þá stóð fallega heim- ilið þeirra í Garðabænum okkur allt- af opið til gistingar og alltaf var okk- ur tekið opnum örmum. Sérstaklega er okkur minnistætt þegar við hjón- in dvöldum þar í tvær vikur sam- fellt, að bíða eftir fæðingu þriðja sonar okkar. Þá lagði Helga metnað sinn í að útbúa sem þægilegast her- bergi handa óléttu konunni, svo hún hefði það sem best meðan beðið var. Þetta var á viðkvæmum tíma í okkar lífi, þar sem einungis voru nokkrir mánuðir liðnir frá því við höfðum misst annan son okkar. Því var sú hlýja og væntumþykja sem litla fjöl- skyldan umvafði okkur á þessum tíma ennþá dýrmætari en ella. Fyrir þetta verðum við ævinlega þakklát. Það verður ólíkt tómlegra að koma í Óttuhæðina án Helgu. Elsku Eddi, Erla Rut og aðrir aðstandend- ur. Guð gefi ykkur styrk til að fást við sársaukann, sorgina og söknuð- inn sem framundan er. Þið verðið í hugum okkar og bænum. Elsku Helga. Njóttu þess að ganga í ljósinu, þar sem þú ert núna. Ástarþakkir fyrir allt. Falur, Kristrún og synir. Mig langar með fáum orðum að minnast Helgu Bjarnadóttur. Þegar ég var fimmtán ára fór ég í starfskynningu á hárgreiðslustof- una Carmen í Hafnarfirði fyrir til- stuðlan Hönnu Stínu heitinnar sem var fyrsti neminn hennar Helgu. Ég man að strax á fyrsta degi var mér skellt í djúpu laugina og látin þvo og skola permanent, sem mér ung- lingsstúlkunni fannst vera þvílíkur heiður að vera treyst fyrir. Fljót- lega var ég komin á nemasamning hjá Helgu og átti eftir að eiga mörg yndisleg ár sem nemi og starfsmað- ur hjá Helgu. Helga kom mér strax fyrir sjónir sem mjög ákveðin kona og einbeitt fagmanneskja. Á Carmen var alltaf rosalega mikið að gera en oft vannst tími til að sitja og spjalla og slá á létta strengi eftir vinnu. Helga var mjög dugleg að fara á námskeið og við teknar með. Það var mikill heið- ur að vera nemi á Carmen hjá meist- ara eins og henni sem fylgdist stöð- ugt með nýjustu tískustraumum. Farnar voru nokkrar námskeiðs- og árshátíðarferðir til útlanda á hennar vegum sem voru ógleymanlegar. Helga var ótrúlega mikil dugnað- ar manneskja sem vann mikið, tók þátt í hárgreiðslukeppnum innan- lands sem utan og stóð þá oft á verð- launapöllum, og var dugleg að hafa margskonar uppákomur eins og hárgreiðslu- og tískusýningar á stofunni á Miðvangnum. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar Helga ákvað að taka mig með á heimsmeistaramótið í hárgreiðslu sem haldið var í Þýskalandi þrátt fyrir að ég væri þá nýorðin ófrísk að Helgu Lind dóttur minni. Stuðning- urinn sem hún sýndi mér þá var mér ómetanlegur og á hún óendanlegar þakkir fyrir. Í gegnum árin hefur Helga reynt margt erfitt eins og að verða ekkja og lent í alvarlegu slysi og svo veik- indin síðustu misserin. Í baráttu sinni við þau veikindi fannst mér hún sýna ótrúlegan styrk og æðru- leysi. Manni finnst ótrúlegt hvað getur verið lagt á eina fjölskyldu. Ég vil þakka Helgu fyrir öll árin sem við áttum saman í starfi og fé- lagsskap með Selmu, Hönnu og fleirum af Carmen. Kæri Eggert og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur á þessum erf- iðu tímum. Þórey Erla Gísladóttir Nú ert þú farinn á fund skapara þíns, eitt fegursta laufblað á lífsins tré er feykt á burt á vit hins óræða lífs. Helga var einstaklega lífsglöð og kraftmikill persónuleiki, fögur og frjó í allri hugsun í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði ein- staka nærveru, alltaf með bros á vör sem gerði það að verkum að þar sem Helga var þar var gott að vera. Þó skuggar hafi birst úr sólarátt í lífshlaupi hennar, bar hún ávallt trega sinn í hljóði. Í árafjöld var starfi hennar að hafa hár í höndum, þar ávann Helga sér mikið traust viðskiptavina sinna, ekki bara sem gleðigjafi heldur líka sem góður hlustandi með mildi í hjarta. Hug- myndaríki var henni oft mikilvæg- ara en þekkingin, en af henni er nú einu sinni þekking sprottin, hún fór að sinna áhugamáli sínu með pensla í hönd og gerði það af miklu list- fengi eins og hennar var von og vísa. Börnum, barnabörnum, eigin- manni og foreldrum var hún ávallt einstaklega góð, Helga með barns- hjartað gleymdi aldrei sínum, úr ljósbroti minninganna mætti rita stóra bók um líshlaup Helgu Bjarnadóttur, en verður eigi gert hér. Þú varst einstök Guðs perla, hafðu þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum öllum vottum vér okkar dýpstu hluttekningu. Hilmar og Aðalheiður. Hvað er hægt að gera og segja á stund sem þessari? Það er stórt upp í sig tekið að ætla sér að skrifa minningargrein um konu eins og Helgu. Það eru varla til nógu stór orð til að lýsa því hvers konar skör- ungur var hér á ferð. Hvert sem Helga fór og hvar sem hún var þá gustaði af henni. Allt sem Helga tók sér fyrir hendur gerði hún með glæsibrag og munaði hana t.d. ekki um að halda 20 manna matarboð eins og ekkert væri. Helga var mik- ill fagurkeri, leit alltaf vel út og bjó hún sér og sínum einstaklega fallegt heimili. Helga hafði mikla sköpun- argáfu sem best sást þegar hún tók þátt í hárgreiðslukeppnum sem voru ófáar hvort sem var hér heima eða erlendis. Þar náði hún frábær- um árangri eins og hennar var von og vísa. Það blundaði alltaf í henni að mála og lét hún verða af því að fara á myndlistarnámskeið. Mér sem leikmanni finnst myndirnar eftir hana stórgóðar og ég get ekki annað sagt en að þar hafi verið sannur listamaður á ferð. Helga hefur kynnst því að lífið er ekki bara dans á rósum og hefur það styrkt hana. Nú er því miður komið að leikslokum og þrátt fyrir sterkan vilja og baráttu þá náði hún ekki að sigrast á veikindum sínum. Ég þakka þér, elsku vinkona, samleið- ina á þessu æviskeiði og allar frá- bæru stundirnar sem við áttum saman. Algóðan guð bið ég um að gefa ykkur styrk í þessari þraut sem á ykkur er lögð, kæra fjöl- skylda, ykkar er missirinn mikill. Þín verður sárt saknað, elsku Helga mín. Guð geymi þig. Þín vinkona Guðríður Ásgrímsdóttir. Elskuleg vinkona okkar, Helga Bjarnadóttir, er látin. Helga var góður vinur, ávallt bjartsýn og skemmtileg. Við kynntumst fyrir 46 árum og höfum verið samferða í gegnum lífið. Ungar stelpur að leik í Stigahlíðinni sem sóttu Tónabæ á sunnudögum. Áhyggjulausir ung- lingar sem fóru í Breiðfirðingabúð og Glaumbæ um helgar og hlustuðu á Bítlana í kassaplötuspilurum sem við höfðum keypt okkur fyrir sum- arkaupið frá Hraðfrystistöðinni. Giftar konur sem stofnuðu heimili og eignuðust börn um svipað leyti. Ömmur sem ætluðu að verða gamlar saman og gera eitthvað skemmti- legt. En það verður að bíða enn um sinn því Guð ætlaði henni Helgu minni annað og meira. Hann hafði hlutverk fyrir þessa góðu konu á öðrum stað. Við eigum eftir að hitt- ast seinna. Helga var snemma ákveðin í að læra hárgreiðslu og var 13 ára farin að greiða mömmu sinni og konunum í blokkinni þar sem hún bjó. Hansahilla með rykktri pífu í kring, spegill upp við vegg, túper- ingargreiða og hárlakk. Flamingo- hárþurrka með hjálmi, jólagjöfin það árið að eigin ósk; fullkomið og ekkert að vanbúnaði. Stuttu seinna þurfti að prófa skærin og ekki stóð á mér að setjast í stólinn og gerast til- raunadýr. Hafði óbilandi trú á vin- konunni og fékk flotta klippingu að okkar mati. Þetta var vísir að fyrstu hárgreiðslustofunni sem átti aldeilis eftir að stækka. Helga varð hár- greiðslumeistari og opnaði hár- greiðslustofuna Carmen í Hafnar- firði og rak hana þar til fyrir tveimur árum er hún ákvað að minnka við sig vinnu og snúa sér að öðrum spennandi verkefnum. Helga var fæddur foringi. Það var hún sem hélt vinahópnum saman og hann var stór. Oftar en ekki var það hún sem átti frumkvæði að því að gera eitt- hvað skemmtilegt. Það var aldrei lognmolla í kringum hana hvort sem það voru matarboð eða útilegur. Og aldrei var Helga ánægðari en þegar hún hafði alla fjölskylduna eða vin- ina saman. Matarboð fyrir fjölda manns var nú ekki mál fyrir Helgu, bara gaman. Helga var fagurkeri og fallegt heimili þeirra Eggerts ber vott um það. Hún var smekkvís og hafði næmt auga fyrir formi og litum. Að skipuleggja og velja saman hvort sem það voru hlutir eða föt. Þar var Helga svo sannarlega á heimavelli. Elsku Helga mín, við Kiddi þökkum þér samfylgdina í gegnum öll árin í blíðu og stríðu. Það voru forréttindi að eiga þig sem vin. Elsku Eggert og börnin öll, for- eldrar, systkini og aðrir aðstand- endur. Við samhryggjumst ykkur öllum innilega. Guð blessi ykkur og styrki. Lára og Kristinn. Nú er komið að kveðjustund minnar elsku vinkonu, Helgu. Margs er að minnast frá okkar fjörutíu ára vinskap. Við Helga lærðum á sama tíma hárgreiðsluiðn og útskrifuðumst saman. Við urðum strax góðar vin- konur upp úr því. Þegar Helga opnaði Carmen byrjaði ég að vinna hjá henni. Það voru skemmtileg ár. Það var brjálað að gera hjá okkur og alltaf mikið fjör. Við hlógum mikið enda var Helga mikill húmoristi og gaman að vera í kringum hana. Helga var alltaf boðin og búin að rétta manni hjálparhönd. Við fórum í nokkrar utanlandsferðir saman og síðasta ferðin sem við fórum var fyrir rúmu ári. Það var mjög skemmtileg ferð og ekki datt okkur í hug að neitt væri að heilsu Helgu. Undanfarið ár hefur verið erfitt en dugnaðurinn og krafturinn sem bjó í Helgu gerði það að verkum að ég trúði ekki öðru en hún myndi sigra þetta stríð. Ég votta fjölskyldu Helgu: Egg- erti, Erlu Rut, Sirrý, Einari Geir, Bjarna og Erlu og Bjarna, alla sam- úð mína. Þið sjáið á eftir elskulegri konu og megi guð vera með ykkur. Ég kveð elsku Helgu vinkonu mína. Selma Jónsdóttir. Gunnar Reynir Bæringsson ✝ Gunnar ReynirBæringsson fæddist á Ísafirði 7. júlí 1949. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 9. október síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Bústaðakirkju 17. október. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Sig. Ómar Aðalbjörnsson ✝ Sig. Ómar Að-albjörnsson fæddist á Akureyri 18. júní 1956. Hann lést um borð í Kleifa- bergi ÓF 18. júní 2009 og fór útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 30. júní. Meira: mbl.is/minningar ✝ Elskuleg frænka okkar, SIGRÍÐUR THORLACIUS, sem andaðist mánudaginn 29. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 8. júlí kl. 15.00. Gylfi Thorlacius, Sigríður Thorlacius, Stefanía María Pétursdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRÚNAR JÓNU BJARNADÓTTUR, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða. Bjarni Þjóðleifsson, Davíð Þjóðleifsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR JÓNSSON prófessor, Tómasarhaga 22, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 13.00. Guðrún Stefánsdóttir, Jón Baldursson, Kristjana G. Eyþórsdóttir, Ólafur Baldursson, Hulda Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.                          ✝ Systir okkar, HJÖRDÍS SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra Blesastöðum, áður Melgerði 31, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 1. júlí. Jarðarförin fer fram frá Ólafsvallakirkju miðviku- daginn 8. júlí kl. 14.00. Haraldur Axel Sveinbjörnsson, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.